Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Við Vinstri-græn höfum lagt áherslu á það í þessari kosninga- baráttu að mæta kjós- endum augliti til auglit- is. Við höfum gengið í hús, heimsótt fólk og haldið fundi. Við höfum fengið skýrt ákall um öðruvísi stjórnmál, öðruvísi forystu og öðruvísi stefnu. Það er kallað eftir því að sú efna- hagslega hagsæld sem við búum við skili sér betur til fólksins í landinu. Að við vanrækjum ekki innviðina heldur setjum okkur áætlun um hvernig á að byggja upp til framtíðar. Í þeim efnum er okkar sýn skýr. Við viljum ábyrga stjórn efnahags- mála og styrkja tekjugrunn ríkisins, m.a. með auknum arðgreiðslum, bættu skattaeftirliti og tryggja það að arðurinn af sameiginlegum auðlindum skili sér með sanngjörnum hætti til fólksins í landinu. Við viljum eiga víð- tækt samráð um skattkerfið í stað þess að ráðast í skammlífar breytinga á borð þær sem síðustu ríkisstjórnir hafa staðið fyrir. Nægir þar að nefna hækkun virðisaukaskatts á bækur sem allir flokkar eru skyndilega sam- mála um að hafi verið vanhugsuð að- gerð, gríðarlega skattahækkun á ferðaþjónustuna sem aftur virðist orð- in umdeild og svo mætti lengi telja. Um leið er það ábyrg stefna að ráð- ast í uppbyggingu á mikilvægum al- mannagæðum. Við höfum efni á betri vegum sem eru nauðsynlegir innviðir bæði fyrir fólkið í landinu og stærstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjón- ustuna. Við viljum forgangsraða fjár- magni til opinbera heilbrigðiskerfisins og tryggja að lykilstofn- anir eins og Landspít- alinn geti staðið undir hlutverki sínu. Við vilj- um leggja áherslu á menntun sem er und- irstaða hagsældar og velferðar til framtíðar. Við tökum undir kröfu eldri borgara um að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna strax í 109 þúsund krón- ur og viljum vinna með öryrkjum að því að draga úr skerð- ingum og bæta kjör þeirra. Við viljum lengja fæðingarorlof í áföngum í 12 mánuði og styðja við ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Við vilj- um ráðast í aðgerðir strax í loftslags- málum og bæta réttarstöðu brotaþola kynferðisbrota samhliða aukinni fræðslu og forvörnum í þeim efnum. Við viljum tryggja starfsumhverfi og frelsi óháðra fjölmiðla. Uppbyggingin framundan snýst ekki aðeins um aukið fé. Hún snýst líka um breytta forgangsröðun og breytt vinnubrögð; aukna áherslu á langtímahugsun og samráð. Við vilj- um leiða slíka vinnu, í þágu fólksins í landinu. Samstaða um ábyrga uppbyggingu Eftir Katrínu Jakobsdóttur » Það er kallað eftir því að sú efnahags- lega hagsæld sem við búum við skili sér betur til fólksins í landinu og að við vanrækjum ekki innviðina. Höfundur er formaður Vinstri-grænna. Katrín Jakobsdóttur Snemma 2010 kom út merkileg meist- araritgerð í heilsu- hagfræði, Þjóðhagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu, eftir Ara Matthíasson, þjóð- leikhússtjóra. Þar er niðurstaðan sú að árleg byrði Íslendinga af neyslu áfengis og vímu- efna (byggt á gögnum frá 2008) var um 50 milljarðar að frá- töldum kostnaði vegna ótímabærra dauðsfalla. Sé kostnaður vegna dauðs- falla, bæði slys og sjúkdómar, tekinn með þá var byrðin allt að 87 milljarðar. Miðað við hækkun vísutölu og einnig aukna þekkingu á skaðsemi áfengis og annarra vímuefna má áætla að í dag séu þetta nú yfir 120 milljarðar á ári. (Hvað kostar nýr Landspítali? Eða léttlest til Keflavíkur? Hvað má bora mörg