Morgunblaðið - 05.12.2017, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017
✝ Pálína SigrúnÞorláksdóttir
fæddist á Siglu-
firði 21. mars
1928. Hún lést á
dvalarheimilinu
Hrafnistu, Hlé-
vangi, Keflavík,
20. nóvember
2017.
Foreldrar
hennar voru hjón-
in Þorlákur Guð-
mundsson, f. 22. júlí 1894, d.
5. júní 1994, og Guðrún Jó-
hannsdóttir, f. 6. júní 1897, d.
5. apríl 1963. Systkini Pálínu
eru: Ingimar Hallgrímur, f.
23. júní 1924, d. 13. janúar
2011, Jóhanna, f. 18. júní
1925, d. 28. febrúar 2010,
Andrés, f. 7. ágúst 1926, d. 9.
apríl 1963, Súsanna, f. 17.
mars 1929, d. 7. apríl 2007,
Sveinn Jóhann, f. 7. júlí 1930,
Dætur þeirra eru Linda
María, f. 29. desember 1968,
synir hennar eru: SteinÞór,
f. 1986, Gunnar Þór, f. 1990,
Sigurður Þór, f. 2006. Pálína
Heiða, f. 16. júní 1978, gift
Páli Kristinssyni, börn
þeirra: Kristinn, f. 1997, Elí-
as Bjarki, f. 2004, Elsa Lind,
f. 2013. 2) Steinn Árni Sig-
urðsson, f. 2. maí 1948, gift-
ur Janeth Soleminio. Sonur
þeirra: Mikael Jón Steinsson,
f. 28. maí 1991.
Pálína Sigrún ólst upp á
Siglufirði og flutti í Njarðvík
árið 1953 og bjó þar til ævi-
loka. Síðastliðið ár var hún
til heimilis á dvalarheimilinu
Hlévangi í Keflavík. Starfaði
hún við margvísleg störf í
gegnum tíðina en lengst af í
skúringum og í Ragnarsbak-
arí.
Áhugamál hennar snerust
aðallega um handavinnu,
prjónaskap, söng og að hlúa
að fjölskyldunni.
Útför Pálínu fer fram frá
Innri-Njarðvíkurkirkju í dag,
5. desember 2017, og hefst
athöfnin klukkan 13.
d. 2. nóvember
2016, Pétur Þór,
f. 21. ágúst 1932,
d. 7. apríl 1953,
Karl Ásmundur,
f. 5. janúar 1935,
Snorri, f. 3. apríl
1936, d. 29. nóv-
ember 2007,
Skjöldur, f. 30.
mars 1937, d. 1.
mars 2003.
Pálína giftist
Sigurði Steinssyni 30. des-
ember 1963. Foreldrar hans
voru Anna Sigurðardóttir, f.
31. janúar 1904, d. 17. jan-
úar 1987, og Steinn Árni Ás-
grímsson, f. 6. desember
1898, d. 8. maí 1976.
Pálína og Sigurður eign-
uðust tvo syni. Þeir eru: 1)
Gunnar Þór Sigurðsson, f.
27. júní 1946, giftur Elsu
Steinunni Hafsteinsdóttur.
Elsku hjartans mamma og
tengdamamma.
Margs er að minnast þegar
við lítum yfir farinn veg, þú
varst stór hluti af okkar lífi og
skilur eftir skarð sem verður
aldrei fyllt.
Við þökkum þér samfylgdina
í gegnum árin og fyrir allar
góðu minningarnar sem við eig-
um eftir að ylja okkur við um
ókomna tíð. Elsku mamma,
takk fyrir allt, þú varst okkur
svo kær.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að
morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Mortens)
Gunnar og Elsa.
Elsku skemmtilega og fal-
lega amma okkar.
Við kveðjum þig í dag með
söknuði en um leið fögnum við
lífinu og því að hafa fengið að
alast upp með ömmu sem var
okkur svo kær. Þú varst alltaf
til staðar fyrir okkur og höfum
við ótal skemmtilegar minning-
ar sem við eigum eftir að ylja
okkur við.
Sofðu rótt, elsku amma, og
takk fyrir öll árin okkar sem
við fengum að njóta með þér,
þín verður sárt saknað í okkar
hópi.
Þú varst okkur amma svo undur
góð
og eftirlétst okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Sigurlín Kristjánsdóttir)
Linda og Pálína.
Í dag verður Pálína móður-
systir mín til grafar borin, 89
ára að aldri.
Palla var mér meira en bara
frænka, hún var mér kær vin-
kona og bjargvættur á erfiðum
stundum.
Alltaf var Palla fyrst til að
rétta fram hjálparhönd þegar
erfiðleika bar að garði. Ég á
henni svo ótal margt að þakka
enda á hún sérstakan stað í
hjarta mér.
