Morgunblaðið - 05.12.2017, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2017
Millilending er fyrstaskáldsaga JónasarReynis Gunnarssonarog tryggir honum
örugglega fastakúnna til framtíðar.
Bókaútgáfan Partus hefur á þessu
ári gefið út þrjár bækur eftir Jónas
Reyni og ein þeirra, Stór olíuskip,
hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar og því óhætt að
segja að höfundur mæti með
nokkrum hvelli til leiks. Partus er
ákaflega metnaðarfull útgáfa þar
sem litið er á
bókaútgáfu sem
listform, bæk-
urnar eru hver
annarri fallegri
og Millilending
er þar engin
undantekning,
mjög flott kápa
eftir Halla Cive-
lek sem kallast
skemmtilega á
við ljóðabókina
Stór olíuskip, þótt hönnuðurinn sé
ekki sá sami.
Þessi bók er æði. Hún gerist á
einum sólarhring í Reykjavík þegar
hin 22 ára gamla María millilendir
á Íslandi á leið sinni frá Brighton,
þar sem hún hefur nýslitið sambúð,
til Kaupmannahafnar þar sem hún
„á“ að búa með pabba sínum.
María er þjökuð af tilgangsleysi og
einmanaleika. Henni þykir sárt að
líta til baka til Brighton og horfir
með hálfgerðum hryllingi til fram-
tíðarinnar í Kaupmannahöfn – og
ekki verður millilendingin beinlínis
til að létta henni lundina. Nánast
allt sem mætir henni á Íslandi er
hálfömurlegt og vesælt; veðrið, bíll-
inn, kjallaraíbúðin, maturinn sem
hún borðar, drykkirnir sem hún
drekkur, staðirnir sem hún fer á,
fötin sem hún er í sem eru „örugg-
lega á topp-tíu-lista yfir ljótustu
flíkur allra tíma“ (bls.12) og fólkið
sem hún hittir. María þvælist um
borgina, rekst um í hálfgerðri
óvissu og vegaleysi hennar hið ytra
og innra kristallast í þessum þvæl-
ingi um nöturlega og kalda borg-
ina. Hún passar hvergi inn og nær
engu sambandi við fólkið í kringum
sig, hún er alltaf einmana, líka þeg-
ar hún er innan um fólk: „Ég sat
bara þarna, ein, og gerði ekki neitt.
Og ekkert gerðist, ég fann ekki
fyrir lífinu í kringum mig. Allt var
svo langt í burtu“ (bls. 116). Til
sögunnar kemur drykkja og
djamm, barir og næturlíf, kæru-
leysisleg eiturlyfjaneysla sem er
leið út úr tómum leiðindum og
ungt fólk sem er jafn stefnulaust
og týnt og María sjálf, en þar er
eftirminnilegastur hinn dásamlega
grátbroslegi Gaui, en hann á
nokkrar óborganlegar senur í Milli-
lendingu.
Þrátt fyrir hinn mikla þunga og
angist er bókin afar skemmtileg og
fyndin. Hún er mjög þétt og vel
stíluð, með beittum og dálítið
hryssingslegum húmor. María, sem
segir frá, er orðheppin og kaldhæð-
in og hefur eldskarpt sjónarhorn á
umhverfið og fólkið í kringum sig
og fyrir vikið verður textinn oft
sprenghlægilegur. Amma Maríu
bendir á að ekki sé „hægt að fresta
því að verða fullorðinn, þó það sé
hægt að bíða með það ansi lengi“
(bls. 100) en það er verkefnið sem
María er að kikna undan, hún á
erfitt með að gefa lífi sínu nokkra
minnstu merkingu eða tilgang svo
einhver mannsbragur sé á. En höf-
undurinn dregur hana samt þeim
dráttum að lesandinn hefur von um
að henni lánist það að lokum.
Strax við fyrstu setningar Milli-
lendingar flaug í gegnum hugann:
„Þetta verður skemmtilegt“, og það
var það svo sannarlega allt til enda
í einstaklega flottri lokasenu sem
hnýtir alla bókina saman og gefur
henni meiri dýpt; fallega og vel
gert.
Vel stíluð Millilending
með beittum húmor
Morgunblaðið/Golli
Skemmtilegt „Strax við fyrstu setningar Millilendingar flaug í gegnum
hugann: „Þetta verður skemmtilegt“, og það var það svo sannarlega allt til
enda,“ segir gagnrýnandi um Millilendingu Jónasar Reynis Gunnarssonar.
Skáldsaga
Millilending bbbbm
Eftir Jónas Reyni Gunnarsson.
Partus 2017. Kilja. 171 bls.
HILDIGUNNUR
ÞRÁINSDÓTTIR
BÆKUR
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Bókafélagið og Almenna bókafélagið
hafa gefið út á þessu ári á annan tug
bóka eftir erlenda og innlenda höf-
unda, þar á meðal þær bækur sem
hér eru taldar.
Bókafélagið gefur út dagbókina
Tíminn minn eftir listakonuna
Björgu Þórhallsdóttur en bókin er
full af myndskreytingum Bjargar.
Þetta er fimmta árið í röð sem Bóka-
félagið gefur Tíminn minn út. Tím-
inn minn kemur einnig út í Noregi.
Gamanvísnabókin – snjöllustu,
fyndnustu og furðulegustu vísurnar
heitir safn vísna sem Ragnar Ingi
Aðalsteinsson hefur tekið saman.
Á meðal fræðibóka sem Almenna
bókafélagið gefur út er bók Snorra
G. Bergssonar sagnfræðings Er-
lendur landshornalýður? Flótta-
menn og framandi útlendingar á Ís-
landi. Í bókinni er meðal annars
fjallað um viðbrögð íslenskra ráða-
manna við komu þýskra gyðinga
sem flúðu hingað til lands á árunum
1933-40.
