Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Sjáðu betur í vetur Þú færð rúðuþurrkurnar og allar hinar vetrarvörurnar fyrir bílinn hjá Olís. Vinur við veginn 10% afsláttur af bílavörum til lykil- og korthafa Fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðs-ins, Andrés Magnússon, furðar sig á viðbrögðum sumra fjölmiðla og fjölmiðlamanna við birtingu Morgunblaðsins á endur- riti símtals þáverandi seðla- bankastjóra og forsætisráðherra haustið 2008.    Andrés nefnir aðmargir þeir sem hæst hafi kall- að eftir birtingu símtalsins á um- liðnum árum hafi umhverfst yfir því að það hafi verið birt. Hann minnir á að fjölmiðlar hafi árum saman freistað þess að fá símtal- ið í hendur, en án árangurs, en „loks þegar fjölmiðill birtir árans símtalið, þá er það ekki nógu gott. Eftir því sem næst verður komist stafar sú bræði af því að það hafi verið Morgunblaðið, þar sem Davíð Oddsson er ritstjóri, sem hafi birt símtalið.“    Andrés bendir á ýmislegtskrýtið sem hafi verið skrif- að og spurt um af þessu tilefni, en ekkert sé það þó „hjá leiðar- anum, sem Magnús Guðmundsson skrifaði í Fréttablaðið um málið. Hann taldi það fullkomlega hand- an hins boðlega að Morgunblaðið hefði birt endurritið, meðal ann- ars vegna þess hvað vefmiðillinn Kjarninn hefði sóst eftir frétt- inni, „jafnvel með því að stefna Seðlabankanum með tilheyrandi kostnaði“, eins og Magnús segir og bætir við: „Birting samtalsins nú veldur Kjarnanum fjárhags- tjóni …“ Þetta er mögulega kjánaleg- asta setning, sem birst hefur í forystugrein á Íslandi og er þá langt til jafnað.“    En þó að ekki sé langt liðiðfrá því að þessi furðusetn- ing var skrifuð í leiðara Frétta- blaðsins er ekki útilokað að hún hafi verið slegin út síðan á sama stað. Andrés Magnússon Furðuskrif STAKSTEINAR Veður víða um heim 23.11., kl. 18.00 Reykjavík -2 skýjað Bolungarvík -3 snjókoma Akureyri 0 snjókoma Nuuk 2 snjókoma Þórshöfn 3 léttskýjað Ósló 9 súld Kaupmannahöfn 9 súld Stokkhólmur 8 rigning Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 13 skýjað Brussel 11 skýjað Dublin 5 léttskýjað Glasgow 3 heiðskírt London 10 skýjað París 13 skúrir Amsterdam 9 heiðskírt Hamborg 12 skúrir Berlín 12 heiðskírt Vín 5 þoka Moskva -3 alskýjað Algarve 21 léttskýjað Madríd 16 heiðskírt Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 18 heiðskírt Róm 17 léttskýjað Aþena 14 heiðskírt Winnipeg -6 skýjað Montreal -4 alskýjað New York 3 heiðskírt Chicago 2 léttskýjað Orlando 22 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:26 16:04 ÍSAFJÖRÐUR 10:57 15:43 SIGLUFJÖRÐUR 10:40 15:25 DJÚPIVOGUR 10:02 15:27 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Með símalausum sunnudegi erum við að vekja athygli á því hversu stór hluti símarnir eru orðnir af lífi okkar. Við eyðum oft dýrmætum tíma fjöl- skyldunnar með símann á lofti,“ seg- ir Erna Reynisdóttir, framkvæmda- stjóri Barnaheilla, en samtökin hafa boðað til átaksins, Símalaus sunnu- dagur næstkomandi sunnudag. Erna segir símalausan föstudag hafa verið haldinn í Bretlandi af Safe the child- ren í fyrra og tekist vel. „Við ákváðum að einbeita okkur að símanum í þetta skipti og hvetja fólk til þess að setja símann ofan í skúffu frá því kl. 9.00 til 21.00. Við hvetjum fjölskyldur til þess að gera eitthvað skemmtilegt saman á sunnudaginn. Njóta samverustundanna og sleppa öllum myndatökum.“ Erna segist finna það að ungt fólk sé farið að velta of mikilli símanotk- un fyrir sér og margir orðnir hugsi yfir hversu mikið þeir nota símann. „Það er tækifæri til þess á sunnu- daginn að leggja frá sér símann í einn dag og sleppa því að kíkja á net- ið,“ segir Erna og bætir við að um kl. 14.00 í gær hafi 1.500 skráð sig í áskorunina á fésbókarsíðu Barna- heilla. Símalaus sunnudagur Barnaheilla  Síminn í skúffuna í 12 tíma  Dýr- mæt fjölskyldusamvera án myndatöku Getty Images Tímaþjófur Símanotkun getur haft áhrif á samskipti innan fjölskyldna. Óttarr Proppé heilbrigðis- ráðherra hefur skipað starfshóp um seinkun klukkunnar. Að því er segir í til- kynningu frá velferðarráðu- neytinu er hópn- um falið að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leið- rétta klukkuna til samræmis við gang sólar. Þá segir að miðað við sólargang og legu landsins sé klukkan á Íslandi of fljót. Á starfshópurinn að skila ráðherra niðurstöðum sínum fyrir 1. febr- úar 2018. Formaður hópsins er Ásthildur Knútsdóttir, sérfræð- ingur í velferðarráðuneytinu. Aðr- ir í hópnum eru Björg Þorleifs- dóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands, Erla Björns- dóttir sálfræðingur, stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri svefns, og Sveinbjörn Krist- jánsson, verkefnastjóri hjá Emb- ætti landlæknis. Árið 2015 var lögð fram tillaga til þingsályktun- ar um seinkun klukkunnar um eina klukkustund sem hlaut ekki efnislega umfjöllun. Óttarr Proppé Skoða seink- un klukku  Kanna ávinning fyrir lýðheilsuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.