Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 og spennandi. Ég hafði verið ráðgjafi frá 1986 og sú reynsla nýttist mér vel. Það var aldrei lognmolla í kringum skólann og til hans valdist einstak- lega gott starfsfólk. Mikilvægasta starf leiðtogans hverju sinni er tví- þætt: Í fyrsta lagi að marka stefnuna, ásamt öðrum, og fylgja henni vel eft- ir, og í öðru lagi að velja gott starfs- fólk. Þetta var uppskriftin, ásamt því að nýta bestu þekkingu og reynslu frá virtum, erlendum háskólum.“ Guðfinna var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2007-2009: „Þó að pólitík sé spennandi fann ég fljót- lega að kraftar mínir nýtast betur á sviði framkvæmda. Ég sneri mér því aftur að ráðgjafarstörfum eins og ég hafði upphaflega hugsaði mér í mínu doktorsnámi. Ég er nú ráðgjafi hjá eigin fyrirtæki, LC Ráðgjöf, í fjöl- breyttum og stórum verkefnum, einkum við stefnumótun, innleiðingu stefnu og verkefnastýringu. Ég er al- sæl með þetta starf og allt sem að því snýr.“ Guðfinna hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja og stofnana, m.a. verið Evrópuráðsþingmaður. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, s.s. Kona ársins, 1998, Fálkaorðuna, 2002, Viðskiptaverðlaunin, 2004, Al- umni Recognition Award, 2009, frá WVU, Arts & Science, deildinni þar sem hún lauk doktorsprófi, og Ný- sköpunarverðlaun nemenda HR sem veitt eru á hverju ári eru nefnd Guð- finnuverðlaunin. Í lífi Guðfinnu er fjölskyldan núm- er eitt: „Það er mikil gæfa að fylgjast með nýrri kynslóð vaxa úr grasi. Ég er eðal-amma og þreytist ekki á að leika við barnabörnin og fræða þau. Og ekki er afi síðri. Auk þess förum við hjónin í golf og ferðumst með bak- poka, ekki síst erlendis. Ég er þakklát fyrir hvern dag því lífið hefur upp á svo margt að bjóða. En ég er einnig þakklát fyrir að hafa fæðst í þessu fallega landi og vera hluti af þessari kraftmiklu þjóð með alla sína möguleika.“ Fjölskylda Eiginmaður Guðfinnu er Vil- hjálmur Kristjánsson, f. 13.3. 1954, stjórnunarráðgjafi. Foreldrar hans voru Kristján Pétursson, f. 17.5. 1930, d. 4.1. 2011, deildarstjóri í Tollgæsl- unni á Keflavíkurflugvelli, og Erla Knudsen, f. 1.10. 1934, d. 1.6. 2015, húsfreyja og verkakona í Keflavík. Dóttir Guðfinnu og Vilhjálms er Hólmfríður Vilhjálmsdóttir, f. 23.9. 1977, aðstoðarleikskólastjóri, búsett í Hafnarfirði en maður hennar er Martin Sappia matreiðslumaður og barnabörnin eru Mathías Sappia, f. 2005, Soffía Sappia, f. 2008, Sesselja Sappia, f. 2013 og Lúkas Sappia, f. 2015 Systkini Guðfinnu eru Guðrún, f. 11.4. 1959, bókari í Reykjavík; Guðbjörg, f. 22.4. 1962, sendiráðs- starfsmaður í Washington DC; Guð- mundur Jón, f. 24.12. 1967, framkvæmdastjóri í Keflavík, og Bjarnfríður, f. 9.3. 1971, viðskipta- fræðingur í Keflavík. Foreldrar Guðfinnu: Bjarni Guð- mundsson, f. 13.7. 1936, rafvirkja- meistari í Keflavík, og k.h., Hólm- fríður Jónsdóttir, f. 25.7. 1937, húsfreyja í Keflavík. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir Sesselja Jónatansdóttir húsfr. á Breiðabóli Benedikt Jónsson b. á Breiðabóli á Svalbarðsströnd Guðfinna Sesselja Benediktsdóttir húsfreyja í Keflavík Jón Eyjólfsson útgerðarm. í Keflavík Hólmfríður Jónsdóttir húsfr. í Keflavík Guðrún Egilsdóttir húsfr. í Keflavík Eyjólfur Þórarinsson útgerðarm. í Keflavík Guðrún Jónsdóttir matráðskona í Keflavík Þorsteinn Eggertsson textasmiður Guðrún Bjarnadóttir bókari, Reykjavík Þórður Björnsson bílstj. í Keflavík Kristján Jónsson yfirkennari í Keflavík Guðmundur Jón Bjarnason rafmagns- verkfræðingur, Keflavík Hallgrímur Magnússon læknir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður í Rvík Leópoldína Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Eyjólfur Jónsson kennari, Kaupmannahöfn Guðbjörg Bjarnadóttir sendiráðsstarfsmaður í Washington DC Sigríður Ella Magnúsdóttir óperu- söngkona, Rvík Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir lýðheilsufr. í Rvík Bára Þórðardóttir fyrrv. starfsmaður Icelandair Ketill Berg Magnússon frkvstj. Festu – samfélagsábyrgðar fyrirtækja Ketill Berg Björnsson járnsm. í Rvík Bjarnfríður Bjarnadóttir viðskiptafræðingur, Keflavík Birna Ketilsdóttir kaupk. og bókari í Reykjavík Guðbjörg Níelsdóttir saumak. á Hólmavík Björn Björnsson skrifstofum. á Hólmavík Guðrún Björnsdóttir húsfr. á Hólmavík Guðmundur Björgvin Bjarnason rafvirki á Hólmavík Hallfríður Guðmundsdóttir frá Bæ í Trékyllisvík Bjarni Bjarnason b. á Hafnarhólmi á Selströnd og víðar Úr frændgarði Guðfinnu Sesselju Bjarnadóttur Bjarni Guðmundsson rafvirkjam. í Keflavík 90 ára Guðmundur Magnússon 85 ára Kristín Bjarnadóttir 80 ára Rose Marie Christiansen Sverrir Guðmundsson Þórarinn Ólafsson 75 ára Bettý Jóhannsdóttir Jóhann Þóroddsson Jón Eyjólfur Sæmundsson Jón Sigurðsson Ólafur Dan Snorrason Sara H.B. Kristjánsdóttir Valbjörg Jónsdóttir Þorbjörg Henný Eiríksdóttir 70 ára Elín Kristjánsdóttir Margeir A. Jónsson Már Sveinbjörnsson Ólafur Tómasson Ragnheiður Ragnarsdóttir Sigurður Sigurjónsson Sumarrós Hansdóttir 60 ára Aðalsteinn Ingimarsson Björk Guðmundsdóttir Guðfinna S. Bjarnadóttir Gunnar Njálsson Halldóra Eymundsdóttir Ida Karin Eide Jolanta Sabina Molenda Kristinn Brynjólfsson Krzysztof Z. Matysek Margrét St Hafsteinsdóttir Reynir Björgvinsson Rúnar Þór Björnsson Sigríður Jónsdóttir Sigurður Þorkelsson Snorri Már Sigfússon Steinar Guðmundsson 50 ára Aldís Anna Nielsen Ágúst S. Guðmundsson Gísli Eyleifsson Hildur Björk Gunnarsdóttir Hrafnhildur Kristjánsdóttir Jón Páll Gestsson Karin Anna Maria Englund Teresa Da Conceicao F. De Sousa Viðar Bragi Þórðarson Þórarinn Svavarsson 40 ára Aleksandra Dragojlovic Bergþóra Linda Húnadóttir Elimar Tómas Reynisson Elín Heiða Valsdóttir Garðar Örn Dagsson Ívar Pétur Hannesson Jóhann S. Sigurbergsson Kristbjörn H. Tryggvason Siriprapaporn Taemsungnoen Sveinn Rúnar Grímarsson Tasha Joy Gunnarsson Tomasz Suchora 30 ára Adda Steina Haraldsdóttir Adrian Adam Józwiak Aldey Traustadóttir Arnar Pétur Stefánsson Árni Einar Adolfsson Helga K. Unnarsdóttir Igors Sadretdinovs Kristján Karl Karlsson Kristján V. Steingrímsson Magnús S. Ingimundarson Monicca II Campos Tulagan Nanna I. Viðarsdóttir Remigijus Skrebe Rósa Guðrún Jónsdóttir Sigrún H. Þórarinsdóttir Sigurjón Arnórsson Til hamingju með daginn 30 ára Nanna ólst upp á Akureyri, býr í Reykjavík, lauk MA-prófi í mann- auðsstjórnun frá HÍ og er sérfræðingur í mann- auðsmálum á Hrafnistu. Maki: Óttar Völundarson, f. 1982, sérfræðingur við Landsbankann. Börn: Viðar Nói, f. 2007, og Iðunn Alexía, f. 2015. Foreldrar: Viðar Magnús- son, f. 1962, og Emelía Bára Jónsdóttir, f. 1962. Þau búa á Akureyri. Nanna I. Viðarsdóttir Árni Helgason fæddist á Stað íAðalvík 27.10. 