Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Einfaldlega hollt og gott snakk 24. nóvember 2017Gengi Kaup Sala Mið Dollari 103.31 103.81 103.56 Sterlingspund 136.85 137.51 137.18 Kanadadalur 80.87 81.35 81.11 Dönsk króna 16.306 16.402 16.354 Norsk króna 12.587 12.661 12.624 Sænsk króna 12.277 12.349 12.313 Svissn. franki 104.37 104.95 104.66 Japanskt jen 0.9214 0.9268 0.9241 SDR 145.67 146.53 146.1 Evra 121.36 122.04 121.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.0715 Hrávöruverð Gull 1283.95 ($/únsa) Ál 2084.5 ($/tonn) LME Hráolía 62.78 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eins og ViðskiptaMogginn greindi frá í gær þá mun nýtt evrópskt regluverk um markaði fyrir fjár- málagerninga, MiFID 2, (e. Markets in Fin- ancial Instru- ments Directive) taka gildi í lönd- um Evrópusam- bandsins 3. jan- úar næstkomandi eftir sex ára und- irbúning. Hér á landi er þó ekki von á löggjöf um málið fyrir en vor- ið 2019, en um haustið það ár er stefnt að gildistöku reglnanna. Skýrsluskil og gegnsæi Margrét Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri eignastýringar Arion banka, segir að þó að enn sé nokkuð í að reglurnar taki gildi hér á landi, þá sé bankanum, eins og öðrum fjármálafyrirtækjum, skylt, sam- kvæmt fyrirmælum Fjármálaeftir- litsins, að taka hluta af reglugerð- inni í gildi strax 3. janúar nk. „Þessar reglur varða skýrsluskil til eftirlitsaðila og snúa að gegnsæi í viðskiptum með fjármálagerninga,“ segir Margrét í samtali við Morg- unblaðið. Meðal þeirra upplýsinga sem gerð verður krafa um nú eru upp- lýsingar um mótaðila í viðskiptun- um, hverjir eigi viðskiptin og frá hvaða landi aðilar í viðskiptum eru. „Það er sem sagt verið að óska eftir mun meiri upplýsingum um hver og ein viðskipti til að bæta hegðun á markaði og auka rekjanleika.“ Hún segir að meðal þess sem breytist sé að tekið verði í gagnið einkvæmt númer fyrir alla fjárfesta sem séu lögaðilar, en númerið verð- ur samræmt um alla Evrópu. „Þannig verður auðveldara að rekja viðskipti á milli landa. Þetta er nokkuð sem almenningur verður samt lítið var við.“ Mikill undirbúningur Margrét segir að mikil undirbún- ingsvinna hafi nú þegar farið fram innan Arion banka. „Við erum búin að kortleggja hvaða áhrif þetta hef- ur, og hvaða kröfur eru gerðar á okkur og viðskiptavini okkar. Við viljum líta jákvætt á þetta, og leggj- um áherslu á að skoða hvernig þetta aukna regluverk geti bætt þjón- ustuna við viðskiptavinina, og hvernig hægt sé að hjálpa þeim að taka enn betri ákvarðanir varðandi fjárfestingar í verðbréfum.“ Spurð að því hvort reglurnar hafi ekki í för með sér aukinn kostnað fyrir bankann, segir Margrét að það sé fyrirséð, enda séu kröfurnar sem þurfi að uppfylla ekkert minni hér á landi en erlendis á stærri mörkuð- um. „Við reynum að gera þetta eins hagkvæmt og við getum. Almennt er talið að þetta sé með mestu breytingum í löggjöf á evrópskum verðbréfamarkaði í 20 ár. Jafnvel lengur.“ Greint á síðustu tveimur árum Í svari Landsbankans við spurn- ingunni um hvernig bankinn hefði hagað sínum undirbúningi fyrir inn- leiðingu nýja regluverksins, segir að bankinn hafi á undanförnum tveim- ur árum unnið að greiningu á vænt- anlegum áhrifum nýja MiFID II regluverksins á þjónustu og starf- semi bankans á sviði verðbréfavið- skipta. „Í þeirri vinnu hefur meg- ináhersla verið lögð á auknar kröfur um fjárfestavernd, þ.m.t. flokkun viðskiptavina, hæfismat, upplýs- ingagjöf til viðskiptavina og afurða- stjórnun. Þá hefur verið lagt mat á áhrif nýju reglnanna á skipulags- kröfur, gagnsæi og markaðsinn- viði,“ segir í svari bankans. Þá segir að ekki liggi fyrir hve- nær eða hvernig nýju reglurnar muni verða innleiddar í íslensk lög. „Því er ljóst að innleiðing nýju reglnanna hér á landi mun eiga sér stað síðar en í flestum öðrum EES- ríkjum.