Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 92
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 328. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR.
1. Kornið sem fyllti mælinn
2. Íslensk kona er ósátt eftir lýta …
3. Veittust að barni í bíl
4. Telur Geir í raun ekki hafa tapað
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sara Blandon heiðrar minningu
nokkurra af stærstu nöfnum djassins
sem hefðu orðið 100 ára í ár á tón-
leikum í Gerðubergi í dag kl. 12.15 og
á morgun í Spönginni kl. 13.15. Sara
fær til liðs við sig Andrés Þór á gítar
og Leif Gunnarsson á kontrabassa og
flytja þau lög eftir Ellu Fitzgerald,
Thelonius Monk, Dizzy Gillespie og
Tad Dameron. Aðgangur er ókeypis.
Fagna 100 ára afmæli
valinna djassstjarna
Sýning á mynd-
ljóðum Óskars
Árna Óskarssonar
verður opnuð í
Borgarbókasafn-
inu í Kringlunni í
dag kl. 16. Sýn-
ingin var upp-
haflega opnuð í
safninu í Grófinni
sl. haust og er haldin í tilefni af sér-
stakri hátíðarútgáfu ljóðasafnsins
Myndljóða sem kom út fyrr á árinu.
Sýningin stendur út desember.
Myndljóð Óskars
Árna í Kringlunni
Á laugardag Norðvestan 13-20 m/s og él NA-lands fram eftir
degi, hvassast á annesjum, en lægir síðan og rofar til.
Á sunnudag Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, en skamm-
vinn austanátt og dálítil snjókoma eða slydda SV-til um tíma.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur heldur úr vindi og ofankomu NV-til,
en hvessir fyrir austan, 20-28 m/s þar seinni partinn.
VEÐUR
Áður en Íslandsmót karla í
körfuknattleik hófst var
þremur liðum spáð hvað
bestu gengi og flestir voru á
því að KR, Tindastóll og
Grindavík væru þau lið sem
væru líklegust til að berjast
um þann stóra. Nú er rétt
rúmur þriðjungur deildar-
keppninnar að baki. Bene-
dikt Guðmundsson, sér-
fræðingur Morgunblaðsins,
fer yfir stöðu mála á Ís-
landsmóti karla. »2
Hafa spádómarnir
í körfunni ræst?
Undankeppni heimsmeistaramótsins
hefst í dag hjá karlalandsliðinu í
körfuknattleik þegar Ísland sækir
Tékkland heim klukkan
17. Fjögur lið eru í riðli
Íslands en það eru
Finnland og Búlg-
aría auk Tékk-
lands. Þrjú lið
komast áfram í
milliriðla sem hefj-
ast síðsumars
2018 eða eftir
tæpt ár. »4
Baráttan um sæti á HM
Kína er að hefjast
„Þetta er búið að vera ótrúlegt ár,“
segir Vésteinn Hafsteinsson sem í
fyrrakvöld var valinn frjálsíþrótta-
þjálfari ársins í Svíþjóð. Vésteinn,
sem þjálfað hefur fólk í kastgreinum
um langt skeið, segir árangur hins 25
ára gamla Svía Daniels Ståhls standa
upp úr hjá sínum lærlingum á árinu,
enda átti Ståhl níunda lengsta
kringlukast sögunnar. »1
Ótrúleg ár hjá þjálfara
ársins í Svíþjóð
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
flytur hljómsveitarverkið Sprett
eftir Tryggva M. Baldvinsson á tón-
leikum í Langholtskirkju í kvöld kl.
20. Þá leikur Geirþrúður Anna Guð-
mundsdóttir konsert fyrir
selló og hljómsveit í D-
dúr eftir Joseph Haydn
og sveitin Sinfóníu nr. 3
eða Rínarsinfóníuna
svokölluðu eftir Ro-
bert Schumann.
Stjórnandi er
Gunnsteinn
Ólafsson.
Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins á Sprett
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ég heillaðist af boðskapnum í lög-
um Leonards Cohens fyrir 10 árum.
