Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017
Íslenskar landbún-
aðarafurðir eru með
hreinustu afurðum
heims.
Fáir velta fyrir sér
upprunalandi inn-
fluttra matvæla og
hvernig framleiðslan
þar fer fram með til-
liti til lyfja, dýra-
velferðar og sjúk-
dóma sem Ísland er
laust við.
Ekki er auðvelt að halda byggð í
sveitum landsins þegar uppeldi
ungdóms okkar miðar að því að
gera þau að þrælum stórborga og
fyrirtækja, helst eignalausa leigu-
liða sem rétt skrimta.
Ríkið á með sinn banka að lána
til uppbygginga á jörðum með lág-
um vöxtum því það skilar sér til
baka.
En það þarf að gera ungu fólki
sem vill vinna þetta fjölbreytta og
skemmtilega starf kleift að gera
það. Þetta mætti t.d. skoða fyrir
landbúnaðinn.
1. Ríkið hætti að selja jarðir,
kaupi þær frekar og komi þeim í
leigu í búskap. Banna á að selja
jarðir sem eru í fullri framleiðslu til
aðila sem kaupa þær og selja allt
frá þeim og eru að seilast í vatn og
fleiri gæði landsins. Hér áður fyrr í
Búnaðarbankanum heitnum fengu
menn jarðakaupalán þegar menn
hófu búskap en auðvit-
að komust auðmenn yf-
ir þann banka og þetta
var lagt niður. Útlend-
ingar sem kaupa jarðir
eru einnig vandamál.
Þeir kaupa jarðir og
jafnvel heilu dalina og
eru með fögur fyrir-
heit. En hafa þau stað-
ist? Svona óvissu-
ástand hentar
landbúnaði illa.
2. Rafmagn. Borga
þarf bændum til baka
þann mismun sem er á upphitun
með rafmagni og hitaveitu. Ylrækt
á að fá rafmagn á stóriðjuverði. Við
getum framleitt miklu meira af
matvælum þannig. Hvaða hags-
muni er verið að vernda þegar
menn vilja ekki framleiða á Íslandi
með íslensku rafmagni? Rafmagn
sem er ekki notað í dag geymist
illa, við erum ekki að safna raf-
magni eins og olíuveldin gera með
sínar olíur.
3. Tollar af vélum og fleiru
rekstrartengdu felldir niður.
4. Tryggja enn betra GSM og
tengingu sveitanna við netið. Hér
áður var lagt rafmagn og sími til
allra, hvað hefur breyst? Þetta er
líka öryggismál og kostar, skiptir
ekki máli.
5. Tryggja bændum góða aðstoð
við að koma á fót framleiðslu sem
hæfir jörðinni, og matvælaöryggi
sé tryggt með góðu eftirliti . End-
urmenntun þarf að efla mikið og
endurmeta grunninn í búnaðarnámi
og tengsl framhaldsnáms í búvís-
indum.
6. Sláturhús. Hvernig er verðlag
á slátrun í verktöku? Þarf þetta að
vera gert á svona stuttum tíma
þannig að flytja þurfi inn vinnuafl?
Er hægt að liðka til þannig að þetta
dreifist í fleiri smærri sláturhús
þannig að vinnan við slátrun komi
nær bændum? Slátrun sauðfjár
mun á næstu árum breytast á þann
veg að stærri hópur bænda fer að
sækja auknar tekjur með að taka
stærri hluta af verðmætakeðjunni
með sölu beint frá býli.
7. Setja kolefnaskatt strax á inn-
flutt matvæli.
8. Skoða þarf hvort kvóti sé rétta
leiðin til að stýra framleiðslu. Horfa
til greina sem ekki eru með kvóta.
9. Bændasamtökin og bændur
þurfa að skerpa sína heildarstefnu
fyrir alla landbúnaðarframleiðslu
og semja við ríkið á grunni hennar.
10. Skoða þarf virðiskeðjuna,
bændur – afurðarstöðvar – verslun.
