Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það hefur ekkiverið mælthversu vel háttvirtir kjós- endur, eins og við heitum öll þessar vikurnar, fylgjast með því sem á borð er fyrir þá borið. Frambjóðendur mæta í 10 manna kippum í útvarp og eru allir spurðir um það sem „stjórn- andinn“, sem frambjóðendur hafa ekkert að segja um hver sé, telur nauðsynlegt að fá upplýst. Það er oftar en ekki helst auka- atriðin. Engin raunveruleg um- ræða á sér stað, hvað þá eitthvað sem kalla mætti kappræður eins og það hét forðum tíð. Langflestir talsmenn fram- boða telja það vænlegast til vinnings (svo stolið sé slagorði HHÍ) að lofa sem mestum fjár- útlátum á næsta kjörtímabili. Þeir, sem bjóða best, treysta því að hinir háttvirtu gleypi það að gæðin komi frítt fyrir þá því að „þeir“ muni borga allan brús- ann, allt frá tertum ofan í titt- lingaskít sem lofað er að skaffa. Það er engum vel við „þá“ og sumum reyndar mjög illa við „þá“. „Þeir“ eiga meira en nóg og munar ekkert um það að standa undir þessu smáræði sem samanlagt er útgjaldaaukning upp á svo sem 400 milljarða á einu kjörtímabili. Það er ekki nóg með að „þeir“ eigi auðveld- lega fyrir þessu lítilræði heldur liggur í loftinu að „þeir“ hafi flestir stolið því sem „þeir“ eiga. Það er því ekki vonum fyrr að ná þessu aftur. Þá er því jafn- framt lofað í ann- arri hverri setningu að lækka vexti hér á landi niður í það sama og er „í löndunum sem við berum okkur saman við“. Þar eru opinberu vextirnir víða 0,0% og það er ekki vegna þess að neinn vilji það. Það er neyðar- ástand sem átti að standa í eitt eða tvö misseri en hefur staðið í næstum áratug. Íslenskir fram- bjóðendur halda að þetta sé öf- undsvert neyðarástand, reyndar eina öfundsverða neyðar- ástandið sem til sé í heiminum. Í þessum 0-vaxtalöndum hefur ekki náðst að vekja hagvöxtinn af þyrnirósarsvefni og atvinnu- leysi ungs fólks er þar á milli 30 og 50%. En þar þurfa menn heldur ekki að burðast með krónu „sem hefur orðið okkur dýrkeypt“ eins og einhver sagði um myntina, þá sömu sem kom Íslandi svo hratt upp úr krepp- unni að vakti undrun nær og fjær. Er ekki hugsanlegt að þannig hafi verið talað einmitt úr ranni þess sem þekkti betur og nánar til þess og þeirra sem raunveru- lega reyndust okkur dýrkeypt, þótt „sumir“ slyppu betur með skrekkinn en sanngjarnt var. Því miður fer senni- lega flest framhjá flestum í þessari árlegu uppákomu kosninga} „Þeim“ skal blæða Jean-ClaudeJuncker, for- seti framkvæmda- stjórnar Evrópu- sambandsins, hefur kynnt fjölda til- lagna sem eiga að hans sögn að „auka lýðræði í Evrópu“. Þessu aukna „lýðræði“ ætlar Juncker að ná fram með því að takmarka enn frekar völd aðild- arríkjanna þegar kemur að töku ákvarðana í Brussel. Nú vill hann afnema neitunarvald þeirra á ýmsum mikilvægum sviðum, auk þess að koma á fót embætti fjármálaráðherra Evr- ópusambandsins, sem lið í því að afnema efnahagslegt full- veldi aðildarríkjanna. Ætlunin er að hrinda þessu í framkvæmd í vor, sem sagt lík- lega um sama leyti og Evrópu- sambandsflokkarnir íslensku munu blása lífi í aðildarum- sóknina fái þeir til þess þing- styrk. Ekki þarf að fara mörgum orðum um Viðreisn, flokk sem var stofnaður til þess eins að reyna að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Samfylk- ingin er á svipuðu róli og hefur lengi verið einsmálsflokkur með Evrópusambandsaðild og upptöku evru sem svar við öllum álitamálum. Flokk- urinn áttar sig á að lítill áhugi er á þessu helsta stefnumáli nú um stundir þannig að hann leggur minni áherslu á málið en áður, en frambjóðendur hans leyna þó ekki áhuga sínum séu þeir spurðir – og jafnvel óspurðir. Vinstri grænir leika tveimur skjöldum í þessu máli, sem eru skýr skilaboð um að þeir ætla aftur inn í aðlögunarferlið með Samfylkingunni. Fyrir kosn- ingarnar 2009 harðneitaði flokkurinn