Cohen dó fyrir ári og mér fannst til-
valið að heiðra tónlist hans og texta-
smíð í sérstakri Cohen-messu,“ seg-
ir Keith Reed, starfandi tónlistar-
stjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta
vor
Cohen-messan verður haldin í
Ástjarnarkirkju á Völlunum í Hafn-
arfirði á sunnudag kl. 17.
Til stóð að Keith og Greta Salóme
flyttu lög Cohens ásamt kór kirkj-
unnar og hljómsveit. Greta forfall-
aðist og mun Keith því syngja öll
lögin með kórnum. Lögin verða öll
sungin á ensku. Þorgils Hlynur Þor-
bergsson sá um að þýða túlkun
Keiths á textum Cohens og Arnar
Jónsson leikari mun sjá um að koma
þeim til skila á íslensku.
Endurspegla leit mannsins
„Lög Cohens og ljóð hafa haft
áhrif á líf mitt síðastliðin 10 ár. Það
er svo mikil andleg speki og dýpt í
textum hans. Þeir endurspegla leit
mannsins að ást í samböndum,“ seg-
ir Keith og bætir við að Cohen hafi
verið brotin persóna og hann túlki
sannleikann sem hann hafi upplifað.
„Það á vel við að spila tónlist
Cohens í kirkju því þangað kemur
fólk sem er að leita að dýpt og sann-
leika. Cohen samdi um togstreitu í
samböndum, leitina að sjálfum sér
og þörfina fyrir að verða heill. Hann
fjallaði líka um það
hversu mikilvægt
það væri að finna og
viðurkenna eigin
sök.“
Keith segir það
áhugavert og heillandi
að skoða texta Cohens
út frá guðsorði og eig-
in reynslu.
„Síðastliðin tíu ár
hef ég getað samsamað mig ljóðum
Cohens. Þau breyttust eftir því sem
hann varð eldri. Í ljóðum sínum var
hann að fást við lífið sjálft; samband
sitt við konur eða foreldra, fréttir
líðandi stundar og hvaða afstöðu
hann ætti að taka til samfélags-
mála,“ segir Keith og bætir við að
ljóð Cohens hafi hjálpað sér per-
sónulega að takast á við ýmsar
spurningar og skoða hvaða mann
hann sjálfur hefði að geyma.
Fyrir messu mun félag eldri borg-
ara í Ástjarnarkirkju, í samvinnu við
kór kirkjunnar, bjóða upp á vöfflur
og taka á móti frjálsum framlögum
til styrktar tónlistarsjóði Ástjarnar-
kirkju. Arnór Bjarki Blomsterberg
æskulýðsfulltrúi mun leiða Cohen-
messuna.
Textar Cohens henta kirkjum
Cohen-messa á
sunnudaginn í
Ástjarnarkirkju
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Cohen Keith Reed, kórstjóri í Ástjarnarkirkju, og Arnar Jónsson leikari undirbúa sig fyrir Cohen-messu í Ástjarn-
arkirkju þar sem kórinn ásamt Keith og hljómsveit flytur lög Cohens. Arnar kynnir innihald laganna í messunni.
Leonard Norman Cohen, söngv-
ari, lagahöfundur og skáld,
fæddist í Kanada 21. september
1934. Hann lést 82 ára
hinn 7. nóvember 2016 í
Kaliforníu.
Cohen var eitt þekkt-
asta skáld og tónlistar-
maður heims. Textar hans
þóttu djúpir líkt og rödd-
in. Cohen fjallaði meðal
annars um um trúmál,
stjórnmál og samskipti.
Cohen kom til Íslands og hélt
tónleika í Laugardalshöll árið
1988. Plötur hans urðu 14, þar
af voru þrjár gefnar út á síðustu
fjórum árum lífs hans. Platan
You Want it Darker kom út mán-
uði fyrir andlát hans. Cohen
samdi hið vinsæla lag Hallelujah
sem gefið var út 1984, hann
gerði 70 uppköst að texta lags-
ins og það tók hann þrjú ár að
klára lagið. Vinsælasta plata Co-
hens var I’m Your man.
Textar hans djúpir líkt og röddin
HVER VAR LEONARD COHEN?
Leonard Cohen