Morgunblaðið - 05.12.2017, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.12.2017, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr náttúrulegum efnivið, tré og silki 5. desember 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 102.95 103.45 103.2 Sterlingspund 138.9 139.58 139.24 Kanadadalur 79.96 80.42 80.19 Dönsk króna 16.453 16.549 16.501 Norsk króna 12.398 12.472 12.435 Sænsk króna 12.302 12.374 12.338 Svissn. franki 104.74 105.32 105.03 Japanskt jen 0.9159 0.9213 0.9186 SDR 145.96 146.82 146.39 Evra 122.46 123.14 122.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.1575 Hrávöruverð Gull 1277.25 ($/únsa) Ál 2046.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.74 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hrein erlend staða þjóðarbúsins við útlönd var já- kvæð um 108 millj- arða króna í lok þriðja ársfjórð- ungs, eða sem samsvarar 4,4% af vergri lands- framleiðslu. Erlend staða batnaði um 125 milljarða króna á ársfjórðungnum og námu erlendar eignir 3.307 milljörðum króna í lok september og erlendar skuldir 3.198 milljörðum. Afgangur í viðskiptum við útlönd var 68,1 milljarður króna á þriðja ársfjórð- ungi. Halli var á vöruskiptum og nam hann 47,5 milljörðum króna. Hins vegar var afgangur á þjónustujöfnuði að fjár- hæð 117,5 milljarðar króna á þriðja árs- fjórðungi. Erlend staða jákvæð um 108 milljarða króna Útlönd Ríflegur viðskiptaafgangur. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is IcelandSIF heita ný innlend samtök fjárfesta um ábyrgar fjárfestingar, en SIF stendur fyrir Sustainable In- vestments Forum. „Það er svona félagsskapur starfræktur á öllum hinum Norðurlöndunum en félögin þar eru misgömul. Við erum síðasta Norðurlandaþjóð- in til að stofna svona félag,“ seg- ir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, formaður samtak- anna, í samtali við Morgunblaðið. 23 stofnaðilar eru að samtökunum, ell- efu lífeyrissjóðir, fjórir bankar, þrjú trygginga- félög, fjögur rekstrarfélög verðbréfa- sjóða og eitt eignastýringarfyrirtæki. Einn meðlimur að auki hefur þegar bæst í hópinn frá því félagið var stofnað, að sögn Hrefnu. Orkufrek endurreisn Hún segir að full þörf sé á stofnun samtakanna, enda hafi Ísland dregist aftur úr í innleiðingu á ábyrgum fjár- festingum. „Við erum aftarlega mið- að við aðrar Evrópuþjóðir. Skýringar eru helst fjármagnshöftin sem hér voru við lýði og svo þessi endurreisn fjármálakerfisins, sem mikil orka fór í. Nú höfum við verk að vinna.“ Hún segir að málefnið sé ofarlega á baugi um þessar mundir. „Það er ver- ið að setja þessa áherslu víða, bæði hjá stjórnvöldum og lífeyrissjóðum til dæmis. Við sjáum líka á straumum og stefnum að utan að menn eru að setja þetta algjörlega á oddinn.“ Eingöngu fræðsla Hún segir að nýju samtökin eigi eingöngu að vera fræðsluvettvangur. „Samtökin eiga ekki að taka afstöðu. Þau munu ekki stíga fram og ræða um einstakar fjárfestingar, það verð- ur á höndum hvers og eins en ekki á vettvangi samtakanna.“ Spurð um þýðingu þess að samtök- in séu orðin að veruleika, segir Hrefna að þarna sé kominn stuðning- ur til að efla þessa þekkingu á heima- markaðnum. „Það þýðir líka að við erum að færa þetta upp á yfirborðið. Bara það að stofna samtökin segir að það sé komin aukin áhersla á mála- flokkinn. Stofnun samtakanna tekur málið upp á næsta stig.“ Hrefna segir að samstaðan hafi verið mikil þegar kom að stofnun samtakanna, og það hafi komið ánægjulega á óvart hve margir hafi verið til í að vera með. „Ég held að við hefðum ekki náð þessari breidd í stofnaðilahópinn fyrir tveimur ár- um,“ segir Hrefna. Ráðherrar mættu á fund Til marks um áhugann á málefninu þá nefnir Hrefna að nýlega hafi hún sótt þriggja daga ráðstefnu í Evrópu sem 1.000 manns, þar á meðal ráð- herrar og forstjórar fjármálafyrir- tækja, hafi sótt. „Það sýnir best áhersluna á þessi mál.