Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  277. tölublað  105. árgangur  Öll þáttaröðin kemur í dag í Sjónvarp Símans Premium DÝRKAÐUR SEM „GJÖF FRÁ GUÐI“ „KANNSKI ER ÉG BARA SVONA SKRÝTINN“ FRÆGÐ, ÍMYND OG FEMÍNISMI Í SKÁLD- SÖGU BIRNU ÖNNU VÍKINGUR HEIÐAR 76 VEGLEG BÓKAUMFJÖLLUN 86ROBERT MUGABE 42 Mikill snjór og vont veður gerði vart við sig víða um land í gær. Snjóþungt var á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald féll niður þar í gær vegna veðurs. Að sögn Magnúsar Viðars Arnarsonar, formanns björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri, var kallað eftir aðstoð lögreglu um áttaleytið í gærkvöldi þar sem þrír bílar höfðu lent utan vegar við Þelamörk á þjóðvegi eitt. Þá hafði flutningabíll oltið á hliðina í Vatnsskarði ofan Varmahlíðar um níuleytið. Björgunarsveitir Landsbjargar höfðu í nógu að snúast við að aðstoða bíla í vanda um kvöldmatar- leytið að sögn upplýsingafulltrúa. Fyrir daginn í dag er appelsínugul viðvörun í gildi frá Veðurstofu fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norð- urland eystra, Austfirði og Suðausturland. Draga á úr vindi og ofankomu norðvestan til en hvessa fyrir austan og allt að 20-28 m/s þar seinni partinn. Bú- ast má við varasömum vindstrengjum við fjöll sunnan- og vestanlands. Um helgina á að lægja og rofa til og á sunnudag hæg breytileg átt og frost víða 0-10 stig. olofr@mbl.is »6 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Snjóþungt víða um land Mokstur Kristján Skjóldal, íbúi á Akureyri, dró fram skófluna í gær og mokaði fyrir utan hjá sér. Hundurinn Tinni, sem er hvítur sem snjór, fylgdist með. fjölga þeim en það sé erfitt í fram- kvæmd vegna takmarkaðs aðgengis að skurðstofum og leguplássum. Samanlagður biðtími eftir aðgerð- unum sé þar tvö til þrjú ár. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að SÍ taki ekki þátt í kostnaði við aðgerðir utan sjúkrahúsa en greiðsluþátttaka í þessum aðgerðum gæti verið rétt- lætanleg með tilliti til þess kostnaðar sem fólk þurfi að bera ef það fari ekki í aðgerðina. Það sé aftur á móti stefna stjórnvalda að ekki sé svigrúm til að greiða fyrir nýjar tegundir að- gerða. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Dæmi eru um að stéttarfélög hafi tekið þátt í kostnaði félagsmanna sinna við offituaðgerðir sem gerðar eru á einkareknum stofum. Verk- fræðingafélag Íslands hefur greitt 2⁄3 af kostnaði tveggja félagsmanna við slíkar aðgerðir og frá sjúkrasjóðum tveggja stórra stéttarfélaga fengust þær upplýsingar að talsvert væri um beiðnir um greiðsluþátttöku í þess- um aðgerðum. Aðalsteinn Arnarson skurðlæknir gerir offituaðgerðir, sem einnig eru kallaðar efnaskiptaaðgerðir, á Land- spítala og á heilsumiðstöðinni Klíník- inni. Hann segir að flestir sem fari í þessar aðgerðir séu með efnaskipta- sjúkdóma á borð við sykursýki 2 sem læknist við aðgerðina. Ekki hafi ver- ið gerðar rannsóknir hér á landi á þjóðhagslegum ávinningi offitu- eða efnaskiptaaðgerða en erlendar rann- sóknir sýni að aðgerðirnar borgi sig upp á tveimur árum þegar litið sé til kostnaðar við niðurgreiðslu lyfja- og lækniskostnaðar. Hann segir að á Landspítala sé fullur hugur á að Greiddu offituaðgerð  Stéttarfélög greiða aðgerðir á einkastofum  Talsvert um beiðnir um greiðsluþátttöku Offituaðgerðir » Ekki er vitað hversu margir Íslendingar hafa farið í slíkar aðgerðir. » Þær eru gerðar á Landspít- ala, einkastofum og margir fara utan í þær. MFélagið borgaði … »24  „Ég er ekkert ósátt við dóminn, að sjálfsögðu ber ég ábyrgð á mín- um gjörðum eins og annað fullorðið fólk,“ segir Málfríður Þorleifs- dóttir, íslensk kona búsett í Dan- mörku sem í gær var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að „kannabissúkku- laðimálinu“, einu umtalaðasta fíkniefnamáli síðari tíma í Dan- mörku. Saksóknari í málinu fór fram á þriggja ára fangelsi yfir Málfríði og fjórum öðrum sakborningum sem voru ákærð fyrir að hafa framleitt og selt kannabisolíu í lækninga- skyni og m.a. komið olíunni fyrir í súkkulaðidropum. Aðkoma Mál- fríðar hófst þegar krabbameins- sjúkur faðir hennar bað hana að út- vega sér kannabisolíu til að lina þjáningar sínar. »6 Fékk sex mánuði á skilorði í kannabis- súkkulaðimálinu Málfríður Fékk sex mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna kannabissúkkulaðimálsins.  Íslenska ríkið braut ekki gegn Mannréttinda- sáttmála Evrópu þegar Geir H. Haarde var sak- felldur í Lands- dómi. Geir vísaði málinu til Mann- réttindadómstóls Evrópu, sem kvað upp úr- skurð sinn í gær. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að í málinu hefði ekki verið brotið gegn rétt- indum Geirs samkvæmt 6. og 7. grein Mannréttindasáttmálans eins og hann hélt fram. Geir sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann kvaðst virða nið- urstöðu dómsins. „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvar- legustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efn- islega,“ sagði Geir. »4 Íslenska ríkið braut ekki gegn Geir Geir H. Haarde
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.