Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 25
hlusta á þær þegar þær héldu að enginn heyrði til. Þá gátu þær ver- ið býsna hispurslausar í tali. Síðustu árin þegar þrekið tók að þverra sást vel hvaða sess æsku- stöðvarnar við Ljósavatn áttu í lífi Sigrúnar. Hugurinn var „heima á Stapa“ þegar skoðaðar voru myndir og örnefnin í kringum bæ- inn og við vatnið rifjuð upp. Við vitum að við tölum fyrir munn allra Hríshólssystkina þeg- ar við þökkum ræktarsemi og góð- vild Sigrúnar frænku að leiðarlok- um. Dísu, Sverri og afkomendum þeirra, sem og systrum Sigrúnar sem eftir lifa, Gígju og Ernu móð- ur okkar, sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Viðar og Sigurgeir frá Hríshóli. Æ, nú er hún farin flaug um huga minn þegar ég fékk símtal frá Dísu frænku, fallegan haust- dag í september og ég varð sorg- mædd. Fyrir 24 árum eignuðumst við hjónin dóttur á Landspítalanum í Reykjavík, svo agnarsmáa og heimilið órafjarri. Það virtist óyf- irstíganlegt að ætla að sinna bæði heimili og barni á Akureyri og öðru barni á vökudeild í Reykja- vík. Sigrúnu föðursystur mína munaði þá ekki um að bæta inn á sitt litla heimili, frænku í neyð. Áð- ur hafði hún lofað annarri frænku að norðan vetrardvöl. Sjálfsagt mál, jafnvel þó að viðbótarfræn- kunni fylgdi stundum maður og barn. Alltaf var pláss í litlu íbúð- inni á Flókagötu 12, og ekki síður í stóru hjarta. „Elskan mín, þið verðið bara hjá mér, það er ekkert um það, stutt á spítalann og þið verðið eins og heima hjá ykkur.“ Þar með hafði hún ákveðið þetta. Á meðan Katrín litla dóttir okkar dvaldi á vökudeild Landspítalans, í heila fjóra mánuði, stóð heimili Sigrúnar okkur öllum alltaf opið. Þrátt fyrir að vera enn í fullri vinnu í Osta- og smjörsölunni á þessum árum hafði frænka mín alltaf tíma til að huga að einmana og ráðvilltri mömmu á spítala: „Þetta er ekkert sem þú borðar. Elskan mín, á ég ekki að færa þér eitthvað?“ Og iðulega beið eitt- hvert góðgæti við rúmið mitt á sjúkrahúsinu; sviðakjammi, neðri hlutinn því hann er matarmeiri, glóðvolgar upprúllaðar pönnukök- ur og sitthvað fleira til að næra en ekki síður til að hughreysta og gleðja. Þennan tíma á Flókagötunni brölluðum við ýmislegt frænkurn- ar þrjár og frænkuprjónaklúbbur- inn varð til. Agnarsmáir prjóna- skór á krílið, sem skartaði engu nema allt of stórri bleiu á vöku- deildinni. „Barnið verður að eign- ast einhver föt.“ Fyrst voru það skórnir, svo litrík húfa, já og peysa í stíl. Peysan var að vísu orðin of lítil þegar barnið fékk loksins tækifæri til að máta, en það skrif- ast á mömmuna. Markmið frænku minnar með öllu þessu hefur ef- laust verið að viðkvæm mamma festi hugann við eitthvað, jafnvel prjónaskap. Sigrúnu fórst kennslan vel úr hendi því hvers konar handverk lék í höndunum á henni. Mér er of- arlega í huga mynd sem prýddi heimili Sigrúnar. Myndina hafði hún bæði saumað og málað, svo vel að það var erfitt að sjá hvar skilin lágu. Hún hafði næmt auga fyrir list- rænum þáttum, hvort heldur þeir voru hugvit og handverk mann- eskjunnar eða undraverk íslenskr- ar náttúru. Sigrún unni íslenskri náttúru heilshugar og æskustöðv- arnar á Arnstapa í Ljósavatns- skarði voru henni ætíð ofarlega í huga. Þangað kom hún á hverju sumri á meðan kraftarnir leyfðu. Nei, hún Sigrún frænka mín er ekki farin því svo fjölmargar góðar minningar lifa, en ég sakna. Elsku Dísa mín, Sverrir og fjöl- skyldan öll, við vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð. Minning um yndislega konu lifir áfram með okkur öllum. Anna Sigríður Halldórsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017 