Morgunblaðið - 05.12.2017, Síða 30

Morgunblaðið - 05.12.2017, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017 RAFVÖRUR Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Hita- kútar 30-450 lítrar Umboðsmenn um land allt Amerísk gæðaframleiðsla PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Stjórnendur Metropolitan- óperunnar í New York ákváðu um helgina að víkja hljómsveitarstjór- anum James Levine frá störfum vegna ásakana þriggja karlmanna um kynferðisofbeldi sem hann á að hafa beitt þá þegar þeir voru á tán- ingsaldri á 9. og 7. áratug síðustu aldar. Levine, sem er 74 ára, hefur átt langan og farsælan feril hjá Met- ropolitan þar sem hann þreytti frumraun sína 1974 og var fyrst aðalhljómsveitarstjóri frá 1975 og síðan tónlistarstjóri frá 1976 þar til hann dró sig að mestu í hlé af heilsu- farsástæðum í fyrra. Hann hefur þó áfram komið að óperuuppfærslum og verið heiðurshljómsveitarstjóri óperunnar. Samkvæmt frétt New York Times heyrðu stjórnendur Metropolitan fyrst af ásökunum fyrir ári þegar málið kom inn á borð lögreglunnar, en ekki var ákveðið að setja af stað rannsókn innan óperunnar fyrr en fyrirspurnir fóru að berast frá fjöl- miðlum. „Meðan við bíðum niður- stöðu þeirrar rannsóknar, sem bygg- ist á fréttum fjölmiðla, hefur stjórn Metropolitan-óperunnar ákveðið að bregðast tafarlaust við,“ segir Peter Gelb, framkvæmdastjóri óperunnar, í yfirlýsingu á Twitter. Þar kemur fram að Levine muni ekki taka þátt í neinum uppákomum á vegum Met- ropolitan-óperunnar á yfirstandandi starfsári þrátt fyrir auglýsta dag- skrá. „Þetta er harmleikur fyrir alla sem málið hefur snert.“ Vikið frá störfum vegna ásakana Áfall James Levine hefur stýrt 2.500 viðburðum hjá Metropolitan- óperunni síðustu áratugi. Sænski djasspíanistinn Jan Lund- gren heldur tónleika í Norðurljósum í Eldborg í kvöld ásamt kontrabassa- leikaranum Hans Backenroth og Barbörukórnum og flytur Magnum Mysterium, kórverk frá endurreisn- artímanum sem Lundgren nálgast með tónmáli djassins. Verkið samdi Lundgren í minningu kvikmynda- leikstjórans Ingmars Bergmans fyr- ir tíu árum og gaf út á hljómplötu. Einnig mun kórinn flytja íslensk og sænsk kórlög og söngkonan Sigríð- ur Thorlacius syngja sænsk djasslög við undirleik Lundgrens. Píanistinn sænski kom síðast fram hér á landi með tríói sínu í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík fyrir tveimur árum og hlutu þeir tónleikar mikið lof gagnrýnenda. Lundgren er heimsþekktur píanisti og tónskáld og hefur gefið út hátt í 50 hljóm- diska. Magnum Mysterium í Norðurljósum Virtur Píanóleikarinn og tónskáldið Jan Lundgren leikur í Hörpu. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Bandaríski grínistinn Jim Gaffigan kemur aftur til Íslands á næsta ári með nýja uppistandssýningu sem ber titilinn The Noble Ape. Gaffig- an mun skemmta í Háskólabíói laugardaginn 20. janúar en hann kom hingað til lands árið 2014 og fór með gamanmál í sama húsi. Gaf- figan er með vinsælustu grínistum Bandaríkjanna og tíður gestur í spjallþáttum í sjónvarpi þar í landi. Hann hefur tvívegis verið til- nefndur til Grammy-verðlauna fyrir uppistandssýningar sína Mr. Uni- verse og Obsessed og hefur einnig gefið út grínplötur og skrifað tvær bækur, sjálfsævisöguna Dad is Fat, eða Pabbi er feitur og Food: A Love Story eða Matur: Ástarsaga. Gaffigan skrifaði einnig og lék í sjónvarpsþáttunum The Jim Gaffig- an Show ásamt eiginkonu sinni, Jeannie, og voru tvær þáttaraðir gerðar en hjónin lýstu því yfir í fyrra að þær yrðu ekki fleiri þar sem þau vildu hafa meiri tíma til að sinna börnum sínum sem eru fimm talsins. Gaffigan hefur auk þess leikið í fjölda