Morgunblaðið - 05.12.2017, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdir við byggingu Sjóbað-
anna á Húsavíkurhöfða eru komnar
á fullan skrið. Undirstöður þjón-
ustuhússins eru tilbúnar því síðast-
liðinn föstudag var síðasta plötu-
steypan. Framkvæmdin er á áætlun
og á að opna baðaðstöðuna í júní á
næsta ári.
Bygging baðanna er fyrsti áfangi
verkefnisins. Sjóböðin hafa einnig
fengið lóð undir hótel en engin
ákvörðun hefur verið tekin um
byggingu þess. „Við ætlum að ljúka
þessum áfanga fyrst,“ segir Guð-
bjartur Ellert Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Norðursiglingar og
stjórnarformaður Sjóbaðanna.
Útsýni yfir Skjálfandaflóa
Í baðhúsinu verður þjónusturými,
búningsaðstaða og veitingasala með
minniháttar veitingum fyrir bað-
gesti. Veitingaaðstaðan er tvískipt;
annar hlutinn tengist böðunum og
hinn þjónusturýminu.
Kerin verða síðan úti, nokkur ker
með mismunandi lögun. Sjóböðin
verða á bjargbrúninni og hafa gestir
útsýni yfir Skjálfandaflóa úr ker-
unum og af þaki þjónustuhússins.
Guðbjartur segir ágætt að geta
byrjað starfsemina að vori til að ná
ferðasumrinu í fyrstu atrennu en
böðin verða opin allt árið.
Hægt verður að taka á móti um
100 þúsund gestum á ári og segir
Guðbjartur að mögulegt sé að fjölga
í 150 þúsund gesti með stækkun á
búningsaðstöðu sem kosti tiltölu-
lega lítið.
Vatnið í böðin er salt og kemur úr
borholu sem Orkuveita Húsavíkur
lét bora á svæðinu. Vatnið er 98
gráðu heitt og hafa áhugamenn not-
að það í svokölluðu Ostakeri. Guð-
bjartur segir að fólk með ýmiskonar
húðkvilla sem notað hafi Ostakerið
telji að böðin hafi gert sér gott.
Einnig verður notað 35 gráðu heitt
vatn úr borholu á hafnarsvæðinu.
„Við bíðum þess spenntir að geta
opnað á miðju ári,“ segir Guðbjart-
ur Ellert.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Platan steypt Þjónustuhús Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða er komið upp úr jörðinni. Framkvæmdir ganga vel.
Sjóböðin verða opnuð
um mitt næsta ár
Framkvæmdir ganga vel Mikilvægt að byrja að vori
Gangur Starfsmenn verktakans nýta gott veður til að steypa.
Kostnaður
» Áætlaður kostnaður við Sjó-
böðin er 500-600 milljónir kr.
og er verkefnið fullfjármagnað.
» Stærstu eigendur Sjóbaða
ehf. eru Norðursigling, fjárfest-
ingarsjóðurinn Tækifæri og
Baðfélag Mývatnssveitar.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sauðfjárbændur virðast hafa fækk-
að ásettu fé í haust og einhverjir
hafa alveg hætt búskap. Forysta
Landssamtaka sauðfjárbænda hef-
ur óskað eftir fundi með nýskip-
uðum landbúnaðarráðherra til að
ræða vanda sauðfjárbænda.
Skýrslur um fjölda búfjár eru að
berast búnaðarstofu Matvæla-
stofnunar og Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins og niðurstöður
liggja ekki fyrir fyrr en líður á
næsta ár. Jón Baldur Lorange,
framkvæmdastjóri búnaðarstofu
Mast, segir þó að tölur bendi til þess
að fækkun hafi orðið. Hann áætlar
að hún geti verið á bilinu 1,2 til
2,8%.
Ekki hægt að búa
Fram kom í blaðinu á dögunum
að dæmi væru um að einstaka
bændur hefðu slátrað öllu sínu fé.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda, seg-
ir ástæður bænda fyrir að hætta
mismunandi. Segist hún þekkja
dæmi um bændur sem hættu; þeir
hafi hætt burtséð frá vanda at-
vinnugreinarinnar eða hugsanlegri
lausn á honum.
„Mín tilfinning er sú að staðan sé
jafn alvarleg og áður. Ekkert hefur
breyst,“ segir Oddný. Hún segir að
eftir að sláturleyfishafar lækkuðu
verð til bænda tvö ár í röð sé verðið
orðið svo lágt að útilokað sé að búa
við það. Það bitni verst á þeim
bændum sem nýlega hafa staðið í
framkvæmdum eða verið að kaupa
sig inn í búskap.
Hyggjast bregðast við
Forysta bænda átti lengi í við-
ræðum við Þorgerði Katrínu Gunn-
arsdóttur, fyrrverandi landbún-
aðarráðherra, um aðgerðir til að
aðstoða sauðfjárbændur í vanda
greinarinnar en ríkisstjórnin féll áð-
ur en þær höfðu verið leiddar til
lykta.
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkis-
stjórnar er boðað að eitt af fyrstu
verkefnum hennar verði að bregð-
ast við vanda sauðfjárbænda til
skemmri og lengri tíma. Ekki kem-
ur fram hvernig það skuli gert.
Oddný Steina Valsdóttir segir að
óskað hafi verið eftir fundi með
Kristjáni Þór Júlíussyni, nýjum
landbúnaðarráðherra.
Bændur fækkuðu
fé um 1-3% í haust
Forysta bænda hefur óskað eftir við-
ræðum við nýjan landbúnaðarráðherra
Morgunblaðið/Ómar
Framtíðin Yngsta kynslóðin tekur
þátt í réttarstörfum í Hrunarétt.
