Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017
AF BÓKMENNTUM
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Tólf bækur eru tilnefndar til Bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
2017, verk níu kvenna og þriggja
karla, en verðlaunin verða afhent
næstkomandi miðvikudag. Af Íslands
hálfu eru tilnefndar Frelsi, ljóðabók
Lindu Vilhjálmsdóttur, og Og svo
tjöllum við okkur í rallið: bókin um
Thor eftir Guðmund Andra Thors-
son. Aðrar tilnefndar bækur eru
fimm ljóðabækur og fimm skáldsög-
ur. Í gær var sagt frá ljóðabókunum
fimm, Djupa, kärlek, ingen eftir Ann
Jäderlund, Anteckningar om hö eftir
Birgitta Lillpers, Sunnudagsland eft-
ir Sissal Kampmann, De tysta ga-
torna eftir Tomas Mikael Bäck og
Jag är Ellen eftir Johanna Boholm,
en að þessu sinni er fjallað um skáld-
sögurnar, Arv og miljø eftir Vigdis
Hjorth, Termin. En framstilling av
vold i Norge eftir Henrik Nor-
Hansen, Erindring om kærligheden
eftir Kirsten Thorup, Vivian eftir
Christina Hesselholdt og Oneiron
eftir Laura Lindstedt.
Christina Hesselholdt
Vivian
Danski rithöfundurinn Christina
Hesselholdt er þekkt fyrir barna-
bækur og tilraunakenndar naum-
hyggjulegar
skáldsögur fyrir
fullorðna. Vivian
er skálduð ævi-
saga ljósmynd-
arans Vivian
Maier sem lést
2009. Maier
starfaði sem
barnfóstra og
við aðra lág-
launavinnu og
síðustu æviárin var hún sárafátæk.
Það var ekki fyrr en eftir fráfall
hennar að í ljós kom að hún hafði ver-
ið iðinn ljósmyndari og hæfileika-
ríkur, eftir hana lágu um tugþús-
undir framúrskarandi ljósmynda af
daglegu lífi í Chicago og New York
sem hún hafði engum sýnt.
Sú Vivian sem birtist í bókinni er
hlédræg og einþykk með ríka rétt-
lætiskennd, en fjölmargar raddir
segja söguna auk hennar. Þar á með-
al birtist óforvarandis rödd sögu-
mannsins, sem skýtur inn hugleið-
ingum og skýringum hér og þar.
Henrik Nor-Hansen
Termin. En framstilling
av vold i Norge
Það að Henrik Nor-Hansen hefði
verið tilnefndur til bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs vakti mikið
umtal í Noregi, enda er hann lítt
þekktur í heimalandi sínu þrátt fyrir
nokkrar ljóðabækur og örstuttar
skáldsögur.
Termin er þriðja bók Nor-Hansens
í bókaröð sem fjallar um karlmenn
sem glíma við ofbeldi og sjálfsvígs-
hugsanir, en
hinar bækurnar
eru En redegjø-
relse for rei-
sestipendet
2010 og En kort
evaluering av
psykososialt
stress. Í Term-
in segir frá ung-
um manni sem
verður fyrir harkalegri líkamsárás og
á erfitt með að ná tökum á lífinu eftir
að hann kemst til líkamlegrar heilsu,
en eins og undirtitill bókarinnar ber
með sér, er Nor-Hansen hugleikin
birtingarmynd ofbeldis í daglegu lífi í
Noregi. Frásögnin er blátt áfram og
flöt, nánast eins og hún gæti birst í
blaðagrein, skýrslu sálfræðings eða
yfirvalds, og fyrir vikið verður sagan
enn harmrænni, við finnum enn bet-
ur til með fórnarlambinu, Kjetil Tu-
estad, sem við sjáum líf hans leysast
upp smám saman án þess að nokkuð
verði að gert.
