Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 57
31.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Klassískir tónleikar ársins Klassískir tónlistarrýnar Morgunblaðsins, Ríkarður Örn Pálsson og Ingvar Bates, fjölluðu á árinu um allrahanda tónleika, sinfóníuhljómsveita, kammersveita, kóra og einleikara. Þetta eru þeir tónleikar sem þeir telja standa uppúr á árinu sem er að líða. Kórtónleikar í Kristskirkju í Landakoti bbbbb Ægisifjarkórinn flutti undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar Krysostó- musarmessu Op. 31 eftir Rakhmaninoff. 23. nóvember 2017. „Ótvíræð síðrómantísk-nýklassísk kirkju- tónlistarperla í einstæðri túlkun! Og hvað söngræna meðferð varðar reyndar með hætti sem mér vitandi hefur aldrei áður barið hér- lendar hlustir úr íslenzkum börkum. Helzt minnti fimbulbreið tjáningin, allt frá hvíslandi angurværð í sigri fagnandi ægivímu, annað veif- ið á ýmist búlgarska þjóðlagakórmennt, tíb- ezkan munkasöng eða eldforn sauðaköll svo eitthvað sé nefnt. En ávallt af seiðandi einlægni – og nærri óaðfinnanlegri inntónun. Hér situr maður uppnuminn við lyklaborðið, nánast án viðmiðunar í þessari fákunnu grein frekar en flestir annarra nærstaddra umrætt fimmtudagskvöld ef að líkum lætur. En þótt þaulkunnugustu þekkjendur rússneskrar kirkjutónlistar kynnu að vita um betri dæmi er mér annað um megn en að gefa fullt hús stjarna fyrir jafn ógleymanlega upplifun.“ (RÖP) Ódáinssöngur úr austurvegi Opnunartónleikar Reykja- vík Midsummer Music, Norðurljós í Hörpu bbbbb Verk eftir eftir Arvo Pärt og W.A. Mozart fyrir ein- leiksfiðlu, tvö píanó og pí- anókvartett. Flytjendur: Lars Anders Tomter á víólu, Istavan Várdai á selló, Rosanne Philippens og Sa- yaka Shoji á fiðlu, Julien Quentin og Víkingur Heiðar Ólafsson á píanó. 22. júní 2017. „Þau náðu öll með hreint makalaust fáheyrðri yfirburðaspila- mennsku að beisla lífsháskann en um leið gáskann og léttleikann sem einkennir oft Mozart, er aftur myndaði skarpt mótvægi og spennu við dulúð Pärts tónleikana á enda. Það mátti ráða af við- brögðum tónleikagesta, sem fylltu Norðurljósin, að þessir fjórir virtuósar mættu þeirra vegna bæði taka sviðið og völdin, spila fleiri kvartetta, þess vegna Brahms, Shosty eða eitthvað, hvað sem prógrammskrá liði. … allt undir fimm stjörnum væri galið eftir allar traktering- arnar. Maður skilur nú þýðingu vorskipanna fyrr á tímum, að þessu sinni innlit heimsklassa tónlistarmanna sem léku í senn fágað og eðlilega líkt og væru heima í eldhúsi, og hleyptu (loks) sólargeisla inn í okkar séríslenska sumar.“ (IB) Sumar, loksins Tónleikar Kammersveitar Vínar og Berl- ínar í Eldborgarsal Hörpu bbbbb Tvær sinfóníur og Sellókonsert í C-dúr eftir Joseph Haydn, og Concertone KV 190 eftir Mozart. Konsertmeistari: Rai- ner Honeck. 19. maí 2017. „Strax kvað við sérstæðan tón og fágaðan, svo stórbrotinn að jaðraði við fullkomnun, að maður saknaði helst lífsháskans í Eldsinfóníu Haydns. Hvert hljóðfæri fékk svo skýra eigin rödd að það var engu líkara en æðisgenginn kvintett á sterum stæði á sviðinu. Og svona band þarf heldur engan stjórnanda, aðeins konsertmeistara sem hljóðfæraleikararnir skotruðu augum til og önduðu í takt með. Stóri Eldborgarsalurinn hélt guð- dómlega vel utan um strengina, ekki síst um selló og bassa. Þá hljómuðu hornin dásamlega – ef ekki erlendis eins og einhver orðaði það … Fimm stjörnur eru þrátt fyrir allt af afstæðri stærð og ávallt spurning um við- mið, en sannast sagna koma þessir fiðlarar og blásarar úr öðru sólkerfi en við á norðurhjara þrífumst í allajafna.“ (IB) Þegar hefðin mætti í bæinn Kammertónleikar í Norðurljósum Hörpu á tónlistarhátíðinni Al- gleymi bbbbb István Várdai á selló og fiðuleik- ararnir Rosanne Philippens og Sa- yaka Shoji léku sónöta fyrir fiðlu og selló eftir Ravel, sónötu fyrir ein- leiksselló eftir Kodály og Exstasis eftir Hosokawa. 