Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 300. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR.
1. Ekki arfgengt að vera sjálfstæðismaður
2. Atvinnu- og tekjulaus í „vistarbandi“
3. Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur
4. „Hún var bara niðurbrotin“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Í tilefni sjötugsafmælis Ólafs
Hauks Símonarsonar er blásið til fjöl-
skyldutónleika í Þjóðleikhúsinu á
morgun kl. 13 og kl. 16. Sígild lög
Ólafs Hauks verða flutt í nýjum bún-
ingi, en veislustjórar eru Guðjón Dav-
íð Karlsson og Hallgrímur Ólafsson.
Auk þeirra taka lagið þau Ólafía
Hrönn Jónsdóttir, Snæfríður Ingvars-
dóttir, Oddur Júlíusson og Sigurður
Þór Óskarsson.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eitthvað fyrir alla,
konur og kalla
Réttlæti – Justice er heiti sýn-
ingar sem Birgir Snæbjörn Birgis-
son myndlistarmaður opnar í Gang-
inum, vinnustofugalleríi Helga
Þorgils Friðjónssonar í Brautarholti
8, í dag kl. 17. Á sýningunni eru ný
málverk af dómurum
Hæstaréttar, í þeim
anda sem Birgir er
þekktur fyrir, ljóshærðir
og bláeygir, rétt eins og
alþingismennirnir
sem hann sýndi í
Hafnarborg í
fyrra.
Ljóshærðir og
bláeygir dómarar
Ísak Ríkharðs-
son leikur einleik á
tónleikum með
fjölþjóðlegu
strengjasveitinni
ZHdK Strings í
Norðurljósum
Hörpu annað kvöld
kl. 19.30. Leikur hann einleik á fiðlu í
Tzigane eftir Ravel í eigin útsetningu
fyrir fiðlu, hörpu og strengjasveit, en
einleikari á hörpu er Cecilia Zacchi.
Önnur verk á efnisskránni eru eftir
Mozart, Debussy, Jón Leifs og Grieg.
Ísak Ríkharðsson
leikur einleik í Hörpu
Á laugardag Norðan og norðvestan 8-13 m/s og dálítil él við norð-
austurströndina, en léttskýjað sunnan- og vestantil á landinu.
Kólnandi veður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt, 5-10 m/s síðdegis og úrkomu-
lítið víðast hvar og léttir til austanlands í kvöld. Hiti 3 til 10 stig,
hlýjast austantil á landinu.
VEÐUR
Keflvíkingar, ÍR-ingar og
KR-ingar eru í efstu sætum
Dominos-deildar karla eftir
að hafa náð í sigra í gær-
kvöld. Keflavík hafði betur
gegn Haukum á Ásvöllum
og KR landaði sigri gegn Val
á Hlíðarenda. ÍR var hins
vegar á heimavelli og lagði
Njarðvík að velli en allir
leikir kvöldsins voru býsna
jafnir. Hafa liðin þrjú unnið
þrjá af fyrstu fjórum leikj-
um sínum í deildinni. »2-3
Þrjú lið með þrjá
sigra í körfunni
Íslendingar báru sigurorð af Svíum,
31:29, í fyrri vináttuleik þjóðanna í
Laugardalshöllinni í gærkvöld. Ís-
lenska liðið, með marga unga fram-
tíðarmenn í broddi fylkingar, hafði
undirtökin nær allan tímann og land-
aði sanngjörnum sigri í skemmti-
legum leik. Liðin eigast aftur við í
Laugardalshöllinni á morgun, kjör-
dag. »2-3
Unga kynslóðin stóð
fyrir sínu gegn Svíum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Starf og menning íslensku kirkjunnar í sinni fjöl-
breyttustu mynd sést í hnotskurn á ljósmyndasýn-
ingu Rúnars Reynissonar, 95 hurðir, sem opnuð
verður í Neskirkju í Reykjavík næstkomandi
þriðjudag. Sú dagsetning, 31. október, er engin til-
viljun, því þá er liðin rétt og slétt hálf þúsöld frá
siðbót Lúthers. Upphaf hennar var táknrænt;
Lúther negldi táknrænt skjal á dyr kirkjunnar í
Wittenberg í Þýskalandi þar sem voru 95 greinar
með kenningum hans um kristna trú, starfsemi
kirkjunnar og hvar hann taldi þörf á breytingum.