Kirsten Thorup
Erindring om kærligheden
Kirsten Thorup hefur hlotið fjölda
bókmenntaverðlauna í heimalandi
sínu frá því fyrsta ljóðabók hennar,
Indeni — uden-
for, kom út fyrir
tæpum fimm
áratugum. Í
skáldsögunni
Erindring om
kærligheden
segir Tara frá
ævi sinni og
uppeldi, námi og
þroska og leik-
listaráhuga sem
verður til þess að henni er boðið að
leika Hamlet í uppfærslu tilrauna-
leikhúss. Við glímuna við Hamlet
verður Tara aftur á móti að horfast í
augu við sjálfa sig og líf hennar fer úr
skorðum eftir það. Hún finnur sig
ekki í leiklistinni þegar þess er kraf-
ist að hún sé hún sjálf og næstu ára-
tugum eyðir hún í sífelldri glímu við
spurninguna: Hver er ég?.
Lunginn af bókinni er frásögn af
samskiptum Töru og Siri dóttur
hennar sem spegla samskipti Töru og
móður hennar – Tara endar í ræsinu,
en Siri verður pólitísk listakona.
Móðurástin knýr Töru áfram, en það
er ekki fyrr en í lokin að Siri sættir
sig loks við þá ást eins og birtist í list-
gjörningi sem lokar bókinni.
Laura Lindstedt
Oneiron
Í skáldsögunni Oneiron rankar Ul-
rike við sér í hvítu herbergi þar sem
ekkert annað er að finna en sex kon-
ur. Þær vita ekki hvar þær eru eða
hvernig þær komust þangað og segja
sögur sína til að reyna að koma skikki
á hlutina, til að átta sig á hvað sé á
seyði. Orðið Oneiron, gríska orðið yf-
ir draum, gefur vísbendingu um hvað
sé á seyði og það rennur líka upp fyr-
ir lesandanum að konurnar eru á
mörkum lífs og dauða, rétt stignar yf-
ir landamærin.
Þær eru að tapa
allri tilfinningu
og taka því
einkar vel á móti
þeirri sjöundu
sem slæst í hóp-
inn, austurrísku
unglingsstúlk-
unni Ulrike, en
hinar eru gjörn-
ingalistakonan Shlomith frá Banda-
ríkjunum, bókhaldarinn Polina frá
Rússlandi, hjartaþeginn Rosa
Imaculada frá Brasilíu, snobbhænan
Nina frá Frakklandi sem gengur
með tvíbura, krabbameinssjúkling-
urinn Wlbgis frá Hollandi og fyr-
irsætan Maimuna frá Senegal. Gjör-
ólíkar, en þó með áþekkan
reynsluheim sem konur í karlaver-
öld. Í lok bókarinnar fáum við síðan
skýringar á því hvernig sumar
kvennanna létu líf sitt - stundum á
harkalegan hátt.
Þetta er önnur skáldsaga Laura
Lindstedts og hún fékk Finlandia
bókmenntaverðlaunin fyrir hana. Sú
fyrri var líka tilnefnd til Finlandia-
verðlaunanna.
Vigdis Hjorth
Arv og miljø
Norski rithöfundurinn Vigdis
Hjorth hefur skrifað fjölda bóka sem
þýddar hafa verið á ýmis tungumál,
þar á meðal á ís-
lensku.
Birkir +
Anna: sönn ást
kom út 1986 og
1991, Franskur
leikur 1993 og
Mamma 2002.
Arv og miljø er
tuttugasta
skáldsaga henn-
ar og hefst þar
sem systkini deila um það hvernig
skipta eigi tveimur sumarbústöðum
á milli fjögurra barna. Foreldrarnir
vilja að húsin hljóti tvær dætur sem
sinnt hafa foreldrunum og hugsað
um bústaðina, en hin börnin eru ekki
sátt.
Til að skýra afstöðu sína fer elsta
systirin að segja sögu sína og um leið
frá ýmsu sem legið hefur í þagnar-
gildi. Hún kemst þó fljótt að því að
ekki vilja allir heyra söguna, hvað þá
að trúa henni.
Fram hefur komið að Vigdis
Hjorth byggir bókina að einhverju
leyti á eigin reynslu, þó hún hafi lagt
áherslu á það í viðtölum að bókin
væri skáldsaga. Þess má geta að
Helgu Hjorth, systir Vigdis Hjorth,
þótti að sér sneitt í Arv og miljø.