24. júní 2017. „Magnaður samleikur Philippens og Várdai með framstigi í bítinu var æðru- laus án þess að vera flausturslegur eða beinlínis hrár og þau dvöldu auk þess vel í tækninni þrátt fyrir röska eftirfylgni … Tónverk Hosokawa í einum kafla var enn oddhvassara og þéttara. Tilfinningin var líkt og Shoji væri andsetin undir flutningnum. Hún stóð föst fyrir og gaf jöfnum höndum í, með stígandi hröðun í vel útfærðum hlaupum, hárnákvæmum svo undir miðju verki var maður farinn að halda sér í stólbarminn. Mann- raun (lífsháski) kæmist næst því að lýsa þessum fítonskrafti og anda, skarpa tón og ástríðum. Það var mikið bravóað, flautað og veinað í salnum, sem var sárlega gisdreifður af áheyrendum. Þetta voru hnitmiðaðir tónleikar, snarpir innan knapps tímaramma með sérvöldum tónverkum sem hvert af öðru mynduðu saman sérlega áhrifaríka upplifun. Rýnir var næsta uppgefinn við næstu áningu á jarð- hæð Hörpu, þar sem Buffalo Soldier meistara Bob Marley hljómaði um barinn og náði að vinda ofan af karltetrinu. (IB) Hristan, ekki hrærðan Óperan Tosca eftir Puccini í Eldborg- arsal Hörpu bbbbb Íslenska óperan. Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason. Leikstjóri: Greg Eldridge. Meðal söngvara: Claire Rutter, Kristján Jóhannsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Ágúst Ólafsson og Bergþór Pálsson. Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar og Drengjakór Reykjavíkur. 21. október 2017. „Stærsta lán uppfærslunnar nú var jarð- tenging Claire Rutter og Ólafs Kjartans Sig- urðarsonar við verkið sem náðu í samein- ingu að byggja upp yfirgengilega spennu … Dramatískari og átakanlegri söguþráður finnst vart milli tveggja einstaklinga líkt og í tilfelli Toscu og Scarpia; holdleg girnd þrung- in hégóma, yfirráðum og völdum. … Tónlist Puccinis er engu lík. Bjarni Frí- mann Bjarnason hélt firnasterku gripi á verkinu frá upphafi til enda sem var ekki lítið afrek þar sem hraðatempó var með hægara móti en um leið varð sýningin yfirgengilega áhrifamikil og sönn. … Bjarni Frímann Bjarnason var stjarna kvöldsins!“(IB) Með mennskuna að vopni Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, Eldborg í Hörpu bbbbb Námur eftir Þórð Magn- ússon, Hornkonsert eftir Glière og Sinfónískir dansar eftir Rakhmanínov. Einleik- ari: Radek Baborák Stjórn- andi: Yan Pascal Tortelier. 9. nóvember 2017. „Radek Baborák sýndi öll blæbrigði hornsins og meira til. Hann lyfti slöppu tónverki upp í hæstu hæðir svo úr varð hin mesta gleði. Venjulega stendur hljóðfærið í veginum fyrir þeim sem reynir að temja dýrið og ná á því valdi. Ekki hjá Radek; hann fer einhvern veginn fram hjá hljóðfærinu um leið og hann fer inn í það, út yfir efnisheiminn – hann og alheimurinn eru eitt og hið sama. … Tónleikunum lauk með … Sinfónískum dönsum Rak- manínovs. Þetta er stóreflis hljómkviða með smitandi frösum og stefjum, en nú tók hljómsveitin upp þá iðju að spila svo langt ofar getu með svo miklum glans að maður hváði öðru sinni; Sinfón- íuhljómsveit Íslands á þetta einstaka sinnum til, að brjóta lög- málin, þyngdaraflið, og þenja sig út yfir efnisheiminn.“ (IB) Hornséní í höfuðstaðnum Kammertón- leikar Kammer- músíkklúbbsins, Norðurljósum í Hörpu bbbbm Strengjakvar- tettar eftir Glass, Sjostakovitsj og Beethoven. Strokkvartettinn Siggi (Una Svein- bjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla og Sigurður Bjarki Gunnarsson selló). 19. nóvember 2017. „Íbyggið sítrekunarhjakk Glass rann ljúflega niður …var flutningurinn sannfærandi einlægur, og jafnvel hug- vekjandi á köflum. Hinn aðeins 13 mín. langi 7. Strengja- kvartett eftir Dmitri Sjostakovitsj frá 1960 sló mann hins vegar sem hugsanlega eitt hnitmiðasta ef ekki frumlegasta dæmi formsins eftir 1950… mótaði snilldartúlkun Sigga hér hápunkt kvöldsins svo hvergi yrði í fingur fett, og varð hún reyndar til að hugleiða hvort ekki væri löngu kominn tími til að þetta vildarfereyki viðarkvoðunnar sendi frá sér hljómdisk til varanlegrar sönnunar um erindi sitt við stór- meistara tóngreinarinnar.“ (RÖP) Snilldartúlkun Kammertónleikar í Salnum bbbbm Kvartettar eftir Mozart og Schumann. Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanó, Laufey Jensdóttir fiðla, Þórarinn Már Baldursson víóla og Júlía Mogensen selló. 21.janúar 2017. „Kom sannast sagna á óvart hvað splunkunýr hóp- urinn fór létt og sannfærandi með þennan gegnsæja en samt vandmeðfarna efnivið … Viðkvæmt styrk- vægið var ávallt í heiðri haft og samtaka snerpan hreif alla nærstadda upp úr skónum, að ógleymdu gómþýtt kristalsskýru píanóflúri Guðrúnar… Ánægjan af innlifaðri túlkun kvartetthópsins var í einu orði sagt upptendrandi … (RÖP) Fágaðir fjörkálfar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.