Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 7
Stofnað 1913 277. tölublað 105. árgangur
Öll þáttaröðin kemur í dag í Sjónvarp Símans Premium
DÝRKAÐUR
SEM „GJÖF
FRÁ GUÐI“
„KANNSKI ER ÉG
BARA SVONA
SKRÝTINN“
FRÆGÐ, ÍMYND OG
FEMÍNISMI Í SKÁLD-
SÖGU BIRNU ÖNNU
VÍKINGUR HEIÐAR 76 VEGLEG BÓKAUMFJÖLLUN 86ROBERT MUGABE 42
Mikill snjór og vont veður gerði vart við sig víða um
land í gær. Snjóþungt var á Hólum í Hjaltadal en
allt skólahald féll niður þar í gær vegna veðurs. Að
sögn Magnúsar Viðars Arnarsonar, formanns
björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri, var kallað
eftir aðstoð lögreglu um áttaleytið í gærkvöldi þar
sem þrír bílar höfðu lent utan vegar við Þelamörk á
þjóðvegi eitt. Þá hafði flutningabíll oltið á hliðina í
Vatnsskarði ofan Varmahlíðar um níuleytið.
Björgunarsveitir Landsbjargar höfðu í nógu að
snúast við að aðstoða bíla í vanda um kvöldmatar-
leytið að sögn upplýsingafulltrúa. Fyrir daginn í
dag er appelsínugul viðvörun í gildi frá Veðurstofu
fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norð-
urland eystra, Austfirði og Suðausturland. Draga á
úr vindi og ofankomu norðvestan til en hvessa fyrir
austan og allt að 20-28 m/s þar seinni partinn. Bú-
ast má við varasömum vindstrengjum við fjöll
sunnan- og vestanlands. Um helgina á að lægja og
rofa til og á sunnudag hæg breytileg átt og frost
víða 0-10 stig. olofr@mbl.is »6
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Snjóþungt
víða um land
Mokstur Kristján Skjóldal, íbúi á Akureyri, dró fram skófluna í gær og mokaði fyrir utan hjá sér. Hundurinn Tinni, sem er hvítur sem snjór, fylgdist með.
fjölga þeim en það sé erfitt í fram-
kvæmd vegna takmarkaðs aðgengis
að skurðstofum og leguplássum.
Samanlagður biðtími eftir aðgerð-
unum sé þar tvö til þrjú ár.
Steingrímur Ari Arason, forstjóri
Sjúkratrygginga Íslands, segir að SÍ
taki ekki þátt í kostnaði við aðgerðir
utan sjúkrahúsa en greiðsluþátttaka
í þessum aðgerðum gæti verið rétt-
lætanleg með tilliti til þess kostnaðar
sem fólk þurfi að bera ef það fari ekki
í aðgerðina. Það sé aftur á móti
stefna stjórnvalda að ekki sé svigrúm
til að greiða fyrir nýjar tegundir að-
gerða.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Dæmi eru um að stéttarfélög hafi
tekið þátt í kostnaði félagsmanna
sinna við offituaðgerðir sem gerðar
eru á einkareknum stofum. Verk-
fræðingafélag Íslands hefur greitt 2⁄3
af kostnaði tveggja félagsmanna við
slíkar aðgerðir og frá sjúkrasjóðum
tveggja stórra stéttarfélaga fengust
þær upplýsingar að talsvert væri um
beiðnir um greiðsluþátttöku í þess-
um aðgerðum.
Aðalsteinn Arnarson skurðlæknir
gerir offituaðgerðir, sem einnig eru
kallaðar efnaskiptaaðgerðir, á Land-
spítala og á heilsumiðstöðinni Klíník-
inni. Hann segir að flestir sem fari í
þessar aðgerðir séu með efnaskipta-
sjúkdóma á borð við sykursýki 2 sem
læknist við aðgerðina. Ekki hafi ver-
ið gerðar rannsóknir hér á landi á
þjóðhagslegum ávinningi offitu- eða
efnaskiptaaðgerða en erlendar rann-
sóknir sýni að aðgerðirnar borgi sig
upp á tveimur árum þegar litið sé til
kostnaðar við niðurgreiðslu lyfja- og
lækniskostnaðar. Hann segir að á
Landspítala sé fullur hugur á að
Greiddu offituaðgerð
Stéttarfélög greiða aðgerðir á einkastofum Talsvert um beiðnir um greiðsluþátttöku
Offituaðgerðir
» Ekki er vitað hversu margir
Íslendingar hafa farið í slíkar
aðgerðir.
» Þær eru gerðar á Landspít-
ala, einkastofum og margir
fara utan í þær.
MFélagið borgaði … »24
„Ég er ekkert ósátt við dóminn,
að sjálfsögðu ber ég ábyrgð á mín-
um gjörðum eins og annað fullorðið
fólk,“ segir Málfríður Þorleifs-
dóttir, íslensk kona búsett í Dan-
mörku sem í gær var dæmd í sex
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir aðild sína að „kannabissúkku-
laðimálinu“, einu umtalaðasta
fíkniefnamáli síðari tíma í Dan-
mörku.
Saksóknari í málinu fór fram á
þriggja ára fangelsi yfir Málfríði og
fjórum öðrum sakborningum sem
voru ákærð fyrir að hafa framleitt
og selt kannabisolíu í lækninga-
skyni og m.a. komið olíunni fyrir í
súkkulaðidropum. Aðkoma Mál-
fríðar hófst þegar krabbameins-
sjúkur faðir hennar bað hana að út-
vega sér kannabisolíu til að lina
þjáningar sínar. »6
Fékk sex mánuði á
skilorði í kannabis-
súkkulaðimálinu
Málfríður Fékk sex mánaða skilorðsbundið
fangelsi vegna kannabissúkkulaðimálsins.
Íslenska ríkið
braut ekki gegn
Mannréttinda-
sáttmála Evrópu
þegar Geir H.
Haarde var sak-
felldur í Lands-
dómi. Geir vísaði
málinu til Mann-
réttindadómstóls
Evrópu, sem
kvað upp úr-
skurð sinn í gær. Dómurinn komst
að þeirri niðurstöðu að í málinu
hefði ekki verið brotið gegn rétt-
indum Geirs samkvæmt 6. og 7.
grein Mannréttindasáttmálans eins
og hann hélt fram.
Geir sendi frá sér yfirlýsingu í
gær þar sem hann kvaðst virða nið-
urstöðu dómsins. „Sú niðurstaða
Landsdóms að sýkna mig af alvar-
legustu sökunum sem á mig voru
bornar skiptir mestu máli fyrir
mig. Ég vann landsdómsmálið efn-
islega,“ sagði Geir. »4
Íslenska ríkið braut
ekki gegn Geir
Geir H.
Haarde