Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017
✝ HaukurSveinsson
fæddist í Bolung-
arvík 13. október
1923. Hann lést 14.
október 2017 á
hjúkrunarheim-
ilinu Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Foreldrar hans
voru Sveinn Hall-
dórsson skóla-
stjóri, f. 13. janúar
1891, d. 19. janúar 1976, og
Guðrún Pálmadóttir húsmóðir,
f. 10. júlí 1892, d. 21. nóvember
1963.
Fyrri kona Hauks var Ingi-
björg Guðmundsdóttir, f. 19.
desember 1926, d. 30. sept-
ember 2006. Þau skildu. Börn
Hauks og Ingibjargar: 1) Sveinn
Rúnar Hauksson, f. 10. maí
1947. Eiginkona Sveins er Björk
Vilhelmsdóttir, f. 2. október
1963. Börn Sveins frá fyrra
hjónabandi með Evu Kaaber
eru: a) Gerður Sveinsdóttir, f. 1.
febrúar 1973. Hennar maður er
Marcos Zotes Lópes, f. 20. júní
1977. Börn Gerðar og Marcosar
eru: Eldar Zotes, f. 17. júní
2009, Nóa Zotes f. 18. febrúar
2014, og Erika Zotes f. 18. febr-
úar 2014. b) Inga Sveinsdóttir f.
Sæmundsen, f. 10. ágúst 1948.
Synir Sigríðar og Evalds eru: a)
Pétur Orri Sæmundsen, f. 1.
ágúst 1972. Kona Péturs er Eva
Hjördís Bjarnadóttir, f. 1.
nóvember 1973. Börn Péturs og
Evu eru: Sól Sæmundsen, f. 1.
júní 2002, Dagur Sæmundsen, f.
16. janúar 2007, og Svala Sæ-
mundsen, f. 19. ágúst 2008. b)
Óttar Sæmundsen f. 12. júlí
1974. Kona Óttars er Mónika
Dís Árnadóttir, f. 18. júní 1978.
Börn Óttars og Móniku eru:
Evald Orri Sæmundsen, f. 2.
júní 2009, og Diljá Sæmundsen,
f. 25. júlí 2015.
Seinni kona Hauks var Hulda
Guðjónsdóttir, f. 13. ágúst 1921,
d. 14. mars 2010. Haukur og
Hulda bjuggu saman í Hafnar-
firði frá árinu 1958, lengst af á
Hólabraut 5. Haukur stundaði
nám við Menntaskólann á Akur-
eyri í þrjú ár en flutti suður í
Garð vorið 1943 og kenndi í
Keflavík veturinn 1943-1944
söng og fleira. Til Reykjavíkur
flutti Haukur 1944 og vann um
skeið í verslun en hóf fljótlega
störf í Pósthúsinu í Reykjavík,
þar sem hann starfaði til ársins
1986. Haukur varð margoft
skákmeistari Hafnarfjarðar og
tefldi í landsliðsflokki fjórum
sinnum á árunum 1958-1961.
Útför Hauks fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 27.
október 2017, klukkan 15.
18. febrúar 1978.
Dætur Ingu eru:
Eva Björk Anga-
rita, f. 1. maí 2006,
og Eygló Angarita,
f. 15. apríl 2009. c)
Haukur Sveinsson,
f. 12. maí 1980.
Börn Sveins og
Bjarkar eru: Guð-
finnur Sveinsson, f.
19. september 1989,
og Kristín Sveins-
dóttir, f. 29. júlí 1991. 2) Óttar
Felix Hauksson, f. 19. janúar
1950. Eiginkona Óttars er
Guðný Þöll Aðalsteinsdóttir, f.
