Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 64
64 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
✝ SigurðurKristján Árna-
son fæddist í Vest-
mannaeyjum 20.
september 1925.
Hann lést 11.
nóvember 2017.
Foreldrar hans
voru hjónin Árni
Magnússon, f.
1902, d. 1961, og
Helga Sveinsdóttir,
f. 1900, d. 1974.
Systkini Sigurðar eru: Ragn-
ar Guðbjartur, f. 1926, d. 2004,
Magnea Sveinbjörg, f. 1930,
Sigrún, f. 1932, d. 2004, Helga,
f. 1935, d. 2009, og Ragnhildur,
f. 1938, d. 2013.
Sigurður kvæntist Vilborgu
Vigfúsdóttur, f. á Húsatóftum á
Skeiðum 9. nóvember 1929,
hinn 12. júní 1956. Foreldrar
hennar voru Vigfús Þor-
steinsson, f. 1894, d. 1974, og
Þórunn Jónsdóttir, f. 1905, d.
2001.
Sigurður og Vilborg eign-
uðust sjö börn: 1) Þór, f. 1954.
Kona hans er Birna Elísabet
Óskarsdóttir. Börn þeirra eru
a) Árný Helga. Eiginmaður
hennar er Pálmi Steinar Skúla-
son. Synir þeirra eru Valgeir
Guðnýju Sólveigu, f. 1952, d.
2007. Eiginmaður hennar var
Gunnlaugur Friðrik Lúthers-
son. Sonur Guðnýjar er a)
Ragnar Heiðar Sigtryggsson.
Kona hans er Aðalbjörg Valdi-
marsdóttir. Synir þeirra eru
Gísli, Pálmi og Guðni. Synir
Guðnýjar og Gunnlaugs eru b)
Lúther Þór, c) Guðni Björn, d)
Sigurður Gísli, e) Helgi Páll.
Sigurður lauk sveinsprófi í
húsasmíði árið 1949. Hann
stundaði myndlistarnám við
Myndlistarskóla Reykjavíkur,
og einnig við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands. Hann
starfaði sem byggingaverktaki
á árunum 1963–1982. Á ár-
unum 1982–1995 vann hann
sem eftirlitsmaður hjá Lands-
banka Íslands, þar sem hann
hafði m.a. eftirlit með lista-
verkum bankans. Myndlistin
átti hug hans. Hann ferðaðist
víða um landið og málaði
myndir. Myndefnið sótti hann
einkum á heimastöðvar og í ís-
lenska náttúru. Sigurður hélt
allnokkrar málverkasýningar á
Íslandi, og sýndi m.a. á Kjar-
valsstöðum. Hann hélt einnig
sýningar í Danmörku og
Þýskalandi og hlaut jafnan
góðar umsagnir. Myndir hans
má sjá á heimilum, í stofnunum
og fyrirtækjum bæði hérlendis
og erlendis.
Útför Sigurðar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 24.
nóvember 2017, klukkan 13.
Björn og Steinar
Helgi, b) Björn
Óskar, d. 1976, c)
Halldóra, d. 1980.
2) Árni, f. 1955.
Kona hans er
Kristín Björg Guð-
mundsdóttir. Synir
þeirra eru: a) Sig-
urður Kári, b)
Guðmundur Garð-
ar. 3) Sigríður, f.
1958. Börn hennar
eru a) Tanya Lind. Sambýlis-
maður hennar er Gunnar
Ragnar Sveinbjörnsson. Börn
Tönyu eru Isis Helga og Franc-
is Mosi, b) Justin Þór. 4) Geir,
f. 1960. Börn hans eru a)
Sveinbjörn. Kona hans er
Amelia Kinsella, b) Snævar
Geir, c) Inga Stefanía. Kona
Geirs er Yih Chern Tsai. Dóttir
þeirra er d) Mia. 5) Örn, f.
1964, d. 2017. Kona hans er Je-
lena Kuzminova. Börn þeirra
eru a) Agni Freyr, b) Vera, c)
Vilborg María. 6) Helga, f.
1966, d. 1969. 7) Helgi, f. 1970.
Kona hans er Evelyn Consuelo
Bryner. Börn þeirra eru: a)
Geir Elías Úlfur, b) Ylfa Jo-
hanna, c) Katja Marie.