Er eðlilegt að bóndinn fái aðeins ca
30% af útsöluverði? Skoða kúgun
stóru verslanakeðjanna á framleið-
endum.
11. Neytandinn verður að fá
lambakjötið sitt í hentugum ein-
ingum, það er ekki nema von að
fólk kaupi aðrar vörur sem hægt er
að fá í minni einingum. Loks er far-
in að fást á veitingastöðum lamba-
steik, auðvitað selst ekkert ef það
er ekki í boði. Hefur verslun rétt á
skila öllu til baka ef ekki selst og
tekur enga áhættu ? Líklegast
myndast mesti gróðinn að flytja allt
inn tilbúið af verksmiðjubúum og
svo bara henda.
12. Sjálfbær landbúnaður, Ís-
lendingar hafa alla burði til að
stunda sjálfbæran landbúnað þar
sem framleiðsla á hollum mat,
dýravelferð og í sátt við náttúruna
er höfð að leiðarljósi.
Ljóst er að allar þjóðir styðja og
styrkja sinn landbúnað enda vilja
allir tryggja fæðuöryggi. Að leggja
niður landbúnað á Íslandi eða koma
honum í nokkur stór verksmiðjubú
er þvæla. Þá kaupir einhver auð-
hringurinn það og verðið stór-
hækkar til neytenda. Dýravelferð
minnkar þegar þetta eru orðin
verksmiðjubú og mikill gróði er
eina takmarkið.
Hvernig eru tengsl landbún-
aðarstefnu, byggðastefnu og
skatta?
Við eigum strax að setja efri
stærðarmörk fyrir bú í landbúnaði.
Þessir hlutir eru orðnir að átaka-
máli og gott fyrir Ísland að setja
strax mörk. Tæknibyltingin, lofts-
lagsbreytingar, allt hefur þetta
áhrif á landbúnaðinn og þarf að
huga að.
Styrkjum íslenskan landbúnað – x-R
Eftir Þórð
Bogason
Thordur Bogason
»Ríkið hætti að selja
jarðir, kaupi þær
frekar og komi þeim í
leigu í búskap. Við eig-
um strax að setja efri
stærðarmörk fyrir bú í
landbúnaði.
Höfundur er búfræðingur og skipar
sæti á lista Alþýðufylkingarinnar í
Reykjavík norður.
thboga@simnet.is
Okkur hefur verið
talin trú um ýmislegt
hér á Íslandi þegar
kemur að háu vaxtastigi
og verðtryggingu á
neytendalánum/
húsnæðislánum sem
flest heimili eru að slig-
ast undan og margir ná
ekki í gegnum greiðslu-
mat vegna þessa. Meðal
annars það að landið
þurfi að ganga í ESB og
þá verði allt gott eða að nauðsynlegt
sé að tengja íslensku krónuna við
annan gjaldmiðil og það leysi allan
vanda.
En það lagast ekkert ef vandinn er
ennþá heima fyrir og kerfið er ennþá
það sama. Bankarnir með alltof mikið
eigið fé sem þeir þurfa að ávaxta með
háum vöxtum og þjónustugjöldum.
Peningamálastefna Seðlabankans er
sú sama nú og fyrir hrun, lítið hefur
breyst á þeim bæ. Fyrir síðasta hrun
var bankakerfið orðið risastór bast-
arður í litlu hagkerfi og það vissu
flestir og reynt var að fá einn bank-
ann til þess að fara út úr hagkerfinu
en það gekk ekki eftir eins og allir
muna vel. Hingað streymdi inn fé
vegna vaxtamunarins sem síðar við
þekkjum sem snjóhengjuna og ráðu-
neyti Sigmundar Davíðs tók á. Eftir
hrun var bankakerfið þó minnkað
eitthvað, en ekki svo að það er ennþá
stærð í íslensku hagkerfi og reglu-
verki hefur lítið sem ekkert breyst.