“ Fjármálafyrirtæki þurfa að upplýsa mun meira Morgunblaðið/Árni Sæberg Gegnsæi Krafist verður m.a. upplýsinga um mótaðila í viðskiptum.  Evrópskt fjármálaregluverk tekur gildi um áramót  Undirbúningur hafinn MiFID 1 » Fyrsta kynslóð MiFID tók gildi árið 2007 í Evrópusam- bandinu og var MiFID I tilskip- unin ásamt undirgerðum inn- leidd í íslenskan rétt sama ár. Margrét Sveinsdóttir STUTT ● Flugfélagið Primera Air, sem er í eigu Andra Más Ingólfssonar, hyggst hefja dag- legt flug frá Birm- ingham og London til þriggja áfanga- staða á Spáni í vor. Þeir eru Mallorca, Alicante og Malaga. Áður hafði verið til- kynnt að Primera Air mundi hefja flug til New York og Boston frá nýjum bæki- stöðvum sínum í Birmingham, London og París frá byrjun apríl 2018, að því fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Primera Air er áætlunarflugfélag sem flýgur til yfir 70 flugvalla í Evrópu. Félagið, sem er þekkt á sviði orlofsferða á Norðurlöndunum, er með höfuð- stöðvar í Danmörku og Lettlandi og er hluti af Primera Travel Group. helgivifill@mbl.is Primera flýgur daglega til Spánar frá Bretlandi Andri Már Ingólfsson ● Guðmundur Magnason, fram- kvæmdastjóri netverslunarinnar Heim- kaupa, lofar Íslandsmeti í vefverslun á mánudaginn kemur en þá er svokall- aður „Cyber Monday“. Heimkaup.is eru komin í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasamband- inu, sem fær betra innkaupsverð hjá öll- um stærstu framleiðendum raftækja í heiminum, eins og segir í tilkynningu. Guðmundur segir í samtali við Morgun- blaðið að samstarfið auki samkeppni á íslenskum raftækjamarkaði og lækki vöruverð. „Fyrstu gámarnir eru komnir til landsins og svo halda þeir áfram að streyma. Við stefnum að því að vera með á annað þúsund vörunúmer á lag- er og bjóðum fría heimsendingu á öllum pöntunum yfir 4.000 krónum, beint heim að dyrum að kvöldi.“ tobj@mbl.is Lofar Íslandsmeti í vefverslun á mánudaginn Minnihluti íbúða, sem leigðar eru út á Airbnb lengur en í 90 daga eða fyrir meira en tvær milljónir króna á þessu ári, er með tilskilin leyfi og skráningu í samræmi við lög og regl- ur. Þetta kemur fram í greiningu hagdeildar Íbúðalánasjóðs. Þar segir að minnst 1.400 Airbnb-íbúðir séu rangt skráðar. Fasteignagjöld vegna atvinnu- húsnæðis eru mun hærri en fast- eignagjöld af íbúðarhúsnæði í flest- um sveitarfélögum. „Í Reykjavík gætu tapaðar tekjur numið hátt í milljarði króna á þessu ári ef miðað við meðalfasteignamat,“ segir í greiningunni. Helga Árnadóttir, framkvæmd- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir við Morgunblaðið að ef nýting- artölur Airbnb séu skoðaðar komi í ljós að tekjurnar nemi um 16,7 millj- örðum það sem af sé ári. „Erfitt að átta sig á hvað þessi tala þýðir í sam- hengi hlutanna, meirihluti þeirra sem leigja út hefur ekki skráð sig og skilar því væntanlega hvorki skött- um né skyldum. Hér er ég að tala um virðisaukaskatt af tekjum, gistinátta- skatt, launakostnað sem ekki er gerð grein fyrir, tryggingargjald og stað- greiðsla. Svo má heldur ekki gleyma ógreiddum iðgjöldum í lífeyrissjóði,“ segir hún. helgivifill@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Airbnb Fjöldi íbúða er rangt skráður. Reykjavík verður af milljarði  Tekjur af Airbnb nema 17 milljörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.