Vaðlaheiðargöng fyrir 120 millj- arða?) Það er merkilegt hvað lítið fer fyrir umræðu um vímuefnavandann í kosn- ingabaráttunni – vanda sem kostar þjóðfélagið bara 120 milljarða á ári. Síðan eftir kosningar mun endurtaka sig eins og undanfarin ár að ungir, óreyndir þingmenn láta áfengisiðn- aðinn hafa sig að leiksoppi og bera fram frumvarp sem brýtur niður for- varnir gegn eiturlyfinu, áfengi. Land- læknisembættið áætlar að aukin neysla á áfengi gæti aukið þjóðfélags- legan kostnað um allt 30 milljarða á ári! Merkilegt að þessum sömu þing- mönnum verður oft tíðrætt um skatt- byrði almennings en finnst sjálfsagt að leggja þennan skatt á, sem er þó ekki aðeins peningar heldur ómæld þjáning og harmur. Sumum þeirra sem berjast fyrir auknu aðgengi að eit- urlyfjum verður tíðrætt um frelsi en það frelsi er eingöngu viðskiptafrelsi. Frelsi til að græða með því að selja fíkniefni og hneppa aðra í ánauð hjá Bakkusi og öðrum eitur- lyfjaguðum. Áfengi, samkvæmt WHO, Alþjóðaheilbrigð- isstofnuninni, er orsaka- valdur í 200 sjúkdóma- og slysaflokkum. Orsaka- valdur í 9 tegundum krabbameina, m.a. brjóstakrabbameini. Áfengi er or- sökin í 5,9% dauðsfalla á heimsvísu (bendum á að 60% mannkyns neyta ekki áfengis og því er þessi prósenta mun hærri hjá þeim sem drekka). Þá er óupptalin öll sú þjáning sem áfengið veldur. Viltu minnka álagið og minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu, lögregl- unni, dómskerfinu, fangelsiskerfinu? Viltu auka framleiðni og gæði hjá fyr- irtækjum? Kjóstu þá að berjast fyrir vímulausum lífstíl, meiri og betri for- vörnum og meðferð fíkniefnasjúklinga. Kjóstu ekki þá frambjóðendur sem vilja auka og auðvelda aðgengi að eit- urlyfjum, eins og áfengi og kannabis. Bindindissamtökin IOGT á Íslandi eru mannréttindasamtök sem berjast fyrir betri heimi og bættu mannlífi og telja að skjótvirkasta leiðin til þess sé að lifa vímuefnalausum lífsstíl. Viltu tapa 30 milljörðum í viðbót? Eftir Björn S. Einarsson Björn S. Einarsson » Árleg byrði vegna neyslu áfengis og annarra vímuefna er 120 milljarðar. Höfundur er formaður á IOGT á Íslandi. LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 Reyktur lax - Láttu það eftir þér Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Fundur samtaka um nýjan spítala á betri stað í síðustu viku var sláandi. Þar kom fram að síðast liðin 15 ár hafa ótal skýrslur verið unnar um staðsetningu þjóð- arsjúkrahússins, nefndir hafa komið og farið og ótal stjórn- málamenn hafa haft áhrif. Í allri þessari vinnu virðist aldrei hafa komið til álita að byggja þjóðarsjúkrahúsið á öðrum stað þrátt fyrir ótal vísbendingar um að það sé betur komið annars staðar en við Hringbraut. Þess má að auki geta að skipulagi hefur verið breytt á þeim tíma sem allar nefndirnar og stjórnirnar hafa ver- ið að störfum. Allar tilraunir til að koma nýrri staðsetningu á dagskrá hafa verið þaggaðar niður. Nýting nærumhverfis núverandi þjóðar- sjúkrahúss hefur breyst mjög síðan fyrstu athuganir á staðsetningu fóru fram. Nú eru í nágrenni sjúkrahússins ótal gististaðir og mörgum sinnum fleiri ferðamenn fara um samgöngumiðstöðina í ná- grenninu með mjög aukinni um- ferð. Umferðarþungi um Miklu- braut/Hringbraut hefur margfaldast á síðustu 15 árum en ennþá er haldið dauðahaldi í stað- setningu sem nú þegar er óhugs- andi og mun á kom- andi áratugum enn auka á þann mikla umferðarvanda sem þegar er á svæðinu verði