Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Carles Puigdemont, forseti heima- stjórnarinnar í Katalóníu, verður fyr- ir sífellt meiri þrýstingi frá almenn- ingi sem og yfirvöldum á Spáni um að greina frá því hvað stjórnvöld í Kata- lóníu hyggjast gera varðandi yfirlýs- ingu sjálfstjórnarhéraðsins um sjálf- stæði frá Spáni. BBC greinir frá þessu. Svipt sjálfstjórnarvaldinu Ríkisstjórn Spánar tók ákvörðun sl. laugardag um að virkja 155. gr. stjórnarskrárinnar og svipta Kata- lóníu sjálfstjórnarvaldi. Puidgemont hefur nú sent efri deild spænska þingsins bréf þar sem hann varar við afleiðingunum ef stjórnvöld í Madríd láta verða af því að taka völdin í héraðinu í sínar hend- ur. Þingmenn efri deildarinnar koma saman í dag og taka afstöðu til þeirr- ar ákvörðunar Mariano Rajoys for- sætisráðherra að svipta héraðs- stjórnina völdum og efna til kosninga. Búist var við því að Puigdemont myndi ávarpa almenning og yfirvöld á Spáni á hádegi í gær og höfðu þús- undir safnast saman fyrir utan byggingu svæðisstjórnar Katalóníu í Barcelona, í þeirri von að Puidge- mont myndi lýsa yfir sjálfstæði hér- aðsins. Puidgemont mætti ekki En Puigdemont lét ekki sjá sig og nú hafa yfirvöld í Katalóníu sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ræðu Puidgemont hafi verið frestað. Engar skýringar fylgdu yf- irlýsingunni. Fréttaveitan Reuters hefur eftir fréttamiðlum í héraðinu að Puidge- mont muni boða til kosninga í hér- aðinu 20. desember nk., í þeirri von að slaka á spennunni milli yfirvalda í Madríd og sjálfstæðissinna í Kata- lóníu. Með því að boða til kosninga verði einnig komið í veg fyrir að spænsk yfirvöld virki 155. gr. stjórn- arskrárinnar. Sjálfstæðisyfirlýsingunni frestað  Forseti Katalóníustjórnar mætti ekki til að flytja ræðuna  Þúsundir manna höfðu safnast saman AFP Mótmæli Þúsundir höfðu safnast fyrir utan byggingu héraðsstjórnar Kata- lóníu í von um að Puigdemont lýsti yfir sjálfstæði héraðsins í ræðu sinni. Íbúar Katalóníu sem eru á móti sjálfstæðisbaráttunni segjast hafa áhyggjur af ósætti og hindrunum sem gætu skapast, glötuðum tæki- færum, fyrirtækjaflótta, glöt- uðum réttindum og efnahags- legum óstöðugleika. Margir upplifa sig ekki síður Spán- verja en Katalóna. Þeir sem eru fylgjandi gefa helst upp ástæður eins og sögu og menningu og telja sjálfstæði einu leiðina til að vernda hagsmuni Katalóna til fram- tíðar. Farið eða heima setið? RÖK MEÐ OG Á MÓTI SJÁLFSTÆÐI KATALÓNÍU Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að taka niður allar auglýs- ingar frá fjölmiðlunum Russia Today (RT) og Sputnik og banna þeim að auglýsa á miðlinum fram- vegis. Þetta kom fram í yfirlýsingu á bloggsíðu Twitter í gær. Ákvörðunin byggist á rann- sóknum sem fyrirtækið gerði á eig- in gögnum og upplýsingum frá bandarískum stjórnvöldum vegna bandarísku forsetakosninganna 2016. Niðurstaðan hafi verið sú að RT og Sputnik hafi í samvinnu við rússnesk stjórnvöld notað twitter til að reyna að hafa áhrif á kosning- arnar. Rússar bregðast við „Við teljum þetta enn eitt skrefið sem miðar að því að reyna að loka starfsemi rússneska miðilsins RT,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, Maria Zakharova við RT. Hún bætti við að ráðuneytið teldi ákvörðun Twitter til komna „sökum þrýstings frá bandarískum yfirvöldum.“ Í samtali við Sputnik sagði hún jafnframt: „Við munum að sjálfsögðu bregðast við.“ Í yfirlýsingu Twitter kemur fram að ákvörðunin hafi ekki verið auð- veld en sé í samræmi við stefnu fyr- irtækisins um heiðarleika í notenda- upplifun á samfélagsmiðlinum. Ákvörðunin eigi einungis við um þessa tvo fjölmiðla og muni ekki hafa áhrif á aðra auglýsendur. RT og Sputnik megi þó nota twitter áfram til að deila öðru efni en aug- lýsingum. Þá var ákveðið að nota andvirði alls þess fjár sem RT hefði greitt Twitter fyrir auglýsingar frá árinu 2011 til að greiða óháðum aðilum fyrir rannsóknir á villandi upplýs- ingum og ruslpósti hjá fyrirtækinu. AFP Twitter Vilja koma í veg fyrir mis- vísandi upplýsingar til notenda. Mega ekki auglýsa  Twitter refsar rússnesku fjölmiðl- unum Russia Today og Sputnik Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI SPEGLAR Framleiðum spegla eftir máli og setjum upp. Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.