Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 69
fullkomin. Með henni fór ég til Helsingör í lýðháskólanám um miðja síðustu öld. Við fengum vinnu við skólann sumarið eftir, ferðuðumst svo til Englands þar sem við unnum á daginn í drengjaskóla en stunduðum enskunám á kvöldin auk þess sem Sigrún nam hraðritun. Því- líkt afrek sem mér þótti það árið 1957. Síðar bjuggum við saman á Ægisíðunni eða þar til við fund- um báðar ástina. Minningarnar hrannast upp við þessi skrif. Allar góðar. Í ágúst fórum við saman til Kaupmannahafnar. Við gengum um gamlar slóðir, borðuðum góð- an mat og vín, hlógum, grétum og hrutum saman. Yndislegir fimm dagar sem ég mun aldrei gleyma. Já, minningarnar hrannast svo sannarlega upp. Allar góðar og aldrei féll skuggi á okkar vináttu. Með þakklæti og trega kveð ég mína kæru vinkonu. Bylgja Tryggvadóttir. Nú er skarð fyrir skildi, góða vinkona okkar, Sigrún, er fallin frá. Sigrún var virkur þátttak- andi bæði í Kvennaframboðinu og í Kvennalistanum frá upphafi, skipaði sæti á framboðslistum beggja og veitti þar drjúgt lið- sinni. Hæglát, yfirveguð, með hlýja og ljúfa nærveru, góða kímni- gáfu. Var ávallt reiðubúin að taka þátt, leggja hönd á plóg, vera með, styðja. Lét aldrei sitt eftir liggja. Hafði ákveðnar skoðanir, fylgdi þeim eftir af festu og sam- kvæmt eigin gildismati. Sigrún var hávaxin og glæsileg kona, fal- lega búin, tíguleg og flest klæddi hana. Hún var vinur vina sinna og fjölskylduböndin voru traust og náin, þau bjuggu öll í sama hús- inu, hún og Jónas og Silla dóttir þeirra og fjölskylda hennar, og deildu húsnæðinu. Sigrún var fáguð og listræn, heimilið smekk- legt og hlýlegt og það var ævin- lega gefandi og notalegt að heim- sækja hana. Ekki síður var það tilhlökkunarefni að fá boð í árlega kampavínsveislu þeirra mæðgna, Sigrúnar og Sillu, á Kambs- veginum, en þangað voru vinkon- ur þeirra boðnar og komu með kampavínið, en mæðgurnar sáu um girnilegar og óviðjafnanlegar veitingar. Þar var alltaf ríkuleg gleði og kátína. Sigrún hafði ánægju af því að ferðast og fór oft á framandi slóðir, t.d. til Austur- landa nær. Eftir að veikindi hennar komu í ljós hafa þær mæðgur og Torfi, tengdasonur hennar, ferðast víða og notið þess að eiga góðar og gjöfular stundir saman, allt fram til hins síðasta. Fjölskyldan og vinir hafa stað- ið eins og skjólgarður um Sig- rúnu í veikindum hennar. Við höfum hist, nokkrar kvennalista- konur, reglulega í föstudagshá- degi í tæplega þrjátíu ár, síðustu tuttugu árin á Jómfrúnni. Þar höfum við rætt málefni líðandi stundar og ofið saman vináttu- tengsl. Við höfum farið reglulega í stuttar ferðir á sumrin og haldið árleg jólaboð þar sem fleiri kvennalistakonur komu, og seinni árin á heimilum hver ann- arrar. Sigrún var ein í þessum hópi, ómissandi, traust og góð vinkona og um síðustu jól var henni mikið í mun að bjóða okkur heim til sín um jólin. Og í síðasta sinn er við heimsóttum hana sagðist hún endilega ætla að mæta á Jóm- frúna næsta föstudag. Af því varð auðvitað ekki og við söknum Sig- rúnar sárt, að henni er mikil eft- irsjá, en mestur er missir Sillu, Torfa og fjölskyldu þeirra, systk- ina hennar og annarra ástvina. Við vottum þeim innilega samúð. Blessuð sé minning