Fúnar hurðir en aðrar með látúni
Rúnar Reynisson, sem er skrifstofustjóri og
meðhjálpari í Neskirkju, fór í sumar um allt land,
ók að kirkjum og tók myndir af hurðum þeirra.
Nú sýnir hann 95 þessara mynda og kallast fjöldi
þeirra á við rætur siðaskiptanna. Útkoman er í
áttina að mósaíkmynd. Kirkjur landsins – gamlar
og nýjar – eru sumar með því fallegasta í íslenskri
byggingarlist og margar táknmyndir sinna
byggða.
„Hurðirnar sem standa í dyrum kirkna lands-
ins eru ólíkar og misjafnar,“ segir Rúnar. „Sumar
hurðir eru úr harðviði, nokkrar pússaðar, lakk-
bornar eða með látúnsjárni. Margar eru málaðar
en aðrar líka fúnar og hjarirnar ískra. Á einum
stað fyrir vestan er helmingurinn af hurðinni far-
inn og tiltækar spýtur voru negldar upp í. En alls
staðar skynjar maður samhengið og söguna.“
Kirkjan sé fólkinu opin
„Þessi sýning gefur áhugavert sjónarhorn á
kristinn boðskap,“ segir séra Skúli Sigurður
Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju. „Kirkjurnar
með sínum mörgum litríku hurðum eiga að vera
öllum opnar og þar lifandi starf alla daga;
klukknahljómur, söngur og fólk sem þangað kem-
ur í ýmsum erindum. Við getum velt fyrir okkur
hvaða skilaboð felast í því að kirkjudyr séu læstar.
Slíkt eru í raun skil milli hins ytri heims og helgi-
dómsins, þangað sem allir eiga að geta leitað í
gleði og sorg. Því miður hefur kirkjan á Íslandi, á
stundum að minnsta kosti, ekki verið nægilega op-
in fólkinu og því hefur myndast fjarlægð á báða
bóga.“
Sýning Rúnars Reynissonar verður á torginu
í safnaðarheimili Neskirkju. Á vegg andspænis
þeim sem kirkjumyndirnar verða á stendur svo til
að reka í vegginn rúmlega þrjú hundruð nagla;
jafnmarga og kirkjur landsins. Þetta landakort
mun mynda eins konar kort af Íslandi og þannig
að einhverju marki sýna trúarmenningu landans.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Neskirkja Rúnar Reynisson framar og sr. Skúli Sigurður Ólafsson með myndir af kirkjudyrum.
Siðbótin í íslenskri útgáfu á sýningu sem verður í Neskirkju
Margar litríkar hurðir kirkna
Rímar siðbót Lúthers við nútímann? Alveg klár-
lega, segir sr. Skúli sem telur að Lúther myndi í
dag, líkt og hann gerði árið 1517, brýna fólk til
þess að fylgja samvisku sinni og köllun. „Marg-
ar ákvarðanir sem við tökum í daglegu lífi
grundvallast ekki heldur á boðskap Jesú Krists,
heldur byggjast á hentisemi okkar og eigin
hagsmunum. Sumt eru það sjónarmið sem eiga
ekkert skylt við köllun og æðri sjónarmið. Lúth-
er myndi líka hvetja okkur til þess að stíga út
fyrir þægindarammann og öryggið og elska
náungann skilyrðislaust. Margt í velferðarsam-
félagi nútímans á rætur sínar í siðbótinni og
hinum kristna boðskap. Aðstoð við þá sem höll-
um fæti standa er verkefni samfélagsins alls, að
sögn Lúthers,“ segir Skúli.
Elska náungann skilyrðislaust
BOÐSKAPUR LÚTHERS Á ERINDI VIÐ NÚTÍMANN
„Það er afar spennandi að sjá þá upp-
byggingu sem á sér stað um þessar
mundir og mér finnst gaman að vera
þátttakandi í því nú þegar kyn-
slóðaskipti eru að eiga sér stað,“
segir Guðjón Valur Sigurðsson um þá
stefnu HSÍ að setja aukinn þunga í
þjálfun næstu kynslóðar. »4
Spennandi að sjá þessa
uppbyggingu