Morgunblaðið - 05.12.2017, Síða 27

Morgunblaðið - 05.12.2017, Síða 27
kjörinn í stjórn IABF (Icelandic Am- erican Business Formum) frá 2009. Árið 1995 var Stefáni boðið í rann- sóknarferð til Bandaríkjanna sem kostuð var af þarlendum stjórnvöld- um. Í ferðinni voru rannsökuð fyrir- tæki, bankar og samtök fyrirtækja á þessu sviði. Bresk stjórnvöld buðu Stefáni árið 1997 í sambærilegan rannsóknarleiðangur til Bretlands. Þar var um að ræða svokallaða „Cat One visit“. Stefán hefur skrifað fjölda greina um verslun og viðskipti í innlend og erlend blöð og tímarit. „Ég er áhuga- maður um skógrækt og spila skvass, kynntist því í Crystal Palace og heill- aðist af íþróttinni. Ég reyni að stunda stang- og skotveiði þó að það hafi far- ið minna fyrir því en ég hefði viljað. Ég er þakklátur og glaður á afmæl- isdaginn, ég hef átt gott líf og átti góða æsku, hef getað glaðst yfir mörgu og á góða að. Í tilefni tímamót- anna verð ég með opið hús í sal Nes- kirkju á föstudaginn og við hjónin vonumst til að sjá sem flesta í okkar ranni og þá sem hafa verið okkur samferða í gegnum tíðina.“ Fjölskylda Stefán er giftur Helgu R. Ottós- dóttur hjúkrunarfræðingi, f. 14.3. 1957. Foreldrar hennar voru hjónin Ottó A. Michelsen, forstjóri IBM, f. 10.6. 1920, d. 11.6. 2000, og Gyða Jónsdóttir heimilisiðnaðarkennari af Veðramótsætt, f. 4.8. 1924, d. 17.1. 2011. Börn Stefáns og Helgu eru: 1) Snorri hdl., f. 7.12. 1981, í sambúð með Líf Magneudóttur borgarfull- trúa, bús. í Rvík. 2) Dr. Guðrún lyfja- fræðingur, f. 20.1. 1983, gift dr. Vini- cius Tragante, biogenmetric hjá DeCode, bús. í Utrecht í Hollandi. 3) Ottó Stefán Michelsen fjármálaverk- fræðingur, f. 29.4. 1986, giftur Önnu Gísladóttur lækni, bús. í Rvík. 4) Gyða R. lögfræðingur, f. 20.11. 1990, í sambúð með Aroni Teitssyni trésmið, bús. á Seltjarnarnesi. Barnabörnin eru átta. Systkini Stefáns: Jóhann Geir öku- kennari, f. 24.2. 1948, bús. í Rvík; Gunnar sjóntækjafræðingur, f. 14.2. 1949, bús. í Rvík; Stefán Sigurður, f. 2.2. 1952, d. 22.2. 1955; Guðjón Hólm framkvæmdastjóri, f. 8.3. 1959, bús. í Rvík, og Áslaug, hdl. í Rvík, f. 28.1. 1963, d. 15.8. 2011. Foreldrar Stefáns voru hjónin Guðjón Hólm, hdl. og forstjóri, f. 10.9. 1920, d. 3.7. 2001, og Guðrún Stef- ánsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 28.3. 1920, d. 21.5. 2014. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 95 ára Axel Þór Friðriksson 90 ára Björn Sveinsson 85 ára Erla Sigurvinsdóttir Jóhannes Bergsveinsson Kristín Edda Kornerup Hansen 80 ára Karla M. Sigurjónsdóttir Steinunn Guðmundsdóttir Sveinn Frímannsson 75 ára Einar Einarsson Eymundur Jóhannsson Helgi Sigurmonsson Kristján Sigurður Kristjánsson Rannveig Svava Alfreðsdóttir 70 ára Árni Einarsson Ásgeir M. Kristinsson Bergur Magnús Sigmundsson Guðrún Lovísa Víkingsd. Guðrún Rögn Jónsdóttir Hildigunnur Guðmundsdóttir Sigríður Matthíasdóttir Steinunn Arnbjörg Eiríksdóttir 60 ára Anna Jóna Hauksdóttir Einar Jóhannesson Ingibjörg Hildur Árnadóttir Kristján Björnsson Lilja Sigfúsdóttir Magnús Guðmundsson Magnús Sigurðsson Stefán S. Guðjónsson Valdimar Óli Þorsteinsson Þórey Anna Matthíasdóttir Þórey Þóroddsdóttir 50 ára Grétar Harðarson Hákon Ernuson Irena Puhar Zak Kjartan Magnússon Margrét Hjaltadóttir 40 ára Björn Freyr Ingólfsson Guðmundur V. Gunnarsson Gylfi Blöndal Haraldur Einarsson Íris Lind Verudóttir Jóhann B. Guðmundsson Ólöf Magnúsdóttir Róbert Beck Stella Maris Þorsteinsdóttir Vilhjálmur Sturla Eiríksson Þorvaldur Birgir Arnarsson Þóra Þorsteinsdóttir Þórey Björk Hjaltadóttir 30 ára Anielyn Pantilgon Adlawan Aníta Magnúsdóttir Anne Helenne Rocha Alves Audrius Vagnoris Benjamín Mark Stacey Davíð Arnar Baldursson Dawid Rozumek Helga Reynisdóttir Hildur