Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Thor: Ragnarök Hér þarf þrumuguðinn og félagar hans að takast á við hina illu en máttugu Hel sem Óðinn kastaði nið- ur í Niflheima við fæðingu. Hún er snúin aftur staðráðin að rústa Ás- garði og útrýma goðunum ásamt með mannkyni öllu. Leikstjóri er Taika Waititi, en í helstu hlut- verkum eru Chris Hemsworth, Tom Hiddleston, Cate Blanchett og Bene- dict Cumberbatch. Rotten Tomatoes: 99% The Foreigner Byggist á bókinni The Chinaman eftir Stephen Leather frá 1992. Eftir að yngsta dóttir veitingamannsins Quangs lætur lífið í sprengjuárás Írska lýðveldishersins (IRA) í Lond- on ákveður hann að leita hefnda. Leikstjóri er Martin Campbell, en í helstu hlutverkum eru Jackie Chan, Pierce Brosnan og Charlie Murphy. Rotten Tomatoes: 59% Rökkur Gunnar (Björn Stefánsson) og Einar (Sigurður Þór Óskarsson) hittast í afskekktum sumarbústað á Snæ- fellsnesi til að gera upp samband sitt. Fljótlega kemst Gunnar að því að það er eitthvað verulega dul- arfullt á seyði. Leikstjóri er Erlingur Thoroddsen, en meðal annarra leik- ara eru Aðalbjörg Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson. The Party Gamanleikur sem snýst upp í harm- leik. Leikstjóri er Sally Potter, en í helstu hlutverkum Patricia Clark- son, Bruno Ganz og Cherry Jones. Um er að ræða áttundu mynd Potter í fullri lengd. Myndin keppti um að- alverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Berlinale 2017 þar sem Potter hlaut Guild Film Prize. The Shining Föstudagspartísýning Bíó Paradís í kvöld kl. 20 er The Shining frá árinu 1980 í leikstjórn Stanley Kubrick með Jack Nicholson í aðalhlutverki. Rotten Tomatoes: 87% Oldboy/Oldeuboi Svartir sunnudagar heiðra Chan- wook Park með því að sýna Oldboy (Oldeuboi) frá 2003 í Bíó Paradís á sunnudag kl. 20. Myndin fjallar um Oh Dae-Su sem sleppur úr prísund mannræningja eftir 15 ár. Hann hef- ur aðeins fimm daga í að finna þann sem stendur á bak við ránið. Rotten Tomatoes: 80% Bíófrumsýningar Hefnd Cate Blanchett í hlutverki sínu sem Hel í Thor: Ragnarök. Heimsendir og partístuð Sýning á myndverkum eftir Bjarna H. Þórarinsson og Margréti Jóns- dóttur verður opnuð í Gallerí Lista- menn, Skúlagötu 32, klukkan 17 í dag, föstudag. Þau Margrét og Bjarni voru í hópi listamannanna sem komu á sínum tíma að sýn- ingarýminu Suðurgötu 7. Þau voru hjón um tíma og samstarfsmenn en segjast ekki hafa sýnt saman í fjóra áratugi. Í tilkynningu segir að á tíma Suðurgötu 7, seint á áttunda ára- tugnum, hafi verið „bannað að mála á Íslandi. Málverkið var dautt og var tákn um stöðnun“, en þau tókust á við málverkið á sinn hátt og hafa skapað persónulegan myndheim. „Ég veit ekki hvort þeim Bjarna og Margréti væri neinn greiði gerð- ur með tilraun til að fella myndlist þeirra undir einn hatt eða sjónhátt (sjónhatt?). Allar götur frá því ég hóf fyrst að gefa þeim gaum, seint á áttunda áratugnum, hafa þau verið sér á parti, sui generis, óháð því hvernig vindar blésu í myndlistinni,“ skrifar Aðalsteinn Ingólfsson um sýninguna nú. „Í víðasta skilningi má segja að myndlist Margrétar sé kvenlæg, snúist um vitundarlíf við- kvæmrar hæfileikakonu í samfélagi karlmanna. Og er ekki erfiðleikum bundið að bera kennsl á konuna […] Ef myndlist Margrétar grundvallast á kvenlegu tilfinninganæmi, má segja að verk Bjarna séu sér- staklega karllægur samsetningur. Meðan Margrét veitir áhorfendum óhikað innsýn í afkima eigin tilfinn- inga, smíðar Bjarni utan um vitund sína hátimbrað og nánast ókleift hugmyndakerfi, kerfi sem á engan sinn líka í íslenskri myndlist.“ Næmi og hugmyndakerfi Morgunblaðið/Einar Falur Samspil Bjarni H. Þórarinsson og Margrét Jónsdóttir á sýningunni, mál- verk hennar til vinstri og eitt verka hans, ein vísirósanna, til hægri.  Margrét Jónsdóttir og Bjarni H. Þórarinsson sýna Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Nort- hern Wave verður haldin nú um helgina, 27. til 29. október, í Frysti- klefanum í Rifi. Verður þetta í tíunda skipti sem hátíðin er haldin. Edda Björgvinsdóttir leikkona og banda- ríski kvikmyndaframleiðandinn og leikkonan Monica Lee Bellais eru heiðursgestir að þessu sinni. Þær skipa líka dómnefnd hátíðarinnar ásamt handritshöfundinum Ottó Geir Borg. Sýndar verða rúmlega sjötíu stutt- ar kvikmyndir, íslenskar og frá fjölda annarra landa; stuttmyndir, íslensk tónlistarmyndbönd og blanda af ís- lenskum og erlendum myndbands- verkum. Þá verður boðið upp á vinnustofu fyrir kvikmyndagerðarfólk sem er að undirbúa sitt fyrsta verkefni í fullri lengd, með fyrirlestrum og ráðgjafa- fundum, en hún er í samstarfi við Wift Nordic og haldin í Grundarfirði. Í samstarfi við albumm.is hefur Northern Wave tilnefnt 14 íslensk tónlistarmyndbönd til verðlauna og skipuleggur hátíðin einnig tónleika í tengslum við myndböndin. Á laugardag kl. 16 verða heið- ursgestirnir, Edda og Monica Lee Bellais, með svokallað meistaraspjall. Bellais hefur um árabil starfað með ýmsum stjörnum vestanhafs, sem leikkona í kvikmyndum og þáttum á borð við The Flintstones, The Mask og House of Cards, og handritshöf- undur og framleiðandi en síðasta mynd hennar sem framleiðandi, Wakefield, skartaði Brian Canston í aðalhlutverki. Þær munu ræða ýmis málefni sem við koma kvikmynda- gerð, svo sem Harvey Weinstein – sem Bellais hefur haft mikil kynni af og hvort Hollywood geti eitthvað lært af Íslandi, og öfugt. Northern Wave í tíu ár Morgunblaðið/Ásdís Heiðursgestur Edda Björgvins- dóttir er heiðursgestur hátíðar- innar ásamt Monica Lee Bellais.  Stuttmynda- hátíðin haldin í Rifi nú um helgina Íslensk plötuumslög nefnist sýn- ing sem verður opnuð í Hönn- unarsafni Íslands í kvöld kl. 20. Sýningarstjóri er Reynir Þór Eggertsson og hönnuðir sýning- arinnar eru Hreinn Bernharðs- son og Friðrik Steinn Frið- riksson. „Hönnun hefur tengst útgáfu hljóðupptakna frá upphafi en ekki er þó hægt að tala um ís- lenska hönnun í þessu sambandi fyrr en um miðbik síðustu aldar þegar Tage Ammendrup hjá versluninni Drangey stofnaði út- gáfufyrirtækið Íslenzka tóna og lét hanna sérstaka plötumiða. Stuttu síðar var svo farið að gefa út hljómplötur í myndskreyttum umslögum og þróaðist útlit plötu- umslaga með tísku og tækni næstu áratugina,“ segir í tilkynn- ingu. Þar er þeirri spurningu velt upp hvort umbúðir og vörur úr plasti og öðrum gerviefnum séu tímaskekkja í samfélagi sem vill draga úr umbúðum og minnka vistspor sitt eða hvort þær séu órjúfanlegur hluti af tón- listarupplifuninni og liður í því að tónlistarfólk fái greitt fyrir störf sín. Reynir Þór verður með sýningarstjóraspjall á sunnudag kl. 16. Viku síðar verður safn- arinn Oddgeir Eysteinsson sér- stakur gestur á leiðsögn um sýn- inguna. Opið alla daga nema mánudaga milli kl. 12 og 17. Íslensk plötuumslög sýnd Loftpressur - stórar sem smáar SÝND KL. 8, 10.10SÝND KL. 8, 10.25 SÝND KL. 3.50, 6 SÝND KL. 10 SÝND KL. 3.50, 6, 8 SÝND KL. 3.50, 5.50 Miðasala og nánari upplýsingar 5% FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.