21. nóvember 1955. Börn Óttars
og Guðnýjar eru: a) Aðalsteinn
Rúnar Óttarsson, f. 11. október
1978. Kona Aðalsteins er Bel-
inda Navi, f. 22. júlí 1987. Dóttir
Aðalsteins og Belindu er María
Shirin Aðalsteinsdóttir, f. 11.
nóvember 2016. b) Ingibjörg
Ösp Óttarsdóttir, f. 19. febrúar
1982. Maður Ingibjargar er
Davíð Kjartan Gestsson, f. 6.
febrúar 1983. Synir Ingibjargar
og Davíðs eru: Óttar Benedikt
Davíðsson, f. 2. apríl 2014, og
Steinar Áki Davíðsson, f. 22.
mars 2016. 3) Sigríður Hauks-
dóttir, f. 1. nóvember 1951.
Eiginmaður Sigríðar er Evald
Það var skömmu eftir Salt-
víkurhátíðina sem haldin var á
Kjalarnesi 1971 að ég hitti
fyrst verðandi tengdaföður
minn Hauk Sveinsson. Hann
tók mér afskaplega vel og það
átti einnig við um seinni eig-
inkonu hans, Huldu Guðjóns-
dóttur. Allt í einu var Hafnar-
fjörður, sem ég þekkti bara af
afspurn, orðinn hluti af tilveru
minni. Þau hjón voru höfðingj-
ar heim að sækja og buðu okk-
ur og öðrum fjölskyldumeð-
limum iðulega í dýrindis
máltíðir.
Eftir máltíðir var borðstofu-
borðið gjarnan rutt og stillt
upp. Það var sérstök tilfinning
þegar maður hafði lent í muln-
ingsvél „Mr. Hawk“ og sat uppi
með rjúkandi rúst á taflborð-
inu.
Dugði þá skammt að hafa
stúderað Alt om skak af mikilli
ákefð. Mr. Hawk-heitið á sér
sjálfstæða sögu, sem ég kann
ekki að segja, en í mínum huga
varð Haukur að Mr. Hawk þeg-
ar hann tefldi.
Þá notaði hann gjarnan
andadráttinn til að flauta lág-
vært á út- og innsoginu. Þegar
á leið og styttra á milli leikja
varð flautið smátt og smátt ör-
ara þar til galdur Mr. Hawk
hafði náð yfirhöndinni og and-
stæðingurinn gafst upp.
Haukur vann á Póstinum í
Reykjavík og var þar öllum
hnútum kunnugur. Ég kynntist
þessum vinnustað lítillega þeg-
ar ég var ráðinn í jólakúfinn
fyrir hans milligöngu. Mér er
sérlega minnisstætt þegar við
gengum einhvern tíma út á há-
degi til að fá okkur bita í mið-
bænum að Haukur stoppaði í
öðru hverju skrefi til að heilsa
fólki sem vildi eiga við hann
orð. Stóð ég álengdar og beið
og varð svengri og svengri með
hverju spjalli, sem virtist al-
gjörlega tímalaust.
Haukur var fagurkeri á bók-
menntir, ekki síst ljóðlist, og
safnaði bókum af mikilli ákefð.
Við náðum saman á ýmsum
sviðum, en e.t.v. best í seinni
tíð þegar við vorum að horfa á
fótbolta í sjónvarpinu. Haukur
var með áskrift að öllu því sem
máli skipti og fyrir aðeins örfá-
um árum meldaði hann til mín
mikilvæga leiki hvort sem það
var í breska boltanum eða
Evrópukeppni.
Eftir að Haukur og Hulda
voru bæði flutt á Hrafnistu
stóð íbúð þeirra á Hólabraut-
inni auð.
Þá gerðist það óvænta að við
hjónin keyptum íbúð í Reykja-
vík sem þurfti mikillar endur-
nýjunar við. Í góðu boði Hauks
fluttum við þá tímabundið í
Hafnarfjörð. En það sem átti
að verða nokkra mánaða dvöl
teygði sig upp í tæpt ár, enda
allt með háværum 2007-undir-
slætti.
Þá varð til regla í óreglunni
að við sóttum Hauk í áliðinn
morgunmat á laugardögum.
Hafði hann alltaf ánægju af því
að heimsækja Hólabrautina, þó
að það hafi kannski einnig rifið
í tilfinningalega að koma á
þennan stað þar sem þau Hulda
áttu sín bestu ár.
