Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Opið virka daga10-18 laugardaga11-15 Sófasett Borðstofuborð Stólar Skenkar/skápar Hvíldarstólar Kommóður/hillur o.m.fl. Komið og skoðið úrvalið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tekið var við fleiri ökutækjum til úr- vinnslu fyrstu níu mánuði þessa árs en allt árið í fyrra. Frá áramótum og út september voru móttekin öku- tæki orðin 6.924 en þau voru 6.527 allt árið í fyrra. Þetta kemur fram í tölum sem Morgunblaðið fékk frá úrvinnslusjóði. Ökutækjum sem er fargað hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2014. Metmánuðurinn það sem af er þessu ári er júní en þá var tekið við 1.099 ökutækjum til úrvinnslu og í júlí s.l. voru þau 987. Ólafur Kjartansson, fram- kvæmdastjóri úrvinnslusjóðs, segir að þeir séu í samvinnu við viður- kennda móttökuaðila um allt land. Þegar bíl er skilað til móttökustöðv- ar fær eigandinn skilavottorð. Hann fer síðan með vottorðið til skoðunar- stöðvar og óskar eftir að bíllinn sé afskráður. Þá fær hann greitt skila- gjald upp á 20.000 kr., að því til- skildu að engin opinber gjöld af bíln- um séu ógreidd. Afskráningarbeiðnin fer svo til sam- göngustofu sem heldur utan um öku- tækjaskrá. Hún sendir úrvinnslu- sjóði mánaðarlega upplýsingar um ökutæki sem hafa verið afskráð til úrvinnslu. Vaka kaupir talsvert af bílum til niðurrifs eða förgunar og gefur út skilavottorð. Daníel Már Einarsson framkvæmdastjóri segir að þeir hafi fundið fyrir aukningu í förgun bíla undanfarin ár. Mikið dró úr förgun bíla fyrst eftir hrunið. Hann segir að innan um komi mjög þokkalegir bílar til förgunar. Hringrás tekur við bílum sem á að úrelda. Fyrirtækið er með móttökustöðvar í Reykjavík og á fjórum stöðum úti á landi. „Mér sýnist að það hafi orðið 25- 30% aukning hjá okkur,“ segir Daði Jóhannesson framkvæmdastjóri. Hann segir að yfirleitt séu bílar sem fólk vill farga seldir bílapartasölum. Þær hirði úr þeim það sem er nýti- legt. Afgangurinn fer svo til Hring- rásar þar sem leifarnar af bílnum eru tættar og efnið flokkað til endur- vinnslu. Einnig kemur fólk til Hring- rásar með bíla til förgunar og sumir þeirra eru í það góðu ástandi að þeim er ekið á förgunarstaðinn. Færist í vöxt að bílum sé fargað  Fleiri bílar nú þegar í úrvinnslu en allt árið í fyrra  Búið að farga nærri sjö þúsund bílum í lok september  Fólk kemur akandi á bílum sem á að pressa Fjöldi ökutækja til úrvinnslu 2014-2017 Heimild: Úrvinnslusjóður 7 6 5 4 3 2 1 0 þúsund 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfjórðungur 2014 2015 2016 2017 5.245 6.063 6.527 6.924 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hringrás Gamlir bílar enda flestir hjá endurvinnslufyrirtækjum og sífellt fleiri fara þá leið þessa dagana. Óttarr Proppé tilkynnti í gær að 250 milljónum króna yrði ráðstafað á safnlið heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Upphæðinni er ætlað að efla heimahjúkrun á svæðinu, tryggja öryggi fólks sem býr heima og draga úr þörf fyrir stofnanavistun og aðra heilbrigð- isþjónustu. Í fréttatilkynningu frá velferðar- ráðuneytinu kemur fram að fjár- veitingar hafi aukist nokkuð til heilbrigðisstofnana á landsbyggð- inni til eflingar heimaþjónustu. Brýn þörf sé fyrir aukna heima- þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og því hafi verið ákveðið að leggja 250 milljónir inn á safnlið heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óttarr Proppé heilbrigðis- ráðherra segir að ákvörðun um fjárveitinguna hafi verið tekin í kjölfar vandaðrar vinnu og und- irbúnings af hálfu ráðuneytisins. Morgunblaðið/Styrmir Kári Heimaþjónusta Heilbrigðis- ráðherra tilkynnti aukin framlög. Heima- hjúkrun aukin  Meira öryggi  250 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.