Morgunblaðið - 05.12.2017, Síða 14

Morgunblaðið - 05.12.2017, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Frystitogarinn Þerney RE 1 hélt frá Reykjavík fyrir helgina áleiðis til nýrrar heimahafnar í Suður- Afríku. Reyndar fékk skipið nafnið Therney áður en lagt var af stað, en ekki er vitað hvort það er til fram- búðar. HB Grandi seldi skipið til fyrirtækisins Sea Harvest Corporation í sumar og var sölu- verðið 13,5 milljónir dollara eða sem nemur um 1,4 milljörðum króna og er það að fullu greitt. Þerney var smíðuð 1992 í Noregi og hefur verið gerð út af HB Granda frá því hún kom til landsins 1993. Aflinn hefur verið flakaður og frystur um borð. HB Grandi samdi síðasta vor við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon um smíði á frystitogara og var samnings- upphæðin nærri fimm milljörðum króna. Togarinn er hannaður af Rolls Royce í Noregi og er 81 metra langur, 17 metra breiður og hefur lestarrými fyrir um 1.000 tonn af frystum afurðum á brettum. Af- henda á skipið á árinu 2019. Tekið á móti Viðey fyrir jól Smíði og frágangi á ísfisktog- aranum Viðey er lokið og er reiknað með að skipið haldi heim á leið á miðviku- eða fimmtudag og að mót- tökuathöfn verði í Reykjavík 22. desember. Viðey er þriðja nýsmíðin sem HB Grandi fær frá Celiktrans- skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi á árinu. Á Akranesi er verið að ljúka niðursetningu á búnaði í Akurey og er vonast til skipið fari í 1-2 veiði- ferðir fyrir jól. Engey kom til lands- ins frá Tyrklandi í lok janúar og fór til veiða í byrjun ágúst. aij@mbl.is Therney farin til S-Afríku Morgunblaðið/sisi Breyting Þornið þurfti að víkja úr nafni Þerneyjar áður en lagt var af stað til Suður-Afríku. HB Grandi hafði gert skipið út í tæpan aldarfjórðung.  Viðey frá Tyrk- landi í vikunni  Akurey til veiða Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál sem virðist því miður vera allt of algeng. RNSA hvetur fjölmiðla, samfélagsmiðla og aðra til að hætta því að upphefja háttsemi, sem þessa, það er ofhleðslu báta, sem hetjudáð og/eða afrek.“ Þetta segir Rannsóknarnefnd samgönguslysa í skýrslu sem hún hefur gefið út um atvik sem varð á Breiðafirði fyrr á þessu ári. Þá mun- aði minnstu að verulega ofhlaðinn bátur sykki en um borð voru tveir menn. Hleðsla umfram burðargetu bátsins reyndist vera 4,5 tonn. Í orð- unum hér að framan er nefndin væntanlega að vísa til þess að alloft birtast í fjölmiðlum myndir af drekk- hlöðnum bátum að koma til hafnar. Þann 15. febrúar 2017 var Hjördís HU 16 á línuveiðum á Breiðafirði. Veður: ANA 2 m/sek, ölduhæð 0,5 metrar. Hjördís er plastbátur, smíð- aður á Akureyri 1987, 10,4 brúttó- tonn. Útgerðarfyrirtæki er Klakinn fishing ehf. Tilkynning barst frá skipstjóra Hjördísar til Vaktstöðvar siglinga (VSS) klukkan 16:40 um að báturinn væri kominn með bakborðshalla og sjór væri farinn að flæða inn á þilfar- ið. Hentu út fiski og skáru á línuna Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að björgunarskipið Björg frá Rifi hafi verið kallað út ásamt björg- unarsveit. Skipverjar ákváðu að létta bátinn með því að kasta fiski fyrir borð og þannig náðu þeir að rétta bátinn. Þeir skáru á línuna og héldu áleiðis til hafnar og létu VSS vita að ekki væri þörf á frekari að- stoð þar sem fleiri bátar væru á svæðinu. Eftir nokkra siglingu áleiðis til hafnar kom björgunarskipið Björg á staðinn og sigldi það með Hjördísi um tíma. Skömmu síðar (20 -30 mín) fór báturinn aftur að halla í bak- borða og þyngjast að aftan. Björg- unarsveitarmenn ákváðu þá að taka áhöfnina frá borði og létta þannig Hjördísi. Björgunarskipið Björg tók síðan bátinn í tog til hafnar á Rifi og voru skipin komin þangað um kl. 19:45. Í skýrslu RNSA kom fram: Samkvæmt tölum um löndun fyrir bátinn hjá Fiskistofu 15. febrúar 