Morgunblaðið - 05.12.2017, Qupperneq 6
Morgunblaðið/Ásdís
Fæðingarorlof „Þetta verður eitt af stærri verkefnum ráðuneytisins á
komandi vikum og mánuðum,“ sagði Ásmundur Einar Daðason.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ásmundur Einar Daðason, nýr fé-
lagsmála- og jafnréttisráðherra,
segir að ný ríkisstjórn Katrínar Jak-
obsdóttur ætli að setja tengingu
fæðingarorlofs og hækkun greiðslna
í orlofi á dagskrá í samtali stjórn-
valda og aðila vinnumarkaðarins,
eins og það er orðað í stjórnarsátt-
málanum.
„Það liggur ljóst fyrir að ný ríkis-
stjórn hefur það í stefnu sinni bæði
að lengja fæðingarorlofið og hækka
orlofsgreiðslur í fæðingarorlofi. Nú
verður hafist handa við útfærslu á
því hvað við munum gera,“ sagði Ás-
mundur Einar í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
„Við munum horfa til niðurstöðu
starfshópsins sem skilaði á síðasta
ári tillögum sínum. Við munum líka
eiga samtal við aðila vinnumarkað-
arins um þessi mál. Þetta verður
eitt af stærri verkefnum ráðuneyt-
isins á komandi vikum og mánuð-
um,“ sagði Ásmundur Einar jafn-
framt.
Fram kom í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins að þetta samtal
hefði nýlega farið fram og á síðasta
ári lagði starfshópur til hvernig
standa mætti að endurbótum á kerf-
inu. Til stóð að breyta reglugerð
þannig að orlofsgreiðslur myndu
hækka strax um næstu áramót.
Jafnframt kom fram í umfjöllun
Morgunblaðsins á sunnudag að
munurinn á því að hækka fæðing-
arorlofsgreiðslur og lengja orlofið er
töluverður hvað varðar fram-
kvæmdina. Til að hækka greiðslur
þarf aðeins ákvörðun ráðherra og
breytingu á reglugerð. Lenging
fæðingarorlofsins í mánuðum talið
krefst hins vegar lagabreytingar og
þarf því að leggja fyrir þingið.
Eitt af stærri verk-
efnum ráðuneytisins
Nýr félagsmála- og jafnréttisráðherra segir hækkun á
fæðingarorlofsgreiðslum og lengingu orlofs fara í vinnslu
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Annar hluti miðasölu á HM í Rúss-
landi næsta sumar hefst í dag.
Klukkan níu að íslenskum tíma geta
Íslendingar byrjað að sækja um að
fá miða á leiki íslenska liðsins á
heimasíðu FIFA. Þessi miðasölu-
gluggi er opinn til loka janúar og rétt
er að geta þess að engu skiptir hvort
fólk sækir strax um eða á síðasta
degi. Verði sótt um fleiri miða en í
boði eru verður dregið úr umsókn-
um. Tveir aðrir miðasölugluggar
verða svo á nýju ári.
„Við erum að vinna í því að fá fleiri
miða. Það er komin pressa frá Evr-
ópuþjóðunum um að fá fleiri miða en
við vitum ekkert hvenær við fáum
svör,“ segir Klara Bjartmarz, fram-
kvæmdastjóri Knattspyrnusam-
bands Íslands.
Eins og staðan er núna standa Ís-
lendingum til boða 8% af miðum á
leiki íslenska liðsins í þessari at-
rennu. Það eru um 3.200 miðar á
opnunarleikinn, sem dugar engan
veginn fyrir íslenska stuðnings-
herinn.
„Þetta er kannski ekki endanlegt.
Það er reiknað með öryggissvæðum
á milli stuðningsmannahópanna og
það er misstórt eftir því hvaða lönd
er um að ræða. Ég myndi til að
mynda halda að stuðningsmenn Ís-
lands og Argentínu gætu setið hlið
við hlið. En við fáum voða lítið af
miðaupplýsingum, sem er það sama
og var á EM í Frakklandi. Við vitum
ekki enn hvernig þetta verður,“ seg-
ir Klara.
Hún segir að mikið verk sé fyrir
höndum. „EM var stórt, HM er
stærra. Við erum að fara í verkefni á
skala sem við þekkjum ekki. Það er
mikil áskorun og snýst ekki bara um
KSÍ. Það snýst um litla Ísland. Þetta
verður áskorun fyrir sendiráð okkar
í Moskvu. Um leið verður þetta líka
stórkostleg landkynning fyrir ís-
lenskan fótbolta á öllum sviðum.“
Tíu daga ferð til Moskvu
Stuðningsmenn eru þegar farnir
að hugsa sér til hreyfings. Icelandair
hefur selt upp minnst eina vél á
fyrsta leikinn í Moskvu og Gaman-
ferðir settu pakkaferðir í sölu í gær.
