Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Nokkrar breytingar hafa orðið á milli vikna á því hverjir eru líklegir til að taka sæti á nýju þingi sam- kvæmt könnun Félagsvísindastofn- unar fyrir Morgunblaðið. Verði niðurstöður kosninga í samræmi við þessa lokakönnun er ljóst að þrír ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn ná ekki kjöri. Það eru þau Benedikt Jó- hannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, í Norðausturkjördæmi, Björt Ólafsdóttir í Suðvesturkjör- dæmi og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í Reykjavík norð- ur. Lilja ennþá úti Þessi nýja könnun sýnir einnig að Framsóknarflokkurinn nær ekki inn manni í Reykjavíkurkjördæmunum eða Suðvesturkjördæmi og mun því ekki eiga fulltrúa á höfuðborgar- svæðinu. Þar með er varaformaður flokksins, Lilja Alfreðsdóttir, úti og Willum Þór Þórsson nær ekki kjöri. Miðflokksmaðurinn Þorsteinn Sæ- mundsson, fyrrverandi framsóknar- maður, nær hins vegar kjöri í Reykjavík suður miðað við þessar niðurstöður. Í Reykjavík norður nær Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir ekki kjöri fyrir Miðflokkinn en Samfylkingin bætir við sig þriðja þingmanninum, Evu H. Baldursdóttur. Píratinn Hall- dóra Mogensen er aftur komin inn en Vinstri-grænir hafa misst einn mann frá síðustu könnun. Í Norðvesturkjördæmi hefur sú breyting orðið á milli kannana að Teitur Björn Einarsson úr Sjálfstæð- isflokki nær ekki kjöri en píratinn Eva Pandóra Baldursdóttir er aftur komin inn. Í Norðausturkjördæmi nær framsóknarkonan Líneik Anna Sævarsdóttir kjöri. Staðan í Suðurkjördæmi er óbreytt frá síðustu könnun. Þar koma ný inn á þing miðflokksmað- urinn Birgir Þórarinsson og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi fyrir Vinstri-græna. Unnur Brá Konráðs- dóttir, forseti Alþingis, næði ekki kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Jóna Sólveig Elínardóttir, varafor- maður Viðreisnar, ekki heldur. Tveir þingmenn halda sætum sín- um í Suðvesturkjördæmi, öfugt við niðurstöður síðustu könnunar. Þetta eru þeir Vilhjálmur Bjarnason í Sjálfstæðisflokki og Jón Steindór Valdimarsson í Viðreisn. Þá er Will- um Þór úti eins og áður sagði og Samfylking missir þriðja mann sinn. Jöfnunarmenn á ferðinni Miðað við niðurstöður könnunar- innar er Samfylkingin næst því að bæta við sig þingmanni. Sjálfstæðis- flokkurinn er næst því að missa mann. Síðasti maður inn er Vilhjálm- ur Bjarnason í 5. sæti Sjálfstæð- isflokks í Suðvestur. Hann er þó með minna fylgi á bak við sig en til að mynda þriðja sæti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík norður og Norðvestur. Samkvæmt sérfræðingum Félags- vísindastofnunar sýnir þetta hvernig litlar breytingar geta haft mikil áhrif á það hverjir ná kjöri. Það er því viðbúið að kosninganóttin verði löng fyrir þá sem eru í jöfnunarþing- sætum eða nálægt þeim. 18 ný andlit á þingi Helstu breytingar í fjölda þing- manna á landsvísu eru að Samfylk- ingin hefur misst einn frá könnun- inni sem kynnt var um síðustu helgi. Fengi flokkurinn alls 10 þingmenn samkvæmt könnuninni nú en hafði 11 síðast. Framsóknarflokkurinn er með fimm þingmenn eins og síðast. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 17 menn rétt eins og síðast en Vinstri-grænir missa tvo þingmenn milli kannana, fengju 14 nú en höfðu 16 síðast. Viðreisn hefur aukið fylgi sitt og fengi flokkurinn fimm þingmenn samkvæmt könnuninni nú en rétt skreið inn með þrjá síðast. Píratar fengju nú sex þingmenn og bæta við sig einum frá síðustu könnun. Mið- flokkurinn fær sex eins og í síðustu könnun. Verði úrslit kosninganna á þessum nótum myndu 18 nýir þingmenn taka sæti á Alþingi; átta konur og 10 karl- ar. Alls myndu þá 27 konur sitja á þingi á móti 36 körlum. Það er fækk- un frá nýafstöðnu þingi þegar 30 konur sátu á móti 33 körlum. Þrír ráðherrar án þingsætis Fá ekki þingsæti skv. skoðanakönnun Suðvesturkjördæmi – 13 þingsæti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Jón Steindór Valdimarsson Bjarni Benediktsson Bryndís Haraldsdóttir Jón Gunnarsson Óli Björn Kárason Vilhjálmur Bjarnason Gunnar Bragi Sveinsson Jón Þór Ólafsson Guðmundur Andri Thorsson Margrét Tryggvadóttir Rósa Björk Brynjólfsdóttir Ólafur Þór Gunnarsson C C D D D D D M P S S V V Reykjavíkurkjördæmi norður – 11 þingsæti Þorsteinn Víglundsson Guðlaugur Þór Þórðarson Áslaug Arna Sigurbjörnsd. Helgi Hrafn Gunnarsson Halldóra Mogensen Helga Vala Helgadóttir Páll Valur Björnsson Eva H. Baldursdóttir Katrín Jakobsdóttir Steinunn Þóra Árnadóttir Andrés Ingi Jónsson C D D P P S S S V V V Reykjavíkurkjördæmi suður – 11 þingsæti Hanna Katrín Friðriksson Pawel Bartoszek Sigríður Á. Andersen Brynjar Níelsson Hildur Sverrisdóttir Þorsteinn B. Sæmundsson Þórhildur S. Ævarsdóttir Ágúst Ólafur Ágústsson Jóhanna V. Guðmundsd. Svandís Svavarsdóttir KolbeinnÓttars- sonProppé C C D D D M P SS V V Norðausturkjördæmi – 10 þingsæti Þórunn Egils- dóttir Líneik Anna Sævarsdóttir Kristján Þór Júlíusson Njáll Trausti Friðbertsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Anna Kolbrún Árnadóttir Logi Einarsson Steingrímur J. Sigfússon Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Ingibjörg Þórðardóttir D D M M S V V VB B Norðvesturkjördæmi – 8 þingsæti Ásmundur Einar Daðason Haraldur Benediktsson Þórdís Kolbrún Reykfj. Gylfad. Eva Pandóra Baldursdóttir Bergþór Ólason Guðjón S. Brjánsson Lilja Rafney Magnúsdóttir Bjarni Jónsson D D MP S V VB Suðurkjördæmi – 10 þingsæti Sigurður Ingi Jóhannsson Silja Dögg Gunnarsdóttir Páll Magnússon Ásmundur Friðriksson Vilhjálmur Árnason Birgir Þórarinsson Smári McCarthy Oddný G. Harðardóttir Ari Trausti Guðmundsson Heiða Guðný Ásgeirsdóttir D D D M P S V VB B Norðvesturkjördæmi D Teitur Björn Einarsson Norðausturkjördæmi C Benedikt Jóhannesson D Valgerður Gunnarsdóttir P Einar A. Brynjólfsson Suðurkjördæmi C Jóna Sólveig Elínardóttir D Unnur Brá Konráðsdóttir Suðvesturkjördæmi A Björt Ólafsdóttir Reykjavík suður A Nichole Leigh Mosty B Lilja Alfreðsdóttir P Björn Leví Gunnarsson Reykjavík norður A Óttarr Proppé D Birgir Ármannsson P Gunnar Hrafn Jónsson A Viðreisn B Framsóknar- flokkurinn D Sjálfstæðis- flokkurinn M Miðflokkurinn P Píratar S Samfylkingin V Vinstri-græn Heimild: Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið ● Nýr á þingi ● Jöfnunarsæti  Könnun sýnir nokkrar tilfærslur á þingmönnum milli vikna  Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafs- dóttir og Óttarr Proppé á útleið  Framsókn án manns á höfuðborgarsvæðinu  18 nýir þingmenn Morgunblaðið/Golli Alþingi Mörg ný andlit munu sjást í þingsal á næstunni, 18 alls ef marka má síðustu skoðanakönnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.