Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017 Kim Jong-un og Kim Yo-jong eru alsystkini en móðir þeirra var þriðja kona föður þeirra, japanski dansarinn Ko yong-hui. Hún lést árið 2004. Kim Yo-jong er tölvunarfræð- ingur að mennt. Talið var að Kim Yo-jong hefði gengið að eiga Choe Song, son háttsetts manns í Verkamannaflokknum, árið 2015 en þær fregnir voru síðar bornar til baka. Sama ár á hún að hafa verið þunguð en yfirvöld í Pyong- yang hafa ekki staðfest fæð- ingu barns- ins. Hún spratt á fætur og klapp-aði bróður sínum, hinummikla leiðtoga, lof í lófa þegar hann hafði lokið máli sínu á flokksþingi Verkamannaflokksins á dögunum. Það eitt og sér sætti svo sem ekki tíðindum, hermt er að afar kært sé með þeim systkinum, en hitt er merkilegra, að Kim Yo-jong sat meðal helstu valdamanna flokksins á þinginu. Það þykir renna stoðum undir þær kenningar að Kim Jong- un, leiðtogi Norður-Kóreu, sé alltaf að þoka litlu systur sinni nær sér í stigveldinu þar eystra. Sjónleikir af þessu tagi eru algengir þar um slóð- ir. Ekkert er sagt í svo mörgum orð- um en fólki látið eftir að túlka skila- boðin. Kim Yo-jong er hálfgerð huldu- kona í Norður-Kóreu og sést sára- sjaldan opinberlega. Þess vegna eru stjórnmálaskýrendur ekki í vafa um að nærvera hennar á téðu þingi hafi augljósa þýðingu. Ljósmynd af henni á þinginu birtist í hinu ríkis- rekna dagblaði Rodong Shinmun, þannig að myndbirtingin var hvorki slys né tilviljun. Af fimmtán framá- mönnum í Verkamannaflokknum, sem sjást fagna leiðtoga sínum á myndinni, er Kim Yo-jong eina kon- an. Henni á hægri hönd er Choe Ryong-hae, varaformaður flokksins og nánasti ráðgjafi Kim Jong-un. Stutt er síðan Kim Jong-un inn- limaði systur sína í miðstjórn Verka- mannaflokksins. Það og vera hennar á fyrsta farrými á flokksþinginu þykir benda til þess að leiðtoginn sé með hægðinni að leggja drög að kyn- slóðaskiptum í innsta valdakjarna flokksins og þar með að losa sig enn- frekar frá nánustu ráðgjöfum föður síns heitins, Kim Jong-il. Treystir fáum betur Hermt er að Kim Jong-un treysti fáum betur en systur sinni og síð- ustu vendingar ættu að vera olía á eld kenninga þess efnis að leiðtoginn sé haldinn ofsóknaræði. Spjót (eða kjarnaoddar) hafa sjaldan staðið jafn duglega á Norð- ur-Kóreu og undanfarna mánuði og mögulega vill Kim Jong-un hafa systur sína sér við hlið í þeirri rimmu. Hún hefur haft með áróð- ursmál að gera í valdatíð hans og þykir eiga heilmikið í ímynd bróður síns. Er það henni til framdráttar? kann einhver að spyrja en við skul- um hafa það í huga að ímynd leiðtog- ans er talsvert önnur heimafyrir en út á við. Þar ku hann almennt vera álitinn grandalaus maður og góðvilj- aður, líkt og afi hans og forveri, Kim Il-sung. Álitið er að systirin beri ábyrgð á heimsóknum leiðtogans í skemmtigarða, skóla og á heimili al- þýðufólks. Að ekki sé talað um vin- skap hans við bandarísku körfu- boltakempuna Dennis Rodman. Kim Yo-jong er sögð fjórum árum yngri en bróðir hennar, fædd 1987. Heimildum ber þó ekki alveg saman um þetta, eins og með svo margt annað í þessu óvenjulega ríki. Systk- inin munu hafa setið saman á skóla- bekk í Sviss frá 1996 til 2000 og knýst þar órofa böndum. Kim Yo-jong kom lengi vel ekki fram opinberlega en mynd náðist af henni á þingi Verkamannaflokksins árið 2010. Ári síðar syrgði hún við hlið bróður síns við fráfall föður þeirra, án þess þó að vera nefnd á nafn í fjölmiðlum. Hennar var raun- ar ekki getið fyrr en árið 2014, þegar mynd af