Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
Fullkomnaðu stílinn
með fallegum undirfötum
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun
Vikur og vatnagangur
Öræfajökull, Esjufjöll og Snæfell
mynda samhangandi gosbelti, sem
enn er illa þekkt, austan við Austur-
gosbeltið, segir á heimasíðu Veður-
stofunnar. Það sama má segja um
jarðfræði og gossögu Öræfajökuls
enda eru bæði gosbeltið og megin-
eldstöðin að mestu hulin jökli.
Öræfajökull er dæmigerð eldkeila
(stratovolcano) en slíkar eldstöðvar
byggjast upp þegar gos koma endur-
tekið upp um sömu gosrás. Hæsti
tindur landsins, Hvannadalshnjúk-
ur, er hluti af öskjubarmi megineld-
stöðvarinnar en heildarflatarmál
öskjunnar er um 12 ferkílómetrar.
Ef Öræfajökull gýs aftur má
reikna með miklum vatnagangi og
gjóskuframleiðslu, eins og í eldgos-
unum 1362 og 1727, segir á Vísinda-
vef Háskóla Íslands. Í annarri grein
á vefnum segir svo: „Gosið 1362 var
eitt mesta gos Íslandssögunnar og
líklega hið afdrifaríkasta sakir eyði-
leggingar. Gosið kom upp hátt í hlíð-
um fjallsins, líklega að verulegu leyti
í öskju eða stórgíg í tindi fjallsins
eða börmum hans.“
Ellefu forsöguleg gos
Á heimasíðu Almannavarna er að
finna skýrslu um jökulhlaup í Öræf-
um og Markarfljóti vegna eldgosa
undir jökli. Forgreiningu áhættu-
mats. Í skýrslunni segir meðal ann-
ars: „Gjóskulagarannsóknir hafa
leitt í ljós að gosvirkni Öræfajökuls á
nútíma (síðustu 10 þúsund árin) hef-
ur ekki verið mikil. Allt að 11 til-
tölulega lítil forsöguleg súr sprengi-
gos hafa orðið og myndað þunn ljós
gjóskulög...
Fíngerða gjósku (ösku) úr þessu
gosi [1362] má finna sumstaðar í
Norður-Evrópu. Sigurður Þórar-
insson mat rúmmál gjóskunnar ný-
fallinnar sem 10 rúmkílómetra.
Seinni tíma rannsóknir hafa leitt í
ljós að gjóskuflóð fóru einnig niður
hlíðar fjallsins og náðu út á láglendi
sunnan og suðvestan fjallsins og út í
a.m.k. 10 km fjarlægð frá miðju
öskju Öræfajökuls...
Talið er að 250–400 manns kunni
að hafa farist í þessu gosi, þ.e. flestir
eða allir íbúar Litlahéraðs. Ekkert
er vitað með vissu, sennilegast er að
jökulhlaup, firnamikið og öflugt
gjóskufall og heit gjóskuflóð hafi í
sameiningu orðið fólki að fjörtjóni í
gosinu 1362...“
Í Morgunblaðinu 15. júní 2005
birtist samtal við jarðvísindamenn-
ina Þorvald Þórðarson og Ármann
Höskuldsson og segir m.a. í frétt
blaðsins:
Brennheitt gusthlaup
„Brennheitt gusthlaup úr Öræfa-
jökulsgosinu 1362 hefur að öllum lík-
indum farið á ógnarhraða yfir Litla-
hérað, þar sem nú heitir Öræfasveit,
og eytt öllu kviku sem fyrir því varð,
líklega 2-300 manns.“ Þar segir jafn-
framt að gusthlaup verði þegar hluti
gosmakkar hrynji til jarðar og fari
með yfirborði landsins í stað þess að
ferðast í loftinu.
Í samtali við mbl.is á mánudag
sagði Ármann að frekari rannsóknir
hafi aðeins styrkt kenninguna um
gusthlaup. Óvéfengjanleg merki hafi
fundist um gusthlaup í grennd
Öræfajökuls og leifar um þau sé að
finna frá Kvískerjum og vestur að
Sandfelli. Leifar gjóskuhlaupa megi
finna á söndunum suður af Knappa-
völlum, á Sléttubjörgum og í Hval-
vörðugili. Gusthlaupin séu líklega að
hluta fylgifiskur umræddra gjósku-
flóða.
„Við höfum fengið staðfestingu á
því að árið 1362 verður til gríðarlega
hár gosmökkur, eða um 30 til 40 kíló-
metra hár. Svona stórir gosmekkir
geta ekki staðið undir sjálfum sér,
sem verður þá til þess að þeir hrynja
saman. Þá fellur askan niður og ryðst
út eftir landinu, í stað öskufalls verð-
ur öskuflóð, hún bræðir jökulinn og
rennur svo glóðheit niður hlíðarnar,“
sagði Ármann í samtali við mbl.is
Hann tekur þó fram að ekki sé
endilega reiknað með sprengigosi í
jöklinum, fari svo að fjallið gjósi yfir
höfuð. Verði hins vegar stórt
sprengigos í Öræfajökli megi reikna
með því að fá slíkt flóð út á jökulinn
og niður hlíðarnar, sem færi ansi
hratt yfir.
Manntjón í báðum eldgosunum
Árið 1727 gaus Öræfajökull aftur í
byrjun ágúst og linnti gosinu ekki
fyrr en að tæpu ári liðnu, en mest
var gosið fyrstu þrjá dagana. Þetta
gos var minna en stóra gosið 1362.
Myrkrið var þó svo mikið í öskufalli
að vart var hægt að greina mun dags
og nætur.
Jökulhlaup samfara gosinu ollu
búsifjum á svæðinu og drukknuðu
þrjár manneskjur frá Sandfelli þeg-
ar hlaupið hreif með sér fjárhús sem
fólkið hafði flúið til.
Í báðum tilfellum varð því mann-
tjón og miklar skemmdir á landi, en
enga bæi tók af í seinna gosinu. Er
það talið skýrast meðal annars af því
að bæir stóðu hærra en áður og
gjóskan var margfalt minni en í
fyrra gosinu.
Morgunblaðið/RAX
Öræfajökull Sigketillinn á hjarnbreiðu jökulsins í síðdegissólinni síðastliðinn sunnudag. Fjær sést suður til Ingólfshöfða.
Constantin Lybero-
poulos, fyrrverandi
aðalræðismaður Ís-
lands í Grikklandi,
lést hinn 30. október
síðastliðinn, 82 ára að
aldri.
Lyberopoulos fædd-
ist 30. mars 1935 í
Kalamata, sem er í
suðurhluta Grikk-
lands. Á námsárum
lagði hann m.a. stund
á efnafræði og við-
skipti í Bretlandi.
Ungur að aldri hóf
hann störf í inn- og
útflutningsfyrirtæki fjölskyld-
unnar sem faðir hans hafði stofn-
að. Lyberopoulos var frumkvöðull
í því að leita viðskiptasambanda á
Íslandi til að tryggja fyrirtækinu
þorskhrogn sem voru uppistaðan í
einni helstu framleiðsluvöru fyrir-
tækisins og kallast Tarama á máli
heimamanna.
Hann gerðist síðar umboðsaðili
fyrir innflutning á íslenskum salt-
fiski til Grikklands. Lyberopoulos
lét sér þó ekki nægja að kaupa um
langt árabil sjávarafurðir beint frá
hérlendum framleiðendum því
hann kvæntist íslenskri konu, Em-
ilíu Kofoed-Hansen.
Árið 1972 var Lyb-
eropoulos útnefndur
ræðismaður Íslands í
Grikklandi og það
var hlutverk sem
hann naut sín vel í og
lagði metnað sinn í
að þjóna vel. Í því
hlutverki var hann
einnig dyggilega
studdur af Emilíu,
konu sinni, og börn-
um þeirra, Yannis og
Irini. Á áttunda og
níunda áratug síðustu
aldar buðu íslenskar
ferðaskrifstofur upp
á beinar ferðir til Grikklands sem
Lyberopoulos og fjölskylda
studdu af ráðum og dáð. Margir
sem tóku þátt í slíkum ferðum
minnast enn alúðar þeirra og
gestrisni.
Constantin Lyberopoulos og
Emilía gengu í hjónaband árið
1971 og bjuggu alla tíð í Aþenu en
Emilía lést árið 2004. Þau áttu
sem fyrr segir tvö börn, Yannis,
sem fæddur er 1972, og Irini,
fædd 1975. Barnabörn þeirra eru
fimm talsins.
Útför Constantins Lyberopou-
los fór fram í Kalamata 2. nóv-
ember sl.
Andlát
Constantin Lyberopoulos,
fv. aðalræðismaður