Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 77
ekkert annað til greina af minni hálfu en að næsti diskur væri helgaður honum. Diskurinn verður ólíkur öll- um Bach-diskum sem ég þekki hvað verkefnaval varðar,“ segir Víkingur og lýsir diskinum sem mósaíki. „Hann er samsettur af um 20 mínía- túrum, bæði þekktum en líka öðrum sem munu koma mörgum á óvart. Það er nefnilega svo magnað hvað maður finnur þegar maður fer að grafa í Bach-gullkistunni. Það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart hversu afkastamikill hann var,“ segir Vík- ingur og tekur fram að á diskinum verði einnig heimsfrumflutningur á hans eigin umritun á Widerstehe doch der Sünde. Diskur upphafinn spilunarlisti „Þetta er uppháldskantatan mín eftir Bach. Hún ótrúlega falleg og leiðslukennd. Auk þess verð ég með partítu nr. 3 í E-Dúr sem Bach samdi fyrir fiðlu, en í umritun fyrir píanó eftir Rachmaninoff. Útsetning hans er á köflum djössuð og hrikalega skemmtileg. Ítalski píanósnillingur- inn Busoni gerði nokkrar einstaklega fallegar umritanir á nokkrum sálma- forleikjum sem Bach samdi upp- runalega fyrir orgel. Svo er ég með umritanir Bach sjálfs á konsertum eftir ítölsku tónskáldin Marcello og Vivaldi og einnig fullt af hreinum Bach. Þetta er því svolítil hugleiðing um hvað er orgínalt og hvað ekki. Túlkun er líka alltaf ákveðin umrit- un, ef út í það er farið.“ Þetta hljómar eins og þú nálgist diskinn ekki bara sem flytjandi held- ur ekki síður sem höfundur eða list- rænn stjórnandi. Er það rétt skilið? „Já, í rauninni lít ég á útgáfur sem litlar hátíðir. Það þarf allt að koma saman til þess að það sé ástæða til þess að taka upp í nútímanum, því það er búið að taka mjög mikið upp af verkum og gera margar upptökur af sömu verkunum. Auðvitað hugsa ég útgáfur út frá alls kyns vitsmuna- legum og tónlistarlegum þráðum, en þeir eru alltaf í öðru sæti. Það sem mestu máli skiptir er hvernig disk- urinn hljómar frá fyrsta verki til þess síðasta. Diskur er í raun bara eins og upphafinn spilunarlisti sem búið er að leggja brjálæðislega miklu vinnu í,“ segir Víkingur og bendir á að þótt tónlist virki vel í tónleikasölum sé ekki sjálfkrafa sagt að hún eigi heima á diski. Ofnæmi fyrir sætum diskum „Ég velti mikið fyrir mér hvernig fólk hlustar á músík. Ég er ekkert endilega viss um að öll sú tónlist sem virkar vel á tónleikasviði henti til út- gáfu. Ég er þannig ekki viss um að margir séu að fara heim til að hlusta á 80 mínútna Bruckner-sinfóníu heima hjá sér, þótt tónlistin sé stór- kostleg. Hún er meira tónleikamúsík fyrir mér. Ég vil að tónlistin á Bach- diskinum sé þess eðlis að fólk geti notið hennar heima hjá sér, í vinnunni, í strætó og jafnvel í hlaupa- túrnum. Á sama tíma er diskurinn allt annað en léttmeti, enda hef ég of- næmi fyrir of sætum diskum. Áskor- unin felst í því að veita ekki afslátt á listrænum gæðum en stefna að því að gera diskinn ómótstæðilegan til áheyrnar.“ Sem fyrr segir fara upptökur fram í janúar 2018 í Norðurljósum Hörpu líkt og með Glass-diskinn. „Ég er bú- inn að ákveða að reyna að taka alltaf upp á heimavelli fyrir DG. Þeirra fólk kemur til landsins og það fylgir því góð tilfinning að taka upp hér heima og vera með sinn eigin píanóstillara,“ segir Víkingur og tekur fram að það séu líka ákveðin forréttindi að fá að leika inn á upptökurnar á flygilinn sem hann valdi á sínum tíma fyrir Hörpu. Diskurinn er væntanlegur í júní 2018 og mun Víkingur fylgja honum eftir með tónleikum víða um lönd næsta vetur, en útgáfutónleikar hans hérlendis verða 14. október í Eldborg. Er farið að leggja drög að þriðja diski þínum hjá DG? „Við erum að skoða ýmislegt. Það gæti orðið Mozart, Beethoven eða eitthvað allt annað,“ segir Víkingur og bendir á að gaman gæti verið að gefa út Beethoven disk 2020, en þá verða liðin 250 ár frá fæðingu tón- skáldsins. „Verkefnavalið þarf að vera þannig að mér finnist ég vera