Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Bæjarráð Akranes hefur falið
menningar- og safnanefnd bæjar-
ins til úrvinnslu hugmyndir Gunn-
ars Sigurðssonar um það hvernig
bærinn geti minnst frumkvöðla
íþróttalífsins á Akranesi.
Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi
bæjarfulltrúi, var um áratuga
skeið í forystu fyrir knatt-
spyrnuhreyfinguna á Akranesi.
Hugmyndir sínar reifaði Gunnar á
vel heppnuðu og fjölsóttu málþingi
sem Knattspyrnufélag ÍA stóð fyr-
ir á dögunum um áhrif knatt-
spyrnunnar á Akranesi á bæinn.
Í ræðu sinni sagði Gunnar að
eftir að síðustu liðsmenn fyrsta Ís-
landsmeistaraliðs ÍA frá árinu
1951 féllu frá fyrr á þessu ári
væri ekki úr vegi að velta fyrir
sér hvaða áhrif þeir félagar höfðu
á mannlíf á Akranesi og raun um
allt land. „Eins og flestir vita varð
liðið það fyrsta utan höfuðborgar-
innar sem hampaði þessum eftir-
sótta titli og margir slíkir titlar
fylgdu í kjölfarið. Því voru þeir fé-
lagar með réttu nefndir Gullaldar-
lið ÍA. Árangur Ríkharðs Jóns-
sonar og félaga lyfti Grettistaki í
mannlífinu á Skaganum,“ sagði
Gunnar.
Hann sagði ennfremur að Gull-
aldarlið ÍA hefði ekki aðeins
markað djúp spor á Akranesi.
„Það sannaði fyrir íbúum lands-
byggðarinnar að samstaða í
smærri samfélögum getur skapað
stóra sigra. Æ síðan eiga ÍA og
Akranes stóran sess í hugum mjög
margra landsmanna.“
Tillögur Gunnars voru í þremur
liðum. Að komið verði upp brjóst-
mynd af Ríkharði Jónssyni á
íþróttasvæðinu á Akranesi. Að
komið verði upp mynd af Guð-
mundi Sveinbjörnssyni ásamt
æviágripi í hátíðarsal ÍA, en Guð-
mundur var helsti forystumaður
íþrótta á Akranesi upp úr miðri
síðustu öld. Og loks að endurnýjuð
verði myndasýning sem komið var
upp í Akraneshöllinni í tengslum
við Kynslóðaleikana 2008. Mynda-
sýningin verði unga fólkinu hvatn-
ing.
Gullaldarliðs Akurnesinga verði minnst
Ríkharður
Jónsson
Gunnar
Sigurðsson
Íslensk-danskur orðabókarsjóður og
Stofnun Árna Magnússonar hafa
undirritað samning um að Íslensk-
danskri orðabók
(Orðabók Sigfús-
ar Blöndals) verði
komið fyrir á
vefnum. Vinna
hefur staðið yfir
undanfarna mán-
uði við að koma
þessu mikla verki
í tölvutækt form,
og verður það
gert leitarbært á
sérstakri heimasíðu. Verkið verður
fjármagnað af orðabókarsjóðnum og
verða ráðnir stúdentar til starfsins,
að því er fram kemur í frétt á heima-
síðu Árnastofnunar.
Ráðgert er að opna orðabókina á
vordögum árið 2020, en þá verða
hundrað ár liðin frá því að fyrra
bindi hennar kom út. Á heimasíð-
unni verður m.a. hægt að leita eftir
uppflettiorðum, notkunardæmum og
skammstöfunum fyrir landshluta, og
verður þar jafnframt aðgangur að
greinum og myndefni um orðabók-
ina og ritstjórn hennar.
Í verkefnisstjórn fyrir hönd
Stofnunar Árna Magnússonar í ís-
lenskum fræðum eru Halldóra Jóns-
dóttir, Steinþór Steingrímsson og
Þórdís Úlfarsdóttir. Formaður Ís-
lensks-dansks orðabókarsjóðs er
Guðrún Kvaran. sisi@mbl.is
Orðabók
Blöndals
á vefinn
Sigfús Blöndal
Vegagerðin hefur samið við lægst-
bjóðanda, Þjótanda ehf. á Hellu, um
endurbætur á 4,2 kílómetra kafla á
Laugarvatnsvegi, frá Grafará að
Laugarvatni. Tilboð voru opnuð 24.
október s.l.
Þjótandi bauðst til að vinna verkið
fyrir 184 milljónir sem var lítillega
yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði
upp á tæpar 173 milljónir króna.
Alls bárust fjögur tilboð í verkið
og var það hæsta 225 milljónir
króna. Veturinn 2017-2018 skal
vinna við efnisútvegun og breikkun
vegarins. Eftir 15. apríl 2018 verður
núverandi slitlag fræst upp, vegur-
inn styrktur og lögð út klæðing.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar
en 15. september 2018.
sisi@mbl.is
Endurbætur
á Laugar-
vatnsvegi
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum
www.kia.com
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.
Fylgdu okkur á Facebook.
facebook.com/kiamotorsisland
Reynsluaktu Kia Niro PHEV með 58 km drægni
Kia Niro Hybrid með 300.000 kr. afslætti*
Kia Niro PHEV er aflmikill bíll með karakter jepplings, umhverfismildur og áreiðanlegur.
Hann leitast alltaf við að keyra á rafmagni, hefur 58 km drægni og eyðir því aðeins frá
1,3 l/100 km í blönduðum akstri. Kia Niro er dugmikill rafbíll á lækkuðu verði og honum
fylgir að sjálfsögðu hin einstaka 7 ára ábyrgð.
Komdu í Öskju og reynsluaktu Kia Niro PHEV.
3.890.777 kr.
Settu þig í samband
við sparnaðinn!
Kia Niro Hybrid, sjálfskiptur, á verði frá:
Verð áður 4.190.777 kr.
Vetrardekk fylgja öllum seldum bílum út desember
*Takmarkaður fjöldi