Haukur dó daginn eftir 94
ára afmæli sitt. Eftirlifandi
börnin hans þrjú og fleiri ætt-
ingjar heimsóttu hann á af-
mælisdaginn og hann átti sím-
tal við tvíburasystur sína. Þetta
var því einstaklega góður
dagur. Ég minnist Hauks með
mikilli hlýju.
Evald Sæmundsen.
Umhyggja, hlýja og hlátur
eru mér efst í huga er ég hugsa
um tengdaföður minn Hauk
Sveinsson, fyrrverandi póstfull-
trúa og skákmann frá Bolung-
arvík. Hann átti til ómælda
væntumþykju sem birtist börn-
um hans, okkur tengdabörnun-
um, barnabörnum og ekki síður
barnabarnabörnum. Gat hann
endalaust hlegið að uppátækj-
um þeirra yngstu hverju sinni
og skemmt sér í návist þeirra
eða bara heyrt sögur af þeim.
Litlu börnin okkar Sveins, Guð-
finnur og Kristín, voru svo lán-
söm í æsku að Haukur afi og
amma Hulda sáu um þau á
fimmtudögum eftir hádegi, á
þeim árum þegar einungis var
leikskóli hálfan daginn fyrir
börn giftra foreldra i Reykja-
vík. Fimmtudagarnir voru
ævintýri jafnt þeirra gömlu og
ungu.
Tengdapabbi var ætíð til í að
koma í fjölskylduboð og bar
aldrei við leti eða heilsuleysi þó
að æviárin væru orðin mörg. Ef
orð eins og lambakjöt, rauð-
spretta, siginn fiskur og hnoð-
mör voru nefnd var hann ekki
lengi að koma sér á staðinn hér
áður fyrr á græna Golfinum en
á seinni árum var hann sóttur
því ekki notaði hann leigubíla.
Næstu fjölskylduboð verða
væntanlega skrýtin, var sem
pláss hans við eldhúsborðið eða
borðstofuborðið verður ósetið.
Já, Haukur var matmaður mik-
ill og naut sín best er hann
nagaði og saug bein af góðu
lambi eða slafraði í sig góðan
fisk með miklu smjöri eða floti
að vestfirskum hætti. Um miðj-
an september síðastliðinn var
sem oftar lambahryggur á
borðum í Depluhólum. Þá hló
hann mikið að litlu tvíburunum
að naga bein eins og langafi tví-
buri gerði. Haukur og Kristín
tvíburasystir hans, sem lifir
bróður sinn, nutu þess vel er
loks komu aðrir tvíburar í fjöl-
skylduna er þau voru orðin 90
ára.
Ég talaði við tengdapabba í
síma á afmæli hans daginn fyr-
ir andlátið. Hann var hress og
þótti gaman að tala til Palest-
ínu þó svo að margmenni væri
þar í kringum hann. Efst í huga
hans var mín líðan, sem hann
spurði ítrekað um. Það er því
auðvelt fyrir mig að halda í
minninguna um umhyggjusam-
an og hlýjan tengdaföður og
samgleðst ég honum innilega
að hafa fengið að sofna inn í
faðm Huldu sinnar og almætt-
isins í eilífðinni góðu.
Björk Vilhelmsdóttir.
Mig langar til að lýsa yfir
miklu þakklæti fyrir allar góðu
stundirnar sem ég hef átt í
gengum tíðina með afa Hauki.
Það var yndislegt að alast upp
við þau forréttindi að eiga þrjá
afa og þrjár ömmur. Ég á ótelj-
andi minningar af gæðastund-
um með afa Hauki og ömmu
Huldu á Hólabrautinni þar sem
við systkinin og frændsystkinin
vorum dekruð út í ystu æsar.