Áður átti Sigurður dótturina
Sigurður fæddist á Bergs-
stöðum í Vestmannaeyjum. Þar
stundaði Árni faðir hans sjó-
mennsku en Helga móðir hans
sá um börnin sem alls urðu
fimm á árunum í Eyjum. Í
æsku naut Sigurður frelsisins.
Hann sótti í að vera með afa
sínum, Manga grjóti, og ömmu
Guddu sem bjuggu ekki langt
frá. Sjórinn heillaði og fjörurn-
ar, bryggjurnar og klettarnir
voru honum skemmtileg leik-
svæði.
Á fermingarári Sigurðar
flutti fjölskyldan til Reykja-
víkur og þar fæddist yngsta
systirin. Lengst af bjuggu þau
á Laugarnesveginum. Sigurður
fór ungur að vinna og sinnti
ýmsum störfum, fyrst sem
sendill í matvöruverslun. Ungi
maðurinn var drátthagur og
fékk snemma mikinn áhuga á
myndlist. Sem unglingur hlaut
hann tilsögn við Myndlistar-
skóla Reykjavíkur.
Vorið 1942 flutti fjölskyldan
að Kröggólfsstöðum í Ölfusi.
Sigurður bjó þá í bænum og
vann m.a. við sútun. Um helgar
fór hann austur og æfði sig í að
mála og teikna.
Hann stundaði skylmingar
og var framarlega í þeirri
grein.
Sigurður lauk námi í húsa-
smíði frá Iðnskólanum í
Reykjavík árið 1949. Hann
stundaði einnig nám við Mynd-
lista- og handíðaskólann. Hann
var til sjós á Sjöstjörnunni með
hléum á árunum 1947-1953.
Vilborgu hitti Sigurður á
balli í Iðnó í nóvember 1952.
Það varð lán þeirra beggja og
áttu þau samleið í 65 ár. Þau
byggðu hús við Miðbraut á Sel-
tjarnarnesi. Alls urðu börn
þeirra sjö.
Hann starfaði sem húsa-
smíðameistari til ársins 1982.
Árið 1963 eignuðust þau hjónin
fyrsta bílinn sinn, Ford Anglia.
Eftir það drifu þau krakkana
með sér út á land þegar færi
gafst. Sigurður málaði lands-
lagsmyndir, Vilborg safnaði
jurtum og krakkarnir léku sér.
Sigurður byggði ýmis merk
hús. Má þar nefna Áskirkju,
Valhúsaskóla og félagsheimilið
á Seltjarnarnesi. Síðasta stóra
verkefnið sem hann kom að var
bygging Seltjarnarneskirkju.
Frá árinu 1982 hafði hann
umsjón með listaverkum
Landsbankans, allt til 70 ára
aldurs. Eftir það sneri hann sér
alfarið að myndlistinni.
Sagt hefur verið um Sigurð
að myndlistin hafi alltaf verið
aðalstarf hans og að öll önnur
verk hans hafi verið aukastörf.
Finnur Jónsson lýsti honum
sem ástríðufullum málara með
sterkan og persónulegan stíl.
Sigurður var stofnfélagi í
Myndlistarfélaginu og hélt
margar sýningar, bæði hér-
lendis og erlendis. Einkum mál-
aði hann myndir af íslenskri
náttúru og þótti ná sérlega
góðu valdi á samspili og litum
ljóss og skugga. Síðustu sýn-
inguna hélt hann í Vestmanna-
eyjum á 91. aldursári sínu.
Áhugamál Sigurðar voru
margvísleg. Hann stofnaði
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarn-
arness og gaf félaginu fyrsta
stjörnukíkinn. Hann var í nefnd
Náttúrugripasafns Seltjarnar-
ness og útvegaði safninu fjölda
gripa. Hann var stofnfélagi í
Rótarýklúbbi Seltjarnarness og
hannaði fána klúbbsins. Hann
hafði mikinn jarðfræðiáhuga og
skipulagði ferðir um landið með
fjölskyldu og vinum. Oft var
farið á fallega staði og upplif-
unin ævintýri líkust. Hann hafði
brennandi áhuga á eldgosum og
tók af þeim merkar kvikmyndir.
Elsku pabbi og tengdapabbi,
við minnumst þín með söknuði.