Ásgeirsdóttir Hjalti Óskarsson Katla Ásgeirsdóttir Kinga Maria Rypysc Margrét Anna Guðmundsdóttir María Sigurrós Ingadóttir Salma Hamdan Nassor Stefán Þór Þengilsson Svava Arnardóttir Til hamingju með daginn 30 ára Davíð er Garðbæingur en býr í Reykjavík. Hann er mennt- aður sem grafískur hönn- uður og er yfirhönnuður á auglýsingastofunni Brandenburg. Maki: Jenný Hildur Óm- arsdóttir, f. 1989, versl- unarstjóri. Foreldrar: Baldur Ólafur Svavarsson, f. 1957, arki- tekt, bús. í Garðabæ, og Eyrún Anna Gunnarsdóttir, f. 1960, d. 2015, gjaldkeri. Davíð Arnar Baldursson 30 ára Helga er Reykvík- ingur og lögmaður hjá AM Praxis. Maki: Halldór Þorsteinn Þorsteinsson, f. 1985, lög- fræðingur hjá AM Praxis. Börn: Þorsteinn Reynir, f. 2017. Foreldrar: Reynir Karls- son, f. 1956, lögmaður hjá AM Praxis, og Jóna Aðal- heiður Aðólfsdóttir, f. 1955, lífeindafræðingur. Þau eru búsett í Reykja- vík. Helga Reynisdóttir 40 ára Róbert er frá Reyðarfirði og vinnur hjá Íslenska gámafélaginu þar. Maki: Særún Kristins- dóttir, f. 1982, leiðtogi hjá Alcoa Fjarðaáli. Börn: Alexander, f. 2003, og Rakel Emma, f. 2005. Foreldrar: Jón Kristinn Beck, f. 1942, trésmiður, bús. á Reyðarfirði, og Ást- hildur Jóhannsdóttir, f. 1955, vinnur í frímerkja- deildinni hjá Póstinum, bús. í Kópavogi. Róbert Beck HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástSnickers vinnuföt í  Arnaldur Sölvi Kristjánsson hefur varið doktorsritgerð sína í hagfræði við Oslóarháskólann. Ritgerðin ber heitið Greinar um skattlagningu fjármagns- og launatekna (Essays on Taxation of Capital and Labour Income). Leiðbein- andi var dr. Vidar Christiansen, prófess- or í hagfræði við Oslóarháskóla. Auka- leiðbeinandi var dr. Ray Rees, prófessor emeritus í hagfræði við Münchenhá- skólann. Andmælendur voru Katherine Cuff, prófessor í hagfræði við McMast- er-háskólann í Kanada, Floris Tobias, lektor í hagfræði við Norska viðskipta- háskólann, og Gaute Torsvik, prófessor í hagfræði við Oslóarháskólann. Doktorsritgerðin samanstendur af fjórum sjálfstæðum köflum sem allir fjalla um skattlagningu launa- og fjár- magnstekna. Kaflarnar fjalla annars vegar um það hvernig skattar hafa áhrif á ójöfnuð og hagkvæmni. Hins vegar fjalla kaflarnir um hagkvæmustu skatt- lagningu launa- og fjármagnstekna. Það svið fjallar um það hvernig ákjós- anlegast er að hanna skattkerfið þar sem tillit er tekið til áhrifa skatta á hag- kvæmni og dreif- ingu gæða. Í meginkafla rit- gerðarinnar fjallar Arnaldur Sölvi um skattlagningu þeg- ar arðsemi fjár- magns er breytileg milli fólks. Fjöldi tölfræðirannsókna hefur sýnt að fólk nýtur mismikillar arðsemi. Hagfræð- ingar hafa áður haldið því fram að ekki ætti að skattleggja fjármagnstekjur þegar launatekjur eru meginuppspretta ójafnaðar í samfélaginu. Ef fólk hins vegar hefur áhrif á arðsemina með því að stýra fjárfestingum sínum eða kaupa sér fjármálaráðgjöf, þá er meg- inuppspretta ójafnaðar ekki bara vegna launatekna. Þetta eykur mun- inn á milli þeirra sem eru klárir í fjár- festingum og þeirra sem eru það ekki. Þá er það samfélagslega hagkvæmt að skattleggja fjármagnstekjur og undir vissum kringumstæðum einnig eignir. Arnaldur Sölvi Kristjánsson Arnaldur Sölvi Kristjánsson fæddist í Köln í Þýskalandi árið 1985. Hann lauk BS- prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og MS-prófi frá sama háskóla árið 2011 og einnig MS-prófi í hagfræði frá Toulouseháskólanum árið 2013. Hann hóf störf sem sérfræðingur í norska fjármálaráðuneytinu í Osló síðastliðinn nóvember. Arnaldur Sölvi er giftur Berglindi Rögnvaldsdóttur og börn þeirra eru Benjamín Úlfur Arnaldsson, Móeiður Saga Arnaldsdóttir og Snjólaug Eyja Arnaldsdóttir. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.