En núna er mögulega eina tækifærið
til að breyta þessu að renna okkur úr
greipum með því að verið er að selja
Arion banka. Til þess að alvöru breyt-
ingar geti átt sér stað á bankakerfinu
verða þeir að vera í eigu ríkisins. Þess
vegna leggur Miðflokkurinn áherslu
á það að byrja á að nýta forkaupsrétt
ríkisins á þeim banka.
Bankakerfið eins og það er nú, er
ekki í þjónustu við okkur heldur má
segja að við séum í þjónustu við það.
Á meðan bankakerfið er svona stórt
erum við, þessi litla þjóð, dæmd til
þess að vera í hávaxtaumhverfi og
óstöðugu gjaldmiðilsumhverfi. Á
meðan peningamálastefna Seðla-
bankans er sú sama breytist ekkert.
Síðan ofan á þetta allt saman erum
við með gríðarlega stóra lífeyrissjóði
miðað við annars lítið hagkerfi sem
vilja ekki fara að heiman. Ávöxt-
unarkrafa þeirra er 3,5% og þeirri
ávöxtun ná þeir með því að kaupa og
selja fyrirtæki fram og til baka og
hækka verðið í hvert skipti. Í dag eiga
lífeyrissjóðir alls kyns fyrirtæki allt
frá bensínstöðvum, verslanakeðjum,
fjölmiðlum o.s.frv. og síðan eru þessi
fyrirtæki öll í sam-
keppni við sjálf sig. Það
þætti einkennilegt ef
norski olíusjóðurinn
ávaxtaði sitt fé ein-
göngu í Noregi og
hrærðist þar í sama
polli og héldi hagkerf-
inu í heljargreipum.
Það er að sjálfsögðu
ekki heilbrigt. Lífeyr-
issjóðirnir þurfa að fara
út í hinn stóra heim og
taka þátt í nýsköpun,
verðmætasköpum og
skila enn meiri ávöxtun en þessum
3,5%.
Miðflokkurinn ætlar því að byrja
strax á því að nýta forkaupsrétt að
Arion, minnka bankakerfið um að
lágmarki 130 milljarða og nýta það fé
í innviði. Um leið og það minnkar þarf
ekki að ávaxta þetta mikla eiginfé og
vextir geta lækkað. En við viljum
ganga enn lengra og klára verkið.
Landsbankinn verður netbanki í rík-
iseigu og leiðir vaxtastigið í landinu.
Arion banki verður afhentur lands-
mönnum að 1/3 á tímabilinu 1. desem-
ber 2018 til 1. des. 2019. Annar jafn-
stór hluti verður seldur í opnu útboði
og 1/3 hluti verður áfram í eigu ríkis-
ins á meðan verið er að sjá hvernig til
hefur tekist. Íslandsbanki verður síð-
an seldur öflugum erlendum við-
skiptabanka þannig að hér komist á
eðlileg samkeppni á fjármálamarkaði.
Allar þessar aðgerðir eru liður í því
að lækka vexti og fá hér stöðugt um-
hverfi fyrir gjaldmiðilinn. Það ríður á
að fara skjótt í aðgerðir því nú eru
vaxtamunaviðskipti að blómstra enn
á ný og það verður að koma í veg fyrir
að það sama gerist og fyrir síðasta
hrun!
Margir munu hrópa að þetta sé
ekki hægt. Gamall söngur! En þetta
er allt hægt að framkvæma rétt eins
og skuldaleiðréttinguna sem var gríð-
arlega stór aðgerð sem þíddi annars
botnfrosið hagkerfi. En allt þetta er
ekki hægt að framkvæma nema Mið-
flokkurinn fái nægilegan stuðning í
næstu kosningum. Við stöndum á
tímamótum núna!
Minnkum banka-
kerfið – nýtum 130
milljarða í innviði
Eftir Vilborgu G.
Hansen
» Við þurfum að end-
urskipuleggja
bankakerfið, lífeyris-
sjóðirnir að fjárfesta er-
lendis og breyta pen-
ingastefnu Seðlabanka.
Vilborg G Hansen
Höfundur skipar 5. sæti á lista Mið-
flokksins í Reykjavík norður.
vilborg@midflokkurinn.is