2017 reyndust 8.704 kíló af afla vera um borð. Samkvæmt gögnum um bátinn er áætlað að um 5.900 kg væru í lest og um 2.800 kg á þilfari. Annar þungi um borð, svo sem línu- ballar, kör, olía, áhöfn og vistir reyndust vera 1.810 kg. „Samkvæmt þessu er umfram þungi um borð um 4.550 kg,“ segir í skýrslunni. Inni í þessum tölum er ekki sjór á dekki. Nefndarálit: „RNSA telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til þess að rannsaka þennan atburð sem „sjóatvik“ eins og þau eru skilgreind í lögum um rannsókn samgönguslysa. Háttsem- in stofnaði í hættu öryggi skipsins og áhafnar. Nefndin hvetur skipstjórn- endur eindregið til þess að kynna sér burðargetu og stöðugleika báta sinna, virða það og tryggja öryggi skipa og áhafnar sinnar.“ Nefndin ítrekar að hver bátur hafi ákveðna hámarkshleðslu sem ekki undir neinum kringumstæðum eigi að fara yfir. Ennfremur að miklu skipti hvernig afla og veiðarfærum er komið fyrir í bátnum. Taldi burðargetu vera 10 tonn Fram kemur í skýrslunni að skip- stjóri taldi að burðargeta bátsins væri 10 tonn og í lagi við þessar að- stæður. Hann kvaðst ekki hafa kynnt sér stöðugleika hans með svona hleðslutilvik. Hann taldi ekki að umframþungi hefði verið um borð. Þá kom fram óánægja hjá skip- stjóra með að björgunaraðilar hefðu sent fjölmiðlum myndir og villandi fréttir strax af vettvangi áður en að- standendur skipverja hefðu verið látnir vita. Ofhleðsla báta er ekki hetjudáð  Litlu munaði að 10 tonna bátur sykki á Breiðafirði í byrjun árs  Hleðsla umfram burðargetu bátsins reyndist vera 4,5 tonn  Rannsóknarnefndin hvetur fjölmiðla til að hætta að upphefja slíka háttsemi Ljósmyndir/Frá RNSA Hjördís HU Báturinn hallast verulega og áhöfn hafði skömmu áður verið færð um borð í björgunarskipið Björgu. Um borð Afli og veiðarfæri á þilfari Hjördísar. Fiskur er í körum, poka og laus á þilfari. 8,7 tonn af fiski voru um borð en áður var búið að henda fiski. Rannsókn- arnefnd samgöngu- slysa hefur skráð 10 at- vik á ár- unum 2000-2017 sem eru beinlínis tengd við ofhleðslu. „Við erum svo eins og aðrir að sjá í miðlum ótal mörg at- vik þar sem „ekkert“ kemur fyrir og látið er með eins og afrek. Við höfum enga skrá yf- ir þau,“ segir Jón Arilíus Ing- ólfsson rannsóknarstjóri sjó- slysa. Atvikin eru þessi: » 2000. Birta Dís VE 35 sekk- ur í róðri vestur af Rit. » 2000. Dodda NS 9 sekkur á siglingu til lands úr róðri. » 2001. Fjarki ÍS 444 sekkur í róðri út af Kópnum. » 2003. Hælsvík GK 350 fær inn á sig sjó í róðri og leki kemur að flotkassa. » 2006. Fimman BA, þang- skurðarprammi. Hvolfir á Breiðafirði. » 2009. Úlla SH 269, sjódæla stíflast og sjór kemst í lest. » 2014. Einir SU 7, leki að bát og ofhleðsla. » 2015. Jón Hákon BA 60 sekkur á Vestfjarðamiðum. Banaslys varð. » 2016. Vinur SH 34, of- hleðsla? Rannsókn ekki lokið. » 2017. Hjördís SH 16, of- hleðsla og sjósöfnun. Rannsóknarnefndin og Sam- göngustofa hafa staðið fyrir átaki gegn ofhleðslu meðal sjómanna. Tíu atvik á þessari öld RANNSÓKNARNEFNDIN Jón Arilíus Ingólfsson Skíðagöngufélagið Ullur kynnir starfsemi sína annað kvöld, mið- vikudagskvöldið 6. desember, klukkan 20 í sal Íþróttasambands Íslands við Engjaveg í Laugardal. Í tilkynningu frá félaginu segir að skíðaganga sé íþrótt sem sífellt fleiri stundi. Þar segir einnig að Ullur sé eina virka félag skíða- göngufólks á höfuðborgarsvæðinu, í félaginu séu nú yfir 400 félagar og að það sé fjölmennasta aðildarfélag Skíðasambands Íslands. Stór þáttur í starfseminni er námskeiðahald, þar sem fjöldi iðk- enda hefur stigið sín fyrstu spor og til stendur að efla það enn frekar. Á kynningunni annað kvöld verð- ur einnig boðið upp á kynningu á búnaði og eru allir velkomnir. Skíðagöngufélagið Ullur kynnir starfsemina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.