Morgunblaðið - 05.12.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 05.12.2017, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 5. D E S E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  285. tölublað  105. árgangur  19 dagartil jóla Jólagetraunir eru á jolamjolk.is Klassískur Voxis, sykurlaus eða sykurlaus með engifer. SÆKTU RADDSTYRK Í ÍSLENSKA NÁTTÚRU Voxis hálstöflur úr íslenskri ætihvönn VIÐ ÞURFUM FÆRRI SKJÁI EN FLEIRI BÆKUR BARÁTTAN UM AÐ- GÖNGUMIÐANA HEFST GRÍNISTINN SEM SMAKKAÐI SVIÐ OG HÁKARL HM Í RÚSSLANDI 2018 6 JIM GAFFIGAN 30BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR 12  Netverslun er að aukast gífurlega á Íslandi, bæði innlend og erlend netverslun. Sé tekið mið af póst- sendingum til landsins má merkja rúmlega 60 prósenta aukningu það sem af er þessu ári. Þessa fjölgun má að mestu rekja til netverslunar. Guðmundur Magnason, fram- kvæmdastjóri Heimkaup.is, segir að frá júlí til dagsins í dag hafi sala hjá fyrirtækinu aukist um 40 prósent sé miðað við sama tíma í fyrra. Sendingar í nóvember í ár voru, til dæmis, 30 prósentum meiri en í nóvember í fyrra og einnig meiri en í desember í fyrra, að sögn Brynjars Smára Rúnarssonar, forstöðu- manns markaðsdeildar Póstsins. » 4 Morgunblaðið/Eggert Verslun Íslendingar versla orðið meira á netinu en nokkurn tímann fyrr. Innlend og erlend netverslun eykst mjög á milli ára  Tryggvi Hjaltason, starfsmaður hjá CCP, þurfti að láta draga úr sér endajaxl á dögunum og ákvað í framhaldinu að senda jaxlinn til fyrirtækis í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í að rannsaka og varð- veita stofnfrumur úr tannkviku. Segist hann hafa gert þetta með framtíðina í huga. Tryggvi hefur fylgst með stofn- frumurannsóknum lengi, en þær eru taldar nýtast til að rækta upp frumur sem nýtast til lækninga við ýmsum erfiðum kvillum, á meiðslum og til heilsubótar. »10 Lætur frysta stofn- frumur úr endajaxli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út skýrslu um atvik sem varð á Breiðafirði fyrr á þessu ári. Þá munaði minnstu að verulega of- hlaðinn bátur, Hjördís HU 16, sykki en um borð voru tveir menn. Bát- urinn er rúm 10 brúttótonn og hleðsla umfram burðargetu hans reyndist vera 4,5 tonn. Skipstjórinn taldi hins vegar að burðargeta báts- ins væri nægileg miðað við að- stæður. Björgunarskipið Björg frá Rifi kom á staðinn og dró Hjördísi til hafnar. Áður hafði fiski verið fleygt fyrir borð til að létta bátinn. „Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál sem virðist því miður vera allt of algengt. RNSA hvetur fjölmiðla, samfélagsmiðla og aðra til að hætta því að upphefja háttsemi sem þessa, það er ofhleðslu báta, sem hetjudáð og/ eða afrek,“ segir meðal annars í skýrslu rannsóknarnefndarinnar um atvikið. Í orðunum hér að fram- an er nefndin að vísa til þess að all- oft birtast í fjölmiðlum myndir af drekkhlöðnum bátum að koma til hafnar. Rannsóknarnefndin hefur á þess- ari öld skráð 10 atvik sem hægt er að rekja til ofhleðslu báta og skipa. Nefndin hvetur skipstjórnendur eindregið til þess að kynna sér burðargetu og stöðugleika báta sinna, virða það og tryggja öryggi skipa og áhafnar sinnar. Hver bát- ur hafi ákveðna hámarkshleðslu sem ekki eigi undir neinum kring- umstæðum að fara yfir. »14 Ofhleðsla báta er ekki afrek Hjördís HU Björgunarsveitarmenn henda fiski útbyrðis og létta bátinn.  Stórlega ofhlaðinn bátur var nærri sokkinn á Breiðafirði Salatið vex og vex í birtu gróðurlampa og við yl úr iðrum jarðar í gróðurhúsum Lambhaga við Vesturlandsveg. Lambhagi er lögbýli innan borgarmarka Reykjavíkur og eitt af fáum bændabýlum borgarinnar. Salatið þarf því ekki að fara um langan veg í búðir höfuðborgarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Birta og ylur inni en þoka og súld úti Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ,,Við höfum orðið varir við að allir sem eru að vinna við háhýsi hér í bæ eru skráðir sem verkamenn,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, í samtali við Morgunblaðið. Stéttarfélög iðnaðarmanna hafa fengið mörg dæmi í vinnustaða- heimsóknum um stór húsbygging- arverk þar sem ekki finnst einn ein- asti fagmenntaður iðnaðarmaður við störf og vandasömum verkefnum hefur verið úthlutað til ófaglærðra. Þetta er óhæfa, að sögn Hilmars. Flestir erlendir verkamenn Í flestum tilvikum er um að ræða erlenda verkamenn sem vinna störf iðnaðarmanna s.s. málun, múrverk, pípulagnir o.s.frv. Hilmar fjallar um þessi mál í grein í tímariti Félags iðn- og tæknigreina og segir að gera þurfi „gangskör að því að bæta úr þessu hið snarasta og það er hægt að full- yrða að fáir kaupendur yrðu vænt- anlega að íbúðum í stórhýsum ef þeir yrðu upplýstir um að fag- menntaðir iðnaðarmenn hefðu hvergi komið þar nærri,“ segir hann. Ófaglærðir reisa húsin  Mörg dæmi eru um að ekki finnist einn einasti fagmenntaður iðnaðarmaður við húsbyggingar  Allir voru skráðir sem verkamenn á byggingarstað háhýsis Brotalöm » Innleiðing keðjuábyrgðar er talin brýn svo aðalverktaki ábyrgist kjör og að farið sé að lögum » Erlendir verkamenn vinna störf sem iðnaðarmenn með lög- gild starfsréttindi eiga að vinna. MEkki einn einasti … »6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.