því að til greina kæmi að sækja um aðild en sótti svo um aðild strax að kosningum loknum. Nú gætir flokkurinn sín vel á að segja ekkert sem túlka megi sem svik þegar hann mun standa að nýju fyrir aðildarumsókn eftir kosn- ingar. Og ekkert bendir til að Vinstri grænir muni láta það trufla sig í þessum efnum þó að ESB hyggist afnema stærri hluta fullveldis aðildarríkjanna, enda hefur sýnt sig að fullveldi landsins er ekki ofarlega á blaði hjá forystu flokksins. Nú hyggst ESB auka „lýðræði“ með því að draga enn frekar úr fullveldi aðildarríkjanna} Völdin verði aukin í Brussel Í kosningunum næstkomandi laugar- dag felst sögulegt tækifæri til tíma- bærra breytinga. Tvær síðustu hægristjórnir hafa hrökklast frá, sú seinni eftir aðeins átta mánuði. Þrjár síðustu ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur leitt eða tekið þátt í hafa sprungið. Að baki er glataður tími, heilt ár farið í súginn frá kosningum í fyrra. Takmarkaður vinnu- friður hefur gefist fyrir endurteknum hneykslis- og spillingaruppákomum og orðstír landsins hefur ítrekað beðið hnekki. Er ekki komið nóg af slíku í bili? Nú þarf að verða breyting á. Við þurfum trausta stjórn sem hefst handa og notar hag- stætt árferði til að byggja upp. Þannig stjórn bjóðumst við Vinstri græn til að mynda með þeim sem eru okkur sama sinnis um þörfina á breyttum og betri vinnubrögðum, uppbyggingu í stað kyrrstöðu, eflingu velferðarsamfélagsins og fjárfestingu í innviðum, fjárfestingu í framtíðinni. Formaður VG, Katrín Jakobsdóttir, talar mjög skýrt um sinn vilja. Hún vill leiða heiðarlega og trausta ríkis- stjórn, góða stjórn fyrir fólkið í landinu. Ég leyfi mér að spyrja býður einhver flokkur betur? Eiga íslensk stjórn- mál einhvern sem er betur til þess fallinn en Katrín Jak- obsdóttir að sameina þjóðina að baki sér, einhvern sem þjóðin getur betur treyst. Ekki benda ítrekaðar mælingar á trausti og trúverðugleika stjórnmálaforingja til þess. Undirritaður er sannfærður um að örvæntingarfullar til- raunir að undanförnu til að reyna að rýra trúverðugleika Katrínar hafa þegar snúist í höndum þeirra sem það hafa reynt og munu hitta þá sjálfa fyrir í kosningunum á laugardaginn. Almenningur vill ekki stjórnmálabaráttu þar sem óhróðri er dreift um andstæðinga. Þetta hef ég heyrt fjöl- marga nefna undanfarna daga að gefnu tilefni. Ekki heldur að stefna eins flokks sé skrum- skæld af öðrum flokki eða reynt að magna upp tilefnislausa hræðslu, hvort sem það er við skattahækkanir sem ekki standa til eða annað. Það sem ónefndum andstæðingum Katrínar hefur yfirsést er að styrkur hennar liggur ein- mitt í því að hún beitir ekki óvönduðum með- ulum í sinni stjórnmálaframgöngu. Hún er mál- efnaleg, hófstillt og kemur sínum boðskap þannig til skila að þjóðinni líkar og þjóðin skilur. Það er m.a. af þessum sökum sem Katrín Jak- obsdóttir er svo prýðilega til þess fallin að leiða næstu ríkisstjórn. Gegnumheiðarleg og traust, vönduð í málflutningi og öllum samskiptum, er hún óumdeilanlega í góðri stöðu til að laða menn til samstarfs, samstarfs sem grundvallast á heilindum og er þar með líklegt til að end- ast. Tryggjum Vinstri grænum góða kosningu, Katrínu Jak- obsdóttur sterkt umboð til að leiða næstu ríkisstjórn og gerum næstkomandi laugardag sögulegan. Við getum gert betur, miklu betur en að undanförnu og skulum gera það saman. Steingrímur J. Sigfússon Pistill Gerum laugardaginn sögulegan Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar – Græns framboðs í Norðausturkjördæmi. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen hlutdeild vefmiðla árið 2015 32%, 31% í Svíþjóð en 18% hér. „Framan- greindar niðurstöður sýna að ís- lenskur fjölmiðla- og auglýsinga- markaður er að mörgu leyti frá- brugðinn mörkuðum annars staðar á Norðurlöndunum,“ segir í árs- skýrslu fjölmiðlanefndar. „Íslenskir auglýsendur og birtingahús virðast því enn sem komið er halda tryggð við innlenda fjölmiðla og telja fé sínu best varið til auglýsinga í þeim.