„Við erum mjög vel sett með gist-
ingu og þjónustu og erum að vinna í
fluginu. Okkur liggur ekki á að vera
fyrstir, við viljum bara vera bestir.
Það er alveg klárt að við ætlum að
koma einhverjum Íslendingum til
Rússlands,“ segir Hörður Hilmars-
son hjá ÍT-ferðum.
Aðspurður kveðst Hörður ekki
hafa áhyggjur af því að Íslendingar
fái ekki nóg af miðum á leikina í riðl-
inum.
„Nei, ég held að miðamálin verði
ekki vandamál. Ég get ekki séð að
það verði uppselt á alla þessa leiki og
býst við að þeir Íslendingar sem vilja
fái miða. Ég hvet fólk bara til að
skipta við trausta aðila sem eru með
allar tryggingar og réttindi í lagi.“
Ferðaskrifstofan Bjarmaland hef-
ur samið við rússneska flugfélagið
S7 um að flýta flugi frá Kefla-
vík til Moskvu fram til 14.
júní svo hægt sé að ná leikn-
um við Argentínu þar í
borg. Bjarmaland býð-
ur upp á tíu daga
ferð til Moskvu með
gistingu, morgun-
verði og ferðum
til og frá flug-
velli á um það
bil 380 þúsund
krónur. Þannig er
hægt að ná leikn-
um við Argentínu en
líka kynnast landi
og þjóð í nokkra
daga eftir á.
Baráttan um miða hefst í dag
Opnað fyrir umsóknir um miða á leiki Íslands á HM í Rússlandi klukkan níu Aðeins 3.200 miðar í
boði á opnunarleikinn við Argentínu KSÍ hefur óskað eftir fleiri miðum Sala á ferðum þegar hafin
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stuðningur Þúsundir Íslendinga fylgdu íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi í fyrra. Búist er við því að margir
vilji gera slíkt hið sama á HM í Rússlandi á næsta ári. Frá og með deginum í dag er hægt að sækja um miða.
Sjónvarpsútsendingar frá HM í
Rússlandi verða á forræði Rík-
isútvarpsins. Allir muna eftir
frammistöðu Guðmundar
Benediktssonar sem vakti
heimsathygli fyrir tilfinn-
ingaríkar lýsingar sínar frá EM
í Frakklandi. Það liggur því
beint við að spyrja Gumma
hvort hann muni lýsa leikjum á
HM á RÚV.
„Ég get engan veginn svarað
því. Ég er ekki rétti maðurinn
til að spyrja. Ég er starfs-
maður hjá öðru fyrirtæki,“
sagði hann við Morgunblaðið í
gær.
Gummi heyrir nú undir
Vodafone og þar á bæ varð
samskiptastjórinn Guðfinnur
Sigurvinsson fyrir svörum:
„Við tókum við 365 á föstu-
daginn og erum ekkert farin
að huga að svona hlutum.
Vodafone hefur átt gott
samstarf við RÚV og komi
slík ósk fram af hálfu
RÚV skoðum við málið
með opnum huga og svo
þyrftum við auðvitað að
ræða málið við Gumma
Ben. sjálfan.“
Ekki náðist í Hilmar
Björnsson, yfirmann
íþróttadeildar RÚV.
Skoðum málið
ef RÚV óskar
VODAFONE UM GUMMA BEN
Guðmundur
Benediktsson
Grafinn lax
- Láttu það eftir þér
Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin,
Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
Óskað var í gærmorgun eftir læknis-
aðstoð þegar farþegi um borð í far-
þegaþotu Icelandair á leið til Kefla-
víkur frá Orlando í Bandaríkjunum
fann skyndilega fyrir miklum brjóst-
verk. Aron Björnsson heilaskurð-
læknir er einn þeirra sem um borð
voru í vélinni og kom hann mann-
inum til aðstoðar.
„Þetta er nú ekki beint mitt svið,
brjóstkassinn, ég geri við heilann í
fólki. En ég gat aðstoðað varðandi
súrefnisgjöf og lyfjagjöf,“ segir hann
í samtali við mbl.is. Aron tók þá
ákvörðun að lenda þyrfti vélinni hið
fyrsta og koma manninum á sjúkra-
hús. „Við vorum á þessum tíma-
punkti að nálgast Boston og þá kem-
ur það í ljós að það er tiltölulega
ungur maður sem er með brjóstverk
og við töldum að það væri mjög mik-
ilvægt að koma honum undir læknis-
hendur á sjúkrahúsi og þeir höfðu
snör handtök og lentu tuttugu mín-
útum seinna í Boston,“ segir hann,
en maðurinn var í kjölfarið fluttur á
sjúkrahús. Ekki var í gær vitað um
líðan hans. Þá hrósar Aron flug-
áhöfninni og segir að allir sem að
málinu komu hafi brugðist rétt við.
„Það var mjög auðvelt að hjálpa til.“
erla@mbl.is
Flugvél Icelandair lenti
vegna veikinda farþega