Morgunblaðið - 05.12.2017, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.12.2017, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 Austurstræti Starfsmaður Mílu var hálfur neðanjarðar við vinnu sína þegar ljósmyndarinn átti leið hjá. Eggert Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar eru nokkrar setningar um stefnumótun í raf- orkumálum, en að eðli slíkra sáttmála er þar aðeins talað um upp- haf málsins og fram- haldsúrvinnsla falin þeim sem skipaðir verða til að fjalla nán- ar um. Það er hins vegar nauðsyn á að Þórdís Kol- brún, ráðherra okkar, gefi þeim hópi sín fyrirmæli þannig að málið haldist í réttum farvegi. Auðlind og orkuþörf Í sáttmálanum er rætt um lang- tímaorkustefnu og orkuþörf til langs tíma. Þessi umræða missir marks ef ekki liggur fyrir raun- veruleg stærð auðlindarinnar með tilliti til verndargildis, samkeppn- ishæfs orkuverðs og raunhæfs mats á stærð þeirra virkjanakosta sem jarðvarminn býður upp á, samanber reynsluna af Hellisheiði. Undirritaður hefur áður gert því skóna, að ekki sé raunhæft að reikna með nema 7 til 11 TWh/ár af þeim 33 TWh/ár sem fást með því að leggja saman orku nýting- arflokks og biðflokks Rammaáætl- unar, en það er oft notað sem mælikvarði á stærð auðlindar- innar. Samkvæmt Rammaáætlun eru aðeins eftir fáir ódýrir virkj- anakostir og í hvert sinn sem ein- hver þeirra er nýttur þarf að hækka orkuverð í landinu svo næsti kostur verði arðbær. Sé far- ið of geyst í nýtingu auðlindar- innar er því hætt við að almenn- ingur fái ekki lengi notið þess lága orkuverðs sem honum var lofað vegna liðinna stóriðjufram- kvæmda. Þessi mál þarf að skýra í tengslum við Rammaáætlun 4. Vá vegna loftslags og eldgosa Í orkulögum eru ákvæði um það hve vel skuli tryggja notendur raf- orku gegn truflunum í flutnings- kerfi. Hins vegar eru engin ákvæði um hve vel skuli tryggja gegn því að stærstu miðlunarlón tæmist. Þar hefur Landsvirkjun sín viðmið en hið opinbera ekki. Ljóst er að ef annaðhvort Hálslón eða Þór- isvatn tæmist alveg, þá kemur upp neyðarástand. Þetta getur gerst, ef rennsli fallvatna verður miklu minna en það viðmið sem Lands- virkjun notar í áætlanagerð sinni. Þessu geta valdið atburðir tengdir landinu sjálfu og gerð þess, sem ekki fara fram hjá neinum og má þar nefna:  Hamfaraflóð tengt eldgosi undir jökli ógna flutningsvirkjum og orkumannvirkjum.  Eldvirkni skemmir virkjun eða breytir farvegi vatnsfalla.  Öflugt eldgos, eitt eða fleiri í einu, veldur kólnun á lofthjúpi jarðar. Umskipti í veður- fari þarf hins vegar að staðfesta með mælingum í nokkurn tíma.  Breytingar á streymi hlýsjávar kringum landið færa kalda sjóinn nær og kæla landið.  Golfstraumurinn hægir á sér vegna að- stæðna í hafinu. Nýjustu rannsóknir á hitafari liðinna alda út frá ískjörnum úr Grænlandsjökli og rannsóknir á Golfstraumnum út frá kjörnum úr setlögum af botni Atlantshafs benda til að hafstraumar kringum landið séu óstöðugir í rás sinni. Breytist þeir getur það valdið skyndilegum breytingum á veð- urfari. Þetta fengum við að reyna á hafísárum sjöunda áratugar síð- ustu aldar, en þá lagðist kaldur sjór upp að landi suður með Aust- urlandi með þeim afleiðingum, að