Árni og Kristín.
Ég er að dunda mér við að
kafa eftir dóti í Skeiðalaug á
fallegum sumardegi árið 1979.
Ella kallar á mig og segir mér
að ég eigi að fara strax upp úr
lauginni, því að einhver bíði eft-
ir mér heima. Ég dríf mig upp
úr, kem við í afgreiðslunni og
þamba eina kókómjólk áður en
ég skokka heim að Húsatóftum.
Þegar ég er kominn langleiðina
yfir heimatúnið tek ég eftir
gljáandi rauðum sendiferðabíl í
hlaðinu. Ég rölti í kringum bíl-
inn og velti því fyrir mér hver
eigi þennan Ford Econoline.
Um leið kemur pabbi út og
segir: „Sæll Helgi minn, hvern-
ig líst þér á nýja bílinn?“ Ég
verð steinhissa og segi að hann
sé rosa flottur um leið og ég
faðma hann. Hann spyr hvort
ég vilji ekki koma með sér í bíl-
túr upp í Búrfell. Hann þurfi að
fara með efni og verkfæri fyrir
hús sem hann sé að byggja þar
fyrir Landsvirkjun. Ég læt ekki
segja mér það tvisvar og stekk
upp í Fordinn og við brunum af
stað. Við gerum stutt pissu-
stopp á Gaukshöfða og í leiðinni
hlýðir pabbi mér yfir nöfnin á
fjöllum og öðrum kennileitum
sem við sjáum frá höfðanum.
Síðasta spölinn að Búrfelli segir
pabbi mér þjóðsöguna um tröll-
konuna í Búrfelli og systur
hennar í Bjólfelli. Þessa sögu
hef ég síðan sagt börnum mín-
um, oftar en einu sinni. Við
komum loks að vinnubúðunum
og þar hitti ég fyrir eldri bræð-
ur mína. Ég leik mér í hvítum
vikri frá Heklu í nálægum lækj-
arfarvegi á meðan ég bíð eftir
pabba. Ég set nokkra mola í
vasann sem við Gestur frændi
getum notað sem flotholt þegar
við förum að veiða næst. Á leið-
inni til baka komum við við í
sjoppunni í Sandártungu og
fáum okkur fresca. Ég fæ
lakkrísrör í mína flösku. Pabbi
tekur síðan upp gráfíkjupakka
og hann fræðir mig um forna
sögu Þjórsárdals. Ég nýt þess
að vera með pabba þennan dag,
bara við tveir og enginn annar.
Þetta er sennilega í fyrsta
skiptið sem ég átta mig á því
hvað pabbi er í raun merkilegur
karl. Við komum svo um kvöld-
matarleytið aftur heim að
Húsatóftum. Pabbi tekur utan
um mig og segir: „Við skulum
gera þetta fljótlega aftur þegar
ég á næst leið fram hjá.“ Ég
hugsa með mér að þetta hafi
verið fullkominn dagur.
Helgi Sigurðsson.
Elsku besti Siggi afi minn.
Þú varst alveg einstakur. Ég
hef aldrei og mun aldrei hitta
neinn líkan þér. Þegar ég hugsa
um þig kemur upp í hugann þú
einbeittur að mála fallegt lista-
verk úti í náttúrunni. Sköpun-
argáfan og innblásturinn var
svo mikill að það var oft sem ég
kom í heimsókn til ykkar ömmu
og þú varst e.t.v. að mála fyrstu
pensilstrokurnar á strigann
þegar ég kom inn um dyrnar en
þegar ég var á leiðinni út var
allt í einu komið heilt listaverk.
Þú varst svo góður afi og ein-
staklega stoltur af okkur barna-
börnunum. Þú settir þig alltaf
inn í það sem við vorum að gera
og sýndir mikinn stuðning. Þú
varst alltaf mjög meðvitaður
um það hvað þú værir ríkur að
eiga svona stóra og góða fjöl-
skyldu og gerðir allt til að
hjálpa þegar einhver lenti í
vandræðum. Ég man eftir því
að það glitti í tár hjá þér þegar
við vorum einu sinni að ræða
hvað það væri magnað að þið
amma hefðuð myndað svona
stórt og fallegt fjölskyldutré.
Þú lifðir einstaklega góðu lífi og
varst með eindæmum afkasta-
mikill í öllu sem þú tókst þér
fyrir hendur. Þú skipaðir svo
stóran sess í allri fjölskyldunni
og það vantar svo mikið núna
þegar þú ert farinn.
Ég sakna þín óendanlega
mikið, afi minn. Þín
Inga Stefanía.
Hann Siggi afi er dáinn eftir
langa og viðburðaríka ævi. Við
minnumst hans þar sem hann
sat í teiknistofunni sinni, brúnn
og útitekinn með mikið grátt
hár, oftar en ekki með
málningarbletti í fötunum.
Hann sat einbeittur og málaði.
Stundum var hann með nokkrar
myndir í takinu í einu sem hann
var að vinna og bæta.
Þegar við vorum litlir vorum
við stundum í pössun hjá afa og
ömmu á Nesinu. Þá fórum við
oft í gönguferðir út að Seltjörn
með Sigga afa, að gefa álft-
unum. Þetta voru gæðastundir.
Siggi afi gaf sér góðan tíma og
margt var spjallað og skoðað á
leiðinni.
Afi sýndi okkur barnabörn-
unum einlægan áhuga og vildi
fá fréttir af því sem við tókum
okkur fyrir hendur. Hann var
ánægður að hitta okkur og
stoltur þegar okkur gekk vel.
Þegar við fermdumst fengum
við að velja okkur mynd í ferm-
ingargjöf. Það fannst okkur
mikill heiður.
Siggi afi var vel að sér um
margt. Hann hafði mikinn
áhuga á landnáminu, sögu Kelt-
anna og Papakenningunni. Fal-
lega málverkið hans Papabókin
prýðir stofuna hans Guðmundar
afa, en þeir voru miklir vinir.
Margar skemmtilegar sögur
eru til sem tengjast Sigga afa.
Sagan um nafngift hans er ein
þeirra. Hann var elstur syst-
kina sinna og ákveðið að hann
skyldi skírður Sigurður eftir
Sigríði ömmu sinni sem lést ár-
ið sem hann fæddist. En um
svipað leyti fórst skip við Vest-
mannaeyjar. Þar fórst Kristján
Valdason, frændi afa. Kristján
vitjaði nafns hjá frænku afa.
Helga, móðir hans, svaraði því
til að ef hann vildi nafn skyldi
hann vitja þess hjá sér. Það
gerði Kristján. Barnið hlaut því
nafnið Sigurður Kristján og
Helga lagði alla tíð áherslu á að
hann notaði bæði nöfnin.
Siggi afi og Villa amma
byggðu sumarbústað við
Skorradalsvatn. Þar var oft
mikið fjör þegar öll fjölskyldan
kom saman og mikið hlegið. Afi
og amma voru áhugafólk um
skógrækt. Þau tóku í fóstur
land í Fellsmörk í Mýrdal. Þar
gróðursettu þau ásamt syst-
kinum afa, börnum sínum og
barnabörnum, mikinn fjölda
trjáa.
Afi hafði mikinn jarðfræðiá-
huga. Þær voru ófáar, ferðirn-
ar, sem hann hafði frumkvæði
að um landið til að leita að fal-
legum steinum. Ferðirnar voru
farnar með fjölskyldu og vinum,
oft á fáfarna staði. Foreldrar
okkar hittust fyrst í einni slíkri
ferð í Hoffellsdal, þó þau kynnt-
ust ekki fyrr en löngu seinna.
Siggi afi var templari og
starfaði með reglu Musteris-
riddara um árabil. Eitt sinn
áskotnaðist honum forláta
koníaksflaska. Gefandinn vissi
ekki að afi var algjör bindindis-
maður. Flaskan stóð óhreyfð
inni í skáp í langan tíma. Svo
var það eitt gamlárskvöld að
flösku vantaði til að skjóta flug-
eldum úr. Afi sótti þá flöskuna
dýru og hellti innihaldinu í
vaskinn svo nota mætti
flöskuna. Sumir viðstaddra
fylgdust stóreygir með.
Afi bar hag Seltjarnarness
fyrir brjósti. Hann gerði sér
margar ferðir að ræða við
bæjarstjórann um ýmsar hug-
myndir til að bæta bæinn.