1777, sonurHelga Einarssonar sem var síðast prestur á Eyri í Skutulsfirði, og k.h. Guðrúnar Árnadóttur, prests í Gufudal. Fyrri kona Árna var Guðný Högna- dóttir sem lést 1834 en seinni kona Árna var Sigríður Hannesdóttir, bisk- ups Finnssonar, biskups Jónssonar. Árni lauk stúdentsprófi frá Hóla- vallarskóla 1799, guðfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1807, las einnig mál- fræði, var afbragðsnemandi og fékk heiðurspening fyrir námsárangur. Árni var svo heimiliskennari barna Valgerðar, ekkju Hannesar biskups, í Skálholti, starfsmaður Stofnunar Árna Magnússonar, var veittur Vatns- fjörður 1809, var heimiliskennari á Innra-Hólmi hjá Magnúsi Stephensen konferensráði 1809-11, prestur á Reynivöllum í Kjós frá 1810, dóm- kirkjuprestur í Reykjavík frá 1814 og hann sat þá í Breiðholti, jafnframt kennari á Bessastöðum 1817-19 og var prestur á Görðum á Álftanesi 1825-58. Árni var prófastur í Kjalarnespró- fastsdæmi 1821-56 og settur biskup 1823-25 og 1845-46. Árni varð stiftpró- fastur að nafnbót 1828 og biskup að nafnbót 1858. Árni var einn af aðalstofnendum Hins íslenska bókmenntafélags og for- seti Reykjavíkurdeildar þess 1816-48, alþingismaður Reykvíkinga 1845-49, einn stofnenda Hins íslenska biblíu- félags 1816 og ritstjóri Sunnan- póstsins 1836 og 1838. Árni var vinsæll gáfumaður, en Sunnanpósturinn var íhaldssamt emb- ættismannablað og helsti keppinautur Fjölnis. Árni fékk að kenna á því. Hann hafði þýtt norskt kvæði í Sunn- anpóstinn um móður sem varð úti en bjargaði kornungum tvíburum sínum með klæðum sínum og líkamshita. Þýðing Árna var leirburður þess tíma sem Jónas Hallgrímsson gagnrýndi miskunnarlaust í Fjölni, og bætti svo gráu ofan á svart með því að yrkja nýtt kvæði: Móðurást – en Árni hætti að þýða kvæði. Árni lést 14.12. 1869. Merkir Íslendingar Árni Helgason 30 ára Sigrún ólst upp í Reykjavík og Danmörku, býr í Reykjavík, lauk MA- prófi í arkitektúr frá Há- skólanum Lundi og starf- ar hjá Arkís arkitektum. Unnusti: Andri Þór Sig- þórsson, f. 1987, starfs- maður hjá Samgöngu- stofu. Foreldrar: Kristín Þórð- ardóttir, f. 1964, kennari, og Þórarinn G. Pétursson, f. 1965, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Sigrún Harpa Þórarinsdóttir 30 ára Rósa Guðrún ólst upp á Hjalteyri, býr á Ak- ureyri, lauk sjúkraliðaprófi og er sjúkraliði við öldr- unarheimilið Hlíð. Sonur: Gabríel Máni Arn- arson, f. 2008. Foreldrar: Jón Þór Brynj- arsson, f. 1962, umsjón- armaður hjá Hörgársveit, og Lilja Gísladóttir, f. 1965, sjúkraliði við Sjúkrahúsið á Akureyri. Þau eru búsett á Hjalt- eyri. Rósa Guðrún Jónsdóttir SMÁRALIND www.skornirthinir.is 6.995 rðir 41-46 Verð 4.995 Stærðir 40-48 Kíktu á verðið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.