Sigrúnar Sig- urðardóttur. Danfríður Skarphéðinsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir. Hún er létt á fæti á göngu í kyrrðinni í kringum Skálholts- búðir. Með stelpulegt fasið og vakandi vitund. Fagnandi vitund, á kannski vel við. Hún varðveitir og nærir forvitni barnshugans og gleðst yfir smæstu undrum lífs- ins. Af henni drýpur djúpstæð viska þess sem gengið hefur lífs- ins veg með opið hjarta. Við hin, sem göngum við hlið hennar í Skálholti, meðfram Þingvalla- vatni í sumarkyrrðinni og yfir grasi grónar hæðirnar við Gaia- house í Englandi, njótum nánd- arinnar. Hún er með opinn faðm- inn fyrir ævintýrum lífsins. Draumurinn er að fara í hug- leiðslu- og bogaferð til Indlands þegar hún verður áttræð. Við hin gerum draum hennar að draumi okkar allra. Að sjálfsögðu verður þetta hópferð. Það vill enginn missa af þessum leiðangri. Ald- urslaus og drífandi. Tilhugsunin sameinar okkur í tilhlökkuninni. Og í einlægri væntumþykjunni. Við höfum dvalið langtímum saman í þögninni þar sem orðin hljóðna og rödd viskunnar, innsæið, fær áheyrn. Sigrún nýt- ur þess að hlusta. Nýtur upplif- unarinnar. Hvort sem hún er úti í náttúrunni, á kyrrðarvökum, í leikhúsinu eða í óperunni. Hún smitar okkur hin með leiftrandi frásögnum af eftirminnilegum sýningum þegar kyrrðin er rofin og við sameinumst í hlátri og sög- um og hugleiðingum um lífið og tilveruna við drekkhlaðin matar- borðin. Og orðin og hláturinn óma þangað til við sameinumst aftur í þögninni á hugleiðslupúð- anum sem er aldrei langt undan, svartur og hlýr. Hún leggur metnað og ást í saumaskapinn þegar kyrrðarvökurnar fara stækkandi og fjölga þarf púðun- um. Kyrrðinni fylgir ekki bara hlátur. Henni fylgja líka tár og traust og djúpstæð vinátta. Heimili Sigrúnar er okkur opið eins og hlýr faðmur. Þar setjumst við síðast á púðana aðeins nokkr- um dögum fyrir andlát hennar þar sem við eigum ógleymanlegt kvöld. Fallega viðarklukkan á veggnum slær lokatóninn í okkar síðustu hugleiðslu. Eftir stendur djúpstætt þakklætið. Þakklæti fyrir kærleiksríka vináttu og hlý samúð með öllum ástvinum okkar kæru vinkonu, Sigrúnar Sigurð- ardóttur. Namaste, Dharmavinirnir; Andrea, Ásta, Hafdís, Hrefna, Ingibjörg, Ragnar, Steinunn og Þórunn. Hún Sigrún var yndisleg, hlý og gefandi. Tignarleg. Til í að prófa nýja hluti. Þegar undirrituð lýsti yfir vilja til að fara á reiki- námskeið í byrjun árs 2012 sagði hún strax: „Mig langar að fara með þér.“ Og við fórum þrjár jóg- ínur, þær á áttræðisaldri, ég að- eins yngri. Urðum reikisystur. Svona var hún Sigrún, óhrædd við að kynna sér nýja hluti. Hennar verður sárt saknað af morgunjógum sem faðma saman lífið í morgunsárið og kryfja á eftir tilveruna yfir góðum kaffi- bolla. Hvíl í friði, elsku Sigrún. Inni- legar samúðarkveðjur, elsku Silla, Torfi, börn og barnabörn. Kveðja frá morgunjógum í Yogavin; Vilborg, Sólveig, Halla Mar- grét, Brynhildur, Anna, Kristín, Agnes, Guðrún (Gigga), Sirrý (Sigríður), Ósk, Sólrún. Elskuleg vinkona okkar kvaddi þennan heim 14. nóvem- ber sl. eftir stutta en erfiða sjúkralegu. Leiðir okkar vin- kvennanna lágu saman í Sam- vinnuskólanum árin 1954-55 og hafði vinskapurinn því varað í 63 ár. Árgangur okkar var nokkuð sérstakur þar