Einkum var honum ofarlega í
huga að vernda fornminjar við
Nesstofu og einnig hafði hann
áhuga á gerð ylstrandar við
Gróttu.
Nú er komið að leiðarlokum.
Vertu sæll, elsku afi. Minning-
arnar ylja.
Sigurður (Siggi) og Garðar.
Mig langar að setja niður
nokkur minningabrot um mág
minn, Sigurð Kr. Árnason húsa-
smíðameistara.
Ég, lítil stúlka á níunda ári
austur í sveit, með skakka og
flata fætur, yngsta systirin í
tólf systkina hópi. Villa systir
var komin í bæinn og búin að
finna Sigga sinn og þau leigðu
sér litla tveggja herbergja íbúð
á Reynimelnum og voru að feta
sín fyrstu búskaparár, Þór að
fæðast og Árni ekki löngu síðar
og síðan hvert af öðru.
Villa og Inga systir, sem líka
var komin í bæinn, sáu þann
möguleika að hægt væri að fá
einhverja bót á fótum mínum ef
ég kæmist í fótaæfingar hjá
Jóni Þorsteinssyni hér í
Reykjavík sem hjálpað hafði
ýmsum. Til þess að það gæti
orðið buðu Siggi og Villa mér
að vera hjá sér og ganga í
barnaskóla frá þeim. Dvölin
varð að sex vetrum eða til loka
skyldunámsins og oft hef ég
hugsað hversu stóra gjöf þau
gáfu mér með því að opna
heimilið sitt fyrir mér í allan
þennan tíma á mínum miklu
mótunarárum. Það segir mikið
til um þann mikla kærleika sem
þau sýndu mér og ekki síst
Siggi að taka í mál að fá svona
stórt verkefni. Ég verð ævin-
lega full þakklætis fyrir það
sem þau gerðu fyrir mig.
Siggi var fyrsti tengdasonur
mömmu og pabba og fylgdu
honum ferskir vindar í fjöl-
skylduna, hann var mjög næm-
ur fyrir landinu okkar, mikill
náttúruunnandi sem hreifst
jafnt af fallegu landslagi sem
lítilli steinvölu, enda listamaður
góður og mikill grúskari á öll-
um sviðum sem hugur hans
greip. Á árum áður ferðuðust
þau mikið um landið með fullan
bíl af börnum og tjölduðu þar
sem fallegt „mótív“ var og þá
voru málaratrönurnar teknar
fram og tekið til við að fanga
landslagið. Seinna var lagt í ut-
anlandsferðir og þar sýndi hann
sömu eljuna og alltaf að fá sem
mest út úr ferðunum, las allan
fróðleik um viðkomandi stað og
þegar heim var komið skráði
hann ferðasöguna og það sem
hann upplifði, sögu staðanna og
skreytti með myndum.
Nú er hann lagður af stað í
annað ferðalag eftir 92 ára lífs-
göngu sem hann nýtti vel og
þrátt fyrir að glíma við sykur-
sýki til margra ára og hjarta-
vandamál náði hann alltaf að
koma sér aftur á strik af mikilli
eljusemi og hlaðinn orku fór
hann í sína daglegu göngutúra
og í sund, skutlaðist á bílnum
það sem til þurfti nánast fram á
síðasta dag.
Eftir hann liggja mörg mjög
góð málverk frá fyrri árum sem
og verk máluð á síðustu árum
og sumar myndirnar jafnvel
ekki orðnar þurrar þegar hann
kvaddi. Nú er hann væntanlega
tekinn til við trönurnar í öðru
landslagi.
Mætur maður er genginn
sem gaf lífinu lit, var virtur
húsasmíðameistari og eru ýms-
ar merkar byggingar á höfuð-
borgarsvæðinu minnisvarðar
um verk hans og þar á meðal er
Seltjarnarneskirkja, sem í dag
þjónar hans síðustu þörfum í
þessu jarðlífi.
Elsku Villa mín og fjöl-
skylda, það er skammt stórra
högga á milli, aðeins tveir mán-
uðir síðan þið kvödduð Örn
okkar í blóma lífsins.
Megi góðu minningarnar um
þá veita ykkur öllum styrk á
þessum erfiðu tímum.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Stefanía Vigfúsdóttir.
Sólríkur dagur að vori fyrir
þremur árum. Aldurhniginn
maður hefur sest niður í fjör-
unni úti á Seltjarnarnesi, hvílir
lúin bein, nýtur útsýnis og horf-
ir í átt til Keilis. Sá er þetta rit-
ar á leið hjá í heilsubótargöngu
og þekkir þar Rótarýfélaga
sinn Sigurð Kr. Árnason. Sig-
urður hefur á sinn hægláta hátt
orð á fegurð náttúrunnar. Fáir
sem ég þekki voru næmari á
blæbrigði hennar en hann,
byggingarmeistarinn og list-
málarinn.
Arkitektar Seltjarnarnes-
kirkju höfðu tekið mið af lögun
tveggja þeirra fjalla eru sáust
af Valhúsahæð, þ.e. Snæfells-
jökuls og Keilis, er þeir teikn-
uðu kirkjuna. Sá sem stjórnaði
smíði kirkjunnar var einmitt
Sigurður Kr. Árnason, sá fjöl-
hæfi en hógværi maður. Mér
segir svo hugur að náttúruunn-
andinn hafi notið þess að
byggja kirkju sem kallaðist á
við fjöll.
Seltjarnarneskirkja er orðin
eitt af kennileitum Seltjarnar-
ness. Sigurður Kr. Árnason á
stærri hlut í smíði opinberra
bygginga á Seltjarnarnesi en
nokkur annar. Auk Seltjarnar-
neskirkju byggði hann Valhúsa-
skóla, íþróttahúsið, félags-
heimilið sem og fjölda
íbúðarhúsa. Oft málaði hann
einnig skemmtilegar myndir af
þeim húsum sem hann reisti.
Þannig er í Valhúsaskóla mjög
fallegt málverk hans af skól-
anum og hið sama er að segja
um Seltjarnarneskirkju. Falleg
mynd sem sýnir fólk á leið til
kirkju ofan af Valhúsahæð.
Þeir Sigurður og Jón Gunn-
laugsson læknir, faðir minn,
áttu margvísleg samskipti, bæði
í bæjarmálum og ekki síst í
Rótarýklúbbnum en þar voru
þeir báðir stofnfélagar í mars
1971. Rótarýhreyfingin byggist
m.a. á kynningu milli starfs-
greina. Svo fjölhæfur var Sig-
urður að hann hefði hæglega
getað staðið sem fulltrúi
margra starfsgreina.
Þá vil ég nefna að með son-
um Sigurðar og okkur bræðrum
hefur tekist vinátta og höfum
við um árabil haft þá venju að
ganga á Keili á jóladag.
Líklega man ég fyrst eftir
Sigurði sem kennara í Mynd-
listarklúbbi Seltjarnarness sem
hann stofnaði árið 1971 og var
leiðbeinandi þar allt til ársins
1987. Móðir mín, Selma Kalda-
lóns, skynjaði að með henni
blundaði listrænn áhugi, á fleiri
sviðum en tónlist. Hún hafði
þörf fyrir að tjá sig í málara-
listinni einnig og þar fékk hún
kærkomna leiðsögn hjá hinum
fjölhæfa manni Sigurði Kr. sem
í myndlistarklúbbnum kallaði
fram áður dulda hæfileika
hennar á því sviði.
Sigurður hélt sjálfur fjölda
einkasýninga gegnum árin og
var mjög hæfileikaríkur listmál-
ari með sérstakan stíl. Hann
hélt sýningar fram á allra síð-
ustu ár, m.a. eina minnisstæða í
Seltjarnarneskirkju vorið 2015.
„Mest er um vert að vera
persónulegur,“ sagði hann í
blaðaviðtali um list sína árið
1988 og bætti við: „Þegar dæm-
ið verður gert upp að lokum og
litið yfir farinn veg verður það
persónulegt framlag lista-
mannsins, sem eftir verður tek-
ið, fremur en sá stíll eða sú
stefna, sem hann tileinkaði
sér.“
Guð blessi minningu þúsund-
þjalasmiðsins Sigurðar Kr.
Árnasonar og styrki fjölskyldu
hans í sorginni.
Gunnlaugur A. Jónsson.
Sigurður Kr.
Árnason
Fleiri minningargreinar
um Sigurð Kr. Árnason bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.