Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 JÓLASERÍUR við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA kr.275 Inni- og útiseríur. Verð frá Hjörtur J. Guðmundsson Höskuldur Daði Magnússon Íslenska ríkið braut ekki gegn Mann- réttindasáttmála Evrópu þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, var sakfelldur í Landsdómi í apríl 2012 fyrir að hafa brotið gegn 17. grein stjórnarskrárinnar, þar sem kveðið er á um skyldu til að halda ráð- herrafundi um mikilvæg stjórnarmál- efni, í aðdraganda efnahagshrunsins. Geir vísaði málinu til Mannréttinda- dómstóls Evrópu í Strassborg sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Kvörtun Geirs til dómstólsins sneri að því að ákvörðun Alþingis að ákæra hann hafi verið á pólitískum grund- velli, að gallar hefðu verið á undirbún- ingi og málatilbúnaði auk þess sem Landsdómur hefði ekki verið sjálf- stæður og hlutlaus. Einn skilaði sératkvæði Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að í málinu hefði ekki verið brot- ið gegn réttindum Geirs samkvæmt 6. og 7. grein Mannréttindasáttmálans eins og hann hélt fram en þær kveða annars vegar á um réttinn til réttlátr- ar málsmeðferðar og að hinn ákærði skuli teljast saklaus uns sekt er sönn- uð og hins vegar að enginn skuli talinn sekur um athæfi sem ekki hafi verið talið glæpsamlegt samkvæmt lands- lögum eða alþjóðalögum á þeim tíma sem það var framið. Dómarnir í málinu voru einróma varðandi 6. grein Mannréttindasátt- málans en einn dómaranna, Krzysztof Wojtyczek, skilaði sératkvæði varð- andi 7. greinina. Fram kemur í sér- áliti hans að þrátt fyrir að sú siðferð- islega skylda hafi hvílt á Geir að koma í veg fyrir eða að minnsta kosti lág- marka áhrif falls bankanna á efna- hagslíf Íslands geti hann ekki séð að honum hafi borið lagaleg skylda til þess að halda ráðherrafundi um mik- ilvæg stjórnarmálefni. Wojtyczek tekur þar með undir sératkvæði fimm dómara við lands- dóm og segir hann röksemdir þeirra það sannfærandi að erfitt sé að vera þeim ósammála. Hann segist enn- fremur hafa haft efasemdir um að taka undir með öðrum dómurum í málinu fyrir Mannréttindadómstóln- um varðandi 6. grein Mannréttinda- sáttmálans. Haustið 2010 ákvað meirihluti þingmannanefndar um rannsóknar- skýrslu Alþingis að leggja fram þingsályktunartillögu um að fjórir ráðherrar skyldu sóttir til saka vegna embættisfærslna sinna í aðdraganda efnahagshrunsins. Auk Geirs skyldu það vera Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Pólitísk atkvæðagreiðsla Hart var tekist á um málið þegar það kom til kasta Alþingis. Niðurstað- an var sú að samþykkt var með 33 at- kvæðum gegn 30 að höfða mál gegn Geir fyrir Landsdómi. Tillögur um ákærur gegn hinum þremur voru felldar. Þingmenn allra flokka nema Samfylkingarinnar greiddu annað- hvort atkvæði gegn öllum tillögunum eða studdu þær allar. Þannig studdu níu samfylkingarþingmenn að Geir yrði ákærður en fjórir þeirra greiddu hins vegar atkvæði gegn því að ákæra yrði gefin út á hendur Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur. Voru umræddir þingmenn Samfylkingarinnar sakaðir um að bjarga eigin samherjum og þótti atkvæðagreiðslan þannig til marks um að hún væri pólitísk og þar með komandi réttarhöld. Málið var þingfest sumarið 2011. Í október var tveimur ákæruliðum af sex vísað frá. Aðalmeðferð málsins hófst 5. mars 2012 í Þjóðmenningar- húsinu og lauk 16. mars og komu tug- ir vitna fyrir réttinn. Hinn 23. mars var dómur kveðinn upp. Meirihluti landsdóms, níu dómarar af 15, sak- felldi Geir H. Haarde fyrir eitt ákæruatriði en sýknaði hann af þrem- ur. Var honum ekki gerð refsing. Sex dómarar vildu sýkna hann af öllum ákæruliðunum. Ríkið sýknað í Strassborg  Mannréttindadómstóll Evrópu telur að íslenska ríkið hafi ekki brotið gegn Geir H. Haarde þegar hann var dreginn fyrir Landsdóm  Einn dómari skilaði sératkvæði varðandi 7. grein sáttmálans Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Málalyktir Geir H. Haarde yfirgefur Landsdóm árið 2012. Í baksýn eru saksóknararnir Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að íslenska ríkið hefði ekki brotið gegn Geir. Landsdómsmálið » Sjö ár eru liðin frá því ákveð- ið var að höfða mál gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. » Fimm ár eru liðin frá því Landsdómur kvað upp dóm yfir Geir. » Landsdómsmálið kostaði skattborgara yfir 187 milljónir króna. » Fjögur ár eru liðin síðan MDE ákvað að taka málið fyrir. „Í mínum huga hefur Geir Haarde ekki tapað í þessu máli. Við sem hófum þetta mál töpuðum því hins vegar frá fyrsta degi, einfaldlega með því að krefjast fangelsis- dóms yfir manni fyrir að framfylgja pólitískri sannfær- ingu sinni,“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir Vinstri-græna. „Dapurlegt þykir mér vera hlutskipti Mannréttinda- dómstólsins í Strassborg og hann setja mjög niður með þessum úrskurði sínum um að pólitísk réttarhöld hafi verið í góðu lagi. Nánast hlægilegt er að lesa það í dóms- orðinu að atkvæðagreiðslan á Alþingi um að stefna Geir fyrir Landsdóm hafi ekki verið pólitísk! Hér þykist ég geta talað sem vitni. Auðvitað var atkvæðagreiðslan það og réttarhöldin í framhaldinu því pólitísk.