sem þetta var síð- asti veturinn sem skólinn starfaði í Reykjavík og síðasti árgangur- inn sem Jónas frá Hriflu útskrif- aði, sá merki og umdeildi maður sem boðaði samvinnuhreyf- inguna af miklum móð. Ef til vill hafa hans áhrif eitthvað haft með það að gera að ellefu stúlkur úr hópnum stofnuðu saumaklúbbinn okkar góða sem hefur upplifað og framkvæmt svo margt saman gegnum árin. Framan af voru það fjöl- skylduveislurnar þar sem við studdum hver aðra og hjálpuð- umst að, síðar þegar börnin uxu úr grasi tóku ferðalögin við inn- anlands sem utan og er ómetan- legt að eiga þessar dýrmætu minningar að ylja sér við nú þeg- ar árin færast yfir og um hægist. Sigrún vinkona okkar var oftar en ekki forsprakki og aðaldrif- fjöðrin í mörgum okkar ferðum og uppátækjum, í hennar huga var allt hægt, við hefðum varla upplifað öll þessi ævintýri ef hennar hefði ekki notið við. Núna er stórt skarð höggvið í okkar góða hóp og við aðeins fimm eftir af upprunalega hópn- um, misvel á okkur komnar og því ekki að búast við neinum æv- intýraferðum lengur, ekki síst þar sem Sigrún er ekki lengur með okkur til skrafs og ráða- gerða. Far þú í friði kæra vin- kona, við söknum þín óendanlega mikið. Elsku Silla og fjölskylda, við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Saumaklúbburinn, Gígja Árnadóttir. Leiðir okkar Sigrúnar lágu saman í faðmi fjölskyldu, fjalla og vina. Við kynntumst vel í öræfa- kyrrðinni og iðkuðum saman jóga og hugleiðslu. Sigrún var þaulreynd á fjöllum og unun að vera með henni á há- lendinu. Hún fór höfðingleg til fjalla með silkiklút og tauhanska. Hún var líka aldurslaus garpur með „allt á bakinu“. Við gengum saman um undraveröld Jöklu og Kringilsárrana. Ferðin átti rætur að rekja í baráttunni fyrir vernd- un miðhálendisins og Sigrún stóð þögul mótmæli við Kárahnjúka- virkjun með reisn. Þetta var upp- hafið að seinna göngutímabili Sigrúnar. Hún hélt að öræfaferð- irnar yrðu ekki fleiri þar sem allir gömlu göngufélagarnir voru hættir að fara á fjöll. En þarna hófst nýtt tímabil með dýrmæt- um minningum. Það var gaman að ganga með Sigrúnu um víð- ernin, hlýtt bros, hlátur, blik í auga. Við gengum fáfarna leið úr Grágæsadal í Kverkárnes um Brúarjökul í Kverkfjöll. Að kveldi dags fallegar tjaldbúðir. Sigrún svo natin og vandvirk, á meðan við stelpurnar fórum í heitt hverabað tók hún til í tjald- inu og raðaði öllu fjalladótinu snyrtilega upp og gerði huggu- legt. Nokkrum árum síðar í Langasjósferð sagði Sigrún við Hörpu: „Ég ætla að sleppa Sveinstindi og fara nakin í fjalla- bað, ég hef aldrei gert það.“ Svo sá Brynhildur fjallakokkur Sig- rúnu dýfa sér fimlega í Langasjó. Svona var Sigrún sífellt að prófa eitthvað nýtt, láta draumana ræt- ast, skapa falleg augnablik. Fyrir sjö árum mætti hún á fyrstu kyrrðarvökuna. Við fund- um djúpa vináttu í kyrrðinni. Sig- rún var í kjölfarið stofnfélagi í Félagi um vipassana-hugleiðslu og sat í stjórn félagsins frá upp- hafi. Við dharma-vinirnir höfum oft hlegið að dásamlegri hug- leiðsluferð til Gaia House þar sem okkur tókst að tala svo mikið saman þrátt fyrir viku í þögn. Það var hlegið og talað innilega og viðstöðulaust alla leiðina með lest til flugvallarins. Okkur fannst lestarferðin tímalaus