Morgunblaðið - 05.12.2017, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.12.2017, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 þriðjudaginn 5. desember, kl. 18 Jólauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is KarlKvaran Listmunauppboð nr. 108 Forsýning á verkunum þriðjudag, kl. 10–17 KarlKvaran Louisa Matthíasdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ef þú ert að velta því fyrir þér hvers vegna hæfileikar þínir fari í súginn skaltu taka upp hælana og flytja þig um set. Menn verða að vita á hvaða hest þeir eiga að veðja. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert í könnunarskapi. Hvers vegna að láta staðar numið? Hugsaðu um leiðir til þess að auka verðmæti þitt í vinnunni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Látið ekki undir höfuð leggjast að færa það til betri vegar sem er á ykkar valdi. Hvers vegna ekki að skrá sig? Atvinnulausir verða heppnir og fá skemmtilega vinnu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur mögulega fengið rangar upplýsingar um hvað þú getur og getur ekki. Dýrir hlutir höfða alltaf til þín en þetta er ekki rétti tíminn til að kaupa þá. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Sýndu þakklæti þitt og þau munu vísa þér leið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ef þú kynnist einhverjum sem þér finnst gaman að spjalla og gantast við, skaltu gæta þess að sleppa ekki takinu af viðkomandi. Hafðu það í huga þegar þú ákveður framhaldið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú setur sjálfan þig þær aðstæður að þú munt fá – eða ekki – viðurkenningu per- sónu sem þú lítur upp til. Um þessar mundir er allt of auðvelt að spila á tilfinningarnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er full ástæða til þess að hvetja ykkur til að fara varlega í peningamál- unum. Með smávegis átaki tekst þér ábyggi- lega að bræða ísjakann. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú mátt eiga von á því að vinur þinn leiti til þín í vandræðum sínum. Slæmt er að eyðileggja fyrir sér með smáóná- kvæmni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Auðgaðu andann með því að lesa eitthvað óvenjulegt sem þú hefur ekki lagt þig eftir áður. Sýndu þínum nánustu þolin- mæði og hlýju. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú getur ekki stjórnað því hvað öðrum finnst um þig. Mundu bara að gleypa ekki allt sem sagt er gagnrýnislaust. Reyndu ekki að benda á aðra heldur líttu í eigin barm og breyttu til. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert kannski eitthvað dapur og kannt enga lausn við því. Einvera í fallegu umhverfi mun koma friði á hugann. Brosið hennar Mónu Lísu er lang-frægt og „hefðu það eflaust margir viljað málað hafa“, en það var Da Vinci sem á heiðurinn, þótt aðrir málarar hefðu, tím- ans vegna, getað gert það. Heinz Erhardt leikur sér að þeirri hugmynd, að fleiri hefðu getað náð brosinu en Da Vinci karlinn, og skeytir því engu þótt Rembrandt og Van Gogh passi ekki inn í tímalínuna. Móna Lísa hún mætti svo fín, á málarans Tizians fund. „Þér málið nú, herra, mynd upp á grín, af mér þegar hafið þér stund.“ Meistarinn, alltaf í aurahraki, afréð að segja strax já. „En áður en striga með málningu maki, hve mikið borgið þér þá?“ „Bíðið hægir, – að borgi ég yður, er barasta óráðshjal. Fyrr skal allt til fjandans og niður. Ég finna mér annan skal.