Gekk svo langt að Helga Hjorth
skrifaði skáldsöguna Fri vilje, sem
andsvar við bók systur hennar. Í
þeirri bók birtist nokkuð önnur
mynd af fjölskyldu þeirra en sú sem
dregin er upp í Arv og miljø. Vigdis
hefur ekki viljað ræða bók systur
sinnar, en fram kom í viðtali fyrir
stuttu að hún hefur ekki rætt við fjöl-
skyldu sína í þrjátíu ár.
Ofbeldi, þöggun
og kærleikur
Christina Hesselholdt Henrik Nor-Hansen Kirsten Thorup Laura Lindstedt Vigdis Hjorth
Ljósm./Jakob Dall Ljósm./Nina Kristin Nilse Ljósm./Lærke Posselt Ljósm./Heini Lehväslaiho Ljósm./Klaudia Lech
Elly (Stóra sviðið)
Sun 29/10 kl. 20:00 23. s Mið 22/11 kl. 20:00 29. s Sun 10/12 kl. 20:00 37. s
Fös 3/11 kl. 20:00 auk. Fim 23/11 kl. 20:00 30. s Fim 14/12 kl. 20:00 38. s
Lau 4/11 kl. 20:00 24. s Fös 24/11 kl. 20:00 31. s Fös 15/12 kl. 20:00 39. s
Fös 10/11 kl. 20:00 25. s Mið 29/11 kl. 20:00 32. s Lau 16/12 kl. 20:00 40. s
Sun 12/11 kl. 20:00 26. s Fös 1/12 kl. 20:00 33. s Þri 26/12 kl. 20:00 41. s
Þri 14/11 kl. 20:00 auk. Lau 2/12 kl. 20:00 auk. Mið 27/12 kl. 20:00 42. s
Fim 16/11 kl. 20:00 auk. Sun 3/12 kl. 20:00 34. s Fim 28/12 kl. 20:00 43. s
Fös 17/11 kl. 20:00 auk. Mið 6/12 kl. 20:00 35. s Fös 29/12 kl. 20:00 44. s
Lau 18/11 kl. 20:00 27. s Fös 8/12 kl. 20:00 auk.
Sun 19/11 kl. 20:00 28. s Lau 9/12 kl. 20:00 36. s
Stjarna er fædd!
Guð blessi Ísland (Stóra sviðið)
Fös 27/10 kl. 20:00 4. s Fim 2/11 kl. 20:00 6. s
Mið 1/11 kl. 20:00 5. s Sun 5/11 kl. 20:00 7. s
Þetta er 11. september Íslendinga, gjörsamlega.
Natan (Litla sviðið)
Lau 28/10 kl. 20:00 2. s Fös 3/11 kl. 20:00 4. s Fim 9/11 kl. 20:00 6. s
Mið 1/11 kl. 20:00 3. s Lau 4/11 kl. 20:00 5. s
Hvers vegna drepur maður mann?
Kartöfluæturnar (Litla sviðið)
Sun 29/10 kl. 20:00 12. s Sun 5/11 kl. 20:00 15. s Þri 21/11 kl. 20:00 aukas.
Fim 2/11 kl. 20:00 13. s Fim 16/11 kl. 20:00 16. s
Fjölskyldukeppni í meðvirkni!
Úti að aka (Stóra sviðið)
Lau 28/10 kl. 20:00 5. s Lau 11/11 kl. 20:00 6. s Lau 25/11 kl. 20:00 7. s
Sprenghlægilegur farsi!
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fös 10/11 kl. 20:00 1. s Sun 19/11 kl. 20:00 6. s Fim 30/11 kl. 20:00 11. s
Lau 11/11 kl. 20:00 2. s Mið 22/11 kl. 20:00 7. s Fös 1/12 kl. 20:00 12. s
Sun 12/11 kl. 20:00 3. s Fim 23/11 kl. 20:00 8. s Lau 2/12 kl. 20:00 13. s
Mið 15/11 kl. 20:00 4. s Fös 24/11 kl. 20:00 9. s Sun 3/12 kl. 20:00 14. s
Lau 18/11 kl. 20:00 5. s Mið 29/11 kl. 20:00 10. s Fös 8/12 kl. 20:00 15. s
Draumur um eilífa ást
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 25/11 kl. 13:00 1. sýn Sun 26/11 kl. 13:00 2. sýn Lau 2/12 kl. 13:00 3. sýn
Tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímunni. Eingöngu sýnd á aðventunni.