eins og Indlandsferð. Sigrúnu langaði að halda upp á áttræðisafmælið á Indlandi og við vorum til í það. Það munaði litlu. Hún sagði okk- ur hvernig gönguferðir hennar á árunum áður voru í raun hennar hugleiðsla. Hún naut þess að iðka jóga og hugleiðslu. Í síðasta jóga- tímanum hennar, fyrir rúmum mánuði, sá ég morgunsólina skína inn um gluggann á friðsælt og kærleiksríkt andlitið þar sem hún lá í slökun. Yndislegt augna- blik. Svo var farið í morgunkaffi á Kaffi Mos, þar sem morgunjógar taka seinni hálfleik yfir cappucc- ino og croissant. Dharma-vinurinn góði er dá- inn. Vinkona mín í kyrrðinni, sú sem þekkti öræfafaðminn svo vel, sú sem gaf fallegt bros og hlýja hlustun. Dáin. Allt sem fæðist deyr, allt sem birtist hverfur. Við sátum með því. Og líka því sem ekki fæðist og ekki deyr. Við hlustuðum á það. Það sem er. Þetta undursamlega sem við finnum fyrir í nálægð þeirra sem við elskum. Fuglarnir eru horfnir inn í himininn, og núna gufar síðasta skýið upp. Við sitjum saman fjallið og ég þangað til aðeins fjallið er. (Li Po) Ástarþakkir fyrir samveruna, dýpsta samúð til ykkar elsku vin- ir Silla, Torfi, Freyr, Sigrún, Solla og fjölskylda. Ásta Arnardóttir. þefinn af fullorðinslífi sem var allt öðruvísi en það sem ég þekkti á Íslandi og úr sjónvarpinu. Ég á Kötu minni það að þakka að sjón- deildarhringur æskuáranna víkk- aði svo um munaði. Farvel, elsku frænka. Linda Vilhjálmsdóttir. Katrín Þorvaldsdóttir er fallin frá eftir snarpa sjúkdómsbaráttu. Katrín tók virkan þátt í starfi Við- reisnar frá upphafi og lagði þar drjúgan skerf til mála. Hún sat í efnahagsnefnd flokksins og þar kom þekking hennar á viðskiptalífinu og sér í lagi alþjóðaviðskiptum sér vel. Eins og oft er um þá sem velja orð sín vandlega var hlustað á röksemdir Katrínar og þær höfðu mikið vægi. Hún var einlægur Evrópusinni og áttaði sig vel á því hve mik- ilvæg frjáls viðskipti eru fyrir vel- ferð almennings. Dekur við sérhagsmuni var eit- ur í hennar beinum og hún lagði mikla áherslu á að sömu reglur yrðu að gilda um alla og að þær reglur væru sanngjarnar. Þó að Katrín væri ekki mikið fyrir að trana sér fram var hún viljug að taka að sér verkefni og tók virkan þátt í stofnun Viðreisn- arfélags í Hafnarfirði og sat þar í stofnstjórn. Við sem kynntumst störfum Katrínar minnumst hennar með hlýhug og virðingu. Það er skarð fyrir skildi, en við erum ríkari en ella að hafa kynnst þessari mann- kostakonu. Ættingjum Katrínar og vinum sendi ég samúðarkveðjur fyrir mína hönd og annarra félaga í Viðreisn. Benedikt Jóhannesson. Fyrir ungan, frjálslyndan og alþjóðasinnaðan flokk eins og Við- reisn er þýðingarmikið að hafa innan sinna raða kraftmikið hug- sjónafólk sem reiðbúið er að tala í þágu hugsjóna en ekki síður að halda forystu flokks við efnið. Þannig var Katrín Þorvaldsdóttir. Hún var boðin og búin að sinna flokksstarfi og gerði það af mikilli alúð, allt í þágu heildarhagsmuna og þeirra hugsjóna sem henni voru kærar. Katrín Þorvaldsdóttir var öfl- ugur liðsmaður í grasrót Viðreisn- ar. Mætti vel og glaðsinna á alla fundi; vinnustofur, opna fundi og málefnanefndarfundi og tók virk- an þátt í umræðum flokksmanna á samfélagsmiðlum. Hún var áhugasöm um neytendamál og beitti sér fyrir því að þeim yrði betur sinnt innan flokksins. Katr- ín kom að stofnun fyrsta bæjar- málafélags flokksins, í Hafnar- firði, þrátt fyrir erfið veikindi. Var einstakt að hitta hana á stofn- fundinum fyrir nokkrum vikum þar sem hún mætti galvösk til að styðja við flokksstarfið. „En ekki hvað?