Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 2
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
Um áramót er til siðs aðgera upp atburði ársins.Við gerum það bæði í
fjölmiðlum og hver og einn fyrir
sig. Hvað lærði ég á árinu? er
spurning sem lögð
er fyrir ýmsa í
Sunnudagsblaðinu
um áramót. Það er
fínt að velta því fyr-
ir sér hvaða lær-
dóm árið 2017 bar
með sér og hvernig
við getum nýtt hann inn í framtíð-
ina. Uppgjör við það sem liðið er
ætti alltaf að fela í sér leiðbein-
ingar fyrir framtíðina. Annars er
það gagnslaust.
En uppgjör, einkum þau sem
birtast í fjölmiðlum, snúast gjarn-
an um hvað var mest og best og
stærst á árinu. Hverjir sköruðu
fram úr, hvaða manneskja var
„best“ og hver náði „mestum“
árangri? Hver voru „stærstu“ við-
skipti ársins og hvaða fyrirtæki
náðu lengst? Hverjir gengu á
hæstu tindana á árinu?
Stundum gengur þessi mest-
best-hæst-stærst-tilhneiging
heldur langt. Það er gaman og
gagnlegt að horfa yfir en við þurf-
um ekki endilega að mæla okkur í
öðum til að sjá hvort við höfum
náð einhverjum árangri á árinu.
Ef við þurfum að nota einhverja
mælikvarða yfirhöfuð þá er sá
besti líklega einmitt sá sem spurt
er um í blaði dagsins; að spyrja
okkur sjálf hvers við urðum vísari
á árinu. Það er það sem mestu
skiptir, alveg burtséð frá því hvort
við klifum ein-
hver fjöll eða
náðum stórkost-
legum árangri út
á við á ein-
hverjum sviðum
þjóðlífsins.
Í persónulegu
yfirferðinni okkar yfir árið sem er
að líða skulum við renna yfir í
huganum hvaða fólk hreyfði við
okkur á árinu, hvaða augnaráð
okkur þótti vænt um, hvernig við
komum fram við aðra á árinu og
hvernig við getum bætt okkur á
nýju ári. Á síðum Sunnudags-
blaðsins á árinu 2017 hafa birst
ótal viðtöl við fólk sem hefur frá
einhverju að segja sem við getum
lært af. Vonandi ber nýtt ár með
sér nýja visku, aðrar lexíur og
meira af örlátu fólki sem deilir
reynslu, raunum og gleði með les-
endum. Njótið áramótanna og
megi nýtt ár færa ykkur gæfu.
Morgunblaðið/RAX
Horft til
framtíðar
’Uppgjör við þaðsem liðið er ættialltaf að fela í sérleiðbeiningar fyrir
framtíðina.
Grampa Dave ræddi um
ástríðu sína fyrir lífinu í sum-
ar, en lést skömmu síðar.
Höfundar eins vinsælasta lags
ársins, B.O.B.A., rötuðu á
forsíðuna í október.
Ásthildur Sturludóttir deildi
sögunni af því hvernig hún
varð loks móðir.
Tómas Guðbjartsson opnaði
sig um plastbarkamálið í byrj-
un desember.
Konur deildu sögum sínum
undir merkjum #metoo eða
#églíka með lesendum.
Arnmundur Ernst Backman
ræddi um móðurmissinn og
föðurhlutverkið.
Norma Norðdahl hefur
marga fjöruna sopið og hún
gaf ötullega af sinni visku.
Edda Björgvinsdóttir deildi
með lesendum sögum af eigin
seinheppni.
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Guðfinna Kristófersdóttir
Já, að leika mér meira á næsta ári.
SPURNING
DAGSINS
Strengir
þú ára-
mótaheit?
Sveinn Jónsson
Nei. Ég hef gert það en þau hafa
alltaf hrunið.
Morgunblaðið/Ásdís
Linda Kristín Smáradóttir
Já, það kemur fyrir. Núna ætla ég
að vera dugleg að mæta í ræktina.
Vignir Óðinsson
Nei. Ég man ekki eftir að hafa
gert það.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ómar Óskarsson