“ Kvartanir aukist um 60,9% Skráðir fjölmiðlar hér á landi voru 164 í árslok 2016, það ár voru átta fjölmiðlar nýskráðir hjá fjöl- miðlanefnd, sjö þeirra vefmiðlar. Fjölmiðlar með almennt leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar voru 41 í árslok 2016 en auk þess var Ríkis- útvarpið ohf. með leyfi samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið. Þá voru veitt 23 skammtímaleyfi til hljóð- miðlunar, álíka mörg og árið áður, en umsækjendur um skammtíma- leyfi til hljóðmiðlunar voru fyrst og fremst æskulýðsmiðstöðvar, grunn- og framhaldsskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og sveitar- og íþróttafélög, segir í ársskýrslunni. Fjölmiðlanefnd bárust 23 kvartanir 2016, sem var 60,9% aukn- ing frá fyrra ári. Átta kvartanir bár- ust frá almenningi árið 2016, sjö kvartanir bárust frá keppinautum þeirra sem kvartað var yfir, þrjár frá hagsmunasamtökum og hags- munafélögum, tvær frá forseta- frambjóðendum, ein frá stjórnmála- flokki, ein frá erlendu fyrirtæki og ein frá Ofcom, fjölmiðla- og fjar- skiptaeftirlitsstofnun Bretlands. Sjö málum lauk með ákvörðunum og einu með áliti nefndarinnar. Auglýsendur tryggir innlendum fjölmiðlum Skiptingauglýsingateknaámilli fjölmiðla2016 Heimild: Fjölmiðlanefnd Prentmiðlar (dagblöð, tímarit, landsmálablöð o.fl.) Sjónvarp (leiknar, skjámyndir, kostanir)Útvarp (leikið, lesið, leikir) Innlendir vefmiðlar Erlendir vefmiðlar, 3,6% Annað (útiskilti, bíó o.fl.), 4,2% 30,4% 28,5% 16,6% 16,7% Dagblöð Stærstur hluti auglýsingatekna hér á landi fer til prentmiðla, andstætt því sem er annars staðar á Noðurlöndunum. SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Stærsti hluti auglýsingateknahér á landi fer til prent-miðla, andstætt því sem erannars staðar á Norður- löndunum þar sem auglýst er mest í sjónvarpi og á netinu. Þetta kemur fram í ársskýrslu fjölmiðlanefndar 2016, sem kom út í vikunni. Auglýsingasala jókst hér á landi í fyrra um 6,3% frá 2015, en árið 2016 keyptu fimm stærstu birt- ingahúsin á Íslandi auglýsingar fyr- ir rúma fimm milljarða. Talið er að birtingahús kaupi um helming aug- lýsinga á markaði, segir í ársskýrsl- unni. Hlutur prentmiðla þ.e. dag- blaða, tímarita, landsmálablaða o.fl., í auglýsingatekjum var 30,4% í fyrra, sé eingöngu litið til auglýs- inga sem voru keyptar af birtinga- húsum, og varð 3,6% samdráttur frá fyrra ári. Sjónvarpsauglýsingar fylgja í kjölfar prentmiðlanna með 28,5% hlut af auglýsingatekjum og standa í stað m.v. fyrri ár. Hlutur útvarps var 16,6% og hélst nánast sá sami á milli ára. Innlendir vefmiðlar voru 16,7% auglýsingatekna 2016 og fer sú hlutdeild vaxandi ár frá ári. Erlendir vefmiðlar, þar með taldir samfélagsmiðlar, virðast hins vegar lítil áhrif hafa á íslenska auglýsinga- markaðinn enn sem komið er en þeir fengu 3,6% birtingafjár í sinn skerf 2016. Frábrugðin Norðurlöndunum Auglýsingamarkaðurinn hér á landi er að ýmsu leyti frábrugðinn því sem gerist í Noregi og Svíþjóð. Ef litið er til skiptingar birtingafjár árið 2015, samkvæmt skýrslu Nordi- com, má sjá að á Íslandi birtast 34% auglýsinga í prentmiðli m.v. 14% í Noregi og 20% í Svíþjóð. Sjónvarps- auglýsingar eru tæp 30% hér en um 40% í Svíþjóð og Noregi og á meðan útvarpsauglýsingar ná 17% hér eru þær aðeins 5% í Noregi og 3% í Sví- þjóð. Í þeim löndum er auglýsingafé í auknum mæli varið í auglýsingar á samfélagsmiðlum og leitarsíðum á netinu.Vefmiðlar, innlendir og er- lendir, höfðu alls 50,2% markaðs- hlutdeild í Danmörku árið 2016 og þar af runnu 56,5% af því fé sem varið var til auglýsinga á netinu til erlendra fyrirtækja. Í Noregi var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.