Þá var spilað, spjallað og lesið
fram á rauða nótt. Það hafa
ekki síður verið forréttindi að
fá að njóta samvistar við afa á
fullorðinsárum og sjá hann
fylgjast með börnunum mínum
og hinum barnabarnabörnunum
hans. Hann ljómaði allur þegar
á þau var minnst og stoltið
skein af honum þegar við töl-
uðum um þau, þegar hann hitti
þau, sýndi mér eða sá myndir
af þeim. Afi hafði ákaflega góða
nærveru, var svo jákvæður og
umhyggjusamur og spurði allt-
af hvernig ég og mínir hefðu
það. Ég hef lært mikið af hon-
um og þá sérstaklega jákvætt
hugarfar og húmor. Það var
alltaf gaman að hitta afa,
spjalla og grínast. Hann var
sérlega mikill húmoristi og
fylgdist alltaf vel með fjölskyld-
unni sinni og sagði manni frétt-
ir af sér og sínum. Ég minnist
sérstaklega ferða okkar á kaffi-
hús og þá oftast í Fjörðinn þar
sem hann þekkti svo marga
sem komu að spjalla við hann.
Ég fékk líka sögur af afa frá
Jónínu móðurömmu minni sem
þekkti afa frá því hann var
ungur maður. Þá bjuggu þau á
Laugaveginum á móti hvort
öðru, en móðurafi minn, Knud
Kaaber, og hann voru vinir og
skákin tengdi þá saman. Á
þeim tíma var pabbi vinur eldri
bróður mömmu minnar. Móður-
amma mín sagði mér margar
skemmtilegar sögur frá þessum
tíma og minnist ég sérstaklega
einnar þegar þau fóru með fjöl-
skyldurnar sínar saman í berja-
ferð til Þingvalla með nesti og
að sjálfsögðu var taflið með í
för.
Þegar þau voru að taka sam-
an og fara heim kallaði afi „það
vantar eitt“ og hún spurði
„hvern?“ og hélt að hann ætti
við eitt barnið en þá sá hún að
afi var að taka saman taflmenn-
ina og það vantaði eitt peð!
Já, það eru svo sannarlega
forréttindi að hafa fengið 44 ár
með afa mínum og fannst mér
alveg yndislegt að afi fékk að
kynnast og fylgjast með börn-
unum mínum. Sérstaklega er
dýrmætt að börnin hafi fengið
að kynnast langafa sínum og
minning hans mun lifa í hjarta
okkar.
Gerður Sveinsdóttir.
Elsku afi.
Ammí sagði mér oft söguna
af því þegar hún og afi Kúddi
fóru með þér og ömmu Ingu
með öll börnin í lautarferð. Þú
hafðir tekið með brúsa en í
brúsanum voru taflmenn en
ekki kaffi.
Ammí sagði alltaf að afi
Kúddi hefði haft sérstaklega
gaman af að tefla við þig því þú
varst svo sterkur skákmaður.
Að lautarferðinni lokinni og
verið var að telja hvort öll
börnin væru með sagðir þú að
það vantaði eitt.
Upp kom mikil „panik“ yfir
því að eitt barnið væri týnt þar
til í ljós kom að það var peð
sem vantaði.
Ég á margar góðar minn-
ingar af ykkur ömmu Huldu af
Hólabrautinni.
Það var gott að koma til
ykkar, spila, spjalla og fá heitt
súkkulaði og eitthvað gott að
borða.
Amma fékk sér stundum
vindil en þú fékkst þér nef-
tóbak á laun. Þegar amma varð
veik var fallegt að fylgjast með
því hvað þú hugsaðir vel um
hana og minnisstætt hvernig
þið leiddust og þú studdir hana.
Mínar bestu minningar með
þér í seinni tíð eru þegar ég
naut þeirra forréttinda að vera
með ykkur Gerði systur saman.
Þið náðuð svo ótrúlega vel sam-
an og voruð svo góðir vinir. Þú
ljómaðir í návist hennar og hún
hafði einstakt lag á að koma
þér til að hlæja þínum ógleym-
anlega hlátri sem var svo smit-
andi að allir tóku undir.
Þú varst svo flottur afi.
Góður í skák, vel lesinn, alltaf
með á nótunum, skrifaðir svo
fallegan texta á kort og í gesta-
bækur með svo glæsilegri
skrift, svo hlýr og góður.
