Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Garðs Apótek Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Appótek: www.appotek.is Einkarekið apótek í 60 ár Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið Ný heimasíða og glæsileg ný netverslun Nú getur þú verslað á progastro.is hvenær sem er Kíktu á netverslunina og skoðaðu glæsilegt vöruúrval 27. október 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 105.48 105.98 105.73 Sterlingspund 139.68 140.36 140.02 Kanadadalur 83.11 83.59 83.35 Dönsk króna 16.68 16.778 16.729 Norsk króna 13.154 13.232 13.193 Sænsk króna 12.815 12.891 12.853 Svissn. franki 106.23 106.83 106.53 Japanskt jen 0.9236 0.929 0.9263 SDR 148.54 149.42 148.98 Evra 124.17 124.87 124.52 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.5049 Hrávöruverð Gull 1278.0 ($/únsa) Ál 2149.0 ($/tonn) LME Hráolía 58.44 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hagnaður Nýherja á þriðja ársfjórð- ungi var 29 milljónir króna, en hann var 93 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Sala á vöru og þjónustu nam 3,5 millj- örðum króna á þriðja ársfjórðungi sem er 2,5% tekjuaukning miðað við sama fjórðung í fyrra. Framlegð nam 859 milljónum króna, eða 24,4%, og var EBITDA 229 milljónir króna, saman- borið við 247 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Á fyrstu 9 mánuðum ársins nam hagnaður Nýherja 266 milljónum króna, en til samanburðar var hann 204 milljónir króna yfir sama tímabil í fyrra. Eiginfjárhlutfall var 45,2% í lok þriðja ársfjórðungs. Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, segir í afkomutilkynningu til Kauphallar að öflugur tekjuvöxtur sé áfram hjá Tempo, sem nemi 34% í bandaríkjadöl- um það sem af er ári. „Markmiðið er að selja verulegan eignarhlut í Tempo og fá að félaginu samstarfsaðila með reynslu og þekkingu í uppbyggingu á alþjóðlegri hugbúnaðarstarfsemi.“ Nýherji með 29 milljónir í hagnað á 3. ársfjórðungi Hagnaður Icelandair Group dróst saman um 1% á milli ára og var 101,8 milljónir dollara á þriðja ársfjórð- ungi, jafnvirði 10,7 milljarða króna. Tekjurnar jukust um 10% á milli ára og námu 536 milljónum dollara, jafn- virði 56,5 milljarða króna. EBITDA stóð í stað á milli ára og var 161 millj- ón dollara. „Reksturinn á þriðja ársfjórðungi gekk vel. Afkoman er betri en gert var ráð fyrir og eru helstu skýring- arnar hærri farþegatekjur og hag- stæð gengisþróun sem vegur þyngra en neikvæð þróun olíuverðs. Þá eru hagræðingaraðgerðir byrjaðar að skila árangri. Afkoma af leiguflugs- starfsemi og fraktflutningum var einnig umfram væntingar,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í afkomutilkynn- ingu til Kauphallar. Í ljósi bættrar afkomu á þriðja ársfjórðungi og betri horfa í rekstr- inum á síðustu mánuðum ársins hef- ur afkomuspá félagsins fyrir árið verið hækkuð í 165-175 milljónir dollara. Björgólfur segir að gert sé ráð fyrir áframhaldandi vexti á næsta ári í samræmi við stefnu fé- lagsins um arðbæran innri vöxt fé- lagsins og flugáætlun Icelandair fyr- ir árið 2018 verður um 11% umfangsmeiri en á þessu ári. „Horf- ur í flugrekstri félagsins eru óbreytt- ar. Samkeppni er áfram mikil á N- Atlantshafinu og er gert ráð fyrir áframhaldandi þrýstingi á meðalfar- gjöld,“ segir hann. Laun og annar starfsmannakostn- aður hækkaði um 25% á milli ára og telur 32% af heildarkostnaði. Skýrist hækkunin af auknu umfangi og styrkingu krónunnar gagnvart bandaríkjadal á samanburðartíma- bilinu, en stærstur hluti launakostn- aðar félagsins er í krónum. Styrking krónu á árinu hefur haft í för með sér minnkandi framlegð af ferðatengdri þjónustu þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna. helgivifill@mbl.is Icelandair hagnast um 11 milljarða Morgunblaðið/Styrmir Kári Vöxtur Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að flug- áætlun Icelandair árið 2018 verði um 11% umfangsmeiri en á þessu ári.  