“ Michelangeló var því miður ei heima, svo Móna varð hugsi um stund. „Rembrandt væri glópska að gleyma, og Gogh, – ég panta mér fund.“ En tíminn var naumur að tékka þá kalla, og takmarkað fé inni á bók. Þá Da Vinci fann hún, drátthagann snjalla, sem dáfeginn boðinu tók. Hann brosið fangaði’ á besta máta, með bravúr, svo enn er það dáð. En hefði, kannski, hún átt að láta, einn hinna fá verkið, svo af mætti státa, – og sá brosinu enn betur náð? (Þýð. Ó) Í ljóðadós Jóns Laxdals Halldórs- sonar frá verkfalli bókagerðar- manna 1981 eru þessi glerhús: Svipurinn á Mónu Lísu líkist á sína vísu Flosa brosa. Þegar Jón úr Vör lagðist í kör, spurði hann: Hvar er Jón Ó. Skar. Uppeldið gengi greiðar ef Jenna og Hreiðar hefðu bæði birt kvæði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Móna Lísa á marga vegu „FIMMTUGT ER EKKERT SVO MIKIÐ. ÞAÐ ERU BARA 26,5 MARSÁR“ „JÓN OG GUNNA ERU MÆTT, LÆKNIR“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... eins og flóðið – Óstöðvandi Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞVÍLÍKUR FJÖLDI ALLT ÞETTA FÓLK ER KOMIÐ Á ÆTTARMÓTIÐ HEFURÐU SÉÐ SVONA MARGA TRAKTORA ÁÐUR ÉG HELD ÉG HAFI TEKIÐ NIÐUR FYRIRMIG HEYRIRÐU EITTHVAÐ? JÁ! VEL RÚMUR TUGUR MANNA NÁLGAST - TÍMABÆRT AÐ FLÝJA ERTU HEIGULL!? NEI, ÉG ER BARA EKKI HRIFINN AF ÞVÍ AÐ TROÐAST UNDIR VELKOMIN TIL ÍRLANDS VELK T ÍRL Helgin fór heldur óvenjulega afstað því á föstudaginn höfðu flestir Íslendingar lögboðna afsökun fyrir því að slugsa í vinnunni í góðan klukkutíma, horfa á rússneska söngva og dansa og hlýða á ræðu leið- togans mikla þar í landi. Reyndar var það bara bónus sem fylgdi því að horfa á þegar dregið var í riðla á HM í knattspyrnu næsta sumar. Bónus sem Víkverji tók fegins hendi. x x x Þegar loks kom að drættinum sjálf-um var útkoman fyrir okkur Ís- lendinga alveg á besta veg eða þann versta eftir því hvernig fólk vill túlka það. Að mæta Messi, Agüero og Sergio Romero í fyrsta leik er nátt- úrlega ekkert annað en stórkostlegt. En um leið svo hræðileg tilhugsun. Kannski er glasið hálftómt hjá Vík- verja á þessum tímapunkti því líkleg- ast munu íslensku strákarnir halda áfram að koma öllum á óvart. Og þá er Messi ekkert verra fórnarlamb en hvert annað. x x x Þá er víst næsta verk að fara aðtelja rúblurnar og leggja á ráðin um ferð til Rússlands í sumar. Stóra spurningin virðist vera hvort ráðast eigi á verkefni með leifturárás, eins og tveggja nátta pakkaferð Iceland- air býður upp á, eða nýta sér ferðina og kynnast þessu magnaða landi í leiðinni. Þetta er ekki fyrsta ródeó- keppni Víkverja og hann hallast að hinu síðarnefnda. x x x Víkverji hafði beðið lengi eftir þvíað fá að stinga sér til sunds utan- dyra í endurbættri Sundhöll Reykja- víkur. Sú stund rann loks upp um helgina og var heldur betur biðar- innar virði. Höllin er hreint út sagt glæsileg, pottarnir frábærir og að- staða öll til fyrirmyndar. Öruggt má telja að Víkverji verði fastagestur þar hér eftir. Það kann reyndar að hafa aukið lítillega á hughrifin við þessa fyrstu heimsókn að okkar glæsilegi borgarstjóri var á meðal gesta – raunar synti hann fyrsta sprettinn í nýju lauginni – en Víkverji er eldri en tvævetur og veit vel að það er ekki hægt að búast við slíkum feng í hverri heimsókn. vikverji@mbl.is Víkverji Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er áreiðanlegt, skjöldur er hann öllum sem leita hælis hjá honum (II Sam. 22:31)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.