Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
✝ Sigrún Sig-urðardóttir
fæddist í Reykjavík
18. janúar 1938.
Hún lést 14.
nóvember 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Guðríður
Þórdís Sigurðar-
dóttir verslunar-
kona, f. 13. mars
1913 í Görðum, d.
2. mars 1980, og
Sigurður Borgfjörð Jónsson,
loftskeytamaður á Borg í
Arnarfirði, f. 29. maí 1913, d 31.
október 1995. Systkini Sigrúnar
eru Gerður skrifstofumaður, f.
2. nóvember 1940, Örn
húsgagnasmiður, f. 7. júní 1943,
Rúnar gistihúsaeigandi, f. 29.
mars 1946, hálfbróðir þeirra
samfeðra var Hörður Tuliníus,
f, 12. apríl 1938, d. 21. ágúst
1989.
Árið 1965 giftist Sigrún Jón-
asi Jónassyni útvarpsmanni, f.
3. maí 1931, d. 22. nóvember
2011. Foreldrar hans voru
Radio í hálft ár árið 1963. Sig-
rún vann sem flugfreyja í
nokkur ár en hóf störf hjá Ríkis-
útvarpinu árið 1968 og vann þar
bæði við dagskrárgerð og skrif-
stofustörf. Hún tók þátt í stofn-
un Ríkisútvarpsins á Akureyri
ásamt eiginmanni sínum, Jón-
asi, frá árinu 1982 til 1986. Á
meðan hún bjó á Akureyri klár-
aði hún stúdentsprófið frá
öldungadeild Menntaskólans á
Akureyri árið 1985. Árið 1986
fluttust þau til Kaupmannahafn-
ar, komu sér fyrir í lítilli íbúð og
þar skrifaði Jónas barnabók og
Sigrún stundaði nám í listsögu.
Sigrún var fjallgöngukona og
gekk m.a. yfir Vatnajökul með
gönguskíði á bakinu og fór í
ófáar ferðir upp á öræfi.
Sigrún starfaði innan
Kvennalistans allt frá stofnun
hans og sat í nefndum og ráðum
á vegum listans. Eftir að hún
fór á eftirlaun starfaði hún við
Listasafn Íslands og vann í safn-
búðinni, einnig starfaði hún við
Háskólann í Reykjavík við yfir-
setu. Sigrún lagði stund á jóga
og hugleiðslu allt þar til hún
lést.
Hún verður jarðsungin frá
Háteigskirkju í dag, 24. nóvem-
ber 2017, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Sigurlaug Margrét
Jónasdóttir, f. 30.
janúar 1898, d. 10.
janúar 1985, og
Jónas Þorbergsson
útvarpsstjóri, f. 22.
janúar 1885, d. 6.
júní 1968. Dóttir
þeirra er Sigurlaug
Margrét, útvarps-
maður, f. 12.
nóvember 1963.
Maki Torfi Hjálm-
arsson gullsmiður, f. 28. ágúst
1962. Börn þeirra eru: 1) Freyr,
f. 1990, sonur hans og Ástu
Dúnu Jakobsdóttur, f. 1992,
Rökkvi, f. 2012. 2) Sigrún, f.
1994, unnusti hennar Daníel
Karlsson, f 1991. 3) Sólveig, f.
1998.
Sigrún útskrifaðist úr Sam-
vinnuskólanum árið 1955. Hún
stundaði nám í Lýðháskóla í
Danmörku árið 1956 og árið eft-
ir fór hún í tungumálanám til
Bretlands og vann í drengja-
skóla samhliða námi til ársins
1958. Hún starfaði í Danmarks
Mamma var mín fyrirmynd í
lífinu, en ég er nú ekki viss um að
ég færi gangandi yfir Vatnajökul
á gönguskíðum, eða kæmi mér
vel fyrir á hugleiðslupúða og
segði ekki orð í viku, en allt hitt,
það er ekkert mál. Njóta lífsins,
lifa lífinu lifandi, ferðast á fram-
andi slóðir, hika ekki og láta
drauma sína rætast. Vera for-
dómalaus, full af kærleika og
húmor og kaupa vönduð og rán-
dýr föt og nota þau næstu 20 árin.
Þetta allt get ég gert.
