Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 49
Í óviðjafnanlegum
vellystingum
Hægt er að ferðast um Indland á
býsna ódýran hátt og kosta litlu til í
fæði og gistingu, eins og ég hef
reynt í tveimur af fyrri ferðum mín-
um um landið. En það er líka hægt
að ferðast um Indland í óviðjafn-
anlegum lúxus og vellystingum.
Það fékk ég að reyna á dögunum á
flakki um norðurhluta landsins
ásamt hópi vina víða að.
Við komum við í sex borgum og
einum sveitarkastala og gistum alls
staðar á kunnum hótelum, sem nær
öll teljast svokölluð „heritage hot-
els“. Þau eru afar ólík og hvert með
sínu sniði en byggja á ríkulegum
hefðum, hvað þjónustu og aðbúnað
varðar, auk þess sem sum vísa með
markvissum hætti í sögu og menn-
ingu hvers svæðis.
Meðal annars var dvalið í tveim-
ur þekktustu hótelum Asíu, hinu
virðulega Imperial í Nýju-Delí, þar
sem konungbornir og opinberir
gestir búa iðulega (þar var mér eitt
sinn er ég var fararstjóri á Indlandi
komið fyrir í svítu er var svo stór að
ég átti í vandræðum með að finna
baðherbergið) og í Mumbai á hinu
einstaka Taj Mahal Palace, sem
hefur verið kallað frægasta hótel
jarðar. Ekki bara vegna mikilvægis
hótelsins í sjálfstæðissögu Indlands
(það er næstmest ljósmyndaða
minnismerki landsins á eftir Taj
Mahal), heldur líka vegna þess að
árið 2008 var mannskæð hryðju-
verkaárás gerð á hótelið.
Í hinni helgu borg Varanasi
bjuggum við á Ganges View Hotel,
einföldu hóteli við fljótið helga, þar
sem hvert herbergi var skreytt með
ólíkum hætti; í Jaipur í Narain Ni-
was Palace-hótelinu, sem byggði
svo ríkulega á gömlum hefðum Raj-
hasthan að þar var ekki nettenging;
og í Ahmedabad í House of MG,
virðulegum fyrrum heimkynnum
mikillar efnafjölskyldu í borginni
miðri þar sem sérstök áhersla er
lögð á að kynna handverk Gujarat-
ríkis fyrir gestum.
Hvergi var glæsileikinn og dekr-
ið þó ríkulegra en í Devigarh, 250
ára gamalli höll úti í sveit í Rajast-
han sem var breytt í lúxushótel fyr-
ir átta árum og ekkert til sparað.
Andstæðurnar eru miklar, milli bænda-
kvennanna sem vinna baki brotnu á skik-
um sínum í Rajasthan og lúxushótelsins
Devigarh í 250 ára gamalli höll á hæðinni.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hótelgestir láta fara vel um sig í heitum potti Devigarh-hótelsins í Rajasthan.
Ferðamenn taka mynd
fyrir framan eldri hluta
glæsihótelsins Taj Mahal
Palace í Mumbai, þess
þekktasta í landinu.
31.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Látlaust sjónarspil
Sjálfur hafði ég ferðast víða um
þennan hluta landsins, og verið þar
fararstjóri, en í öllum borgunum
nutum við leiðsagnar fyrsta flokks
fararstjóra sem fræddu okkur
ótæpilega, þar sem við skoðuðum
ólíkustu staði; jafnt hof hindúa, jain-
ista og múslima, sem hallir mógúla
og maharaja, og einstök söfn um
ólíka textílgerð og smámálverk eða
heimili Mahatmas Gandhi.
Við ferðuðumst með lest að skoða
fegurstu byggingu jarðar, hið óvið-
jafnanlega grafhýsi Taj Mahal í
Agra, flugum nokkrar leiðir og fór-
um aðrar í dagslöngum rútuferðum,
og allsstaðar var eitthvað áhugavert
að sjá og upplifa. Að aka um borgir
sem þjóðvegi landsins er látlaust og
litríkt sjónarspili sem slær flesta
æfða sjónleiki og kvikmyndir út.
Í Rajasthan-ríki voru ævintýra-
legir markaðir kannaðir, skoðaðar
skrautlegar hallir og dvalið í einni út
í sveit, og í Ahmedabad í Gujarat
kynntumst við listilegu handverki og
nutum þess að hverfa inn í heilandi
öngstræti gömlu borgarinnar.
Ferðinni lauk rétt undir jól í fjöl-
mennustu borg landsins, Mumbai,
en hvergi eru andstæðurnar í land-
inu meiri en einmitt þar; gríðarlegt
ríkidæmi, glysheimur Bollywood, og
svo stærsta fátækrahverfi Asíu. En
landið kvöddum við þar með
fjölskyldufólki af ólíkum trúarbak-
grunni í þúsundatali sem hélt undir
sólarlag á föstudegi eftir göngustíg
að helgu musteri á skeri úti í Ind-
landshafi. Bæklaðir betluðu, ung-
menni hlógu og samkenndin ríkti
þar sem heimamenn vildu gjarnan fá
af sér myndir með erlendu gest-
unum í þessari heillandi mannlífskös
í þessu einstaka ævintýralandi.
Morgunstund á umfangsmiklum grænmetismarkaðinum í Ahmedabad. Í öllum
borgum Indlands má finna litríka og áhugaverða markaði.
Í götu einni í hjarta Ahmedabad í Gujarat-ríki keppast menn við að undirbúa
hina árlegu flugdrekahátíð í janúar með því að lita nælonþræði bleika.
Litríkur þrepabrunnur skammt fyrir ofan Jaipur í Rajasthan. Á liðnum öldum
voru slíkir brunnar reistir víða um norðanvert Indland til að safna í vatni.
Algengur lukkugripur, oftast nær að-
eins úr chilipipar og límónu.