Tekjurnar aukast um 10% á milli ára Hagnaður Landsbankans nam 4,2 milljörðum króna á þriðja ársfjórð- ungi, samanborið við 5,1 milljarð á sama fjórðungi 2016. Virðisbreyting- ar útlána voru jákvæðar um 766 milljónir á fjórðungnum, samanborið við 2,1 milljarð í fyrra. Hreinar vaxtatekjur námu 8,9 milljörðum króna á fjórðungnum sem er um 300 milljónum króna meira en á sama tímabili í fyrra. Hreinar þjónustutekjur námu 2,2 milljörðum króna, en þær voru 2,0 milljarðar króna á þriðja ársfjórð- ungi 2016. Á fyrstu níu mánuðum ársins var hagnaður Landsbankans 16,8 millj- arðar króna, samanborið við 16,4 milljarða á sama tímabili árið 2016. Jákvæðar virðisbreytingar námu 2,1 milljarði, sem er 53% lægri fjárhæð en á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli. Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,5% á fyrstu níu mánuðunum en var 2,3% á sama tímabili árið áður. Útlán hafa aukist um 6,2% frá áramótum, eða um rúma 52 milljarða króna. Eigið fé Landsbankans var 243 milljarðar í lok september og eigin- fjárhlutfallið 26,8%. Landsbankinn greiddi 11,8 milljarða króna í arð á þriðja ársfjórðungi og nema arð- greiðslur bankans alls 24,8 milljörð- um króna á þessu ári. Frá árinu 2013 hefur Landsbankinn alls greitt um 107 milljarða króna í arð. „Aukin markaðshlutdeild á ein- staklings- og fyrirtækjamarkaði, hagstæðar aðstæður í efnahagslífinu og aukin umsvif í þjóðfélaginu eiga stærstan þátt í að afkoma bankans var betri en áætlanir gerðu ráð fyr- ir,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri í afkomutilkynningu. „Áframhaldandi aðhald í rekstri veldur því að rekstrarkostnaður er nánast sá sami á þriðja ársfjórðungi og á sama tímabili í fyrra.“ Hagnaður Lands- banka 4,2 milljarðar  Arðgreiðslur 107 milljarðar frá 2013 Morgunblaðið/Golli Landsbanki Lilja segir afkomu betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hagnaður TM dróst saman um 73% á milli ára á þriðja ársfjórð- ungi og var 217 milljónir króna. „Afkoma TM á þriðja ársfjórð- ungi var vel við- unandi í ljósi erf- iðra aðstæðna á fjármálamörk- uðum,“ segir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, í afkomutilkynningu. „Afkoma af vátryggingastarfsemi var góð þar sem samsett hlutfall var 92%. Ávöxtun fjárfestingaeigna var jákvæð sem verður að teljast góður árangur á sama tíma og innlendi markaðurinn lækkaði nokkuð.“ Framlegð af vátryggingastarf- semi dróst saman á milli ára um 39% og var 323 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Samsetta hlut- fallið hækkaði í 92% á milli ára, úr 86,1%. Fjárfestingatekjur 41 milljón Fjárfestingartekjur voru 41 millj- ón króna á fjórðungnum samanborið við 546 milljónir króna fyrir ári. Það er 92% samdráttur. Ávöxtun af fjár- festingum var 0,1% á tímabilinu. Markaðsvísitala Gamma lækkaði um 1,4% yfir sama tímabil en hluta- bréfavísitala Gamma lækkaði um 6,2% yfir sama tímabil. Fram kemur í kynningargögnum að trygginga- félagið hafi hagnast um 122 milljónir króna vegna veikingar krónunnar á fjórðungnum. Tjónakostnaður á þriðja ársfjórð- ungi óx um 14,2% miðað við sama tíma árið 2016 á meðan iðgjöld hafa aukist um 6,1%. Rekstrarkostnaður hækkaði um 9,2% á milli ára. helgivifill@mbl.is Hagnaður dróst sam- an um 73%  TM hagnaðist um 217 milljónir króna Sigurður Viðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.