Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 AF BÓKMENNTUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Alls eru tólf bækur tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs þetta ár. Í gær var sjónum beint að framlagi Dana, Norðmanna og Svía, en í dag er komið að framlagi Finna, Fær- eyinga, Íslendinga og Sama. Vangaveltur á hafi úti Færeyski rithöfundurinn Rakel Helmsdal er Íslendingum að góðu kunn, enda einn höfunda Skrímsla- bókanna vinsælu auk þess sem hún samdi textann að tónlistarævintýr- inu Veiða vind sem út kom fyrir fjórum árum. Skáldsöguna Hon, sum róði eftir ælaboganum (Hún, sem réri mót regnboganum) segist hún hafa samið undir áhrifum frá Enigma- tilbrigðum Edwards Elgar. Bókin, sem rýnir las í danskri þýðingu sem Hugin Eide ritstýrði, hefst með kraftmiklum hætti þar sem hin 16 ára gamla Argantael ríf- ur síðurnar úr dagbókinni sinni og hendir hugleiðingum síðustu tíu ára í sjóinn. Hún leggur út á hafið í báti umtalsvert eldri kærasta síns með það að markmiði að farga sér. Á sjónum leitar hugur hennar aftur og lesendur fá innsýn í erfiða æsku sem mörkuð er geðsjúkdómi móðurinnar og vanrækslu beggja foreldra, til- raun Argantaelar til að sættast við eigin kynhneigð og samskipti henn- ar við vini og skólafélaga sem burðast líka með erfiða reynslu. Mörg vandasöm viðfangsefni eru undir í bókinni og því viðbúið að ekki sé hægt að hnýta alla þræði nægi- lega vel. Þrátt fyrir iðulega fallegar lýsingar líður drifkrafturinn nokkuð fyrir að nær öll sagan er sögð í end- urliti. Lífsviljinn hefur að lokum bet- ur, en skilið er eftir opið til túlkunar hvort Argantael nær á áfangastað. Í skugga snjalltækja Önnur tveggja ljóðabóka sem til- nefndar eru þetta árið er Enginn sá hundinn eftir Hafstein Hafsteinsson með vísum Bjarka Karls- sonar. Sagan er sögð frá sjón- arhorni hvolps sem fellur í skugga snjall- tækja heim- ilisfólksins. Þeg- ar seppi kynnist ketti kemst hann að því að snjall- tækjavandamálið er ekki bara bund- ið við fjölskyldu hans heldur allt mannfólk. Áður en yfir lýkur fljúga vinirnir burt á vit nýrra ævintýra. Bókin birtir skýra ádeilu á snjall- tækjavæðingu samtímans þar sem samverustundir víkja fyrir skjátíma. Myndefni Hafsteins er fjölbreytt og oft á tíðum fyndið. Bókin er öll í bundnu máli og hentar því mjög vel til upplestrar, enda rímið heillandi. Unnið skapandi með arfinn Í skáldsögunni Úlfur og Edda: Dýrgripurinn vinnur Kristín Ragna Gunnarsdóttir á skapandi hátt með norræna goða- fræði. Sagan fjallar um uppeld- issystkinin Úlf og Eddu sem enda óvænt í Ásgarði þegar þau leita mikilvægs forn- grips sem stolið hefur verið frá ömmu þeirra og setur rannsóknir hennar í uppnám. Systkinanna bíð- ur það vandasama verkefni að kom- ast aftur til mannheima. Frásögnin er lipurlega skrifuð og drifin áfram af spennandi atburðum. Fjöldi listi- lega vel gerðra mynda prýðir bók- ina og bætir miklu við frásögnina. Óskandi hefði verið að myndirnar væru í lit til þess að þær nytu sín sem skyldi. Tengslin við náttúruna Framlag Sama er Luohtojávrri oainnáhusat (Ævintýrin við Luohto- jávrri) eftir Kirste Paltto með myndum Sunnu Kitti sem rýnir las í norskri þýð- ingu Maritar Kirsten Guttorm og Ingu Ravna Eira. Höfundur sækir efnivið í goðsagnaheim Sama þar sem dulrænar verur og talandi dýr eiga samskipti við nútímabörn. Bræð- urnir Urbán og Ritni kynnast óvænt náttúrubarninu Laksi sem leiðir strákana á vit ævintýra sem spanna allt til regnbogans. Nútímabörnin komast í snertingu við náttúruna og þurfa bæði að dansa og jojka til að ná markmiðum sínum. Með hjálp Laksi öðlast bræðurnir trú á eigin styrk og leikni, sem er gott vega- nesti fyrir nútímalesendur. Lifandi og litríkar myndir Kitti styðja vel við framvindu bókarinnar. Hrífandi vinátta og söknuður Finnar leggja fram tvær mynda- bækur þetta árið sem báðar eiga það sameiginlegt að fjalla um vinátt- una á hríf- andi hátt. Fyrri bókin er Vildare, värre, Smilo- don (Villtari, verri, sverð- köttur) eftir Minnu Lindeberg með mynd- um Jennyjar Lucander. Sagan, sem samin er á finnlandssænsku, gerist á leikskóla þar sem lífið snýst um að aðlagast hópnum og ögra honum í senn. Sagan er sögð út frá sjónar- horni hinnar íhugulu Karinar sem sjá þarf á eftir bestu vinkonu sinni, hinni fjörmiklu og villtu Annok, þeg- ar hún flytur til Utsjoki í Lapplandi með tilheyrandi söknuði. Karin, sem hefur mikinn áhuga á dýrum – og sérstaklega fornaldardýrinu sverð- kettinum, reynir að skilja veröldina sem hún býr í og breyttar aðstæður með vísan í náttúruvísindin. Myndir Lucander (sem myndskreytti einnig bókina Dröm om drakar (Draumur um dreka) eftir Sönnu Tahvanainen sem tilnefnd var til Barna- og ung- lingabókmenntaverðlauna Norður- landaráðs í fyrra) eru kraftmiklar í litagleðinni og blæbrigðaríkar í tján- ingu sinni. Ljóðrænn næturheimur Yökirja (Næturbókin) eftir Inku Nousianinen með myndum Satu Kettunen er samin á finnsku og las rýnir hana í sænskri þýð- ingu Marjutar Hökfelt. Aðal- persóna bókar- innar er hinn viðkvæmi og íhugandi Kuu (sem þýðir máni) sem er með ofnæmi fyrir sólarljósi. Hann þarf því að vera í sérstökum hlífðarfötum á daginn og er aðeins fyllilega frjáls á næturnar, en þá grípur hann viss einmanaleiki. Nótt eina hittir hann stúlkuna Raa (en nafn hennar vísar í sólguðinn) og með þeim tekst falleg vinátta. Sagan er sögð á ljóðrænan og heimspekilegan hátt þar sem lit- skrúðugar myndir Kettunen bæta miklu við frásögnina og stemningu. Seinni umfjöllunin um verkin sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 Ferðalag barna inn í annan heim Rokk Seppa og kisu reynist erfitt að keppa við snjalltækin um athygli. Ljón Karin og Annok leika ljón í leikskólanum í bók Lindeberg. Í fjötrum Úlfur og Fenrisúlfurinn í skáldsögu Kristínar Rögnu sem sækir sér innblástur í goðheima. Ævintýraheimur Bræðurnir Ritni og Urbán ræða við Laksi undir brosandi regnboga í bók Kirste Paltto. Næturbók Raa grætur yfir fegurð heimsins þegar hún hittir Kuu. )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.