Mér fannst mamma alltaf vera
jafn gömul okkur Torfa og við
vorum einhvern veginn alltaf í
takti, sem betur fer kannski, þar
sem við bjuggum nú öll saman,
ég, Torfi, pabbi, mamma, börn,
bíll og mótorhjól, og það að búa
saman var besta ákvörðun sem
við höfum tekið. Það var okkar
gæfa.
Þegar mamma greindist með
krabbamein fyrir tæpu ári sett-
umst við niður við eldhúsborðið
og skrifuðum óskalista, hvað vilj-
um við gera? Við vorum ekki
lengi að finna svarið. Hlusta á
Ceciliu Bartoli, draga djúpt and-
ann og skoða Vermeer og Rem-
brandt í Amsterdam, fara til
Katalóníu í Salvador Dalí-ferða-
lag, mæta á opnun Kristínar
Gunnlaugsdóttur og Margrétar
Jónsdóttur í Kaupamannahöfn,
drekka kampavín á Hotel
d’Angleterre, horfa yfir Meðal-
fellsvatn og borða aglio olio-
pastað hans Torfa og dæsa af
ánægju á Halldórsstöðum í Lax-
árdal.
Þetta gerðum við allt og eftir
standa dásamlegar minningar.
Það sem þetta var gott ár. Hjarta
mitt er fullt af þakklæti og stolti
yfir að hafa átt svona mömmu, en
líka sárum söknuði, það sem ég á
eftir að sakna hennar.
Sigurlaug
Margrét Jónasdóttir.
Elsku amma mín, elsku amma
dreki.
Við amma áttum einstakt sam-
band, hún var ekki bara amma
mín heldur ein mín besta vin-
kona, svo traust og einlæg og svo
ótrúlega góð. Amma var mikill
húmoristi og við gátum hlegið
mikið saman, hún var einnig mín
helsta fyrirmynd og ein af mínu
bestu klappstýrum, hún var svo
ótrúlega ánægð með námið mitt í
háskólanum og var alltaf svo stolt
af mér, enda sagði hún mér þegar
hún veiktist að hún ætlaði að lifa
þangað til ég útskrifaðist og sitja
á fremsta bekk og hvetja mig
áfram, en nú er hún komin í sum-
arlandið til afa þar sem þau geta
fylgst með mér útskrifast saman.
Amma barðist svo sannarlega
hetjulega við krabbann og tók
þessum veikindum af ótrúlegu
æðruleysi, það var svo fallegt að
horfa á hana njóta lífsins sem eft-
ir var, hún lét alla sína drauma
rætast.
Amma var ein magnaðasta
kona sem ég hef þekkt, algjör
höfðingi og ég mun alltaf taka
hana mér til fyrirmyndar. Síð-
ustu dagana á spítalanum eydd-
um við amma saman nótt og degi
þar sem ég gisti hjá henni og við
áttum saman nöfnu-„sleepover“
sem henni fannst ótrúlega gott.
Amma lagði mikið traust á mínar
herðar sem ég er svo ótrúlega
þakklát fyrir, hún treysti mér
fyrir öllu og ég henni. Sársaukinn
og söknuðurinn er gríðarlegur og
missirinn er mjög mikill. Lífið
verður svo sannarlega öðruvísi,
að hafa ekki ömmu dreka á neðri
hæðinni.
Elsku amma dreki, þú varst
mögnuð kona og ég er svo stolt að
hafa fengið að bera nafnið þitt,
vera vinkona þín og vera barna-
barnið þitt. Næstu ár verða skrít-
in en við spjörum okkur og við
pössum upp á mömmu.
Ég held áfram með lífið með
þakklæti í hjarta og ánægju fyrir
allt sem við höfum gert saman, þú
varst og munt alltaf vera amma
dreki og amma mín, heimsins
besta amma.
Góða ferð inn í sumarlandið.
Sigrún Torfadóttir.
Að alast upp með ömmu sinni í
sama húsi er heppni réttara sagt.
Hún var alltaf þarna fyrir mig og
tilbúin að hlusta en aldrei dæma.
Einhvern veginn leit ég aldrei á
hana bara sem ömmu mína held-
ur líka vinkonu sem ég gat treyst
og talað við um öll heimsins
vandamál.
Þessi fordómalausa og sterka
kona hefur ávallt verið og mun
alltaf vera mín helsta fyrirmynd í
lífinu. Hún stóð alltaf fyrir sínu
en var þó tilbúin að læra eitthvað
nýtt. Hún var kona með æðisleg-
an stíl og kenndi mér að kunna að
meta fallegu hlutina i kringum
mig og njóta þess að vera til. Með
ástríðu fyrir myndlist kom hún
þeirri flugu í hausinn á mér og
með því ákvað ég mína lífsleið og
mun ávallt þakka henni fyrir það.