“ eins og hún orðaði þetta sjálf. Hún hafði alltaf gaman af því að ræða pólitík, samfélag og Við- reisn. Það eru forréttindi að hafa kynnst Katrínu og baráttuanda hennar á öllum sviðum. Hennar verður sárt saknað úr starfi Við- reisnar. Það er af miklu þakklæti sem ég kveð Katrínu um leið og ég votta aðstandendum hennar sam- úð mína. Megi hið eilífa ljós fylgja Katrínu Þorvaldsdóttur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Við Kata höfum verið vinkonur alla tíð síðan við vorum litlar, við bjuggum í sömu götu, Holtagerð- inu í Kópavogi, gengum í Kárs- nesskóla og sátum meira að segja saman eitt árið. Forlögin höguðu því þannig að við fylgdumst að allt frá æskuárunum í Kópavogi og þessi vinátta var mér afskaplega dýrmæt. Ég man að á grunnskólaárun- um var Kata strax orðin alæta á tónlist og hlustaði á Radio Lux- embourg og kanaútvarpið og lagði sig þá þegar mjög eftir enskunni á þessum táningsárum okkar. Við Kata héldum báðar til Aix strax að loknu stúdentsprófi, bjuggum í Provence um árabil og nutum þeirra forréttinda að eign- ast hlutdeild í annarri menningu og annarri vídd. Við drukkum í okkur þessa Miðjarðarhafsmenn- ingu og nutum augnablikanna. Hún elskaði lífið, var mjög fróð- leiksfús, sogaði í sig menningu ólíkra svæða. Hún ferðaðist til fjarlægra landa, Túnis, Gvatemala, Mexíkó, Marokkó og Balí. Eitt af því síð- asta sem við ræddum var einmitt að hún ætlaði að eyða tímanum í að ferðast á nýjar slóðir. Vissu- lega er hún nú lögð af stað en kannski ekki þangað sem hana ór- aði fyrir. Kata hafði góðan og fágaðan smekk bæði á lífsins lystisemdum sem og á listinni, bókmenntum og tónlist. Hún las mikið, stundaði tón- leika og elskaði að fara út að borða. Hún elskaði góðan fransk- an mat. Hún var ansi fjölhæf og stofnaði sitt eigið fiskútflutnings- fyrirtæki, enda þekkti hún Frakk- landsmarkaðinn vel. Fyrir nokkrum árum ákváðum við nokkrar skólasysturnar úr Kársnesskóla að endurnýja tengslin og stofnuðum hópinn Holtagerðisstelpurnar. Við höfum haft það markmið að hittast einu sinni á ári og átt ógleymanlegar stundir. Augnablikin sem maður gefur sér með ástvinum sem eru manni dýrmætust. Kata var gjafmild og stóð með þeim sem minna máttu sín. Hún var líka bóngóð og gott var að bera undir hana álitamál því hún var mjög skörp og hlutlaus. Kata var traustur vinur vina sinna og veit ég ekki til þess að hún hafi nokkru sinni sagt eitthvað mis- jafnt um nokkurn mann. Kata var ákveðin og rökföst og hafði mikinn áhuga á pólitík, sem var hennar lífsins elexír; þó að við værum ekki alltaf sammála gat verið mjög skemmtilegt að ræða um pólitík við hana. Kata var mikil kattakona og sinnti köttum af einstakri alúð. Frá fyrstu tíð man ég hana með kött í fanginu eða sér við hlið, fyrst var það Nóra sem hún talaði við eins og jafningja. Það var henni mikið kappsmál að flytja Titta með sér heim frá Frakk- landi. Kata var hafsjór af fróðleik um líf, líðan og