Atvinnuauglýsingar Fyrsti vélstjóri óskast til afleysingar á skuttogarann Múlaberg SI 22 sem gerður er út á rækjuveiðar frá Siglufirði. Óskað er eftir réttindamanni, en stærð aðalvélar er 1325 kW. Umsókn má senda á : ragnar@rammi.is Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Samtök eldri sjálfstæðismanna boða til hádegisfundar í Valhöll á morgun, miðvikudaginn 11. október, kl. 12 á hádegi. Gestur fundarins: Páll Magnússon alþingismaður. Húsið verður opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 900 krónur. Allir velkomnir. Stjórnin. Tilkynningar „Ekki fresta, hafðu samband“ Málþing um mikilvægi snemmgreiningar Gigtarfélag Íslands stendur fyrir málþingi fimmtudaginn 12. október, á Alþjóðlega gigtardeginum. Málþingið fer fram á Radisson Blu Saga og hefst það klukkan 17:00. Dagskrá: Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, setur málþingið Frumsýning á myndbandi frá EULAR, Bandalagi evrópskra gigtarfélaga, í tilefni dagsins. „Oddur Steinarsson, sérfræðingur í heimilislækningum, flytur erindi: „Heilsugæsla, fyrsti viðkomustaður“ Kaffihlé Sunna Brá Stefánsdóttir, verkefnastjóri Gigtarfélagsins flytur erindi um gigtarsjúkdóma. Myndband frá Gigtarfélags Íslands. Fundi slitið Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og stólajóga með Hildi byrjar kl. 9.30 í hreyfisalnum og eru allir velkomnir, gönguhópur 1 leggur af stað í morgungöngu kl. 10.15 og vatnsleikfimin í Vesturbæjarlaug hefst kl. 10.50, tálgað í tré kl. 13, postulín kl. 13 og þættirnirThe crown um Elísabetu drottningu sýndir kl. 13.15. Allir velkomnir! Árskógar 4 Leikfimi með Maríu kl. 9, smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16, lokaður hópur kl. 10-13, Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30, handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30- 16, kóræfing Kátir karlar kl. 13, MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt, hádegismatur kl. 11.40-12.45, kaffisala kl. 15-15.45, heitt á könnunni. Allir velkomnir. S: 535-2700. Boðinn Botsía kl. 11.30. Brids og kanasta kl. 13. Borgir Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 7.30 og 14.10 í dag, list- málun kl. 9 í Borgum, kærleiksyoga með Ásu hefst í dag í Borgum kl. 9, tréútskurður kl. 9.30 á Korpúlfsstöðum, botsía kl. 10 og 16 í Borg- um, helgistund kl. 10.30 í Borgum og Heimanámskennsla hefst kl. 16.30 í Borgum í dag. Minnum á miðasölu á haustfagnaðinn 13. okt. Bólstaðarhlíð 43 Yngingar jóga hjá Lilju Steingríms kl. 9-9.50, allir velkomnir, opin handverksstofa kl. 9-16, morgunkaffi kl. 10-10.30, botsía kl. 10.40-11.20, Bónusrútan kemur kl. 12.30, leshópur kl. 13. Gönguhópur kl. 13.30, tekinn léttur hringur um hverfið, opið kaffihús kl. 14.30-15.30. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl.14. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, bænastund kl. 9.30, samveru- stund með djákna kl. 14. Fella- og Hólakirkja Við byrjum með súpu brauði eftir stundina. Gestur okkar í dag er hinn skemmtilegi Pétur Bjarnason semsegir okkur sögur og brandara ásamt því að sýna okkur nýja bók sem hann gaf út. Spilum, prjónum og eigum góða stund saman. Verið velkomin. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Postulínsmálun kl. 9, opin hand- verksstofa kl. 13, landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50, kaffiveit- ingar kl. 14.30. Allir velkomnir. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Kl. 9-12 bútasaumshópur, kl. 9-12 gler- list, kl. 10.30-11.15 hópþjálfun með sjúkraþjálfara (stólaleikfimi), kl. 12.15 rúta í Bónus fer frá Skúlagötu, kl. 13-14.30 handavinna í hand- verksstofu, öllum opin. Kl. 13-16.30 frjáls spil, kl. 13:30-16 félagsvist í sal, allir velkomnir, kl. 15-16 bókaklúbbur í handverksstofu. Verið vel- komin á Vitatorg, Lindargötu 59, síminn er 411-9450. Furugerði 1 Morgunverður frá kl. 8.10-9.10 í borðsal, fjöliðjan í kjall- ara opin frá kl. 10, heitt kaffi á könnunni. Framhaldssögulestur kl. 10 á 9. hæð í setustofu, stólaleikfimi kl. 11 i innri borðsal 1. hæð. Ganga kl. 13 ef veður er hagstætt, hádegisverður kl. 11.30-12.30 í borðsal, botsía í innri borðsal kl. 14, síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30 í borðsal, kvöld- verður kl. 18 í borðsal. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 8.20/15. Qi gong Sjálandi kl. 9, gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10, stólajóga kl. 11 í Jónshúsi. Botsía Sjálandi kl. 11.50, karlaleikfimi Sjálandi kl. 13, Bónusrúta fer frá Jóns- húsi kl. 14.45, línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30, trésmíði kl. 9/13 í Kirkjhvoli, félagsvist í Jónshúsi kl. 20. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16, keramik málun kl. 9-12, glervinnustofa með leiðbeinand kl. 13-16, leikfimi Maríu kl. 10-10.45, leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30, gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn- vægisæfingar, kl. 16 dans. Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara í kirkjunni kl. 13-16. Í upphafi er söngstund í kirkjunni með Hilmari Erni Agnarssyni og gestur dagsins er Þórey Dögg Jónsdóttir. Þá er í boði handavinna, spil og spjall fyrir þau sem vilja. Samverunni lýkur með kaffiveiting- um kl. 15.30. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Þriðjudagur: Myndlist kl. 9 botsía, kl. 9.30 ganga, kl. 10 málm/silfursmiði / tréskurður og kanasta kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9, hjúkrunarfræðingur kl. 9.30-10.30, handavinna með leiðbeinanda kl. 10-13, 500 kr. dagurinn, nýliðar velkomnir. Nemar í tómstundafræði fjalla um árið 1959 í tónum og tali kl. 10.30, hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15, gönguhópur kl. 13 – þegar veður leyfir, félags- vist kl. 13.15, kaffi kl. 14.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 9, 10 og 11. Börn frá leikskólanum Garðaborg koma í heimsókn kl. 10.30 og syngja nokkur lög, hádegismatur kl. 11.30. Opin vinnustofa frá kl. 13, tálgun. Helgistund kl. 14, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, thai chi kl. 9, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur kl. 9, leikfimin með Guðnýju kl. 10, spekingar og spaugarar kl. 10.45, Bónusbíll kl. 12.40, brids kl. 13, bókabíll kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30. framhaldsþættir kl. 15, allir velkomnir, nánari í síma 411-2790. Neskirkja Krossgötur kl. 13. Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistar- kona: Bersögli og sannsögli. Í framhaldi af eftirminnilegri myndlistar- sýningu áTorginu síðasta vetur ræðir Kristín hvernig listamaðurinn tjáir hugmyndir sínar um lífið í öllum sínum margbreytileika. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja 9-12, listasmiðja kl. 9- 16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leið- beinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15, kaffispjall í krókn- um kl. 10.30, pútt í Risinu Eiðistorgi kl. 10.30, mjúk-leikfimi í Hreyfi- landi kl. 12, helgistund á Skólabraut kl. 13.30, brids í Eiðismýri 30 kl. 13.30, karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Stangarhylur 4, Skák í dag kl. 13, umsjón Finnur og Garðar. Félagslíf  EDDA 6017101019 I Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.