Sauðfjárbændur hafa notað tímann frá stjórnarslitum
til að búa sig undir viðræður við ríkið.
Aukaaðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda lagði
þær línur að án tafar verði komið til móts við rekstr-
artjón bænda vegna lágs afurðaverðs og að 650 millj-
ónum kr. verði varið til þess. Oddný Steina Valsdóttir
segir að betra hefði verið að grípa fyrr inn í til að koma
í veg fyrir tjón bænda. Úr því það hafi ekki tekist sé
lagt til að gripið verði til aðgerða sem ekki séu ósvip-
aðar aðgerðum sem þekkist við svipaðar aðstæður í
öðrum löndum. Einnig var ályktað um mikilvægi þess
að koma á eðlilegri en tímabundinni sveiflujöfnun gagnvart markaði til
að taka heildstætt á vandanum.
Stuðningur vegna rekstrartjóns
TILLÖGUR LANDSSAMTAKA SAUÐFJÁRBÆNDA
Oddný Steina
Valsdóttir
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Í gær lét ég taka úr mér tönn til
stofnfrumuræktunar.“ Þetta ritar
Tryggvi Hjalta-
son, sem starfar
sem „senior stra-
tegist“ hjá tölvu-
leikjafyrirtækinu
CCP, á facebook-
síðu sína hinn 30.
nóvember síðast-
liðinn. Tryggvi
hefur lokið BSc-
gráðu í Intelli-
gence and Secur-
ity Studies og
meistaragráðu í fjármálum fyrir-
tækja, grunnnámi í hagfræði auk
þess sem hann hefur lokið liðsfor-
ingjaþjálfun hjá Bandaríkjaher.
Tryggvi segir jafnframt í face-
bookfærslunni og í samtali við Morg-
unblaðið að svo virðist sem þetta hafi
verið tímamótaaðgerð í íslensku heil-
brigðiskerfi.
„Ég er búinn að hafa mjög mikinn
áhuga á stofnfrumurannsóknum
undanfarin tíu ár og nú þegar ég
þurfti að láta fjarlægja endajaxl hafði
ég samband við National Dental Pulp
Laboratory (NDPL), sem er rann-
sóknar- og geymslustöð í Bandaríkj-
unum sem sérhæfir sig í varðveislu á
stofnfrumum úr tönnum. Þeir sendu
mér sérstakt sett til pökkunar, send-
ingar og varðveislu á tönninni með
nákvæmum leiðbeiningum sem tann-
læknirinn fór eftir,“ segir Tryggvi.
Besta leiðin til að ná stofnfrumum
úr tönnum er úr barnatönnum sem
hafa ekki losnað og endajöxlum.
Jaxlinn var hraðsendur með Fed-Ex
til NDPL og var kominn þangað 27
tímum síðar. Tryggvi kveðst nú þeg-
ar hafa fengið svar frá þeim um að
tönnin hafi varðveist vel og stofn-
frumurnar sem fylgdu með tannkvik-
unni séu góðar og hafi varðveist vel á
leiðinni.
Lækningar framtíðarinnar
Tryggvi segir jafnframt á face-
booksíðu sinni að stofnfrumurann-
sóknir séu á gríðarlega spennandi
stigi og á hverju ári vaxi getan til að
nota stofnfrumur til uppbyggilegrar
heilbrigðisþjónustu.
Úr stofnfrumum sé hægt að rækta
upp aðrar frumur sem gætu þá hjálp-
að við að ná nákvæmri lækningu eða
lífsgæðabreytingu í gegnum aðstoð
sem er líffræðilega sérsniðin að sjúk-
lingnum.
Stofnfrumur séu í dag t.d. notaðar
til að meðhöndla mænuskaða, sykur-
sýki I, Parkinson-veiki, Alzheimer-
veiki, hjarta- og æðasjúkdóma,
brunasár og krabbamein svo eitt-
hvað sé nefnt.
„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að
ráðast í þessa aðgerð er að ég vil
tryggja góðar stofnfrumur úr mér
sem framtíðarlífsgæðatryggingu. Ég
er í toppformi núna og var akkúrat
með endajaxl með sterkar rætur og
ríkulega tannkviku sem hentaði vel
en upp úr henni eru stofnfrumurnar
ræktaðar.“
Sendi tönn til Bandaríkjanna
Tryggvi Hjaltason lætur varðveita stofnfrumur úr sér Vonast með því til að
hægt verði að lækna hugsanlega framtíðarsjúkdóma eða auka eigin lífsgæði
Tryggvi
Hjaltason
Tryggvi og tannlæknirinn hans,
Anna Þóra Alfreðsdóttir, sem
dró úr honum endajaxlinn, segj-
ast ekki vita til þess að tönn
hafi áður verið dregin úr ein-
staklingi hér á landi með ósk
um hún verði nýtt síðar til þess
að varðveita stofnfrumur úr við-
komandi.
Anna Þóra kvaðst aldrei áður
hafa fengið samskonar beiðni,
og er þá einkum átt við frá-
ganginn og sendinguna á enda-
jaxlinum eftir að hann var fjar-
lægður úr einstaklingi.
„Þetta er vissulega mjög
áhugavert og ég vil kynna mér
þetta enn betur,“ segir Anna
Þóra, enn fremur í samtali við
Morgunblaðið.
„Mjög
áhugavert“
TANNDRÁTTUR TIL AÐ NÁ
STOFNFRUMUM NÝLUNDA