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 29/10 kl. 13:00 48. s Mið 1/11 kl. 13:00 aukas. Fim 9/11 kl. 13:00 aukas.
Þri 31/10 kl. 13:00 aukas. Sun 5/11 kl. 13:00 49. s Sun 12/11 kl. 13:00 50. s
Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor.
KARTÖFLUÆTURNAR HHHHH |HHHHH|HHHH
DV Morgunblaðið Fréttablaðið
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 29/10 kl. 13:00 Sun 12/11 kl. 16:00
Sun 5/11 kl. 13:00 Lau 30/12 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Fös 27/10 kl. 19:30 6.sýn Fim 23/11 kl. 19:30 10.sýn Fim 7/12 kl. 19:30 Auka
Sun 29/10 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 8/12 kl. 19:30 16.sýn
Fim 2/11 kl. 19:30 Auka Lau 25/11 kl. 19:30 12.sýn Lau 9/12 kl. 19:30 17.sýn
Fös 3/11 kl. 19:30 8.sýn Fim 30/11 kl. 19:30 13.sýn Lau 30/12 kl. 19:30 18.sýn
Lau 4/11 kl. 19:30 9.sýn Fös 1/12 kl. 19:30 14.sýn
Mið 22/11 kl. 19:30 Auka Lau 2/12 kl. 19:30 15.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Eniga Meniga (Stóra sviðið)
Lau 28/10 kl. 13:00 Lau 28/10 kl. 16:00
Fjölskyldutónleikar í Þjóðleikhúsinu með lögum Ólafs Hauks.
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fös 27/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 17/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/12 kl. 19:30 11.sýn
Fös 3/11 kl. 19:30 4.sýn Lau 18/11 kl. 19:30 8.sýn Lau 2/12 kl. 19:30 12.sýn
Fös 10/11 kl. 19:30 5.sýn Fim 23/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 9/12 kl. 19:30 13.sýn
Lau 11/11 kl. 19:30 6.sýn Fös 24/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 29/12 kl. 19:30 14.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Óvinur fólksins (Stóra sviðið)
Lau 4/11 kl. 19:30 Lokas
Eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð
Smán (Kúlan)
Lau 28/10 kl. 19:30 12.sýn Sun 29/10 kl. 17:00 13.sýn Sun 5/11 kl. 19:30 15.sýn
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 1/11 kl. 20:00 Mið 15/11 kl. 20:00 Mið 29/11 kl. 20:00
Mið 8/11 kl. 20:00 Mið 22/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 25/11 kl. 11:00
291.sýn
Sun 3/12 kl. 11:00 298.sýn Lau 16/12 kl. 11:00 307.sýn
Lau 25/11 kl. 13:00
292.sýn
Sun 3/12 kl. 13:00 299.sýn Lau 16/12 kl. 13:00 308.sýn
Sun 26/11 kl. 11:00
293.sýn
Lau 9/12 kl. 11:00 301.sýn Sun 17/12 kl. 11:00 310.sýn
Sun 26/11 kl. 13:00
294.sýn
Lau 9/12 kl. 13:00 302.sýn Sun 17/12 kl. 13:00 311.sýn
Lau 2/12 kl. 11:00 295.sýn Sun 10/12 kl. 11:00 304.sýn
Lau 2/12 kl. 13:00 296.sýn Sun 10/12 kl. 13:00
305.sýn
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Sun 29/10 kl. 16:00 Lau 11/11 kl. 13:00 Lau 18/11 kl. 15:00 Lokas
Lau 4/11 kl. 13:00 Lau 11/11 kl. 15:00
Lau 4/11 kl. 15:00 Lau 18/11 kl. 13:00
Brúðusýning
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Fös 10/11 kl. 19:30 57.sýn Sun 12/11 kl. 19:30 59.sýn Lau 18/11 kl. 19:30 61.sýn
Lau 11/11 kl. 19:30 58.sýn Fös 17/11 kl. 19:30 60.sýn Sun 19/11 kl. 19:30 62.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200