Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Síða 41
Þessi ídýfa er frískleg á
bragðið og góður val-
kostur við majónesídýf-
ur.
einn kubbur fetaostur
(250 g)
½ bolli fínsöxuð flöt stein-
selja
¼ bolli fínsöxuð mynta
2 msk fínsaxað ferskt dill
(gott að geyma eina heila
grein til skreytingar)
sjávarsalt og nýmalaður
svartur pipar
ólífuolía
Blandið fetaostinn með
smá vatni í matvinnslu-
vél eða blandara. Færið
yfir í meðalstóra skál og
hrærið steinselju, myntu
og dilli saman við.
Kryddið til með salti og
pipar. Hellið smá ólífu-
olíu yfir og skreytið með
dilli.
Fetaosts-
ídýfa með
krydd-
jurtum
31.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
GettyImages/iStockphoto
Hummus passar bæði með
stöndugum kartöfluflögum eða
pítubrauði og er góður val-
kostur á borðið. Rauðrófurnar
gefa þessum skemmtilegan lit.
2 meðalstórar rauðrófur
dós af kjúklingabaunum
geiri af hvítlauk
2 msk sesamfræ
sítróna
jómfrúarólífuolía
sjávarsalt
Þvoðu rauðrófurnar og vefðu
þær inn í álpappír. Settu þær í
ofnfast fat með smá vatni í botn-
inum og hitaðu í ofni í um
klukkustund á 190°C.
Ristaðu sesamfræin með
ólífuolíu á pönnu.
Þegar rauðrófurnar hafa kóln-
að aðeins þarf að flysja þær og
skera gróflega í bita.
Settu kjúklingabaunir, hvít-
lauk, sesamfræ, rauðrófur, safa
úr hálfri sítrónu og smá salt í
blandara eða matvinnsluvél.
Bættu við salti og sítrónusafa
eftir smekk.
Rauð-
rófu-
hummus
Mexíkóskar ídýfur eru yfirleitt mjög vinsælar í boðum
en Dröfn Vilhjálmsdóttir, sem er með vefsíðuna eld-
hussogur.com, er með uppskrift að einni slíkri á síð-
unni sinni. Uppskriftin er fyrir meðalstórt eldfast mót.
200 g rjómaostur
1-2 dósir (fer eftir stærð mótsins) maukaðar pintóbaunir
(refried beans)
1 krukka jalapeno (ca 100 g án vökva), minna fyrir mild-
ari ídýfu, saxað smátt
1 dós 18% sýrður rjómi
½ bréf af taco-kryddblöndu
1 meðalstór rauðlaukur, skorinn smátt
ca 300 g rifinn ostur
2 krukkur (fer eftir stærð mótsins) tacosósa
ca 200 g (án vökva) svartar olífur, skornar í sneiðar
ca 30 g ferskt kóríander, blöðin söxuð
Rjómaosti er smurt á botn eldfast móts. Þá er niður-
soðnum baunum dreift jafnt yfir rjómaostinn. Jala-
peno er saxað smátt og dreift yfir baunirnar. Þá er
sýrðum rjóma blandað saman við hálft bréf af taco-
kryddi og blöndunni dreift yfir jalapenoið. Því næst er
smátt söxuðum rauðlauk dreift yfir sýrða rjóma-
blönduna. Síðan er rifna ostinum dreift yfir rauðlauk-
inn. Þá er rifni osturinn þakinn með tacosósu. Því
næst er söxuðum svörtum ólífum dreift yfir tacosós-
una og loks er söxuðum kóríanderblöðum dreift yfir
ólífurnar.
Borið fram með nachos en það er smart að nota
skálarlaga nachos með þessum rétti.
Mexíkósk ídýfa
Ljósmynd/Eldhússögur