Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Það eru undarlegar kosningar sem í hönd fara. Stjórnarslit fóru fram að nóttu til án þess að forystumenn stjórn- arflokkanna gætu rætt saman. Ágreiningsefnið var ekki í stjórnmálum. Skýringa um ágrein- ingsefnið var ekki leitað. Þegar upp er staðið finnst ekkert ágreinings- efni. Einhvers konar baknefndir tóku ákvörðun og afstaða forystumanna lá á engan veg ljós fyrir. Í kosningabaráttunni hefur komið í ljós að helsta ágreiningsefnið virðast vera skattar. Ekki skattar sem al- menningur á að greiða heldur „hinir“. Áður hétu hinir „breiðu bökin“. Skattar eru gjald fyrir að lifa í siðuðu samfélagi. Auðvitað er og verður það svo að þegnar þessa lands greiða skattana. Tilfærslur verða aldrei ann- að en smávægilegar þó að góður hug- ur fylgi fyrirætlunum. Lofa eða ljúga? Það er oftar en ekki ógæfa stjórn- málamanna að lofa út og suður og lofa svo hratt að þeir hafa ekki tíma til að hiksta. Vart er hægt að greina á milli þess hvort menn lofa eða ljúga. Það er alltaf vandi að segja satt á eft- ir. Sagt er að í Hafnarfirði megi segja sannleikann við hvern sem er. klukkurnar glymja að ástæðulausu og við líka glymjið klukkur að ástæðulausu og við líka (Tristan Tzara) Miklu oftar en ekki er rétt að horfa til þess hvert skuli stefna. Stefnan er á farsæld- arríki þar sem ungt fólk vill starfa. Ísland er land tækifæranna. Það á að gera það eft- irsóknarvert fyrir há- menntað fólk að starfa á Íslandi og viðhalda með því þeirri tungu og menningu sem hér ríkir. Það eru og verða skattgreiðendur sem greiða fyrir sérhagsmuni. Ég viðurkenni að horfa þarf til sam- gönguinnviða. Það eru flöskuhálsar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þar eiga allir flokkar sök. Árangurinn er þó sýnilegastur á Keflavíkurveginum. Þar urðu 52 banaslys áður en vegur- inn varð tvíbreiður. Síðan hefur að- eins orðið eitt banaslys þar. Slys er röð atvika sem enda með skelfingu. Það er hægt að koma í veg fyrir slys. Það sést best á fiskiskipa- flotanum þar sem áður voru færðar miklar fórnir. Og einnig er nýtt og fullkomið sjúkrahús á næsta leiti. Svo eigum við endurhæfingarstofnanir eins og Reykjalund, sem aðstoðar þá er hafa orðið fyrir áföllum til að komast út í lífið aftur Ungt fólk og kosningar Kosningarnar á morgun snúast um framtíðina. Kosningarnar snúast meðal annars um framtíð ungs fólks í landinu. Þá vaknar einföld spurning, sem er um atvinnu og búsetu unga fólksins. Loforð duga þar skammt. Efndir ráða um framtíð. Það er til lít- ils að leggja áherslu á menntun ef störfin fylgja ekki með. Það hefur ávallt verið stefna Sjálfstæðisflokks- ins að efla atvinnulífið og skapa við- unandi rekstrarskilyrði fyrir sem fjölbreytilegastan atvinnurekstur, bæði hátækniiðnað og öfgalausa hag- nýtingu náttúruauðlinda. Sjálfstæðisflokknum er oftar en ekki velt upp úr lítilli umhyggju fyrir umhverfinu og skorti á áhuga á þeim málum. Þar hafa þingmenn flokksins talað og efndirnar komið fram með forgöngu um stofnun þjóðgarðs á Þingvöllum og í Skaftafelli, svo dæmi sé nefnt. Ungt fólk vill atvinnu við sitt hæfi og það vill búsetu. Atvinna, menntun og búseta þættast saman. Ungt fólk, sem hefur aflað sér menntunar, óskar þess að geta notað sína menntun „heima“. Það eru alltaf bláir dalir heima. Búseta er tryggð með stöð- ugleika og lágum vöxtum. Það vill til að það er hægt að meta stöðugleika til verðs. Seg mér, sönggyðja, frá hinum víðförla manni, er hrakist hefur mjög víða, þeim er sá borgir og þekkti skaplyndi margra manna. (Hómer.) Okkar minnstu bræður og systur Samfélagið má aldrei gleyma þeim sem aldrei geta aflað sér tekna. Þær systur og þeir bræður geta lagt mikið að mörkum fyrir þá sem „heilbrigðir“ teljast. Siðun í samfélagi er metin eft- ir því hvernig komið er fram við þau. Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu heiður er þinn vorhiminn hljóðar eru nætur þínar létt falla öldurnar að innskerjum – hvít eru tröf þeirra. Þöglar eru heiðar þínar byggð mín í norðrinu. Huldur býr í fossgljúfri saumar sólargull í silfurfestar vatnsdropanna. Sæl verður gleymskan undir grasi þínu byggð mín í norðrinu því sælt er að gleyma í fangi þess maður elskar. Ó bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu. (Hannes Pétursson.) Dyggð og samviska Það er mikið um uppboð og yf- irboð í þessum kosningum. Þeir sem best hafa fylgst með telja að „kosn- ingaloforð“ megi meta á sem næst um 200 milljarða. það er misjafnt milli flokka. Skattahækkanir duga skammt til að standa við loforðin. Það þarf stundum sterk bein til að standa gegn svokölluðum „lof- orðum“. Þá er réttlætið köld dyggð og samviska stjórnmálamannsins valt- ur dómari. Flest kosningaloforð skila engu nema verðbólgu og verð- bólgu fylgir hnignun lífskjara. Þá hverfa hinir bláu dalir. Það er ekki það sem ungt fólk vill. Unga fólksins er framtíðin. Spurningunni um hvað á að gera fyrir „gamla fólkið“ verður ekki svarað nema að hugsa um unga fólk- ið sem erfir framtíðina. Framtíð þess og allra annarra íbúa í landinu verður best tryggð með því að hlúa að undirstöðum atvinnulífs og al- mennri velsæld í stað þess að ein- blína á óraunhæf áform um aukn- ingu útgjalda. Ég legg störf mín og góðan hug í dóm kjósenda með ágætri samvisku. Í bláum dölum ríkir fegurðin ein. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það á að gera Ísland eftirsóknarvert fyrir hámenntað fólk. Undarlegar kosningar Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Útgjaldakapphlaupið er að ná hámarki fyrir kosningar á laugardaginn. Við blasir ríkis- stjórn flokka sem lofað (eða hótað) hafa að auka ríkisút- gjöld um 70 milljarða á ári. Þessi útgjaldaaukning tekur ekki til fjárfestingar í innviðum heldur er um að ræða hrein rekstrarútgjöld. Meðal útgjaldaloforða eru gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi, tvöföldun barnabóta, hækkun á þaki og lenging fæðingarorlofs, hækkun persónuafsláttar og af- nám allra skerðinga almanna- trygginga. Gott og vel. En hver á að borga? Hver á borga 70 millj- arða á ári aukalega í skatt? Til að setja þetta í samhengi þá eru heildartekjur ríkisins núna um 800 milljarðar króna. Framan af kosningabaráttu sögðu þessir flokkar að fjár- magna ætti kosningaloforðin með því að skattleggja tekjuháa einstaklinga og eigna- mikið fólk, auk þess að skatt- leggja nýtingu auðlinda, þá einkum sjávarútveg. Nú hefur komið fram að þessi fyrirhugaða skattlagning mun í mesta lagi skila 13-16 milljörðum í auknar skatt- tekjur, jafnvel þótt miðað yrði við hátekjuskatt allt að 75% og tvöföldun veiðigjalda. Þá er ekki reiknað með neikvæðum áhrifum sem ofurskattar hafa