Hún var sannarlega einn mesti
húmoristinn á heimilinu og kom
okkur alltaf til að hlæja og brosa
yfir fáránlegustu hlutunum. Hún
ferðaðist um allan heiminn og
kom alltaf til baka með nýjar sög-
ur og lífsreglur sem hún lærði á
leiðinni.
Ef ég myndi feta í aðeins helm-
ing af hennar fótsporum yrði ég
stolt og ánægð með mitt líf.
Hennar verður sárt saknað á
hverjum degi og ég hlakka til að
sjá hana á ný í sumarlandinu
góða.
Ég hef og mun alltaf elska þig,
amma mín.
Sólveig Torfadóttir.
Ég minnist Sigrúnar, mág-
konu minnar, með hjartans þökk
fyrir samfylgdina.
I
Lyngið er fallið
að laufi
holtin regnvot
og hljóð
kvöldskin á efsta
klifi.
II
Í jafnföllnum
haustsnjó
eldtungur
rauðra
rósa.
III
Hauströkkrið yfir mér
kvikt af vængjum
yfir auðu hreiðri
í störinni við fljótið.
IV
Milli trjánna
veður tunglið í dimmu
laufi
hausttungl
haustnæturgestur
á förum
eins og við
og allt eins og laufið
sem hrynur.
(Snorri Hjartarson)
Elsku Silla og fjölskylda, kær-
leikur Guðs umvefji ykkur.
Guðrún Guðmundsdóttir.
Í dag kveðjum við lífsglaða,
kæra konu, Sigrúnu, sem vissi að
hver stund lífsins var dýrmæt og
hún var staðráðin í að njóta
hverrar stundar sem hún átti,
sem hún svo gerði.
Hún ferðaðist vítt á meðan
heilsan leyfði, enda fróðleiksfús
og mikill listunnandi. Þótt hjart-
að hætti að slá og geri það ekki
framar mun sláttur hjartans
enduróma um ókomna tíð.
Sláttur þess bergmálar allt í
kringum okkur og dregur fram
minningar um liðna ljúfa tíð. Ég
hef þekkt Sigrúnu í ein 40 ár, en
kynni okkar endurnýjuðust er ég
gekk í Alþjóðlega frímúrarareglu
karla og kvenna, Le Droit
Humain, þar sem Sigrún var
meðlimur frá árinu 1982.
Sigrún var einn af stofnendum
st. Sindra árið 1992, þar sem við
störfuðum saman. Sigrún var ein-
læg í öllu því sem hún tók að sér í
reglu okkar, hún sinnti fjölmörg-
um embættisverkum af stakri
prýði, hún var þessi rólega glæsi-
lega kona með sína fallegu rödd
og góðu nærveru.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur sendum við dóttur,
tengdasyni, barnabörnum og
öðrum ættingjum Sigrúnar.
Við í st. Sindra þökkum Sig-
rúnu samfylgdina, við minnumst
hennar með þakklæti og hlýhug.
Fyrir hönd st. Sindra,
María Anna Kristjánsdóttir.
Mín yndislega vinkona er látin,
61 árs vináttu er lokið, söknuður
fyllir hjarta mitt.
Sigrún var í mínum augum
Sigrún
Sigurðardóttir
✝ Katrín Þor-valdsdóttir
fæddist í Stykkis-
hólmi 16. ágúst
1955. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 14. nóvember
2017.
Foreldrar henn-
ar eru Þorvaldur
Bergmann Björns-
son, f. 19. janúar
1936 í Reykjavík, d. 13. nóvem-
ber 2011, og Erna Jónsdóttir,
f. 16. ágúst 1933 í Stykk-
ishólmi.
Bræður Katrínar eru Albert
Bergmann, f. 6. nóvember
og hóf sambúð með honum,
fyrst í Vauvenargues og seinna
í Aix-en-Provence. Þau giftust
hinn 18. apríl 1978. Hún tók að
sér ýmis störf í Aix og fylgdi
Jean á tónleikaferðum hans um
Frakkland og víðar, en þau
skildu árið 1982. Hún fluttist
heim til Íslands árið 1987 og
bjó lengst af við Sóleyjargötu í
Reykjavík og síðustu árin í
Reynihvammi í Hafnarfirði.