að segja eitthvað nýtt. Þannig er ég ekki að fara að taka upp Tunglskins-, Pat- hetique- eða Appassionata- sónöturnar, heldur eitthvað allt ann- að ef Beethoven verður fyrir valinu. Tónbókmenntirnar bjóða upp á óþrjótandi möguleika. Þó að margir píanódiskar séu gerðir þá er samt enn margt ósagt,“ segir Víkingur og tekur fram að heppilegt sé að það líði um 18 mánuðir milli diska hjá sér. Búinn að vera góður strákur „Það er auðvitað mjög jákvætt að gefa út þétt þegar maður er að byrja hjá DG. En diskarnir mega heldur ekki koma of þétt, því maður þarf tíma til að fylgja þeim eftir og einnig tíma til að undirbúa upptökurnar þegar diskarnir eru hugsaðir sem sjálfstæð verk. Ég gæti dottið inn í stúdíó í næstu viku og tekið upp fjóra til fimm ólíka diska með því efni sem ég er að spila á tónleikum og er með í puttunum, en það eru ekki diskarnir sem mig langar að vinna og senda frá mér.“ Hvað er svo framundan hjá þér? „Dagana 8.-10. desember stýri ég hátíð í tónlistarhúsinu í Liepaja í Lettlandi þar sem íslensk tónlist og flytjendur eru í fókus. Það eru loka- tónleikar ársins því næstu fjórar vik- ur þar á eftir einbeiti ég mér alfarið að væntanlegum upptökum af því að þær skipta mig svo rosalega miklu máli. Ég afþakkaði því boð um tón- leika og aflýsti öðrum því ég vil bara geta verið einn með Bach og jólalög- um í desember. Um leið og upptök- unum lýkur um miðjan janúar fer allt aftur á fullt í tónleikahaldi auk þess sem ég þarf að nýta allan minn frí- tíma til að læra konserta eftir Men- delsohn og John Adams sem ég hef ekki leikið áður,“ segir Víkingur sem ætlar ekki að læra fleiri nýja kons- erta á komandi ári. „Ég er búinn vera góður strákur og afþakka boð um að spila píanókonserta sem ég kann ekki nú þegar. Ég er smám saman að læra að finna jafnvægið meðfram stífu tónleikahaldi og öllu öðru sem ég er að sinna. Nú ætla ég aðeins að fara að hægja á með að læra enda- laust ný verk, enda mætti álagið ekki vera meira hjá mér.“ Máttur tímapressunnar Hver er lykillinn að því að geta sinnt jafn krefjandi ferli og þú gerir? „Ég passa alltaf upp á að sofa nóg og svo skipulegg ég mig vel. Það er ótrúlegt hvað maður getur afkastað miklu á stuttum tíma ef maður er fullkomlega einbeittur. Ég get oft á hálftíma náð jafnmiklu og á þremur klukkutímum ef ég er fókuseraður. Í gamla daga þegar ég kom fram á mun færri tónleikum gat ég kannski verið að dúlla mér endalaust með ein- hverjar krúsídúllur, þannig að það hjálpar mér ekkert endilega að hafa of langan tíma milli verkefna. Ég trúi á mátt tímapressunnar. Mozart samdi 27 geggjaða píanókonserta og Bach rúmlega 1.100 stórkostleg verk undir tímapressu. Ef maður hefur heilsu eru tímamörk oft guðs gjöf. Þá hefur maður ekki tíma til að flækjast fyrir sjálfum sér.“ skrýtinn“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Gjöf „Ef maður hefur heilsu eru tímamörk oft guðs gjöf. Þá hefur maður ekki tíma til að flækjast fyrir sjálfum sér,“ segir Víkingur. »Ég vinn eingöngumeð stefjaefni úr verkinu og reyni að semja eitthvað sem ég ímynda mér að Mozart hefði ekki orðið miður sín yfir. MENNING 77 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Hvað er í bíó? mbl.is/bio GUÐ BLESSI ÍSLAND HHHHH Fréttablaðið Elly (Stóra sviðið) Fös 24/11 kl. 20:00 31. s Fim 14/12 kl. 20:00 38. s Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Mið 29/11 kl. 20:00 32. s Fös 15/12 kl. 20:00 39. s Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Fös 1/12 kl. 20:00 33. s Lau 16/12 kl. 20:00 40. s Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Lau 2/12 kl. 20:00 auk. Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Sun 3/12 kl. 20:00 34. s Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Mið 6/12 kl. 20:00 35. s Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Fös 8/12 kl. 20:00 auk. Fös 29/12 kl. 20:00 44. s Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 9/12 kl. 20:00 36. s Lau 30/12 kl. 20:00 aukas. Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Sun 10/12 kl. 20:00 37. s Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Stjarna er fædd! Guð blessi Ísland (Stóra sviðið) Sun 26/11 kl. 20:00 9. s Fim 7/12 kl. 20:00 11. s Fim 30/11 kl. 20:00 10. s Sun 17/12 kl. 20:00 Lokas. Þetta er 11. september Íslendinga, gjörsamlega. Kartöfluæturnar (Litla sviðið) Þri 28/11 kl. 20:00 Lokas. Allra síðasta sýning. Natan (Litla sviðið) Lau 25/11 kl. 20:00 8. s Sun 26/11 kl. 20:00 9. s Fim 7/12 kl. 20:00 Lokas. Hvers vegna drepur maður mann? Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 24/11 kl. 20:00 9. s Sun 3/12 kl. 20:00 14. s Lau 16/12 kl. 20:00 19. s Mið 29/11 kl. 20:00 10. s Fös 8/12 kl. 20:00 15. s Mið 27/12 kl. 20:00 20. s Fim 30/11 kl. 20:00 11. s Sun 10/12 kl. 20:00 16. s Fim 28/12 kl. 20:00 21. s Fös 1/12 kl. 20:00 12. s Fim 14/12 kl. 20:00 17. s Fös 29/12 kl. 20:00 22. s Lau 2/12 kl. 20:00 13. s Fös 15/12 kl. 20:00 18. s Draumur um eilífa ást Úti að aka (Stóra sviðið) Lau 25/11 kl. 20:00 Lokas. Allra síðusta sýning. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 25/11 kl. 13:00 1. sýn Sun 3/12 kl. 13:00 4. sýn Sun 17/12 kl. 13:00 aukas. Sun 26/11 kl. 13:00 2. sýn Lau 9/12 kl. 13:00 aukas. Þri 26/12 kl. 13:00 aukas. Lau 2/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 10/12 kl. 13:00 aukas. Tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímunni. Eingöngu sýnd á aðventunni. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 26/11 kl. 13:00 52. s Sun 10/12 kl. 13:00 54. s Þri 26/12 kl. 13:00 56. s Sun 3/12 kl. 13:00 53. s Sun 17/12 kl. 13:00 55. s Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 26/11 kl. 17:00 Lau 30/12 kl. 13:00 Sun 21/1 kl. 13:00 Sun 3/12 kl. 17:00 Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Fös 24/11 kl. 19:30 11.sýn Mið 6/12 kl. 19:30 Auka Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Lau 25/11 kl. 19:30 12.sýn Fim 7/12 kl. 19:30 Auka Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Mið 29/11 kl. 19:30 Auka Fös 8/12 kl. 19:30 16.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Fim 30/11 kl. 19:30 13.sýn Lau 9/12 kl. 19:30 17.sýn Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Fös 1/12 kl. 19:30 14.sýn Fös 15/12 kl. 19:30 Auka Lau 2/12 kl. 19:30 15.sýn Lau 30/12 kl. 19:30 18.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Hafið (Stóra sviðið) Þri 26/12 kl. 19:30 Frum Mið 27/12 kl. 19:30 2.sýn Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 24/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 9/12 kl. 19:30 13.sýn Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Fös 1/12 kl. 19:30 11.sýn Fös 29/12 kl. 19:30 14.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Lau 2/12 kl. 19:30 12.sýn Lau 6/1 kl. 19:30 15.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 25/11 kl. 11:00 291.s Sun 3/12 kl. 11:00 298.s Sun 10/12 kl. 14:30 306.s Lau 25/11 kl. 13:00 292.sý Sun 3/12 kl. 13:00 299.s Lau 16/12 kl. 11:00 307.s Sun 26/11 kl. 11:00 293.s Sun 3/12 kl. 14:30 300.s Lau 16/12 kl. 13:00 308.s Sun 26/11 kl. 13:00 294.s Lau 9/12 kl. 11:00 301.s Lau 16/12 kl. 14:30 309.s Sun 26/11 kl. 14:30 Auka Lau 9/12 kl. 13:00 302.s Sun 17/12 kl. 11:00 310.s Lau 2/12 kl. 11:00 295.s Lau 9/12 kl. 14:30 303.s Sun 17/12 kl. 13:00 311.s Lau 2/12 kl. 13:00 296.s Sun 10/12 kl. 11:00 304.s Sun 17/12 kl. 14:30 312.s Lau 2/12 kl. 14:30 297.s Sun 10/12 kl. 13:00 305.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Smán (Kúlan) Lau 2/12 kl. 17:00 16.sýn Lau 9/12 kl. 17:00 18.sýn Sun 3/12 kl. 19:30 17.sýn Sun 10/12 kl. 19:30 19.sýn Mið-Ísland að - Tilraunasýningar (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 26/11 kl. 20:00 Fim 30/11 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 29/11 kl. 20:00 Mið 6/12 kl. 20:00 Mið 13/12 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.