Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Þórarinn Svavarsson, skógarbóndi á Tungufelli í Lundar-reykjadal, á 50 ára afmæli í dag. Hann er úr Reykjavík en fluttií Tungufell í Borgarfirði árið 2000 ásamt konu sinni, Hjördísi Geirdal, og tveimur dætrum, Katrínu, 19 ára, og Jasmín, 18 ára. „Langamma mín bjó hérna á Tungufelli, en það vissi ég ekki fyrr en eftir að við fluttum hingað. Það var skemmtileg tilviljun. Tengdafor- eldrar mínir keyptu þessa jörð, hófu skógrækt og í kjölfarið líkaði okkur svo vel hér að við keyptum af þeim jörðina og settumst hér að. Við gerðum samning við Skógræktina, maður leggur fram land og fær plöntur í staðinn. Við ræktum aðallega furu, lerki og greni og svolítið af ösp. Fyrsta afurðin er tengd jólunum og svo fara ýmsar grisjanir til dæmis í Járnblendið á Grundartanga.“ Þórarinn og Hjör- dís seldu sín fyrstu jólatré í fyrra. Þórarinn útskrifaðist sem grafíker frá Myndlistarskólanum en hef- ur ekki mikið starfað við það, hins vegar hann hefur fengist við eld- smíði og er í félaginu Íslenskum eldsmiðum. „Við erum með smiðju á safnasvæðinu á Akranesi og höldum þar námskeið og sýningar.“ Í tilefni dagsins verður Þórarinn með teiti í félagsheimilinu Braut- artungu í Lundarreykjadal í kvöld. Á Tungufelli Þórarinn þar sem fyrstu jólatrén voru tekin upp í fyrra. Skógarbóndi og eld- smiður í Borgarfirði Þórarinn Svavarsson er fimmtugur í dag G uðfinna Sesselja Bjarna- dóttir fæddist í Keflavík 27.10. 1957: „Ég get sagt með sanni að ég hafi alist upp við mikið ástríki dásamlegra foreldra og með yndislegum systkinum, í nábýli við fjölmennan hóp ættingja í þeim góða bæ.“ Guðfinna lauk grunnskólanámi í Keflavík, stúdentsprófi frá KÍ 1977, BA-prófi í sálfræði frá HÍ 1986, meistaraprófi frá West Virginia Uni- versity í Bandaríkjunum og doktors- próf í atferlisfræði með áherslu á stjórnun, frá sama skóla 1991. Guðfinna var grunnskólakennari í Myllubakkaskóla í Keflavík með hléum 1978-86, var ráðgjafi á sviði stjórnunar samhliða meistara- og doktorsnámi og síðar í eigin ráðgjaf- arfyrirtæki, einkum í Bandaríkj- unum 1986-99. Hún stofnaði LEAD Consulting (LC) í Bandaríkjunum, ráðgjafarfyrirtæki, ásamt eig- inmanni, árið 1991, en fyrirtækið sér- hæfði sig í stefnumótun fyrirtækja og innleiðingu á stefnu og í stærri breyt- ingaverkefnum. Guðfinna varð fyrsti rektor Háskólans í Reykjavík en hann var settur 4.9. 1998 og varð hún þar með fyrsti kvenrektor á háskólastigi á Ís- landi: „Árin hjá HR voru viðburðarík Guðfinna S. Bjarnadóttir, fyrrv. rektor og alþingismaður – 60 ára Umvafin barnabörnum Guðfinna og Þorsteinn með Hólmfríði og Martin Sappia og öllum kátu barnabörnunum. Að marka og fylgja stefnu með góðu starfsfólki Hólmfríður Jónsdóttir 80 ára Guðfinna með systkinum sínum og foreldrum. Ágústa Vigdís Valdi- marsdóttir hélt tom- bólu fyrir utan heimili sitt í Skriðustekk í Reykjavík og safnaði þar 4.405 kr. sem hún gaf Rauða krossinum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is RÓSIR 10STKBÚNT Frábært verð! 1.990kr 3.490 kr -47%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.