Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Ný sending af glæsilegum fatnaði frá Málþing um áhrif knattspyrnunnar á Akranesi verður haldið í dag, föstudag, kl. 15, í Tónbergi á Akra- nesi. Málþingið er haldið að frumkvæði Gunnars Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Knattspyrnufélags ÍA. Hugmyndina setti hann fram í blaðagrein í Skessuhorni síðastliðið vor þegar síðasti leikmaður gullald- arliðs ÍA frá árinu 1951 féll frá. Knattspyrnumenn á Akranesi hafa fært bæjarfélaginu mikla frægð allt frá því þeir unnu fyrsta Íslands- meistaratitilinn árið 1951. Áratuginn 1951-1960 urðu knattspyrnumenn frá þessu fámenna fiskiþorpi Ís- landsmeistarar sex sinnum. Alls hafa Skagamenn orðið Íslandsmeist- arar 18 sinnum. Á málþinginu verða flutt alls níu erindi af margvíslegum toga. Meðal annars munu dætur Ríkharðs Jóns- sonar, fræknasta knattspyrnukappa Skagamanna, flytja erindið „Lífið var fótbolti.“ Mikill áhugi er á mál- þinginu. Hægt er að skrá sig á www.ia.is. sisi@mbl.is Ljósmynd/Haraldarhús Þrír fræknir Þórður Þórðarson, Pele og Ríkharður Jónsson árið 1991. Ræða um áhrif knattspyrnunnar „Nýtt mat grein- ingardeildar rík- islögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi er vissulega sláandi en kemur lög- reglunni á höfuð- borgarsvæðinu því miður ekki á óvart. Við hvetj- um stjórnvöld til að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem dregin er upp í skýrslunni,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglu höfuðborgarsvæðisins (LRH), í svari til Morgunblaðsins. Hún stýrir stærsta lögregluembætti landsins og var leitað viðbragða hennar við nýrri skýrslu greining- ardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi 2017. Þar kom m.a. fram að í febrúar 2007 hefðu verið 712 lögreglumenn í landinu en í apríl 2017 voru þeir 660. „Mat greiningardeildarinnar varpar jafnframt ljósi á nauðsyn þess að frekari fjármunir séu veittir til löggæslunnar í landinu en rekst- ur lögregluembættanna hefur um langa hríð verið mjög erfiður. Tals- vert hefur verið skorið niður í rekstri lögreglunnar en á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað hefur verkefnum fjölgað. Afleiðing- ar þessa aukna álags eru m.a. aukn- ar fjarvistir og veikindi. Nauðsyn- legt er að fjölga lögreglumönnum, ekki síst rannsóknarlögreglumönn- um, og er stjórnvöldum vel kunnugt um það. Þau hafa vissulega sýnt vilja til að efla lögregluna en til að svo megi verða þarf að verja meiri fjármunum í þennan mikilvæga málaflokk sem löggæslan er.“ gudni@mbl.is Meira fé vantar til löggæslunnar  Nauðsynlegt að fjölga í lögreglunni Sigríður Björk Guðjónsdóttir Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær fjóra fréttamenn 365 til greiðslu miskabóta og að sex um- mæli í fréttamiðlum 365 yrðu dæmd dauð og ómerk. Dómnum verður áfrýjað. „Við munum áfrýja dómnum og teljum hann ekki réttan. Við horf- um ekki til niðurstöðu héraðsdóms þar sem við teljum að honum verði snúið við á hærra dómstigi,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365. Hún bætir við að hún telji dóminn aðför að blaðamannastétt- inni og fjölmiðlafrelsi í landinu og ansi langt gengið í takmörkunum á umfjöllun um kynferðismál. Tveir menn stefndu fréttamönn- unum Nadine Guðrúnu Yaghi, Heimi Má Péturssyni, Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni og Þórhildi Þor- kelsdóttur fyrir fréttaflutning af ætluðum kynferðisbrotum mann- anna tveggja í október 2015. Menn- irnir stefndu 365 miðlum til réttar- gæslu en samkvæmt 51 gr. fjöl- miðlalaga bera fjölmiðlamennirnir ábyrgð á þeim orðum sem þeir rita en fjölmiðlaveita, í þessu tilviki 365, ber ábyrgð á greiðslu stjórnvalds- sekta, fésekta og skaðabóta sem starfsmanni kann að vera gert að greiða. Brot á friðhelgi einkalífs Mennirnir tveir fóru fram á 12,5 milljónir króna hvor vegna æru- meiðandi aðdróttana. Öðrum þeirra voru dæmdar samtals 700.000 króna bætur. Hinn fékk 100.000 krónum meira vegna brots á friðhelgi einka- lífs hans. Nadine Guðrún var dæmd til að greiða hæstu bætur, 700.000, til hvors manns um sig. Kristín Þorsteinsdóttir segir að 365 miðlar muni standa á bak við starfsmenn sína og fara að lögum í einu og öllu en hún reikni ekki með að neinar bætur þurfi að greiða þar sem hún telji víst að æðri dómstóll muni snúa dómi héraðsdóms við. Dómi blaðamanna 365 áfrýjað til æðra dómstigs  Ummæli dæmd dauð og ómerk  Bætur 1,9 milljónir Morgunblaðið/Ómar 365 Stefnendum voru dæmdar miskabætur og málskostnaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.