Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 72
72 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli og einn af eigendum fé-lagsins, á 40 ára afmæli í dag. „Ég sinni fjölbreyttum verk-efnum sem snúa að samskiptaráðgjöf, svo sem fjölmiðla- samskiptum, samfélagsmiðlaráðgjöf, krísustjórnun og alls kyns greina- og skýrsluskrifum, svo fátt eitt sé nefnt.“ Bryndís er með BA-próf í sálfræði og kynjafræði og MA-próf í sjón- rænni mannfræði frá Goldsmiths College í Lundúnum. Hún gekk til liðs við Athygli árið 2007 en var áður kynningarstjóri Íslenska dans- flokksins í tvö ár. Frá 2011-2014 starfaði Bryndís hjá Evrópustofu, sem rekin var af Athygli á þeim tíma, sem upplýsingafulltrúi og síðar framkvæmdastýra. Áhugamál Bryndísar eru meðal annars lestur góðra bóka og að hitta vini. „Ég er nýbyrjuð að lesa bókina Norse Mythology eftir Neil Gaiman, en ég hef meðal annars gaman af vísindaskáldskap og fantasíum.“ Þess má geta að þessi bók Gaimans er nýkomin út í íslenskri þýðingu og nefnist Norrænar goðsagnir þar sem hann endursegir goðsögur okkar og bætir við þær. Bryndís er í sambúð með Viðari Inga Péturssyni, markaðsfulltrúa hjá Fréttablaðinu, börn þeirra eru Sóley Hulda þriggja ára, Kristján eins árs og Steinn Andri, stjúpsonur hennar, fæddur 1997. Bryndís ætlar að njóta dagsins í faðmi vina og ættingja en efnir ekki til stórrar veislu. „Ég tek fertugsafmælisfrí í vinnunni og býð gestum heim í kaffi um helgina.“ Með börnunum Sóley, Kristján og Bryndís á góðri stundu í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum síðastliðið sumar. Les nýja bók um norrænar goðsagnir Bryndís Nielsen er fertug í dag U Unnur Sveinsdóttir fæddist á Egils- stöðum 24.11. 1967 og ólst upp í náttúrufeg- urðinni á Stöðvarfirði: „Móðurafi og amma bjuggu í Tóar- seli í Breiðdal og þar var ég öllum þeim stundum sem ég komst upp með, náði í skottið á sveitasímanum og fylgdist með þegar rafmagn var lagt í dalinn. Föðurafi, Nenni, dó 52 ára en Petra, föðuramma mín, bjó áfram í næsta nágrenni við okkur. Steinasafn hennar er landsþekkt og var hluti af mínum heimi. Við, krakkarnir á Stöðvarfirði, vorum hálfgerð villibörn: úti allan daginn, niðri í fjöru, úti á sjó, uppi í fjalli, í blóðugum bardögum milli innbæinga og útbæinga, þeystumst á vélsleða upp um allar brekkur eða grófum heilu kastalana úr snjó að vetrinum. Þá var ekkert sjónvarp á fimmtudögum, eða í júlímánuði, eng- ar tölvur, ekki heldur snjallsímar, en fyrsti heimasíminn var með sveif sem maður snéri og náði þá sam- bandi við símstöðina, bað um „mömmu“ og fékk samband við réttu mömmuna í vinnunni“. Frá því fyrir fermingu vann Unn- ur við saltfiskverkun í Hraðfrysti- húsi Stöðvarfjarðar og mátaði sig aðeins við sjómennsku á togurum. Hún var tvo vetur við Eiðaskóla, lauk bóknámi í húsgagnasmíði við Verkmenntaskóla Austurlands, stundaði nám við Menntaskólann á Egilsstöðum, hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991 og Unnur Sveinsdóttir, kennari, hönnuður og rithöfundur – 50 ára Afmælisbarnið Unnur gælir við broddgölt í Tékklandi í einni af sínum fjölmörgu mótorhjólaferðum um heiminn. Mótorhjólaflakkari og áhugaleikhúskona Hjónin Unnur og Högni Páll stödd í Ak-Baital skarði í Tajikistan. Reykjavík Emilíana Dís fæddist 24. nóvember 2016 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 3.490 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Gunnar Einarsson og Ásdís Þorgilsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn                        !  "#$- !  "%$ !&$ Kolibri penslar '("&$ )*  +&   /#  "#$3   /" #$ !&$ 4) & !   ! 7 :  Strigar frá kr. 195 Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.