Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Kuldi „Komið innfyrir, í mjólkurhristingsbænum“ stendur á auglýsingunni þar sem dúðaðir ferðamenn gengu um miðbæinn í kuldanum í gær. Flestir klæddu sig eftir veðri, í hlýjar kuldaúlpur. Eggert Hvað sem glæpur kann að vera í eðli sínu, og mannlegur verkn- aður yfirleitt, þá verð- ur glæpur að sannast og viðurkennast til að geta heitið því nafni. Hitt er aukaatriði hvort maður veit sig hafa drýgt þá, eða hvort glæpir eru í raun og veru til: með sönnun og játun hefst glæpurinn í reynd. Þannig held ég að fyrrverandi for- sætisráðherra hafi liðið þá er hann sat fyrir landsdómi og svaraði til saka í aumum málatilbúnaði sak- sóknara, sem tók á sig ruglið í þeirri vegferð, sem hluti þingmanna á Al- þingi vildi hefja. Forsætisráðherrann hafði aldrei drýgt annan glæp en þann að sitja á Alþingi og gegna embætti forsætis- ráðherra. Það þarf mikla sönnun til að það verði flokkað sem glæpur. Glæpur samkvæmt stjórnarskrá Ef mann langar til að drýgja glæp þá á hann að gera það samkvæmt lögum, því allir höfuðglæpir eru samkvæmt lögum. Þannig er það glæpur að halda ekki fund í ríkis- stjórn. Svo segir í stjórnarskrá lýðveld- isins, í 17. grein: · Ráðherrafundi skal halda um ný- mæli í lögum og um mikilvæg stjórn- armálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýð- veldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra. Samkvæmt þessari grein stjórnarskrár- innar dæmdi meirihluti landsdóms forsætisráð- herra sekan. Forsætis- ráðherrann hafði vissu- lega haldið aðra fundi um mikilvæg stjórnarmálefni en vegna lekahættu var ekki öllum boðið á þá fundi. Sá leki var í boði og á ábyrgð samstarfs- flokks, og forysta þess flokks gerði sér grein fyrir þeirri hættu. Neyðarríkisstjórn Svo bar við um mitt ár 1983 að verðbólga náði áður óþekktum hæð- um. Hvort heldur reiknuð er verð- bólga milli einstakra mánaða, um- reiknuð til eins árs ellegar á milli ára var verðbólgan um og yfir 100% en hæstu tölur voru 229%. Þá sagði hinn geðprúði heilbrigðisráðherra ríkisstjórnarinnar, Svavar Gestsson, að skipa þyrfti neyðarríkisstjórn. Forsætisráðherrann lét sér fátt um finnast og sagði ofurrólega fyrir rík- isstjórnarfund við viðskiptaráðherr- ann: „Tómas, gerir þú þér grein fyrir að við höfum setið lengst allra rík- isstjórna á Norðurlöndum?“ Sá ráðherra sem taldi neyðarríkis- stjórn nauðsynlega lét sér ekki til hugar koma að láta kalla sjálfan sig og samráðherra sína fyrir landsdóm. Það er nefnilega eðli vinstrimanna, sérstaklega telja félagar Alþýðu- bandalags allra handa Vinstri grænna sig og sér þóknanlega félaga algjörlega gallalaust fólk. Það að koma landi á vonarvöl með óðaverðbólgu, það er mælanlegur glæpur. Bankakerfi glæpvætt Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslenskt bankakerfi var glæpvætt með lúalegum hætti á ákveðnu árabili. Það má setja ýmis ártöl við upphaf glæpvæðingar, hvort það var 1986 eða 1987, ellegar 2003 þegar íslenska ríkið seldi hluti sína í bönkunum. Þá var krafa um það að afskiptum stjórnmálamanna af bankakerfinu lyki. Stjórnmálamenn máttu ekki vera í stjórnum fjármálafyrirtækja. Innra eftirlit og endurskoðunarfyr- irtæki áttu að sjá til þess að þessi regluvædda atvinnugrein færi að lögum og góðum venjum. Reyndar var góðum venjum hafnað með því að gömlum og reyndum starfs- mönnum var fleygt út. Endurskoð- unarfyrirtæki brugðust öllu því trausti sem til þeirra var borið. Að sumu leyti eru endurskoðunarfyrir- tæki eins og vinstrimenn; að játa aldrei mistök, þrátt fyrir milljarða sáttagreiðslur. Sennilega var brugðist seint við Sennilega brugðust stjórnvöld seint við vísbendingum um að ekki væri allt með felldu í íslensku fjár- málakerfi. Það var ekki glæpur. Þeg- ar við var brugðist var það gert með aðgerðum sem að mati þeirra sem best eru dómbærir á að hafi bjargað því sem bjargað varð og kom í veg fyrir að Ísland lenti á varanlegri auðn. Sú löggjöf sem kölluð er neyð- arlög og sett var að frumkvæði for- sætisráðherra hinn 7. október 2008 bjargaði því sem bjargað varð. Það að gera bankainnistæður að for- gangskröfum í þrotabú leiddi til þess að hægt var að halda viðskiptalífi gangandi. Reyndar var það svo að einn ráð- herra Vinstri grænna allra handa taldi síðar að svo hefði verið ofrausn, einungis hafi átt að gera innistæður sem næmu því sem tryggt var með innistæðutryggingum, að því sem tryggt var með ríkisábyrgð. Sá ráð- herra er einn mesti vörður réttlætis, sem landið hefur alið. Útgjöld rík- isins vegna stóru bankanna þriggja voru engin af þeirri yfirlýsingu. Út- gjöldin urðu einungis vegna Spari- sjóðsins í Keflavík. Mannréttindadómstóll talar Nú hefur Mannréttindadómstóll talað. Oft finnst mér dómar skrítnir. Þá verður mér sem oftar hugsað til Jóns vinar míns Hreggviðssonar, en hann var góður mælikvarði á rétt- læti og ranglæti, mun betri en gjör- valt þinglið Vinstri grænna allra handa og samfylkingarliðs, sem greiddi atkvæði með ákæru í lands- dómsmáli. Jón sagði: „Ég hræki á þá stóru þegar þeir dæma rangt. Og þó hræki ég enn meir á þá þegar þeir dæma rétt, því þá eru þeir hræddir.“ Látum orðbragðið liggja á milli hluta en lesum hugsunina. Það er aldrei hægt að réttlæta pólitísk rétt- arhöld í lýðræðisríki. Næsta ríkisstjórn Enginn veit hvað morgundagur- inn ber í skauti sér. Kann svo að fara að þau er forystu höfðu um pólitísk réttarhöld yfir forsætisráðherra verði leidd til æðstu valda og geti að meirihluta orðið handhafar forseta- valds. Allir vita að samviska Vinstri grænna allra handa er valtur dóm- ari. Eru verðandi forsætisráðherra og forseti Alþingis meðal þeirra, sem greiddu atkvæði með ákæru í lands- dómsmáli? Það er vissulega bót í máli að sá er útnefndur hefur verið doktor í dónaskap er vart á ráð- herralista Vinstri grænna allra handa að sinni. Þau sem kunna að verða leidd til þessara æðstu met- orða verða það að nokkru í boði Sjálfstæðisflokksins og er það mein. Atkvæðagreiðslan um ákæru í lands- dómsmáli má ekki gleymast. Eftir Vilhjálm Bjarnason »Eru verðandi for- sætisráðherra og forseti Alþingis meðal þeirra, sem greiddu at- kvæði með ákæru í landsdómsmáli? Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Um glæp og refsingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.