“ Hvað dagskrána framundan varð- ar segir Hrefna að haldið verði úti fræðslustarfi í gegnum heimasíðu, og lagt sé upp með 4-5 fræðslufundi á ári. „Stjórnin er mjög öflug og fag- lega starfið verður keyrt mikið á stjórnarmönnunum, en líka með vinnuhópum. Unnið er í stofnun tveggja slíkra vinnuhópa, annar tengist lífeyrissjóðunum og hinn tengist upplýsingagjöf um ábyrgar fjárfestingar.“ Nú þegar er búið að setja þrjá fræðslufundi á dagskrána fram að fyrsta aðalfundi félagsins sem er áætlaður í apríl á næsta ári. Hrefna segist sannfærð um að Ísland verði orðið leiðandi aðili í málaflokknum innan fárra ára miðað við kraftinn sem hún skynji hjá kollegum, eins og hún orðar það. Mikil samstaða um stofnun félagsins Morgunblaðið/Eggert Fræðsla Haldnir verða 4-5 fræðslufundir á ári hjá nýja félaginu. Fjárfestingar » Varaformaður er Davíð Rúd- ólfsson forstöðumaður eigna- stýringar hjá Gildi lífeyrissjóði. » Enskt heiti samtakanna er IcelandSIF (Iceland Sustai- nable Investment Forum). » Nasdaq hefur gefið út leið- beiningar um ábyrgar fjárfest- ingar, svokallaðar ESG leið- beiningar, en ESG stendur fyrir Environmental, Social og Governance.  Samtök um ábyrgar fjárfestingar að veruleika Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir Hampiðjan er annað tveggja eða eitt þriggja fyrirtækja sem nú bít- ast um eignarhaldið á norska veiðarfæraframleiðandanum Møre- not. Þetta hefur norski fjölmiðill- inn Fiskeribladet eftir heimildar- mönnum sínum. Mørenot hefur um nokkurt skeið verið til sölu og hefur fyrirtækið Saga Corporate Finance haft umsjón með söluferl- inu. Vitað er til þess að ásamt Hampiðjunni muni breski fjárfest- ingarsjóðurinn HIG Captital falast eftir fyrirtækinu og þá hefur ónafngreint fyrirtæki einnig verið nefnt til sögunnar í því sambandi. Segir í frétt Fiskeribladet að það kunni að vera sjóðurinn Pontos Aqua sem mun vera í eigu fjár- festingarsjóðsins Tinicum sem starfræktur er í New York. Blaðamaður Fiskeribladet segir að verðmiðinn á fyrirtækinu þyki nokkuð hár eða nærri 10 millj- arðar íslenskra króna. Mun það fela í sér að heildarvirði fyrirtæk- isins sé metið á nífaldan EBITDA- hagnað þess. Til að setja stærð Mørenot í samhengi við stærð Hampiðj- unnar, þá var velta fyrrnefnda fyrirtækisins um 10 milljarðar ís- lenskra króna á ársgrundvelli en velta Hampiðjunnar nam á sama ári um 14,3 milljörðum króna. Á fyrri hluta síðasta árs keypti Hampiðjan færeyska veiðar- færaframleiðandann P/f Von á um 7,2 milljarða íslenskra króna. P/f Von á einnig dótturfélög sem starfa í Noregi og Litháen. Morgunblaðið/Golli Kaup Hampiðjan hefur fært út kví- arnar á undanförnum misserum. Hampiðjan sækist eftir Mørenot  Verðmiðinn sagður tæpir 10 milljarðar króna ● Íslenska hug- búnaðarfyrirtækið Meniga hefur sam- ið við Ibercaja um innleiðingu net- bankalausna. Iber- caja Banco er átt- undi stærsti banki Spánar og hefur rúmlega ein milljón manna nú aðgang að hugbúnaði Meniga í gegnum bankann. Fyrsta skrefið í innleiðingunni mun leiða af sér nýja og endurbætta snjall- símalausn, að því er fram kemur í til- kynningu frá Meniga. Síðar mun bank- inn taka í notkun fleiri vörur Meniga þar sem viðskiptavinir koma til með að geta sett upp sjálfvirkt bókhald, borið sig saman við aðra áþekka einstaklings- hópa og sett sér markmið í ákveðnum útgjaldaflokkum. Meniga gerir samning við banka á Spáni Georg Lúðvíksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.