sálfræði katta. Ég man eftir nokkrum köttum í lífi hennar, Titta í Aix og svo Snjólfi og Dimmu. Á síðustu árum tók hún að sér sex ketti ásamt því að hugsa um alla heimsins ketti, hún sá um að fóðra og bjarga köttum og starf- aði af lífi og sál með samtökunum Villiköttum í Hafnarfirði. Kata mín var einstök vinkona sem ég er heppin að hafa verið samferða. Ég votta nánustu aðstandend- um samúð á þessari stundu, Ernu móður hennar, bræðrum Alla og Bjössa, og Ólínu mágkonu hennar sem hugsaði um hana í veikind- unum af einstakri natni og styrk. Petrína Rós Karlsdóttir. Það var handagangur í öskj- unni nú síðsumars og í haust þeg- ar þéttur hópur Viðreisnarfólks í Hafnarfirði kepptist við að koma bæjarmálafélaginu okkar á kopp- inn, nú fyrir alþingiskosningarn- ar. Þessi hópur hafði hist reglu- lega á kaffihúsum bæjarins til skrafs og ráðagerða. Katrín Þor- valdsdóttir var þar í hringiðunni að skipuleggja og leggja lóð á vog- arskálarnar. Katrín var stofn- félagi og átti sæti í fyrstu stjórn félagsins. Við minnumst hennar af hlý- hug. Katrín var hæverskur heimsborgari, glöggskyggn, með hjartað á réttum stað. Fyrir hönd okkar allra í Félagi Viðreisnar í Hafnarfirði vil ég þakka Katrínu fyrir samstarfið, hvatninguna og baráttuandann. Minningin um góðan félaga lifir. Fjölskyldu og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð blessa minn- ingu þína. Nú ertu ljúfan leidd á burtu frá mér í ljósið inn sem læknar öll þín mein og þrautir allar þungar færðar frá þér nú fagnar þú sem fagurt blóm á grein. (Erla Halls) Fyrir hönd Félags Viðreisnar í Hafnarfirði, Jón Ingi Hákonarson. Þá er vinkona mín hún Kata sofnuð svefninum langa allt of ung, eftir erfið veikindi. Mig langar að minnast æsku- vinkonu minnar úr Holtagerðinu með örfáum orðum. Það var gam- an að alast upp í Kópavoginum á sjötta og sjöunda áratugnum. Alltaf fullt af krökkum, enda mörg í hverju húsi og oft á tíðum mikið fjör. Kötu var samt alltaf mikið saknað þegar hún fór í Hólminn á sumrin. Kata var falleg bæði að utan sem innan, aldrei heyrði maður hana hallmæla einum né neinum. Hún var alltaf glöð, kát og já- kvæð, alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. Þegar komið var á táningsaldurinn fóru mörg trún- aðarsamtölin fram í stigagangin- um (fram á nótt) á nr. 56. Við höfðum báðar gaman af að hlusta á tónlist þess tíma, það mátti t.d. alls ekki missa af Lög- um unga fólksins, auk þess sem við hlustuðum á vínylinn tímunum saman. Tónabæjarferðirnar voru margar, einnig Karnabæjarferð- irnar. Um tvítugt skildu leiðir okkar að mestu er hún flutti til Frakk- lands,ég var hér heima í mínu, giftist svo og eignaðist mína fjöl- skyldu. Samt var það nú þannig að þó að langur tími liði á milli þess að við vinkonurnar hittumst var það alltaf eins og það hefði gerst í gær. Við tókum upp á því fyrir ein- hverjum árum að hittast nokkuð reglulega við Holtagerðisstelp- urnar (þær sem voru fæddar 5́5) og þá var nú oft glatt á hjalla, hlutirnir rifjaðir upp og mikið hlegið. Ég minnist Kötu minnar með virðingu og þökk. Ernu móður hennar, bræðrum og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína. Aðalbjörg Kristinsdóttir (Abba). MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.