Morgunblaðið - 05.12.2017, Side 25
an svo þau færu aldrei á mis við
æskudraum hans um að eiga líf
með foreldrum sínum. Það líf
eignuðust þau öll. Við Sigga er-
um þakklát fyrir skjólið og
vottum Helgu og fjölskyldunni
allri samúð.
Ásmundur Frið-
riksson og Sigríður
Magnúsdóttir.
Kveðja frá Knattspyrnu-
félaginu Víði.
Eyjólfur Gíslason, heiðurs-
félagi Víðis, er látinn og stórt
skarð er höggvið í hóp fé-
lagsmanna. Eyjólfur hóf að
starfa fyrir Víði um 1950 þegar
hann kom að endurreisn félags-
ins, en þá var hann aðeins 16
ára. Frá þessum tíma hefur
hann komið að starfi félagsins á
nær öllum sviðum þess. Hann
spilaði með félaginu allt til árs-
ins 1971, þjálfaði yngri flokka,
sat í stjórn og var meðal annars
formaður um tíma. Það eru því
ófáar stundirnar sem hann hef-
ur lagt félaginu lið og vert að
minnast þess að um tíma sá
hann um félagsheimili okkar og
bar Víðishúsið þess merki að
það verk var unnið af hans ein-
stöku alúð.
Meðan heilsan leyfði kom
hann í Víðishúsið allt árið þar
sem hann og nokkrir félagar
spiluðu á spil og ræddu fótbolt-
ann. Hann var einnig tíður
gestur á leikjum félagsins
ásamt konu sinni Helgu þar
sem þau fylgdust með strákun-
um og hvöttu þá áfram.
Eyjólfur var sæmdur gull-
merki Víðis og silfurmerki KSÍ
á 60 ára afmæli Víðis 1996,
hann var gerður að heiðurs-
félaga Víðis 2001 og sæmdur
gullmerki KSÍ þegar hann var
70 ára árið 2004.
Eftirlifandi kona hans, Helga
Tryggvadóttir, er einnig heið-
ursfélagi Víðis.
Á kveðjustund þökkum við
Víðisfélagar allt hið mikla og
óeigingjarna starf sem Eyjólfur
lét félaginu og Garðinum í té.
Ljúfar minningar um góðan og
traustan félaga munu verða
okkur að leiðarljósi til öflugra
starfs og betra félags.
Víðisfélagar votta eiginkonu
og öðrum aðstandendum sína
dýpstu samúð með virðingu og
þakklæti.
Guð blessi minningu Eyjólfs
Gíslasonar.
Fyrir hönd Víðis,
Einar Jón Pálsson
og Guðlaug
Sigurðardóttir.
Kynni mín af Eyjólfi voru
einstaklega skemmtileg, man
það eins og það hefði gerst í
gær. Það var sunnudagsmorg-
unninn 12. maí árið 1991. Ég
var þá að mæta á mína fyrstu
vakt hjá Hús- og öryggisgæslu
Flugmálastjórnar á Keflavíkur-
flugvelli. Eyjólfur tók á móti
mér opnum örmum og bauð mig
velkomin til starfa, hann var
reyndar að ljúka næturvakt en
ég mætti snemma á mína fyrstu
vakt. Upp frá þessum degi varð
mikil vinátta á milli okkar og
hefur hún haldist alla tíð. Eyj-
ólfur var alltaf búinn og boðinn
til að vera mér innan handar ef
eitthvað kom upp á hjá mér og
mínum og stóð oft margar vakt-
ir lengur fyrir mig eða kom
fyrr á vakt til þess að ég kæm-
ist fyrr heim. Auðvitað gerði ég
slíkt hið sama fyrir hann þótt
það hafi ekki verið eins oft, en
ekki vorum við að velta okkur
upp úr því. Við störfuðum sam-
an í hartnær 10 ár er hann varð
að hætta að vinna sökum veik-
inda, en við héldum alltaf sam-
bandi og hittumst af og til í
veislum eða afmælum í gegn-
um fjölskyldu Helgu. Ekki var
leiðinlegt að tala um fótbolta
og þá sérstaklega enska bolt-
ann, hann var einstaklega
ánægður með að ég skyldi
halda með „litlu liði“, Derby
County, en hann var sjálfur
mikill Man. Utd-maður. Elsku
vinur, fáum mönnum hef ég
kynnst sem hafa verið mér
einstaklega góðir vinir eins og
þú, þér var alltaf umhugað um
mig og mína heilsu sem og alla
mína fjölskyldu, ég veit að þú
munt verða með mér hvar sem
mig ber niður bæði til vinnu
sem og víðar.
Þetta eru fátakleg orð til
þín, kæri vinur, en þú rifjar
þetta örugglega upp þegar við
hittumst síðar.
Elsku Helga og aðrir ætt-
ingjar, mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Halldór Rúnar Þorkelsson.
Elsku besti Eyji minn, sum-
ir gera heiminn betri einfald-
lega með návist sinni. Það
gerðir þú.