Í bókinni Með lognið í fangið –
Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun
fjallar Jón Steinar Gunnlaugsson,
lögmaður og fyrrverandi hæstarétt-
ardómari, um störf og dóma Hæsta-
réttar eftir efnahagsáfallið 2008. Í
bókinni kemur meðal annars fram
sú skoðun hans að dómarar við rétt-
inn hafi látið undan almenningi sem
krafðist þungra refsinga.
Lífsblóm er heiti ljóða- og heil-
ræðabókar Sigurðar Halls Stef-
ánssonar, fyrrverandi héraðsdóm-
ara, og birtir ævistarf Sigurðar á
sviði ljóðlistarinnar og kjarnyrði eða
spakmæli sem hann hefur samið. Þá
gefur Almenna bókafélagið út sam-
hverfu ljóðabókina Antikenosis –
Festa og Antikenosis – Óreiða eftir
Teresu Dröfn Freysdóttur Njarð-
vík.
Fjölbreytt útgáfa Bókafélagsins
Björg
Þórhallsdóttir
Ragnar Ingi
Aðalsteinsson
Teresa D. Freys-
dóttir Njarðvík
Snorri G.
Bergsson
GUÐ BLESSI ÍSLAND HHHHH Fréttablaðið
Elly (Stóra sviðið)
Mið 6/12 kl. 20:00 35. s Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Fös 19/1 kl. 20:00 57. s
Fös 8/12 kl. 20:00 auk. Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Lau 20/1 kl. 20:00 58. s
Lau 9/12 kl. 20:00 36. s Fös 29/12 kl. 20:00 44. s Þri 23/1 kl. 20:00 aukas.
Sun 10/12 kl. 20:00 37. s Lau 30/12 kl. 20:00 aukas. Fim 25/1 kl. 20:00 59. s
Fim 14/12 kl. 20:00 38. s Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Fös 26/1 kl. 20:00 60. s
Fös 15/12 kl. 20:00 39. s Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Lau 27/1 kl. 20:00 61. s
Lau 16/12 kl. 20:00 40. s Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s
Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s
Stjarna er fædd!
Guð blessi Ísland (Stóra sviðið)
Fim 7/12 kl. 20:00 11. s Sun 17/12 kl. 20:00 Lokas.
Þetta er 11. september Íslendinga, gjörsamlega.
Medea (Nýja sviðið)
Fös 29/12 kl. 20:00 Frums. Fim 4/1 kl. 20:00 3. s Lau 6/1 kl. 20:00 5. s
Mið 3/1 kl. 20:00 2. s Fös 5/1 kl. 20:00 4. s Fim 11/1 kl. 20:00 6. s
Ástir, svik og hefndarþorsti.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fös 8/12 kl. 20:00 15. s Fös 15/12 kl. 20:00 18. s Fös 29/12 kl. 20:00 22. s
Sun 10/12 kl. 20:00 16. s Lau 16/12 kl. 20:00 19. s
Fim 14/12 kl. 20:00 17. s Mið 27/12 kl. 20:00 20. s
Draumur um eilífa ást
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 10/12 kl. 13:00 54. s Þri 26/12 kl. 13:00 56. s Sun 14/1 kl. 13:00 aukas.
Sun 17/12 kl. 13:00 55. s Sun 7/1 kl. 13:00 aukas.
Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 9/12 kl. 13:00 aukas. Lau 16/12 kl. 13:00 aukas. Sun 17/12 kl. 16:00 aukas.
Sun 10/12 kl. 13:00 aukas. Sun 17/12 kl. 13:00 aukas. Þri 26/12 kl. 13:00 aukas.
Tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímunni. Eingöngu sýnd á aðventunni.
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Fim 11/1 kl. 20:00 Frums. Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s
Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s
Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s
Saga íslensku þjóðarsálarinnar.
Natan (Litla sviðið)
Fim 7/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðasta sýning.
Skúmaskot (Litla sviðið)
Lau 6/1 kl. 13:00 Frums. Sun 7/1 kl. 13:00 2. s Lau 13/1 kl. 13:00 3. s
Búðu þig undir dularfullt ferðalag!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Lau 30/12 kl. 13:00 Sun 21/1 kl. 13:00
Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Mið 6/12 kl. 19:30 Auka Fös 15/12 kl. 19:30 Auka Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn
Fim 7/12 kl. 19:30 Auka Lau 30/12 kl. 19:30 18.sýn Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn
Fös 8/12 kl. 19:30 16.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn
Lau 9/12 kl. 19:30 17.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Hafið (Stóra sviðið)
Þri 26/12 kl. 19:30 Frum Fös 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn
Mið 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn
Fim 4/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Lau 9/12 kl. 19:30 13.sýn Lau 6/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn
Fös 29/12 kl. 19:30 14.sýn Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 9/12 kl. 11:00 301.s Sun 10/12 kl. 13:00 305.s Lau 16/12 kl. 14:30 309.s
Lau 9/12 kl. 13:00 302.s Sun 10/12 kl. 14:30 306.s Sun 17/12 kl. 11:00 310.s
Lau 9/12 kl. 14:30 303.s Lau 16/12 kl. 11:00 307.s Sun 17/12 kl. 13:00 311.s
Sun 10/12 kl. 11:00 304.s Lau 16/12 kl. 13:00 308.s Sun 17/12 kl. 14:30 312.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Smán (Kúlan)
Sun 10/12 kl. 19:30 19.sýn
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 6/12 kl. 20:00 Mið 13/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Efi (Kassinn)
Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka
Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn
Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fös 2/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn
Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 13.sýn
Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 24/2 kl. 19:30 14.sýn
Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 Auka
Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !