Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 • Gamli lykillinn virkar áfram • Vatns- og vindvarinn Verð: 45.880 kr. LYKILLINN ER Í SÍMANUM Lockitron Bolt gerir snjallsímann þinn að öruggum lykli til að opna fyrir fjölskyldu, vinum eða öðrum gestum þegar þér hentar og hvaðan sem er. Þægilegt og öruggt. Þú stjórnar lásnum og fylgist með umgengni í símanum. Hægt er til dæmis að opna fyrir börnunum eða iðnaðarmönnum tímabundið án þess að fara heim eða lána lykil. Lockitron Bolt snjalllásinn fæst í Vélum og verkfærum. Sölumenn okkar taka vel á móti þér. HVAÐ HENTAR ÞÍNU STARFSFÓLKI? Hjá okkur færðu ljúffengan mat úr fyrsta flokks hráefni. • Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti. • llmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum. • Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi. • Brakandi fersk salöt og ávexti. • Við komum til móts við ykkar óskir kryddogkaviar.is kryddogkaviar@kryddogkaviar.is Sími 515 0702 og 515 0701 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Ég tel að halda eigi áfram með þetta, en leita allra leiða til að virkja borgarbúa enn frekar til þátttöku,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um íbúalýðræðis- verkefnið „Hverfið mitt“ sem Reykjavíkurborg stóð fyrir á netinu og fór fram dagana 3. til 19. nóv- ember sl. Borgarbúum var þar gefið tækifæri til að kjósa um fram- kvæmdir í hverfum borgarinnar. Alls voru 450 milljónir króna til ráð- stöfunar sem samkvæmt úrslitunum verður varið verður til 76 verkefna á næsta ári. Halldór segir að upphaf þessa verkefnis megi rekja til borgar- stjóratíðar Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur. Hann segir að það sé jákvætt og mikilvægt að borgarbúar hafi eitthvað um mál í sínum hverfum að segja. Hins vegar valdi það von- brigðum að þátttakan sé ekki mikil. Um 90% Reykvíkinga hafi ekki tekið þátt í kosningunni. „Ég tel að halda eigi áfram með þetta, en leita allra leiða til að virkja borgarbúa enn frekar til þátttöku,“ segir Halldór, en sam- kvæmt upplýs- ingum frá borg- aryfirvöldum nýttu 10,9% borg- arbúa sér rétt sinn til að kjósa á milli framkvæmda í sínu hverfi. Kosningaþátttaka árið 2016 var 9,4% og 7,3% árið 2015. Atkvæðis- rétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 16 ára og eldri. Gagnrýnt hefur verið að allmörg verkefna sem velja mátti hafi verið minniháttar og mörg þeirra hljóti að flokkast undir eðlilegt viðhald og sjálfsagðar framkvæmdir sem ekki ætti að þurfa að setja í kosningu. Halldór segist telja að sum verkefn- anna sem kosið var um eigi ekki heima þar. „Íbúar borgarinnar eiga ekki að þurfa að greiða atkvæði um eðlileg viðhaldsverkefni eða frágang á svæðum,“ segir hann og kveðst hafa talað fyrir þessum sjónar- miðum í borgarstjórn. Halldór segir að sjálfstæðismenn vilji einnig nýta þær kannanir sem gerðar hafa verið um mat íbúa á þjónustuþáttum borgarinnar, því þar sé til saman- burður á milli sveitarfélaga. „Reykjavíkurborg er hætt að kaupa aðgengi að þessum könnunum því meirihlutinn telur það ekki nýtast,“ segir Halldór og telur það miður. Fleiri ruslastampar, fjölgun leik- tækja barna, bætt lýsing, nýjar girð- ingar, hvíldarbekkir, hreinsun fjöru og snyrting einstakra svæða er með- al þess sem hafist verður handa um í kjölfar íbúakosninganna. Vegleg- ustu og dýrustu verkefnin í ár eru vaðlaug við Grafarvogslaug sem kostar 42 milljónir, göngustígur við Rauðavatn sem kostar 18 milljónir, leiktæki og tartan í Breiðholtslaug fyrir 16 milljónir, endurbætur á leik- velli í Laugardalnum fyrir 14 millj- ónir og tenging Hagatorgs í Vestur- bænum við nærumhverfið, en sú framkvæmd kostar 30 milljónir. Í Grafarvogi fer framkvæmdaféð í þrjú verkefni en í Árbæ og Laugar- dal fara tólf verkefni á verkefnalista í hvoru hverfi svo dæmi séu nefnd. Ekki ætti að kjósa um eðlileg viðhaldsverkefni  Dræm þátttaka í lýðræðisverkefninu „Hverfið mitt“ veldur vonbrigðum  Virkja þarf íbúa til frekari þátttöku Morgunblaðið/Eggert Íbúalýðræði Fjölgun leiktækja fyrir börn í nokkrum hverfum er meðal þess sem íbúakosningin hefur í för með sér, en einnig voru íbúar beðnir um álit á því hvort fjölga ætti ruslatunnum á grænum svæðum eða merkja bílastæði. Halldór Halldórsson Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna (LSS) hófst í gær og stendur fram í aðventubyrjun. Setningar- athöfn átaksins fór fram í Sunnu- lækjarskóla á Selfossi. Þegar börnin höfðu fengið fræðslu um eldvarnir fór brunaviðvörunar- kerfi í gang og rýming skólans var æfð í samvinnu við Brunavarnir Ár- nessýslu. Síðan gafst starfsfólki kostur á að æfa notkun slökkvitækja. Í átakinu munu slökkviliðsmenn heimsækja nemendur í 3. bekk grunnskólanna um allt land og fræða þá um grunnatriði eldvarna nú í að- draganda aðventunnar. Þeir gera börnunum grein fyrir aukinni eld- hættu á aðventunni vegna mikillar notkunar kerta- og rafmgnsljósa og brýna fyrir þeim mikilvægi þess að nauðsynlegur eldvarnabúnaður sé á hverju heimili. Þá er átt við reyk- skynjara, slökkvitæki og eldvarna- teppi. Börnin eru jafnframt minnt á neyðarnúmerið 112. Í heimsóknum sínum í skólana af- henda slökkviliðsmenn einnig börn- unum söguna af Brennu-Vargi en í henni er að finna svörin við eldvarna- getrauninni sem börnunum býðst að taka þátt í. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Selfoss Eldvarnaátakið kynnt í Sunnulækjarskóla á Selfossi í gær. Eldvarnaátak hafið í grunnskólunum Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fang- elsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Dómur héraðsdóms féll í júní í fyrra, en með dómi sínum í gær sýknaði Hæstiréttur manninn. Auk þess að eiga helmingshlut í félaginu, þá starfaði maðurinn hjá því og var fyrirsvarsmaður þess. Manninum var gefið að sök að hafa greitt reikninga vegna bygg- ingar húss í sinni eigu af banka- reikningi félagsins, að hafa greitt reikninga vegna framkvæmda við iðnaðarhúsnæði í sinni eigu af bankareikningi félagsins, að hafa millifært á eigin reikninga eða tek- ið út fé af bankareikningi félagsins og í fjórða lagi að hafa millifært fjármuni af bankareikningi félags- ins inn á eigin reikninga með þeirri skýringu að um væri að ræða laun til sín. Rannsókn málsins var í ýmsu áfátt að mati Hæstaréttar. Hæstiréttur sýknaði mann í fjárdráttarmáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.