Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Síða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Síða 59
31.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Bækur ársins Segja má að árið 2017 hafi verið ár ljóðabókarinnar, því fjöldi afbragðs ljóðabóka kom út. Margar voru þær nýrra höfunda og nýir höfundar sendu líka frá sér eftirtektarverðar skáldsögur. Árni Matthíasson nefnir þær bækur sem honum þótti skara fram úr. Elín, ýmislegt, skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur, segir af Elínu, leik- munahönnuði á áttræðisaldri, og Ellen, ungu leikskáldi, sem kynnast þegar Elín vinnur við uppsetningu á verki Ellenar. Líf þeirra skarast gegnum kynni Elínar af föður Ellenar, þó Ellen viti ekki af því og Elín sé við það að gleyma því, en það skarast líka á annan hátt og á fleiri en einu sviði, eins og kemur smám saman í ljós. Áleitin og sterk saga um það hvern- ig lífið knosar okkur ef við lærum ekki að laga okkur að því og það hvernig fer fyrir þeim sem reyna að sigrast á óreiðunni með því að af- neita henni. Lestu líka Millilendingu eftir Jónas Reyni Gunnarsson og Ekki vera sár eftir Kristínu Steinsdóttur. Skáldsaga ársins Kristín Ómarsdóttir hefur einkar persónu- legan og sérstæðan stíl, fléttar saman óræðum myndum, textavísunum og óhlutbundnum hug- myndum. Mörg ljóðanna í Kóngulóm í sýningargluggum skil- ur maður upp á nýtt við hvern lestur – einfaldleikinn getur verið furðu snúinn þegar betur er að gáð. Kristín hefur skrifað allskonar bókmenntir, en sama hvað maður er að lesa eftir hana þá er ljóðið aldrei langt undan. Lestu líka Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Heilaskurðaðgerðir eftir Dag Hjartarson. Ljóðabók ársins Á undanförnum árum hefur Steinunn Kristjáns- dóttir fornleifafræðingur rannsakað klausturhald á Íslandi. Í bókinni Leitin að klaustrunum: Klaust- urhald á Íslandi í fimm aldir segir hún frá klaustr- unum sem hér voru og dregur upp skýra mynd af því hve þau voru mikilvægur þáttur í íslensku mið- aldasamfélagi sem fræða- og lækningasetur. Lestu líka Sjálfstætt fólk eftir Vilhelm Vilhelmsson og Svo veistu að þú varst ekki hér í ritstjórn Ástu Kristínar Benediktsdóttur og fleiri. Fræðirit ársins Í Syndafallinu segir Mikael Torfason sögu sína og for- eldra sinna af miskunnarleysi en líka hlýju og gam- ansemi. Faðir hans var annálaður sjarmör og sént- ilmaður, en líka óforbetranlegur drykkju- og ævintýramaður og móðir hans glímdi við þunglyndi, kvíða og geðhvarfasýki. Sagan er átakanleg, en Mikael er ekki að velta sér uppúr sorginni eða fordæma foreldra sína, heldur er hann að reyna að skilja þá. Lestu líka Ævisögu Eggerts Jean Claessen eftir Guðmund Magnús- son og Fjallið sem yppti öxlum eftir Gísla Pálsson. Ævisaga ársins Í kverinu Borgin – heimkynni okkar rýna Hjálmar Sverrisson og Hrund Skarphéðinsdóttir í borgir og borgarskipulag með höfuðáherslu á Reykjavík. Þau draga fram dæmi frá ýmsum borgum í ýmsum löndum og frá ýmsum tímum til að sýna hvað hefur mistekist og hvað er vel gert og leggja til leiðir til að búa til betri borg. Lestu líka Pínulitla kenopsíu Jóhönnu Maríu Einarsdóttur, sem er á mörkum skáldskapar og raunveruleika, og Stofu- hitann hans Bergs Ebba. Vangaveltur ársins Vertu ósýnilegur, eftir Kristínu Helgu Gunn- arsdóttur er ekki bara barnabók, hún er í raun bók fyrir alla sem áhuga hafa á því sem er að gerast í heiminum. Ishma- el hrökklast frá heimili sínu og heimaborg þegar föð- urland hans breytist í hákarlskjaft. Lestu líka (Lang)elstur í bekknum eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Ferðina til Mars eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur og Helga Sverrisson. Barnabók ársins Veisla í greninu, eft- ir mexíkóska rithöf- undinn Juan Pablo Villalobos, er ör- stutt og lætur ekki mikið yfir sér. Í bók- inni kynnumst við lífinu í augum Totchli, sem er barn sem elst upp í vígi eiturlyfjabarónsins föður síns. Smám saman kemur í ljós hve heimurinn sem Totchli, kanínan, elst upp í er við- urstyggilegur án þess þó hann glati sak- leysinu. Þýðing Maríu Ránar Guðjóns- dóttur er frábær. Lestu líka Grænmetisætuna eftir Han Kang og Orlandó eftir Victoriu Woolf. Þýdd skáldsaga ársins Einhverjir voru að amast yfir því á net- inu um daginn að all- ir væru að lesa Myrkrið veit eftir Arnald Indriðason, en á því er einföld skýring: Fólk vill lesa það sem því finnst skemmtilegt og eng- inn kann betur þá list að skrifa íslenska reyfara en Arnaldur. Að þessu sinni er að- alpersónan Konráð, lögreglumaður á eft- irlaunum, sem glímir við gamalt mál og býsna snúið. Lestu líka Stúlkuna sem enginn saknaði eftir Jónínu Leósdóttur og Vályndi Friðriku Benónýs- dóttur. Reyfari ársins Sem betur fer eru menn teknir að gefa út að nýju íslenska klassík og þá oft í auknum og end- urbættum útgáfum. Það á við um Tvenna tíma, endurminn- ingar Hólmfríðar Hjaltason sem El- ínborg Lárusdóttir skráði og kom fyrst út haustið 1949. Í endurútgáfunni er meðal annars að finna fjölda mynda sem ekki voru í frumútgáfunni, formála og lærðan eft- irmála Soffíu Auðar Birgisdóttur. Lestu líka Konuna í dalnum eftir Guðmund G. Hagalín og Í kompaníi við allífið eftir Matthías Johannessen. Endurútgáfa ársins Í bókinni Land- sýn fetaði Einar Falur Ingólfsson í fótspor danska listamannsins Johannesar Lar- sens sem fór um Ísland sumrin 1927 og 1930 og teikn- aði myndir fyrir Íslendingasagnaútgáfu. Ein- ar reynir iðulega að fanga sama sjónarhorn og Larsen en hann fer líka eigin leiðir og dregur upp stórmerkilega mynd af víð- tækum breytingum á landi og þjóð. Lestu líka Snert á arkitektúr eftir Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur og Ég er drusla í ritstjórn Grétu Þorkelsdóttur, Hjalta Vigfússonar og Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur. Listaverk ársins

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.