Þú varst góður eiginmaður,
góður afi og stoltur af barna-
börnunum þínum. Þegar ég
hugsa til þín koma upp margar
góðar minningar, mættur á
fótboltaleik hjá Víði með
Helgu þinni, að gera við bíla
og spila við eldhúsborðið og
margar fleiri góðar minningar.
Takk fyrir kærleikann.
Takk fyrir trygglyndið.
Takk fyrir hlýjuna.
Takk fyrir brosið.
Takk fyrir tímann.
Elsku Helga mín og börn,
innilegar samúðarkveðjur.
Hrafnhildur
Jóhannsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017
Raðauglýsingar
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu vinnustofunni okkar kl. 9,
leikfimi í KR kl. 10.30 þar sem hann Guðjón sjúkraþjálfari sér um leik-
fimina. Útskurður og myndlist kl. 13 í hreyfisalnum og félagsvist kl. 13
í matsalnum. Jóga kl. 18.
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Ganga um nágrennið kl. 11.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinning-
um kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegis-
matur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir vel-
komnir. S. 535-2700.
Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 13.00
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9, brids kl. 13.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Botsía kl.10.30. Opin handverkstofa
kl. 13. Upplestur kl. 13.10. Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Kl. 8.30-12.30 leirmótun, kl. 10-12.30
handaband, opin vinnustofa með leiðbeinendum, kl. 10-10.30 bóka-
bíllinn á svæðinu, kl. 13-16 frjáls spil, kl. 13-17 bókband, kl. 13-15
Handavinna í handverksstofu, öllum opin, kl. 13.30-14.15 Söngstund
við píanóið, kl. 15 handavinnuhópur hittist í handverksstofu. Verið vel-
komin á Vitatorg sími 411-9450.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurður með leið-
beinanda kl. 9-16. Línudans kl. 13-14. Kóræfing kl. 14.30-16.30.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta, kl. 13.30 spjall (frjáls mæting).
Gullsmári Postulínsmálunarhópur kl. 9. Jóga kl. 9.30. Ganga kl. 10.
Handavinna / brids kl. 13. Jóga kl. 18. Félagsvist kl. 20.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, léttar erobik-
æfingar með Milan kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl.
11.30. Spilað brids kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Jóga hjá Ragn-
heiði kl. 15 og 16.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, hjá ömmu kl. 9.30, ganga kl.10, línudansnámskeið kl.10, mynd-
listarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur kl. 12.30, handavinnu-
hornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30, nánari upp-
lýsingar í síma 411-2790, allir velkomnir óháð aldri.
Korpúlfar Gönguhópar kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í
Egilshöll. Línudans kl. 11, félagsvist kl. 13 í Borgum.Trétréútskurður
kl. 13 á Korpúlfsstöðum, kóræfing Korpusystkina kl. 16.30 í Borgum.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest-
ur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, samverustund með djákna kl. 14, ganga
með starfsmanni kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Uppl. í s. 411-2760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og
meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega vel-
komnir í Selið. Nánari uppl. hjá Maríu Helenu í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Leir og listasmiðja Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl.
10. Krossgátu og kaffispjall í króknum kl. 10.30. Handavinna Skóla-
braut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Skráning í ,,óvissu-
ferðina" Annríki, Þjóðarskart og gersemar, stendur yfir en ferðin er
fyrirhuguð þriðjudaginn 5. desember. Komið við á kaffihúsi í baka-
leiðinni.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba námskeið kl. 10.30, leið-
beinandiTanya. Skapandi skrif - námskeið kl. 14, leiðbeinandi Þórður
Helgason.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Askalind4,Kóp.
Sími 5641864
www.vetrarsol.is
1100 W rafmagnsmótor
Dreing 1 – 4 metrar
31cm vinnslubreidd
Léur og meðfærilegur
Góður við þröngar aðstæður
1131 E snjóblásari
Bókhald
NP Þjónusta
Tek að mér bókanir og umsjá
breytinga.
Hafið samband í síma 649-6134.
Byggingavörur
Lokað verður frá 12. nómember
til 5. desember.
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Allt þetta fólk
Þormóðsslysið 18. 2.1943
Þormóðsslysið var mikill harmleikur.
Líf heillar byggðar og flestra fjöl-
skyldna þar gjörbreyttist eftir það.
Fæst í öllum bókaverslunum.
Vestfirska forlagið
Bækur
Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að
dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera
út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og
þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða
dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig aukapening?
✝ Auður Sigurð-ardóttir fædd-
ist í Hafnarfirði
27. október 1933.
Hún lést á heimili
sínu á Hrafnistu í
Hafnarfirði 23.
nóvember 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Valgerður
Ívarsdóttir, f. 28.
júlí 1901, d. 27.
ágúst 1987, og Sig-
urður Kristjánsson, f. 23. apríl
1900, d. 6. september 1965.