Það er sárt að hugsa til þess
að þú eigir aldrei aftur eftir að
halda fast í höndina mína og
það sé ekki lengur hægt að
renna eftir þér á Hrafnistu til
að fá þig með í mat til pabba og
Bjarkar. Það verður tómlegt án
þín og þín verður sárt saknað.
Þín
Inga.
Einn af öðrum falla þeir í
valinn hinir eldri skákmenn og
valinkunnu meistarar fyrri
tíðar. Minnisstæðir karlar og
ástríðuskákmenn sem teflt hafa
sér til ánægu, yndisauka og
ekki hvað síst til afþreyingar
langt fram á efri ár.
Haukur var einn af stofn-
endum Riddarans, skákklúbbs
eldri borgara, fyrir 20 árum og
heiðursriddari í okkar hópi.
Síðan þá eru 13 félagar horfnir
á braut yfir móðuna miklu sem
sár eftirsjón er að. Þó yngri
öldungar hafi fyllt hin stóru
skörð er söknuðurinn og andi
þeirra ávallt til staðar. Haukur
afar virkur, öflugur og litríkur
skákmeistari á 6. og 7. áratug
liðinnar aldar.
Hafnarfjarðarmeistari og
landsliðsflokksmaður á Skák-
þingi Íslands.
Hann var af mikilli skákætt,
Sveinn faðir hans var kunnur
skákdæmahöfundur og synir
hans hafa einnig getið sér gott
orð í skákinni. Sveinn Rúnar
Íslandsmeistari unglinga árið
1962 og Óttar Felix sigurvegari
í opnum flokki á Skákþingi Ís-
lands 1979, síðar formaður TR
og varaforseti SÍ.
Póstfulltrúi að ævistarfi og
kom að stimplun frímerkja-
umslaga af mikilli natni og
vandvirkni þá er „Einvígi ald-
arinnar“ milli Bobbys Fischers
og Boris Spasskí var háð í
Laugardalshöll.
Við skákfélagarnir í Riddar-
anum, Gallerí Skák og KR
minnumst hins fallna af virð-
ingu og þökk fyrir átaldar
ánægjustundir á hvítum reitum
og svörtum um langt árabil.
Blessuð sé minning hans.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Ég kem á eftir, kanske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og
syndagjöld.
(Bólu-Hjálmar)
Einar S. Einarsson.
Haukur Sveinsson
✝ Erna Guðna-dóttir fæddist í
Reykjavík 22. des-
ember 1941. Hún
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 19. október
2017. Foreldrar
hennar voru Guðni
Skúlason leigu-
bifreiðastjóri, f. 15.
júní 1919, d. 29. des-
ember 1987, og Þóra
Guðmundsdóttir, húsmóðir og
verkakona, f. 6. desember 1915,
d. 25. júlí 1969. Bræður Ernu
eru Guðmundur Guðnason, f. 15.
febrúar 1937, og Skúli Grétar
Guðnason, f. 21. júlí 1939, d. 28.
október 2015. Bróðir þeirra,
samfeðra, er Svavar Rúnar
Guðnason, f. 14. janúar 1951.
Erna giftist
Helga Gústafssyni
leigubifreiðastjóra
11. september
1971. Dætur
þeirra eru Hrönn
Helgadóttir, f. 23.
júlí 1964, og Ásdís,
f. 26. desember
1966. Eiginmaður
Ásdísar er Stefán
Bryde, f. 4. nóv-
ember 1963. Synir
þeirra eru Kristján Helgi, f. 2.
maí 1991, Hákon Atli, f. 27. sept-
ember 1995, og Róbert Leifur, f.
23. maí 2000. Auk þess á Helgi
son, Gústaf, f. 24. nóvember
1961.
Útför Ernu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 27. október
2017, klukkan 13.
Við andlát Ernu Guðna-
dóttur viljum við fyrir hönd
samstarfsmanna hennar til
margra ára flytja ættingjum
hennar samúðarkveðjur.
Erna var á 17. aldursári þeg-
ar hún réðst til ritarastarfa hjá
Endurskoðunarskrifstofu N.