Palla var stórglæsileg ung
kona með sitt síða svarta hár,
há og grönn, hnarreist í fasi og
smekkleg í klæðnaði. Það var
tekið eftir henni þar sem hún
fór um. Hún var dugnaðarfork-
ur og lét sér ekki margt fyrir
brjósti brenna. Um tíma prjón-
aði hún eina lopapeysu á dag og
seldi. Þrátt fyrir það gaf hún
sér tíma til að fara í bingó sem
var hennar eftirlætisskemmt-
un. Hún var ótrúlega heppin í
því spili og yfirleitt var komið
heim með vinning. Heimili
hennar var ákaflega snyrtilegt
og alltaf var nóg á borðum
enda gestagangur mikill. Allir
komu við hjá Pöllu og Sigga því
þangað var gott að koma. Það
var glatt á hjalla við kaffiborð-
ið, margt sem bar á góma og
mikið hlegið. Stundum var lífs-
gátan ráðin og pólitísk vanda-
mál stundum leyst eða ekki.
Stöku sinnum var tekið í spil og
þá var eins gott fyrir þann sem
spilaði með Pöllu að kunna sitt
fag því tap var henni ekki að
skapi.
Palla var ekki allra og ef
henni líkaði ekki eitthvað þá lét
hún það skýrt í ljós, gat verið
hörð í horn að taka, talaði tæpi-
tungulaust þannig að allir
skildu hana en samt var hún
mesti ljúflingur og alltaf tilbúin
til hjálpar hverjum sem var.
Alltaf stutt í glens og grín og
dillandi hlátur.
Systkinahópur hennar var
stór, 11 talsins, og þar af var
einn hálfbróðir. Af þessum
stóra hópi er einn eftir á lífi,
Ásmundur, búsettur á Akur-
eyri. Palla var fimmta elst í
röðinni. Oft hefur verið glatt á
hjalla og nóg að gera hjá ömmu
og afa. Allur þvottur var þveg-
inn á bretti og ekkert til til
neins. Ekkert af systkinunum
fæddist með gullskeið í munni.
Þó hefur þessi stóri hópur kom-
ið sér vel áfram og allt dugn-
aðarfólk.
Palla elskaði börnin sín og
barnabörn og allan hópinn sinn.
Hann var henni allt og talaði
hún oft um augasteinana sína
fallegu og var stolt að sýna
myndir af þeim. Ég veit að þau
sakna ömmu sinnar því þau
voru svo samrýnd og aldrei var
veisla eða partí öðruvísi en
amma væri með. Og lengi vel
var hún aðalstuðboltinn. Eitt er
víst að það var aldrei leiðinlegt
þar sem Palla var.
Ég þakka samfylgdina í
gegnum árin og votta aðstand-
endum samúð mína.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ég sakna þín mikið, Palla
mín, því margs er að minnast
og sú minning er ljúf. Gakktu í
friði inn í ljósið við klukknanna
óm, í Guðs friði.
Þín
Guðrún Þórlaug Jóhannes-
dóttir (Gunna Þóra).
Pálína Sigrún
Þorláksdóttir
✝ Ósk Jónsdóttirfæddist í Stífl-
isdal í Þingvalla-
sveit 21. október
1925. Hún lést á
Landspítalanum 21.
nóvember 2017.
Hún var dóttir
hjónanna Ingi-
bjargar Eyvinds-
dóttur, f. 13. mars
1899, d. 31. janúar
1980, og Jóns Sig-
urðssonar, f. 11. ágúst 1896, d.
27. september 1978.
Systkini Óskar voru Kristín,
f. 1923, d. 1995, Sigríður, f.
1924, d. 2014, Einar, f. 1927, d.
2014, Haraldur, f. 1930, d. 2015,
Jenný, f. 1930, d. 2017, Ása, f.
1940, og Ingibjörg, f. 1942.
sambýlismaður Hrafnkell Sig-
ríðarson, f. 1981, sonur þeirra
er Flóki, f. 2015. 2. Ósk Soffía,
f. 4.11. 61, gift Rainer Eisen-
braun, f. 1.10. 65. Synir þeirra
eru: a) Magnús Þór, f. 1996. b)
Jóhann Óli, f. 1997. 3. Ingi, f.
14.6. 1963, sambýliskona Berg-
laug Skúladóttir, f. 16.4. 1964.
Börn Inga með Bryndísi
Bragadóttur eru: a) Arnar
Bragi, f. 1992, sambýliskona
Björk Guðmundsdóttir f. 1993.
b) Kristín, f. 1996. Sonur Inga
og Berglaugar er c) Valtýr f.
2003.
Ósk ólst upp á Fremra Hálsi
í Kjós en fluttist ung til Reykja-
víkur. Mestan sinn starfsaldur
vann hún við heimilisstörf og
saumaskap, lengst af á sauma-
stofu Gefjunar.
Útförin fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 5. desember
2017, klukkan 15.