Eftir heimkomuna starfaði hún
fyrst við sölumennsku hjá
Sölustofnun lagmetis en árið
1990 stofnaði hún eigið fyrir-
tæki, Íslenskar afurðir, sem
sérhæfði sig í sölu á frystum
fiski. Árið 2000 hóf hún störf
við sölumennsku hjá Borgar-
plasti og árið 2005 í afurða-
lánadeild Landsbankans. Hún
lauk þar störfum 2012.
Útför Katrínar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 24.
nóvember 2017, klukkan 13.
1957, og Björn
Bergmann, f. 30.
október 1958.
Katrín ólst upp í
Reykjavík og
Holtagerði í Kópa-
vogi og gekk þar í
skóla. Hún útskrif-
aðist af málabraut
frá Mennta-
skólanum í Reykja-
vík árið 1975. Hún
fluttist til Frakk-
lands til þess að hefja nám í
frönsku við Université d’Aix-
Marseille III í Aix-en-Provence
og síðar í markaðsfræði. Þar
kynntist hún Jean Bernades
tónlistarmanni, f. 18.12. 1954,
Elsku Kata mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Mamma.
Hjartans mágkona mín, Katrín
Þorvaldsdóttir, er flogin með
englum. Hún fór of snemma en
jarðvistin hennar var falleg og á
stundum ævintýraleg. Þannig
flaug hún ung til Frakklands,
settist á skólabekk, hitti ástina,
bjó þar um árabil og ferðaðist um
veröldina. Hún var heimskona,
hefðardama og bar ávallt Frakk-
land í hjarta sér eftir að hún flutti
heim – hafði dálæti á franskri
menningu, hvort heldur sem var í
matargerð, tónlist eða eðalvínum.
Við hittumst fyrst á Grillinu á
Hótel Sögu á aðventu fyrir tutt-
ugu árum þegar eiginmaður
minn, Albert, kynnti mig fyrir
systkinum sínum. Strax þá kom
hún mér fyrir sjónir sem sá
heillandi heimsborgari sem hún
var alltaf – vel að sér í sagnfræði,
tónlist og bókmenntum með
leiftrandi áhuga á stjórnmálum og
samfélagsmálum. Hennar stóra
baráttumál í seinni tíð var velferð
villikatta. Hjartað var stórt og sló
með málleysingjum og þeir áttu
heimili hjá henni. Katrín bjó lengi
á Sóleyjargötu. Hennar aðal sam-
býlingur þar var kötturinn Snjólf-
ur, sem náði háum aldri í ástríku
umhverfi fóstru sinnar. Oft heim-
sóttum við Albert Kötu, því stutt
var á milli heimila. Með í för var
kötturinn okkar Moli, sem elti
okkur leiðina yfir læk og heim-
sótti vin sinn Snjólf. Kata bauð
okkur einatt upp á café noir, bis-
cotti eða dökkt súkkulaði a la
francaise. Snjólfur bauð Mola allt
sem hann átti í skálum sínum. Þá
áttu systkinin Kata og Albert
gæðastundir og ég naut þess að
hlusta á þau deila áhuga sínum á
tónlist og mannkynssögu. Þegar
barnabarnið mitt fæddist í Dan-
mörku heklaði Kata teppi handa
hvítvoðungnum. Værðarvoðin er
yljandi og alltumvefjandi áfram
og alla tíð. Hún minnir á hjarta-
hlýja manneskju og gæskuna sem
hún gaf og gefur okkur öllum sem
áfram göngum veginn til enda, því
öllu er afmörkuð stund. Hún
veiktist skyndilega í vor og hvarf
svo skjótt. Við hin lærum að meta
og þakka fyrir daginn í dag.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Elsku Erna, þinn missir er
mikill. Guð gefi þér styrk í sorg-
inni og blessi minningu góðrar
einkadóttur.
Hjördís Reykdal Jónsdóttir.
Elsku Kata frænka mín.
Takk fyrir ástina, knúsin, koss-
ana, samræðurnar og ráðin í
gegnum tíðina. Takk fyrir að
hugsa alltaf svo vel til mín og um
mig.
Takk fyrir alla væntumþykj-
una sem þú sýndir Sigga mínum
og börnunum okkar. Takk fyrir
gersemarnar í formi klæða og
teppa sem þú færðir börnunum.