hér kólnaði, eins og sýnt er á með- fylgjandi mynd. Á myndinni sést vel hve veðursveiflur hér á landi verða hraðari og meiri en ef litið er á heiminn í heild. Tökum dæmi: Segjum að Landsvirkjun hafi byrj- að fyrr á sínu mikla orkukerfi og notað, eins og sýnt er á myndinni, árin 1931 til 1960 sem viðmið til að áætla orkugetuna. Með þeirri kólnun sem myndin sýnir og varð á árunum 1962 til 1964 hefði komið upp forsendubrestur og framboð hefði ekki nægt eftirspurn. Hér er um að ræða áhættuþætti sem að nokkru leyti eru sérstakir fyrir Ísland, en að nokkru sameig- inlegir með Evrópu og Grænlandi. Íslenska orkukerfið er sérstaklega viðkvæmt vegna víðáttu jöklanna hér og hve miklu munar í rennsli og þar með orkugetu ef þeir fara að vaxa í stað þess að minnka. Hér þarf því að fara fram viða- mikil og heildstæð athugun og áhættumat til að ákveða hvort við eigum að:  Leggja áherslu á að halda orkuverði lágu, eins og almenningi var á sínum tíma lofað.  Hægja á uppbyggingu til að ná upp arðgreiðslum.  Taka frá það sem eftir er af auðlindinni til okkar eigin þarfa eins og orkuskipta.  Koma upp meiri stóriðju. Eftir Elías Elíasson » Ljóst er að ef annað- hvort Hálslón eða Þórisvatn tæmist alveg, þá kemur upp neyðar- ástand. Elías Elíasson Höfundur er verkfræðingur og fv. sérfræðingur í orkumálum hjá Landsvirkjun. eliasbe@simnet.is Rétt stefna í orkumálum Heildarmyndin Veðursveiflur hér á landi verða hraðari og meiri en ef litið er á heiminn í heild. Á undanförnum ár- um hefur skapast mik- ill íbúða- og lóða- skortur á höfuð- borgarsvæðinu sem hefur valdið miklum hækkunum á fast- eignamarkaði. Nánast ekkert framboð er af einföldu og ódýru hús- næði fyrir fólk á öllum aldri hvorki á frjálsum né félagslegum markaði. Með upp- byggingarstefnunni „þétting byggð- ar“ hefur Reykjavíkurborg valdið miklum hækkunum á fasteigna- markaði og skapað gríðarlegan skort á einföldu og ódýru húsnæði. Mikið framboð er af íbúðarhúsnæði á þéttingarsvæðum en þar er lægsta verð á tveggja herbergja íbúðum í kringum 40 millj. kr. og verð allt upp í 80 millj. kr. fyrir 100 fm íbúð. Nánast ekkert framboð er á einföldum og ódýrum íbúðum á stærðarbilinu 45-60 fm sem eru á verðbilinu 20-25 millj. kr. Ungt fólk á aldrinum 20-35 ára, eldri borg- arar, og fólk sem býr við erfiðar að- stæður á erfitt með að finna hent- ugar lausnir í húsnæðismálum. Sum sveitarfélög hafa ekki staðið sig vel í lóðaframboði sem hefur leitt til þess að byggingaframkvæmdir eru töluvert á eftir áætlun. Það hefur algjörlega mistekist að byggja ein- faldar og ódýrar íbúðar á höf- uðborgarsvæðinu á undanförnum árum og þar hefur slagorðið „þétt- ing byggðar“ verið í aðalhlutverki en ekki er ólíklegt að 20-30% álag sé á verði fasteigna vegna stefnu Reykjavíkurborgar. Reykjavík- urborg hefur mistekist að mæta mikilvægasta hagsmunamáli flestra Íslendinga að eignast einfalt og ódýrt húsnæði. Slíkri forystu er refsað grimmilega þegar horft er til lengri tíma. Einstakir aldurshópar, s.s. fólk á aldrinum 20-35 ára, aldr- aðir, fólk sem þarf á félagslegri að- stoð sveitarfélaga að halda og þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð hafa þurft að leita inn á rándýran og ótryggan leigu- markað. Séreignastefna á íbúðamarkaði er í flestum tilfellum besta stefnan eins og undir- strikað hefur verið undanfarin ár, sér- staklega hjá þeim sem hafa minni kaupmátt og eru að taka sín fyrstu skref á íbúða- markaði. Miklvægt er að hefja þjóð- arátak í húsnæðismálum Íslendinga með því að koma með einfaldar og ódýrar lausnir í húsnæðismálum. Lífshættir og lífsstílshættir fólks eru að breytast hratt þar sem fólk vill einfaldar og snjallar lausnir í íbúðarmálum sínum. Þar skiptir miklu máli að húsnæðið sé ódýrt og taki mið af kaupmætti fólks. Auk þess skiptir öryggi í húsnæðis- málum flesta einstaklinga miklu máli. Mikilvægt er að fyrstu kaup séu hagvæm og skynsamleg fyrir sem flesta á íbúðamarkaði og það nái til landsins alls. Einfaldar og ódýrar búðir til að mæta skorti Einfaldar og hagkvæmar lausnir í íbúðamálum geta falist í því að byggja ódýrar og hagkvæmar íbúð- ir sem eru 45-60 fm að stærð með haganlegu fyrirkomulagi. Á sjötta áratugnum voru t.a.m. byggð há- hýsi við Austurbrún í Reykjavík sem eru 12 hæðir, en stærð íbúð- anna er á bilinu 45-60 fm. Samskon- ar íbúðir gætu nú mætt þeirri brýnu eftirspurn sem er nú á íbúða- markaði. Það er ljóst að þörf er á þjóðarátaki flestra hagsmunaðila með góðum vilja og forystu. Sveit- arfélög þurfa að bretta upp ermar og á það sérstaklega við Reykjavík- urborg sem hefur ekki tryggt nægi- legt lóðaframboð til einfaldra og hagkvæmra lausna á íbúðamarkaði. Ekki er óraunhæft að áætla að byggja þurfi um 12-15 þúsund íbúð- ir að ofangreindri stærð sem er ca. uppsöfnuð eftirspurn 6-8 ára og mæta þannig eftirspurn eftir ein- földum og ódýrum íbúðum sem eru 45-60 fm sem eru á verðbilinu 20-25 millj. kr. Nú þurfa sveitarfélög um allt land að bretta upp ermar og hafa nægilegt framboð af ódýrum lóðum fyrir slíkt íbúðarhúsnæði í sinum sveitarfélögum og mæta framtíðinni í mikilvægasta hags- munamáli hvers Íslendings. Þjóðarátak með samstilltu átaki Í ljósi þessa mikla ójafnvægis sem er nú á íbúðamarkaði er mik- ilvægt að sveitarfélög, stéttarfélög og lífeyrissjóðir taki höndum saman í að lyfta grettistaki í húsnæðis- málum Íslendinga. Sveitarfélög þurfa að tryggja nægt lóðaframboð á hagstæðu verði, stéttarfélög að standa vaktina og tryggja hags- muni félagsmanna sinna og lífeyris- sjóðir geta veitt sjóðfélagalán sem eru mjög hagkvæmur kostur fyrir flesta sjóðfélaga þar sem lánstími er langur og vaxtakjör með því besta sem gerist á markaði. Mik- ilvægt er síðan að fá vandaðan og góða verktaka til að taka þetta verkefni að sér og koma þessu af stað og reisa 12.000-15.000 litlar íbúðir á næstu tveimur árum sem eru með viðráðanlegri greiðslubyrði fyrir flesta og útrýma þannig íbúða- skorti hjá fyrstu íbúðarkaupendum og öðrum sem vilja búa í einföldu og hagkvæmu húsnæði á viðráðan- legu verði. Eftir Albert Þór Jónsson »Mikilvægt er að sveit- arfélög, stéttarfélög og lífeyrissjóðir taki höndum saman í að lyfta grettistaki í húsnæðis- málum Íslendinga. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynsla á fjármálamarkaði. Einfalt og ódýrt íbúðarhús- næði óskast, takk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.