Systkini hennar voru Ingveldur
Sigurðardóttir, f. 30. ágúst
1923, d. 19. febrúar 2004, Guð-
rún Sigurðardóttir, f. 27. apríl
17. febrúar 1925, d. 15. júní
2012. Þau eignuðust fjögur
börn. Ívar Bjarnason, f. 1951,
maki Gunnhildur P. Gunnars-
dóttir, Sólveig Edda Bjarna-
dóttir, f. 1957, maki Gunn-
laugur Sigurðsson, Guðrún
Bjarnadóttir, f. 1960, maki Jó-
hannes Kristjánsson, Valgerður
Bjarnadóttir, f. 1960, maki
Haraldur Árnason. Barnabörn-
in eru 15 og barnabarnabörnin
eru orðin 20.
Auður var húsmóðir og
verkakona og bjó í Hafnarfirði
alla sína tíð. Auður og Bjarni
byrjuðu búskap að Hamars-
braut 11 en bjuggu lengst af á
Reynihvammi 2 áður en þau
fluttu á Hrafnistu 2011.
Eftir Auði liggja ótal peysur
á fjölskylduna, saumaðir dúkar,
myndir og stólar.
Útför Auðar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 5.
desember 2017, klukkan 13.
1925, Kristján Sig-
urðsson, f. 16. júní
1927, d. 28. októ-
ber 1986, Sigrún
Sigurðardóttir, f.
16. júní 1927, d.
10. nóvember 2011,
Valgerður Guðlaug
Sigurðardóttir, f.
12. ágúst 1928, d.
15. maí 2005, Sig-
urður Ívar
Sigurðsson f. 30.
september 1929, d. 22. nóv-
ember 2015, Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, f. 15. mars 1931, d. 1.
júní 1996.
Eiginmaður Auðar var
Bjarni Bjarnason sjómaður, f.
Við systkinin eigum margar
góðar minningar frá því við
vorum lítil í heimsókn hjá
ömmu og afa í Reynihvammi.
Ferðalagið frá Hornafirði til
Hafnarfjarðar var langt og vor-
um við því yfirleitt komin að
kvöldi til. Þá útbjó amma alltaf
kvöldkaffi handa okkur sem við
kunnum vel að meta. Þá var
boðið upp á tvær gerðir af
sandkökum, eina brúna og eina
ljósa með rúsínum.
Amma var flink í eldhúsinu.
Við hátíðleg tilefni töfraði hún
fram dýrindis mat og kökur. Ís-
tertan var í miklu uppáhaldi.
Okkur Hornfirðingunum fannst
alltaf svo gaman að hitta
frænkur og frændur í veislum
hjá ömmu og afa. Það var sér-
staklega skemmtilegt að fá að
fara upp á háaloft að róla.
Við fórum ófáar ferðir í
Kleifarvatn að veiða og í berja-
mó með ömmu og afa. Það var
alltaf jafn gaman og við krakk-
arnir alltaf jafn spennt fyrir
gómsætu nestinu sem að amma
hafði útbúið.
Nafna ömmu sinnar kunni
vel að meta það þegar henni
var boðið að koma í heimsókn
og læra réttu handtökin í eld-
húsinu, hvort sem var í mat-
argerð eða bakstri.
Amma var mikil hannyrða-
kona og áttum við alltaf fal-
legar lopapeysur og hlýja
sokka. Hún prjónaði eitt sinn
lopapeysur á öll sín börn og
barnabörn og vakti það mikla
lukku. Handa barnabarnabörn-
unum prjónaði hún falleg teppi
og saumaði falleg sængurvera-
sett með hekluðu millistykki,
merkt með upphafsstöfum okk-
ar systkinanna.
Amma kenndi okkur að vinna
hratt og vel. Henni féll aldrei
verk úr hendi og hún afkastaði
miklu. Amma var hörkudugleg
kona sem við litum upp til og
bárum mikla virðingu fyrir.
Elsku amma, þú hugsaðir vel
um fjölskylduna þína og fyrir
það erum við afar þakklát. Það
var gott að fá tækifæri til að
kveðja þig.
Hvíldu í friði.
Bryndís, Auður, Natan
og Vala.
Elskulega amma mín er
fallin frá 84 ára að aldri.
Amma var handavinnukona
mikil og hafði hún gaman af
því að spila. Hún var sælkeri
og þótti henni ekki slæmt þeg-
ar ég kíkti við hjá henni með
ís eða súkkulaði. Við amma
vorum nánar og var hún mér
kær. Mér þótti hún góð kona
en ákveðin var hún og lét í sér
heyra ef henni mislíkaði eitt-
hvað. Alltaf þótti mér gott að
fara í heimsókn til ömmu og
afa á Reynihvamminn en and-
rúmsloftið á heimilinu var ein-
staklega afslappað og þægi-
legt.
Í nokkur ár kom ég viku-
lega til að aðstoða við hina
ýmsu hluti. Eitt var þó víst að
ekki fékk ég að fara út úr húsi
án þess að hafa fengið eitt-
hvert góðgæti að borða, sem
var þó ekki slæmt því heima-
bakað var það.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín.
Hvíldu í friði.
Þín
Sólrún.
Auður
Sigurðardóttir