Ég er þakklát fyrir að minning
þín lifi í þínu vandaða handbragði
fyrir börn næstu kynslóða. Takk
fyrir allt.
Nú kveðjum við þig í hinsta sinn,
með sorg og trega í hjarta.
Þú sem áttir ævina eftir svo bjarta.
Minningar sem eftir lifa,
þeim munum við ekki gleyma.
Og biðjum við þig þær einnig að geyma.
Góða ferð til til englanna, elsku
frænka. Endalaus ást til þín.
Anna Bergmann
Björnsdóttir.
Það var alla tíð einhver fransk-
ur blær yfir henni Kötu frænku
finnst mér þegar ég hugsa til
baka. Hún var svo elegant alltaf,
alveg frá því hún var lítil, prýdd
fágætum fínlegum þokka í útliti
og framkomu, sem við stelpusk-
vetturnar frænkur hennar vorum
gersneyddar á þeim árum enda
dáðum við hana takmarkalaust.
Hún var þremur árum eldri en ég,
elsta og flinkasta frænkan í hópn-
um og ég óskaði þess oft að hún
væri stóra systirin sem mig lang-
aði svo að eiga.
Mér fannst hún vita allt og
kunna allt. Hún kenndi mér að
teikna fínni föt á dúkkulísurnar en
hægt var að fá úti í búð og svo
saumaði hún tískuföt á dúkkurnar
sínar og gaf minni Barbí stundum
smörtu fötin sem hennar var hætt
að nota. Hún sýndi mér hvernig
ég gat búið mér til hippadress
með því að vefja garni um litlaus
föt og sjóða þau í fatalit í stóra
emaleraða vaskafatinu á eldavél-
inni undir súðinni í Grænumýri.
Hún kynnti fyrir mér bækurnar
um kláru spæjarastelpurnar
Nancy Drew og Beverly Grey
þegar ég var enn að lesa um æv-
intýrakrakkana hennar Enid Bly-
ton. Hún sagði mér allar nýjustu
fréttirnar af útlenskum skvísum
svo ég gat slegið um mig hjá vin-
konum mínum á Nesinu með því
að blaðra um söngkonur eins og
Nancy Sinatra og Lulu og tísku-
dömurnar Twiggy og Mary
Quant. Við héldum báðar upp á
The Monkees en vorum ekki sam-
mála um það hver þeirra væri
sætastur. Við vorum hins vegar á
einu máli um það að George Best
væri aðalgæinn.
Í rauninni var merkilegt hvað
við frænkurnar bundumst sterk-
um böndum í æsku miðað við það
hversu langt var á milli okkar á
þeirra tíma mælikvarða. Ég bjó á
Seltjarnarnesi en Kata í Kópavogi
og þá var ekkert verið að skutlast
með krakka milli bæjarhluta, ef
það voru yfirleitt bílar á heimilun-
um. Sennilega hefur samheldni
verið stórfjölskyldunum nauðsyn-
legri í þá daga og samgangur milli
heimila mun meiri en nú tíðkast.
Það var mikið farið í heimsóknir
um helgar og þá sóttum við systur
helst í að fara í Holtagerðið því
þar var Kata og Nóra, kisan henn-
ar sem lifði í átján ár og var í
miklu uppáhaldi hjá okkur eftir að
við fengum einu sinni að passa
hana.
Það var síðan vel við hæfi að ég
kynntist Frakklandi fyrst í gegn-
um Kötu. Ég var nýorðin tvítug
þegar ég heimsótti hana til Aix.
Hún var þar í háskólanum, gift
frönskum djasspíanista og lagði
sig fram um að kynna fyrir mér
allt það besta við franska menn-
ingu.
Hún tók mig með á markaðinn
þar sem hún keypti alls konar
framandi grænmeti, ávexti og
osta og svo bar hún fram þrírétt-
aðar máltíðir samansettar úr góð-
gæti sem ég hafði aldrei bragðað
áður. Hún fór með mig á kaffihús
og söfn og um helgar fórum við á
tónleika og niður á strönd þar sem
þau voru með pizzuvagn og seldu
bestu pizzur sem ég hef smakkað.
Þetta var mikið ævintýri fyrir mig
og það sem skipti kannski mestu
máli var að þarna fékk ég smjör-
Katrín
Þorvaldsdóttir