“ Ögmundur Jónasson Dómstóllinn setur niður með úrskurðinum „Mér finnst skautað dálítið létt framhjá pólitíkinni sem bjó að baki þeirri niðurstöðu naums meirihluta á Alþingi að ákæra Geir á sínum tíma. Ég hefði talið að dómstóll- inn gæfi þeim þætti málsins meiri gaum,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Auðvitað ber á það að líta að MDE hefur í megin- atriðum það hlutverk í þessu máli að skoða hvort máls- meðferðin fyrir landsdómi hafi verið innan þeirra marka sem Mannréttindasáttmálinn kveður á um. Staðreyndin er sú að í málsmeðferð landsdóms var tveimur ákæru- atriðum gegn Geir vísað frá og sýknað í þremur öðrum og það atriði sem á endanum var sakfellt fyrir var í sjálfu sér það veigaminnsta. Það er ekki óhugsandi að þessar staðreyndir hafi haft áhrif á það hvernig MDE afgreiðir málið af sinni hálfu.“ Skautað framhjá pólitíkinni sem bjó að baki Birgir Ármannsson „Þrátt fyrir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niður- stöðu að lögin um landsdóm standist Mannréttinda- sáttmálann breytir það ekki þeirri niðurstöðu sem ég held að flestir séu sammála um, að atkvæðagreiðslan á Alþingi var pólitísk,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrver- andi forsætisráðherra. „Eftir stendur að Geir vitaskuld vann landsdómsmálið í öllum höfuðatriðum en aðferðin í þinginu við að ákveða hverjir yrðu ákærðir og hverjir ekki segir allt um það að þetta var hugsað sem pólitísk aðför. Ég bara minni á í því sambandi að þáverandi fjármálaráðherra, Stein- grímur J. Sigfússon, sagði eftir atkvæðagreiðsluna að bakari hefði verið hengdur fyrir smið. Sterkari játningu á því að þetta var pólitík er í rauninni ekki hægt að draga fram.“ Var hugsað sem „pólitísk aðför“ Þorsteinn Pálsson „Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Það má segja að ástæðan sé sú að umfang málsins fyrir Mannréttinda- dómstólnum er miklu minna en lagt var upp með í kær- unni,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. „Dómurinn gerir ráð fyrir því að Geir sé ekki þolandi mögulegs brots á ákvæðum mannréttindasáttmálans nema varðandi ákæruliðinn sem lýtur að því að hann hafi ekki haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg málefni. Það gerir það að verkum að að svo miklu leyti sem það kunna að hafa verið brotin á honum einhver réttindi, þá sérstaklega samkvæmt 6. grein sáttmálans um réttláta málsmeðferð, þá skipti það ekki máli hvað varðar aðra ákæruliði sem ann- aðhvort var vísað frá eða hann sýknaður,“ segir Davíð Þór. Niðurstaðan kemur ekki á óvart Davíð Þór Björgvinsson Geir H. Haarde sendi í gær frá sér yfirlýsingu um niðurstöðu Mann- réttindadómstóls Evrópu þar sem hann reifar málið. „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdóms- málið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá Mannréttindadómstólnum hvort Al- þingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn mann- réttindasáttmálanum. Einkum taldi ég mikilvægt að láta reyna á hvort það stæðist nútímakröfur um réttar- far að þingmenn færu með ákæru- vald og að meiri- hluti dómara væri kosinn pólitískri kosningu. Mannréttinda- dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ís- lenska ríkið hefði ekki gerst brot- legt við ákvæði í Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Ég virði þá niður- stöðu,“ segir Geir sem kveðst inni- lega vona að íslenskir stjórnmálamenn feti aldrei þann veg aftur að efna til refsimáls á flokks- pólitískum forsendum. „Ákæran á hendur mér var vissu- lega áfall á sínum tíma. Ýmsir þeirra sem að ákærunni stóðu hafa hins vegar ýmist opinberlega eða í einka- samtölum lýst eftirsjá yfir þátttöku sinni í þeim pólitíska leik eða beðist afsökunar. Mér þykir vænt um þau viðbrögð. Ég er sömuleiðis þakklát- ur þeim fjölmörgu sem hafa lagt mér lið í þessu máli undanfarin sjö ár. Stuðningur þeirra hefur verið mér og fjölskyldu minni ómetanlegur.“ „Í stjórnmálum eiga menn að gera út um ágreining á hinum pólitíska vettvangi, á þingi og í kosningum. Um það ályktaði þing Evrópuráðsins sérstaklega vorið 2013 og vísaði m.a. til landsdómsmálsins. Vonandi getur náðst víðtæk samstaða á Íslandi um þetta grundvallaratriði.“ Vann málið efnislega  Geir H. Haarde kveðst virða niðurstöðu Mannréttinda- dómstólsins  Þakkar fyrir stuðning sem hann hefur fengið Geir H. Haarde Dómur Mannréttindadómstólsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.