Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Bæjarráð Akranes hefur falið menningar- og safnanefnd bæjar- ins til úrvinnslu hugmyndir Gunn- ars Sigurðssonar um það hvernig bærinn geti minnst frumkvöðla íþróttalífsins á Akranesi. Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi, var um áratuga skeið í forystu fyrir knatt- spyrnuhreyfinguna á Akranesi. Hugmyndir sínar reifaði Gunnar á vel heppnuðu og fjölsóttu málþingi sem Knattspyrnufélag ÍA stóð fyr- ir á dögunum um áhrif knatt- spyrnunnar á Akranesi á bæinn. Í ræðu sinni sagði Gunnar að eftir að síðustu liðsmenn fyrsta Ís- landsmeistaraliðs ÍA frá árinu 1951 féllu frá fyrr á þessu ári væri ekki úr vegi að velta fyrir sér hvaða áhrif þeir félagar höfðu á mannlíf á Akranesi og raun um allt land. „Eins og flestir vita varð liðið það fyrsta utan höfuðborgar- innar sem hampaði þessum eftir- sótta titli og margir slíkir titlar fylgdu í kjölfarið. Því voru þeir fé- lagar með réttu nefndir Gullaldar- lið ÍA. Árangur Ríkharðs Jóns- sonar og félaga lyfti Grettistaki í mannlífinu á Skaganum,“ sagði Gunnar. Hann sagði ennfremur að Gull- aldarlið ÍA hefði ekki aðeins markað djúp spor á Akranesi. „Það sannaði fyrir íbúum lands- byggðarinnar að samstaða í smærri samfélögum getur skapað stóra sigra. Æ síðan eiga ÍA og Akranes stóran sess í hugum mjög margra landsmanna.“ Tillögur Gunnars voru í þremur liðum. Að komið verði upp brjóst- mynd af Ríkharði Jónssyni á íþróttasvæðinu á Akranesi. Að komið verði upp mynd af Guð- mundi Sveinbjörnssyni ásamt æviágripi í hátíðarsal ÍA, en Guð- mundur var helsti forystumaður íþrótta á Akranesi upp úr miðri síðustu öld. Og loks að endurnýjuð verði myndasýning sem komið var upp í Akraneshöllinni í tengslum við Kynslóðaleikana 2008. Mynda- sýningin verði unga fólkinu hvatn- ing. Gullaldarliðs Akurnesinga verði minnst Ríkharður Jónsson Gunnar Sigurðsson Íslensk-danskur orðabókarsjóður og Stofnun Árna Magnússonar hafa undirritað samning um að Íslensk- danskri orðabók (Orðabók Sigfús- ar Blöndals) verði komið fyrir á vefnum. Vinna hefur staðið yfir undanfarna mán- uði við að koma þessu mikla verki í tölvutækt form, og verður það gert leitarbært á sérstakri heimasíðu. Verkið verður fjármagnað af orðabókarsjóðnum og verða ráðnir stúdentar til starfsins, að því er fram kemur í frétt á heima- síðu Árnastofnunar. Ráðgert er að opna orðabókina á vordögum árið 2020, en þá verða hundrað ár liðin frá því að fyrra bindi hennar kom út. Á heimasíð- unni verður m.a. hægt að leita eftir uppflettiorðum, notkunardæmum og skammstöfunum fyrir landshluta, og verður þar jafnframt aðgangur að greinum og myndefni um orðabók- ina og ritstjórn hennar. Í verkefnisstjórn fyrir hönd Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum eru Halldóra Jóns- dóttir, Steinþór Steingrímsson og Þórdís Úlfarsdóttir. Formaður Ís- lensks-dansks orðabókarsjóðs er Guðrún Kvaran. sisi@mbl.is Orðabók Blöndals á vefinn Sigfús Blöndal Vegagerðin hefur samið við lægst- bjóðanda, Þjótanda ehf. á Hellu, um endurbætur á 4,2 kílómetra kafla á Laugarvatnsvegi, frá Grafará að Laugarvatni. Tilboð voru opnuð 24. október s.l. Þjótandi bauðst til að vinna verkið fyrir 184 milljónir sem var lítillega yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á tæpar 173 milljónir króna. Alls bárust fjögur tilboð í verkið og var það hæsta 225 milljónir króna. Veturinn 2017-2018 skal vinna við efnisútvegun og breikkun vegarins. Eftir 15. apríl 2018 verður núverandi slitlag fræst upp, vegur- inn styrktur og lögð út klæðing. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2018. sisi@mbl.is Endurbætur á Laugar- vatnsvegi 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum www.kia.com ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi. Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland Reynsluaktu Kia Niro PHEV með 58 km drægni Kia Niro Hybrid með 300.000 kr. afslætti* Kia Niro PHEV er aflmikill bíll með karakter jepplings, umhverfismildur og áreiðanlegur. Hann leitast alltaf við að keyra á rafmagni, hefur 58 km drægni og eyðir því aðeins frá 1,3 l/100 km í blönduðum akstri. Kia Niro er dugmikill rafbíll á lækkuðu verði og honum fylgir að sjálfsögðu hin einstaka 7 ára ábyrgð. Komdu í Öskju og reynsluaktu Kia Niro PHEV. 3.890.777 kr. Settu þig í samband við sparnaðinn! Kia Niro Hybrid, sjálfskiptur, á verði frá: Verð áður 4.190.777 kr. Vetrardekk fylgja öllum seldum bílum út desember *Takmarkaður fjöldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.