sjónvarpsþátta, kvik- mynda og auglýsinga og ljóst af ferilskránni að þar fer afkastamikill maður. Góð uppspretta gríns Gaffigan segist hæstánægður með að snúa aftur til Íslands þar sem landsmenn hafi tekið honum mjög vel þegar hann kom hingað síðast. Hann segir þá kollega sína sem troðið hafa upp hér á landi hafa sömu sögu að segja, Íslend- ingar séu einkar góðir uppistands- gestir. „Ég skemmti mér frábær- lega og gestirnir voru stórgóðir,“ segir Gaffigan og er í framhaldi spurður að því af hverju nýja uppi- standið beri titililnn The Noble Ape. „Ég lít hálfpartinn á mig sem dýr sem er að rembast við að vera sið- fágað sem ég held að eigi við um margt fólk,“ svarar Gaffigan sem gerir mikið grín að sjálfum sér og sínum aðstæðum, m.a. hvernig það er að vera fimm barna faðir með litla sem enga stjórn á matarlyst- inni og líkamsþyngdinni. Hann er spurður að því hvort börnin fimm hafi reynst honum mikill innblástur í gríninu og svarar hann því játandi. Býsna mikið grín hafi sprottið upp úr fjölskyldu- og heimilisaðstæðum hans þar sem oft gangi mikið á, enda sjö manna fjöl- skylda. Og þá ekki síst þegar fjöl- skyldan bjó í tveggja herbergja íbúð í New York. „Grín er afrakstur átaka,“ segir Gaffigan og bendir á að í upphafi ferilsins hafi hann þó verið einhleypur og barnlaus. Gam- anmálin hafi því óumflýjanlega breyst mikið í áranna rás, eftir því sem börnunum fjölgaði og það hratt en einnig vegna þess að hann varð þekktari og fór að troða upp í ólík- um löndum. Framúrskarandi í ofneyslu –Þú gerir mikið grín að því að þú borðir of mikið og matur virðist þér einkar hugleikinn. Er þetta bara grín eða er líka alvara í þessu? „Hér áður fyrr talaði ég mikið um mat og ofneysla er vissulega eitthvað sem Bandaríkjamenn eru framúrskarandi í,“ svarar Gaffigan. Hann hafi þó aðeins dregið úr mat- argríninu að undanförnu. „Ég hef fjarlægst grín um mat síðastliðin tvö ár,“ segir Gaffigan og fer ekki frekar út í hvernig standi á því. –Titillinn á ævisögu þinni, Dad is Fat, hann kemur væntanlega frá börnunum þínum? „Já, og ég nýt þess virkilega að skrifa bækur, það er eins og að ala af sér barn. Eiginkona mín sá auð- vitað um að fæða börnin, ég þurfti ekki að sjá um það,“ svarar Gaffig- an og bætir við að auðvitað þurfi heimurinn ekki á fleiri bókum að halda. Því þurfi að vera mikil ástríða fyrir skrifunum og sannfær- ing um að bókin eigi erindi við heiminn. En aftur að mat, skyldi Gaffigan hafa gætt sér á séríslenskum mat þegar hann kom hingað, t.d. sviða- haus? „Já, reyndar gerði ég það og smakkaði líka hákarl sem mér fannst viðbjóðslegur en sviðahaus- inn var ekki slæmur. Ég reyni alltaf að smakka sérrétti þeirra landa sem ég heimsæki og mér fannst eins og kindin væri að horfa á mig á meðan ég var að borða á henni and- litið. Það kom mér virkilega á óvart hversu áhugavert það var,“ segir Gaffigan og hlær við. Fjölmörg myndbönd má finna á YouTube frá ólíkum sýningum Gaf- figan og má einnig kynna sér grín- istann á vefsíðu hans, www.jim- gaffigan.com. Áhugavert að borða sviðahaus  Jim Gaffigan snýr aftur í Háskólabíó með nýtt uppistand Fyndinn Jim Gaffigan er með vinsælli grínistum Bandaríkjanna. Tríó ástralska saxófónleikarans Daniel Rorke leikur í kvöld kl. 20.30 á djasskvöldi Kex hostels, Skúlagötu 28. Auk Rorke koma fram Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Tríóið mun flytja blöndu frumsaminnar tónlistar og eigin útsetningar á þekktum djass- lögum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Tríó Daniel Rorke á djasskvöldi Kex hostels Afslappaður Daniel Rorke saxófónleikari djassar á Kex hosteli í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.