á efnahagslífið. Þá standa eftir 50 milljarðar. Ekki verður því hægt að fjármagna þessi kosningaloforð með öðrum hætti en að velta kostnaðinum yfir á almenning í landinu. Nú kann auðvitað að vera að vinstriflokkarnir ætli sér alls ekkert að standa við loforð um aukin útgjöld. En ef það er eitthvað að marka þeirra eigin orð þá er ljóst hver kemur til með að borga. Þú borgar. Guðlaugur Þór Þórðarson Þú borgar Höfundur er utanríkisráðherra. Flestir kjósendur telja að óviðunandi sé að einungis ár líði á milli Alþingiskosninga. Fólk veit að stöð- ugleiki í stjórnmálum er forsenda áframhald- andi velgengni í efna- hagsmálum. Kjósendur sem vilja stöðugleika ættu með atkvæði sínu að stuðla að því að hægt verði að mynda trausta tveggja flokka stjórn eftir kosningar. Stjórn sem leggur áherslu á áframhaldandi sókn í efnahagsmálum og leggur þannig grundvöll að bættum lífskjörum og öflugu velferðarkerfi. Flest bendir til að stjórnmála- flokkum muni enn fjölga í kosning- unum á laugardaginn. Slík fjölgun og aukin dreifing atkvæða á milli flokka mun ekki auka líkur á því að hægt verði að mynda trausta rík- isstjórn til fjögurra ára. Samkvæmt nýj- ustu skoðanakönn- unum verður ekki hægt að mynda tveggja flokka stjórn eftir kosningar. Þriggja flokka rík- isstjórn krefðist að- ildar Sjálfstæðis- flokksins en án hans þyrfti að mynda sam- steypustjórn fjögurra eða fimm flokka. Þessar kannanir sýna að Sjálfstæðisflokk- urinn nýtur mests fylgis enda hefur hann verið kjölfestan í íslenskum stjórnmálum um áratugaskeið. Þegar kjósendur ráðstafa at- kvæði sínu eiga þeir auðvitað að hafa í huga stefnumál og frambjóð- endur þess flokks sem þeir kjósa. En þeir eiga ekki síður að verja at- kvæði sínu þannig að það nýtist til að mynda trausta stjórn eftir kosn- ingar sem líkleg er til að endast í fjögur ár. Áhætta er í því fólgin að kjósa ákveðna smáflokka, til dæmis vegna óvissunnar um að þeir komist inn á þing, en ekki síður vegna hættunnar á því að þeir hafi ekki staðfestu til að sitja í ríkisstjórn heilt kjörtímabil. Fyrir nokkrum vikum slitu þingmenn Bjartrar framtíðar ríkisstjórnarsamstarfi í uppnámi um miðja nótt. Ekki eru mörg ár síðan Samfylkingin sleit stjórnarsamstarfi á ögurstundu þegar Íslendingar þurftu sem aldrei fyrr á staðfastri ríkisstjórn að halda. Komið hefur fram að mikill áhugi er fyrir því hjá Samfylkingu og Vinstri grænum að mynda vinstri stjórn eftir kosningar og halda áfram þar sem frá var horfið fyrir fjórum árum, þ.e. að hækka skatta, stækka báknið, endurvekja ESB- umsóknina o.s.frv. Samkvæmt skoð- anakönnunum er útilokað að þessir tveir flokkar nái þingmeirihluta og því munu þeir reyna að fá 2-3 smá- flokka til liðs við sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Pírat- ar hafa nú þegar boðið sig fram í slíkt stjórnarsamstarf með yfirlýs- ingu um að þeir vilji ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum. Framsóknar- menn koma vel til greina í slíka stjórn enda sýnir sagan að þeir hafa oft unnið til vinstri. Áherslur Við- reisnar á skattahækkanir, reiðu- fjárbann og aukin ríkisafskipti af atvinnulífinu benda til að sá flokkur myndi ekki setja það fyrir sig að starfa í vinstri stjórn. Niðurstaðan er sú að við myndun margra flokka vinstri stjórnar koma flestir flokkar til greina. Ekki þó Sjálfstæðisflokkurinn enda verður hægri stjórn aldrei mynduð án hans. Aðeins þeir, sem merkja X við D á kjördag, geta treyst því að at- kvæði þeirra verður ekki notað til að mynda vinstri stjórn. X–D – besta tryggingin gegn vinstri stjórn Eftir Kjartan Magnússon » Áhætta er í því fólg- in að kjósa ákveðna smáflokka. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi. Komið hefur fram í kosningabaráttunni að Vinstri grænir hyggj- ast auka skattheimtu af landsmönnum um tugi milljarða króna á ári. Þegar forystu- menn Vinstri grænna hafa verið spurðir hvaða skattar verði hækkaðir hefur verið fátt um efnisleg svör. Svörin hafa iðulega hljómað eins og tilraun til að telja hverjum og einum áhorfanda trú um að öllu sé óhætt, skattar verði einungis hækkaðir á flesta aðra en einmitt hann. Eitt af því fáa sem þó hefur verið nefnt og hönd festir á, er að taka eigi að nýju upp svokallaðan „auð- legðarskatt“. Þar er vísað til sér- staks eignaskatts sem lagður var á árið 2009 og skyldi gilda um skattlagningu áranna 2010-2013. En slík skattheimta er í raun ekki í boði. Þegar „auðlegðarskatt- urinn“ var lagður á var umdeilt hvort hann stæðist stjórn- arskrána. Sú deila kom til kasta Hæstaréttar í þýðingarmiklum dómi, númer 726/2013 í dómasafni. Í dómnum var ekki fallist á að endurgreiða ætti þann auðlegð- arskatt sem greiddur hafði verið samkvæmt lögunum. „Auðlegð- arskatturinn“, eins og hann var úr garði gerður á sínum tíma, var í dómnum talinn standast stjórn- arskrá. En það sem hefur sérstaka þýðingu í þessu samhengi er rök- stuðningur Hæstaréttar. Þar segir að við „úrlausn um hvort laga- ákvæðin um auðlegðarskatt séu stjórnskipulega gild verður að horfa til þess við hvaða aðstæður lögin voru sett og hvert hafi verið mark- mið þeirra, hvers eðlis skatturinn er og hver sé upphæð hans. Þar sem auðlegðarskattur er ein tegund eign- arskatts skiptir ekki síst máli að gæta að því hversu íþyngjandi hann er til lengri tíma litið vegna þess að því hærra sem skatthlutfallið er samanlagt á stuttu árabili þeim mun meiri líkur eru á að skattlagningunni megi jafna til eignaupptöku í skiln- ingi 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár- innar.“ Hæstiréttur tekur svo fram, og það er mjög þýðingarmikið, að á þeim tíma þegar skatturinn hafi ver- ið lagður á, hafi verið „við að etja einstæðan vanda í ríkisfjármálum“. Enn fremur sagði Hæstiréttur að meðal annars þar sem skatturinn væri aðeins tímabundinn, væri ekki með honum brotið gegn jafnræðis- reglu og eignarréttarvernd. Þessi atriði, sem Hæstiréttur nefndi, eiga ekki við lengur. Það er ekki lengur „einstæður vandi í rík- isfjármálum“. Tímabil hins tíma- bundna skatts er löngu runnið út. Við þær einstöku aðstæður sem voru uppi fyrst eftir bankahrun var slík skattheimta talin standast stjórn- arskrána, en þær eru ekki uppi leng- ur. Auðlegðarskatturinn er því ekki í boði við núverandi aðstæður þrátt fyrir yfirlýsingar um álagningu hans. Þetta ættu núverandi for- ystumenn Vinstri grænna að vita, enda voru þau sjálf öll í ríkisstjórn þegar Hæstiréttur dæmdi um gildi auðlegðarskattsins sem þau lögðu á. Auðlegðarskattur er ekki lengur í boði Eftir Eirík Elís Þorláksson » Auðlegðarskatturinn er því ekki í boði við núverandi aðstæður. Eiríkur Elís Þorláksson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.