systkinunum birtist í fjöl- miðlum. Það haust hvarf Kim Jong- un um tíma úr sviðsljósnu, að sögn vegna veikinda, og sum- ir halda því fram að á meðan hafi Kim Yo-jong í raun stýrt þjóðarskútunni. Það hefur ekki fengist staðfest. Þrátt fyrir þessa kærleika er frændsemi engin trygging fyrir náð í augum Kim Jong-un en hann mun hafa látið taka frænda sinn og ráð- gjafa, Jang Song-thaek, af lífi árið 2013, og er grunaður um aðild að morðinu á hálfbróður sínum, Kim Jong-nam, fyrr á þessu ári. Það orð fer raunar af Kim Jong- un að hann kinoki sér ekki við að ryðja mönnum úr vegi standi þeir ekki undir væntingum hans. Þannig þykir hvarf Hwang Pyong-so, hershöfðingja og næst- æðsta yfirmanns hersins á eftir Kim Jong-un sjálfum, í október sl. afar dularfullt. Óstaðfestar fregnir herma að hann hafi verið tekinn af lífi vegna gruns um spillingu og að- stoðarmaður hans, Kim Won-hong, vistaður í þrælabúðum. Þá er orð- rómur á kreiki þess efnis að Park In- young, yfirmaður stofnunar sem hefur með höndum eftirlit með kjarnorkubúnaði ríkisins, hafi líka verið líflátinn eftir að síðustu til- raunir með kjarnorkuvopn töfðust lítillega í september. Og samt klappar systirin! Ber er hver að baki nema sér systur eigi Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er hverju mannsbarni kunnur. Færri þekkja hins vegar syst- ur hans, Kim Yo-jong, en huldukonan sú mjakar sér nú hægt og rólega upp valdastigann eystra. Faðirinn, Kim Jong-il. Gift móðir, eða ekki? Kim-systkinin slá á létta strengi með hermönnum í Norður-Kóreu. Jong-un þykir gott að hafa Yo-jong nálægt sér. ’ Ris Kim Yo-jong hefur ekki farið framhjá stjórnvöldum í Washington en fyrr á þessu ári settu Bandaríkin hana á svartan lista fyrir að hafa troðið mannréttindi fótum. ERLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is ARGENTÍNA BUENOS AIRES Lögreglumaðurinn fyrrverandi Miguel Etchecolatz, sem dæmdur var fyrir glæpi gegn mannkyninu fyrir fjörutíu árum, var látinn laus úr fangelsi í vikunni af heilsufarsástæðum en hann er orðinn 88 ára gamall. Ekki verður Etchecolatz þó frjáls ferða sinna en hann verður framvegis í stofu- fangelsi og gert að bera rafökklaband. BRETLAND LUNDÚNIR Spretthlauparinn Sophie Kamlish, sem keppir á gervifæti í fl okki fatlaðra, vill alls ekki vera þekkt sem Blaðljúfan (e. Blade Babe), eins og sumir eru farnir að kalla hana. Kamlish vill ekki vera vanþakklát en í fyrsta lagi þykir henni viðurnefnið ekki fallegt og í annan stað bendir hún á, að karlkyns hlauparar, sem notast við gervifót eða -fætur, hafi aldrei þurft að sætta sig við að vera kallaðir Blaðljúfur. Þetta hafi sumsé með kyn að gera. FRAKKLAND LILLE Loïc Chiroussot de Bigault de Cazanove greifi hefur höfðað mál á hendur fyrirtækinu sem framleiðir Charles de Caza- nove-kampavínið sem forfeður hans settu á markað. Ástæðan er ekki bragðið af víninu heldur sú staðreynd að fyrirtækið notar fyrrverandi erótískt módel, Clara Morgane, til að auglýsa nýjasta árganginn. „Forfeður mínir myndu snúa sér við í gröfi nni!“ SVÍÞJÓÐ GAVLE Það er íþrótt víðar en á Íslandi að brenna jólageitur. Þannig hefur jólageitin í Gavle verið brennd til kaldra kola nær árlega frá því henni var fyrst komið upp árið 1966. Í fyrra dugði hún ekki einu sinni í sólarhring. Nú hafa þau undur og stórmerki hins vegar átt sér stað að geitin er á lífi og við góða heilsu enda þótt það séu að koma áramót. Að vonum ríkir almenn kátína í bænum með þessi óvæntu tíðindi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.