Ósk giftist 5.
desember 1953
Valtý Jónssyni
verslunarmanni, f.
10. desember 1924,
d. 19. júlí 2000.
Börn þeirra eru: 1.
Kristinn, f. 30.1. 54,
kvæntur Höllu
Hjartardóttur, f.
24.7. 1955. Dætur
þeirra eru: a) Edda
Hrönn, f. 1979,
sambýlismaður Jesper Harding
Sørensen, f. 1978. Synir þeirra
eru Emil Eldar, f. 2010, og Sófus
Snær, f. 2013. b) Eva Hrund, f.
1983, sambýlismaður Guðmund-
ur Ingi Þorsteinsson, f. 1981,
sonur hans er Hafsteinn Þór, f.
2011. c) Ellen Harpa, f. 1985,
Kær vinkona okkar er látin,
en bjartar minningar um mik-
ilhæfa og elskulega konu, vin-
áttu hennar og tryggð í meira
en hálfa öld munu lifa áfram í
hugum okkar.
Margs er að minnast þegar
litið er yfir farinn veg liðinna
ára. Alveg frá bernskuárum
okkar munum við eftir Ósk og
Valtý föðurbróður okkar. Þær
minningar einkennast af gleði og
væntumþykju. Hún var honum
alltaf stoð og stytta og heimili
þeirra var í senn fallegt og
heimilislegt. Það var okkur
systkinunum alltaf opið og þang-
að var alltaf jafn gaman og gott
að koma. Það var ómetanlegt
fyrir okkur þegar við komum
ung að árum til Reykjavíkur að
eiga hjá þeim athvarf og aðstoð
við að koma okkur fyrir í borg-
inni.
Ósk var gædd miklum mann-
kostum, góðum gáfum, velviljuð
og vinaföst. Hún var einstaklega
hæfileikarík og allt virtist leika í
höndunum á henni. Snillingur í
saumaskap og allt fataefni varð
að spariflíkum eftir að hún hafði
farið um það sínum næmu hönd-
um. Hún var ákaflega hógvær
kona, rólynd og yfirveguð, en
það var aldrei langt í gleðina og
húmorinn. Ósk var trygg vinum
sínum og afar heilsteypt mann-
eskja og hnjóðaði aldrei í neinn.
Hún hélt fullri reisn og and-
legum styrk fram í andlátið.
Á þessari skilnaðarstund er
okkur efst í huga söknuður og
þakklæti fyrir áralanga vináttu
og samskipti sem aldrei bar
skugga á. Það voru forréttindi
að fá að kynnast henni og eiga
hana að vinkonu um langt árabil.
Fjölskyldur, ættingjar og vin-
ir kveðja nú mikilhæfa konu
með söknuði og þakklæti fyrir
að hafa fengið að njóta samvist-
anna við hana svo lengi. Við
vottum afkomendum og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð
okkar.
Fyrir hönd systkinanna frá
Bessastöðum í Sæmundarhlíð,
Sveinn Runólfsson.
Ósk Jónsdóttir
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Matthildur Bjarnadóttir,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Elskuleg systir okkar,
KRISTÍN M. HERMANNSDÓTTIR
(DIDDA)
sjúkraliði,
lést á Hrafnistu Reykjavík mánudaginn 20.
nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Þökkum starfsfólki Hrafnistu fyrir umönnun og hlýhug í
veikindum hennar.
Systkini hinnar látnu
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HJÖRDÍS HJÖRLEIFSDÓTTIR,
Stafnaseli 4, Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítala við
Hringbraut miðvikudaginn 29. nóvember.
Ástþóra Kristinsdóttir Magnús Eiríksson
Anton Á. Kristinsson Helga Sveinsdóttir
Hjörleifur Kristinsson Bára Hafsteinsdóttir
Kristinn Á. Kristinsson Hrund Grétarsdóttir
Hulda S. Kristinsdóttir Jón Ólafur Jóhannesson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARTA KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR
frá Heiði
í Mývatnssveit,
lést á heimili sínu, Krummahólum 8,
föstudaginn 1. desember.
Fyrir hönd aðstandenda.
Björg Wessing Lars Wessing
Sigrún Sigurðardóttir Vignir Ólafsson
Rebekka Sigurðardóttir Jósef Smári Ásmundsson
ömmubörn og langömmubörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, dóttir, systir og amma,
KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR
félagsliði,
sem lést á heimili sínu í Glostrup,
Danmörku, verður jarðsungin frá
Digraneskirkju fimmtudaginn 7. desember
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Hollvini Grensásdeildar LSH.
Kristján Viðar Bárðarson
Ágúst Viðar Kristjánsson Díana R. Rúnarsdóttir
Hanna Maggý Kristjánsd. Konráð A. Skarphéðins
Hjalti Snær Kristjánsson
Ísfold Aðalsteinsdóttir
systur og barnabörn