Manscher & Co., (nú PwC) á
skrifstofu fyrirtækisins í
Reykjavík.
Hana hefur sjálfsagt ekki ór-
að fyrir því að þar myndi hún
með litlum hléum starfa næstu
50 árin, en sú varð raunin.
Erna fór á eftirlaun í árslok
2008, og hafði þá skilað góðu
starfi fyrir fyrirtækið.
Við minnumst Ernu sem
skemmtilegrar og glaðlyndrar
konu sem ætíð var viljug að
taka við þeim verkum sem hún
var beðin um.
Hún var afar vandvirk, mikið
snyrtimenni og traustari starfs-
mann var ekki hægt að hugsa
sér.
Erna starfaði í rekstrar-
umhverfi þar sem miklar
tæknibreytingar hafa átt sér
stað á undanförnum áratugum.
Þegar hún byrjaði voru allir
ársreikningar vélritaðir og nota
þurfti kalkipappír til fjölföld-
unar og tippex til leiðréttingar.
Síðar komu ljósritunarvélar
og tölvur og breyttu vinnu-
umhverfinu og því þurftu
starfsmenn að takast á við nýj-
ar áskoranir og reyndist Ernu
það ætíð auðvelt.
Þar til skrifstofa félagsins
flutti í Skógarhlíð 12 annaðist
Erna einnig símsvörun og mót-
töku viðskiptavina og naut hún
mikillar virðingar þeirra og
enginn í fyrirtækinu hafði betri
upplýsingar um viðskiptavini
þess.
Erna var afar vel látin meðal
samstarfsmanna sinna, og eign-
aðist marga góða vini í þeim
hópi, sem hún hélt reglulegum
samskiptum við.
Eftir að hún lét af störfum
hafði hún ætíð gaman af að
fylgjast með fólkinu sínu og
fyrirtækinu.
Á árum áður þegar fyrirtæk-
ið var fámennara þekkust
starfsmenn og makar þeirra
mjög vel, og voru Erna og
Helgi eiginmaður hennar virk í
þeim hópi. Helgi kom síðar að
störfum fyrir PwC, en hann var
leigubílstjóri og annaðist sendi-
ferðir með farþega, skjöl o.þ.h.
og þá tengdist hann okkur sam-
starfsmönnum Ernu enn
frekar.
Erna hafði unun af hvers
kyns skemmtunum, en utan-
landsferðirnar stóðu upp úr,
voru þær sérstakt tilhlökkunar-
efni hvort sem var með fjöl-
skyldu, vinum eða samstarfs-
mönnum.
Við starfsmenn PwC fórum
nokkrar árshátíðarferðir innan-
lands og utan og hafa þær ætíð
verið skemmtilegar, fjölbreytt-
ar og eftirminnilegar. Erna
hafði einstakt lag á að gera
mikið úr öllum þeim ferðum
sem hún fór, fyrst mikil til-
hlökkun, síðan ferðin sjálf og
svo upprifjun eftir á.
Fjölskylda Ernu var henni
afar kær, dæturnar, tengda-
sonurinn og barnabörnin, sem
við fengum reglulega fréttir af.
Í kringum aldamótin eignuðust
þau Helgi sumarbústað í Hvít-
ársíðu í Borgarfirði, en þangað
sóttu þau mikið á meðan heilsa
Helga leyfði og fjölskyldan átti
þar saman sælureit. Mikið
mæddi á Ernu í veikindum
Helga sem upp komu síðustu ár
hennar í starfi hjá PwC og
reyndist Erna manni sínum
mjög vel.
Eftir að Erna fór á eftirlaun
fannst okkur sem hún hefði
ekkert breyst, ætíð kát og glöð,
og virtist una hag sínum vel,
þar til veikindin bönkuðu upp
á.
Fyrrverandi samstarfmenn
Ernu minnast hennar með virð-
ingu og kærri þökk fyrir sam-
starfið og traustan vinskap.
Reynir Vignir,
Sigurbjörg Halldórsdóttir.
Erna Guðnadóttir