þjóðarsjúkra- húsið byggt við Hring- braut. Ljóst er að byggja þarf umferð- armannvirki sem munu kosta jafnmikið og fyrirhugað þjóð- arsjúkrahús sjálft. Nú- verandi staðsetning er auk þess fjarri miðju höfuðborgarsvæðisins og fjarlægist hana ár frá ári. Nú er spurt: Hvaða hræðilegu áhrif yrðu af nýrri könnun á stað- setningu? Svar þeirra sem hanga á núverandi staðsetningu eins og hundar á roði er að 15-20 ár taki að marka nýja staðsetningu og byggja nýjan spítala. Svarið er blekking. Fram hefur komið að eiginlegur byggingartími nýs spít- ala taki um fimm ár. Því fer fjarri að ætla að tíu til fimmtán ár taki að ákvarða nýjan stað og klára skipulagsvinnu. Hönnun meðferðarkjarna sem nú er á lokastigi nýtist einnig á nýjum stað. Grunn þeirrar byggingar má eins grafa við Vífilsstaði eða við Keldur. ,,Töfin“ af þessum sökum eru nokkrir mánuðir sem vinnast munu upp með meiri framkvæmda- hraða á nýjum betri stað. Það sem er uggvænlegast er að menn virð- ast ætla að reisa byggingar sem kosta meira en eitthundrað millj- arða króna ,,vegna þess að svo mjög liggur á að klára byggingu nýs þjóðarsjúkrahúss á meðan við undirbúum byggingu þess næsta“ eins og lesa mátti úr orðum eins fundarmanna í síðustu viku. Þess má geta að hluti núverandi sjúkra- húss hefur verið starfræktur frá 1930 þannig að við höfum hingað til ekki tjaldað til einnar nætur í sjúkrahúsbyggingum. Nú skilst skrifara að yfir standi viðhorfs- könnun meðal starfsmanna þjóð- arsjúkrahússins um framtíð- arstaðsetningu. Von mín er að sem flestir starfsmenn þori að segja hug sinn og láti ekki þagga niður í sér. Það er ekki of seint að sjá að sér og byggja nýtt þjóðarsjúkrahús á betri stað sem liggur betur við umferðaræðum en sá sem nú er í notkun. Það er ekki of seint að koma í veg fyrir þá sóun á fjár- magni sem fylgir því að reisa þjóð- arsjúkrahúsið við Hringbrauta. Allt sem til þarf er kjarkur stjórnmála- manna til að ganga í að finna betri stað og í fljótu bragði virðist aðeins þurfa að kanna tvo góða kosti. Skipulagsvinna á að geta gengið fljótt fyrir sig. Við erum að fara að reisa þjóðarsjúkrahús við Vífils- staði eða Keldnaholt, ekki Álver eða aðra mengandi starfsemi sem kallar á langt skipulagsferli. Mið- flokkurinn hefur kjark til að taka núverandi staðsetningu upp og ákveða nýja á betri stað. Svo var að heyra að fleiri stjórnmálaflokkar væru til í að stökkva á þann vagn. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks var einn andvígur þjóðaratkvæði um málið þarsem það væri of flókið fyrir kjósendur. Ég velti því fyrir mig hvaða spurningar væru nógu ein- faldar fyrir kjósendur að dómi full- trúa Sjálfstæðisflokksins. Gæti það verið samkvæmisleikurinn um brennivín í búðir eða kannski um breytingar á hundahaldi í þéttbýli. Svar óskast, hátt virtur þingmaður Birgir Ármannsson. Ef þú, kjósandi góður, vilt hverfa frá galinni staðsetningu nýs þjóð- arsjúkrahúss við Hringbraut og vilt reisa nýtt hagkvæmara á nýjum stað þarft þú að merkja X við M næsta laugardag. Við hlustum á þig. Mótaðu nýja framtíð með okkur! Nýr spítali á betri stað – 15 ára þöggun Eftir Þorstein Sæmundsson » Það er ekki of seint að sjá að sér og byggja nýtt þjóðar- sjúkrahús á betri stað sem liggur betur við umferðaræðum. Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er frambjóðandi Miðflokks- ins í 1. sæti í Reykjavík suður. Matur Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.